Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Miðvikudagur 17. mai. 1972 3 BÍL SINN hann og endurbæta, og hægt og hægt verða hin ýmsu öryggis- tæki tekin i fjöldaframleiðslu á hinum venjulegu Volvo- markaðsbilum. Hætt er við, að tilrauna-bill- inn, eða „öryggisbillinn” yrði rokdýr, ef framleiðsla væri haf- in á honum nú. Dýrasti Volvo- billinn, bill af gerðinni 164-E, sem er með sex strokka vél með um 180 hesta orku og elektrón- iskri gasgjöf, kostar hér á landi sléttar 800.000 krónur. öryggisbillinn frá Volvo færi langt fram yfir þetta verð i framleiðslu, og er hann þó ekki búinn nema fjögurra strokka vél af gerðinni B20. lögreglu og slysavarnaraðilum. Daglega birtast i dagblöðum listar frá oliufélögum, þar sem stöku ökumenn, sem sézt hafa aka um götur með spennt belti, eru verðlaunaðir með þvi að fá ókeypis 301itra af bensini á tank sinn. Volvo-veldið Volvo-verksmiðj'urnar eru orðnar gifurlegt veldi i Sviþjóð, og satt bezt að segja varð undir- ritaður blaðamaður af þvi fá- tæka tslandi ekki uppnuminn yfir þvi að heyra, hve háum upphæðum þessar verksmiðjur verja nú til tilraunastarfsemi. Sannarlega var timi kominn til, Höggvarinn voldugi, sem sennilega vegur hvað þyngst á metaskálum, þegar árekstur verður. Að framan gefur hann eftir sem nemur 180 mm. oryggisbelti skipta miklu Sérfræðingar Volvo þykjast með rannsóknum, jafnt á eigin vigstöðvum sem með rannsókn um á slysum, hafa komizt að þvi, að öryggistækið, sem mestu máli skipti, séu öryggisbelti. Þvi er tilrauna-billinn búinn endurbættum beltum, sem eng- inn kemst hjá að nota. Billinn fer einfaldlega ekki i gang, nema belti séu spennt. 1 sumum gerðum Volvo-bila, sem nú eru framleiddir, blikkar rautt ljós, sem i er letrað „festið sætis- ólar”, meðan eitthvert belti i bilnum er ekki fast spennt. Sviarreka mikinn áróður fyr- ir notkun beltanna, og hafa oliu- félög þar i landi gengið i lið með að bilaframleiðendur i heimin- um færu ögn að huga að eigin- legum hagsmunamálum neyt- enda. Hitt er svo annað mál, að frumkvæði Volvo i Sviþjóð er þakkarvert, peningum þeim, sem verksmiðjurnar moka i þessa starfsemi, er heldur ekki betur varið. Og þegar maður gluggar svo- litið I ársuppgjör fyrir árið, kemur i ljós, að blessaðir menn- irnir hafa sannarlega haft efni á að kosta nokkru til. Nettó-hagn- aður fyrirtækisins, sem hefur i Sviþjóð 39.000 manns-i þjónustu sinni, var nefnilega 127,1 milljón sænskra króna — eða eitthvað kringum 25.000.000.000,00 isl króna. _cr Ný niðursuðu- verksmiðja í Garðinum Flytja út niðursoðna lifur undir dönsku nafni Ný niðursuðuverksmiðja tók til starfa núna um helgina suður i Garði og starfar undir nafninu Fiskiðja Suðurnesja. Stofnendur og aðaleigendur eru Gunnar Sveinbjörnsson, Finnbogi Björnsson og Sveinbjörn Árna- son, auk eiginkvenna tveggja fyrrnefndu. Fiskiðja Suðurnesja mun eink- um og aðallega sjóða niður lifur og hrogn, en hráefni á hún frá þessari vertið, frosin hrogn. „Hrognin ráðgerum við aðselja á Bretlandsmarkaði, en þar eru sölumöguleikar á hrognum mest- ir. — Hinsvegar munum við flytja lifur út undir vörumerki Born- holms Konservefabrik, sem sel- ur sinar vörur einkum á Mið- Evrópumarkaðnum. Undanfarið hefur verið hérna hjá okkur niðursuðusérfræðingur frá þeim okkur til leiðsagnar. Annars höfum við hug á að flytja út lifur á Rússlandsmarkað og til Tékkóslóvakiu, en það hefur ævinlega verið erfiðleikum bund- ið að afla lifrar á þessum tima árs, sumrinu, einmitt þegar við erum að byrja — svo að það verður allt undir