Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 7
VÍSIR. Miðvikudagur 17. mai. 1972 cTVLenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: KONGURINN A KRIT Svenska riksteatern: GOÐSAGA Myten om Minotaurus eftir Frances og Mörthu Vestin. Leikstjórn og leikmynd: Martha Vestin. Þaðsem skiptirmáli þarf að útskýra. Og það sem ekki verður skýrt, því má gefa nafn. En einhvern tíma kemur sá dagur að við nefnum hlutina upphátt - sínum réttu nöfnum. menn um þjóðfélagsmál og eilifa stéttabaráttu, brýna til hluttekn- ingar i óforg^ngilegri hugsjón byltingar. Né þá heldur hvort goðsagna- eða þjóðsagnaefni er akkúrat passlegur efniviður til þvilikra nota. Fyrir minn smekk er þetta hvort tveggja heldur en ekki hæpið. Hvað sem þvi liður er augljós og auðskilin aðfefð Fri- teaterns að sögunni um Minótár i þvi skyni að leggja hana út i ,,nýju” samhengi og nefna nú hlutina „réttum” nöfnum. Með þessum hætti verður sjálfur setzt i valdastólinn heima á Aþenu. Friteatern fer þannig að þessu máli að fyrst er goðsagan sýnd „eins og hún lifir” i örstuttum stilfærðum grimuleik. En siðan kemur útlegging efnisins sem nú var lauslega rakin i viðureign og samtölum Minosar, Asterions, Ariöðnu, Þeseifs, en á milli er fléttað leikatriðum út á meðal fólksins á Krit. Asamt grimu- leiknum fannst mér þessi siðast- nefndu atriði ásjálegust i sýn- ingunni, en einkennilega kom það fyrir, ekki sizt af nýmóðinslegum frjálshuga leikflokki, hve textinn var allur hátiðlega forskrúfaður og fjarskalega alvöruþrunginn. Einungis fjórir leikendur eru i flokknum: Kenneth Bergström, Barbro Enberg, Jan Sangberg, Jonas Granström, og leggja þau óneitanlega mikið á sig að bera okkur þessi boð um Minos og það fólk á Krit um úfin og torsótt höf. En það sem markverðast virtist um leikflokkinn var fullkomið vald leikendanna á orði og æði i leiknum, hin ýtarlega likamlega þjálfun og einbeiting sem sýning þeirra lýsti. Það smellnasta i sýningunni fór reyndar fram áður en leikurinn sjálfur hófst. Til að byrja með eru áhorfendur sem sé leiddir inn i gegnum sannkallað völundarhús, á leiksviðinu sjálfu, til sæta sinna i salnum. Óneitanlega varð þetta til að hrista upp skilningarvitin i forvitnum komumönnum. Leikið er á hringsviði i samkomusal Norræna hússins, fámennum áhorfendahópnum skipað um- hverfis það. Það sem á eftir fór stóð hins vegar engan veginn við þá eftirvæntingu sem upphafið vakti - og ekki bætti það úr skák að inni var kæfandi hiti af ljósa- búnaði leikflokksins og aldeilis loftlaust. i þessu þrúgandi andrúmslofti andaði þvi miður engum verulegum gusti af gest- komendum. Bara að þau hefðu átt markverðara erindi að rækja! Goðsagan um Minótár: sögumaður ásamt Minosi kóngi. Nokkurn veginn á þessa leið eru ályktunarorðin af Sögunni um Minótár, sem sænskur gesta- flokkur, Friteatern, leikur i Nor- ræna húsinu þessa viku. En þessi leikflokkur er að sögn Sveins Einarssonar i leikskránni „einn forvitnilegasti fulltrúi þeirra leit- unar og nýsköpunar sem hefur átt sér stað og á sér stað i norrænu leikhúsi um þessar mundir..”, þeirrar sannfæringar að leikhúsið „sé vopn i baráttu allra manna fyrir.betra lifi, vopn, hvort sem þvi er beitt visvitandi eða ekki, hvort sem snýr fram skaptið eða oddurinn”. Hér er nú ekki tóm til að þrátta um þá skoðun hvort leikhús, leik- svið sé réttur staður til að upplýsa Minótár aldeilis engin ófreskja heldur mennskur maður, imynd og fulltrúi eilifrar hugsjónar um uppreisn lýðsins. Minos er auðvit- að fulltrúi valdsins á hverjum tima - og valdstjórn er af hinu illa þó svo hún þykist beita sér fyrir friði og farsæld. Þeseifur yfirgef- ur Ariöðnu á Naxos-ey af þvi að hún veit um vansæmd hans og af þvi að hún ætlaðist til allt annars af honum, að hann leysti Minótár úr læðingi - leiddi bróður hennar, Asterion út til lýðsins. Þeseifur siglir heim undirsvörtum seglum af þvi i fyrsta lagi að hann vann hreint enga hetjudáð á Krit. t öðru lagi hefur hann kannski ekk- ert á móti þvi að Egeifur kariinn steypist fyrir björg svo hann geti Þeseifur og Minótár: Jonas Granström, Kenneth Bergström. Furðuleg og ósmekkleg órás vinnubrögð hans, en hún hljóðar svo: Grundar dóma, hvergi hann hallar réttu máli, stundar sóma, aldrei ann iilu pretta táli. Virðingarfyllst, Jón A. Stefánsson. Ég varð bæði undrandi og hneykslaður, er ég las orð og um- mæli Kristjáns Bersa Ólafssonar um Einar Pálsson skólastjóra i þættinum Menningarmál i Visi þ. 9. mai 1972. Marglas ég ummælin til að ganga úr skugga um, að ég skildi raunverulega orð hans rétt. Þegar svona ummæli koma frá manni, sem trúað er fyrir þvi að skrifa um menningarmál og ætl- azt er til, að tekið sé mark á, verður manni fyrst á að hugsa, hver sé tilgangur og ástæða slikra skrifa, ekki sizt undir yfirskrift- inni „Frjálstorð i fjölmiðlum”!!! Grein KBÓ um þátt Einars Páls- sonar er eins konar sjónvarps- gagnrýni. Þó er bókstaflega HVERGI komið inn á eigin- lega sjónvarpsgagnrýni i greininni. Þar er ekk- ert um það sagt, HVERNIG þáttur E.P. var unninn, hvernig hann var fluttur og hvernig sá mikli vandi var leystur að skýra i fáum og auðskildum orðum frá nokkrum helztu niðurstöðum ára- tuga athugana! Grein KBÓ er ekkert annað en ósmekklegur óhróður um mann, sem hefur það eitt til saka unnið að reyna að ráða þær gátur, sem aðrir hafa gefizt upp við. Fyrir mig og annað áhugafólk um forn fræði, sem höfum reynt að kynna okkur rannsóknir Ein- ars Pálssonar með þvi að hlýða á fyrirlestra hans og lesa rit hans um forna menningu og trúar- brögð norrænna manna, eru orð KBÓ harla ihugunarverð. Við, sem höfum glaðzt yfir þvi að sjá unnið að rannsóknum i þessum fræðum og séð nýjar og áður ófarnar leiðir kannaðar af fræði- legri varkárni og vönduðum rök- stuðningi, hljótum að stinga við fótum, þegarslikar rannsóknir og niðurstöður þeirra, sem þó eru birtar i tilgátuformi, eru um- svifalaust fordæmdar. Verður að gera strangar kröfur um rök- stuðning slikra ummæla frá KBÓ, þvi væntanlega gerir hann sér það ljóst, að slik orð um áratuga rannsóknir Einars Pálssonar verða annars skoðuð sem at- vinnurógur og stráksleg ummæli. Fer þá ekki hjá þvi, að slikur rit- háttur sé hafður i huga við lestur annarra ummæla hans og skrifa. Ef dæma má af málflutningi KBÓ, telur hann sig sérfræðing i visindalegum vinnubrögðum. Spurning er þá: Hefur hann sjálf- ur unnið eitthvert umtalsvert vis- indalegt afrek? Hefur hann sjálf- ur gefið út ritgerðir eða bækur, sem hann þorir að standa við opinberlega? Og treystir hann sér til að setja fram skarpari tilgátur en Einar Pálsson? Ef svo er, þá er sannarlega kominn timi til, að KBÓ snúi sér að viðameiri störfum og verk- efnum en að skrifa lauslega um „menningarmál” i dagblöð. Sýn- ast annars mikiir hæfileikar illa nýttir. Hlýtur visinda- og fræði- mennsku þá að bætast þar góður liðsmaður. Hver sem er, getur sett fram órökstuddar fullyrð- ingar um menn og málefni, en það þarf mikilhæfa menn til að færa visindaleg rök að ummælum eins og þeim er KBÓ viðhafði i umræddum pistli. Þvi þau eru væntanlega byggð á rækilegri könnun og þekkingu á rannsókn- um Einars Pálssonar — ? Vona bæði ég og aðrir, sem dáð- umst að fyrrnefndum sjónvarps- þætti, að sjónvarpsgagnrýni i Visi verði annað og meira en órök- studdur óhróður um þá, sem vinna óeigingjarnt starf að þvi að lyfta islenzkri menningu á hærra stig. Svo vænti ég þess að fá að frétta eitthvað um visindastörf KBÓ og hygg þar gott til. Vona ég að mega þá heimfæra eina af perlum islenzks alþýðukveðskapar upp á Citroen — viðgerðir Annast allar almennar viðgerðir bifreiða. Sérhæfðir i mótorstillingum, hjólastillingum, ljósastillingum og afballans á hjólbörðum i öllum stærðum. Pantanir teknar i sima 83422. MÆLIR BÍLASTILLING Dugguvogi 17. f?Smurbrauðstofqn | BJORNINN Niálsgata 49 Sími '5105 J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.