hráefnisöflun- inni komið”, sagði Finnbogi Björnsson framkvæmdastjóri. Um 20 manns munu starfa við verksmiðjuna að-staðaldri, en af- kastageta dósalokunarvélar hennar eru 3000 dósir á klukku- stundu. Stofnkostnað verksmiðjunnar sagði Finnbogi vera milli 9 og 10 milljónir króna. „ÁTTUM EKKERT í HASSINU" — segja hljómsveitarmenn Svanfríðar „Okkur þykir það ieitt, að nafn Svanfriðar okkar skuli hafa verið bendlað við handtöku aðstoðar- manns hljómsveitarinnar, sem tekinn var með hass I sinum fórum”, sagði Sigurður Karlsson, trommuleikari hljómsveitarinnar i viðtali við Visi i gærmorgun. „Þannig fær hljómsveitin að ósekju stimpil, sem við vildum fyrir alla muni vera lausir við.” Sigurður kvað þá félaga i hljómsveitinni ekki hafa fengið vitneskjuum „hass-fundinn” fyrr en i pásu hljómsveitarinnar. „Við höfðum ekki haft minnstu hugmynd um, að ródarinn væri að eiga við þetta hass, enda kemur okkur minnst við, hvað rafvirki hljómsveitarinnar fæst við, þegar hann er ekki að sinna hljóðfærum okkar. En þessum leiðindum af honum áttum við ekki von á”, sagði Sigurður. „Hann var ekki að gera okkur neinn greiða með að sýsla við þetta hass”. — ÞJM. Enginn ballett til á íslandi — segir Vasil Tinterov, ballettmeistari „Ég myndi gjarnan vilja vera hér lengur, ef það væri starfrækt- ur bailett hér” segir búigarski baliettdansarinn, Vasil Tinterov, sem starfað hefur sem ballett- meistari við Þjóðleikhúsið I vet- ur, en er nú á förum til Svi þjóðar. Þetta er gott fólk, sem ég hef unnið með og mörg efni, sér- staklega nemendurnir úr eizta árgangi Listdansskólans. Þeir hafa sýnt miklar fram- farir, virðast hafa yfir góðri tækni að ráða. Þetta fólk hefur bara enga möguleika hérna á Islandi, vegna þess að þið hafið ekki enn komið ykkur upp eigin ballett. Annað er það, að alltaf er verið að skipta um kennara eða ballett- meistara við Listdansskólann, þannig að sami maður fær ekki tækifæri til að móta og þroska nemandann i list sinni nema kannski einn eða tvo vetur. Kenn- arinn nær þvi engri heildarniður- stöðu út úr listmiðlun sinni til nemendanna. Möguleikar islenzkra ballett dansara eru i listnámi erlendis og starfi við erlenda balletta, eins og nokkrir tslendingar hafa reyndar farið út i, Helgi Tómasson o.fl. Annars er ballettnám eins og ann að listnám, þvi lýkur i rauninni aldrei, ballettdansari er alltaf að læra og finna nýja tjáningu i list sinni”. Og Vasil Tinterov sýnir afraksturinn af vetrarstarfinu i Listdansskóla Þjóðleikhússins með tveim frumsömdum ballett- um, sem hann flytur ásamt nem- endum sinum og samkennurum i Þjóðleikhúsinu þann 26. og 27. mai. Fyrri ballettinn nefnist „Prins- inn og rósin” við tónlist Karls O. Runólfssonar heitins, og sá seinni er „Amerikumaður i Paris” sem Georg Gershwin samdi tónlist við, eins og kunnugt er. — GF — Tinterov og nemendur á æfingu. Barnaverndarnefnd með nýju sniði „Barnið og þjóðfélagið” heitir félagsskapur sem stofnaöur var i Reykjavik i siðustu viku. Segir i stefnuskrá þessa félagsskapar, að hann vilji miða að þvi aö vernda börn og foreldra í þjóö- félaginu — og mun hann að nokkru sniðinn eftir erlendri fyrirmynd, en viða i löndum eru slik barnaverndarsamtök starf- rækt — oftast með það aðalmark- mið i huga að endurskoða eða fylgjast með geröum barna- verndarnefnda, sem starfa á vegum opinberra aðila. Stjórn þessa nýja Vélagsskapar hér skipa Carl Eiriksson, E ’la Guðmundsson, Sverrir Lúthers, Sigurður Jónsson, og Halldvir Briem. -GG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.