Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 4
4 VÍSIR. Miðvikudagur 17. mai. 1972 Að lifa q landsins gœðum... BÚA ÓRALANGT FRÁ ALLRI BYGGD FYRIR NORÐAN HEIMSKAUT — stefna að því að búa eins frumstœðu lífi og frekast er unnt Þaö eru ekki bara þeir sem vilja forðast ysinn og þysinn á Reykjavíkursvæö- inu og gerast einbúar á Hveravöllum, sem gjarnan vilja vera afskekktir og fjarri menningunni meö öllu lifsþægindakapp- hlaupinu. i um þaö bil 400 kilometra fjarlægö frá næsta þjóðvegi, og 80 kilo- metra frá næsta byggða bóli, hafa hjón nokkur í Bandarikjunum setzt aö, og lifa þar rétt eins og Robinson Crusoe gerði hér áður fyrrum. En munurinn er e.t.v. sá að Crusoe rak að landi nauðugur viljugur á eyju i hitabeltinu, en Frederiek og Elaine Meader hafa valiðsérhústaðásamt 15ára syni sinum i frostauðninni og láta drauma sina um ,,að lifa af lands- ins gæöum” rætasl þarna norðan heimskautsbaugs i Brooks Moun- tains Range i Alaska. Meader er heimspekingur og var kennari i þeirri grein, en kona hans var við listfræðinám. Þaö var fyrir 12 árum að þau ákváðu að snúa baki við þægindum menningarinnar. Með öxi, sög og riffil héldu þau af stað fljúgandi á vit örlaga sinna. ,,betta er svar okkar til þess trúðleiks, sem menningin er orð- in”, segir Meader, alskeggjaður, hávaxinn maður. ,,Hér búum við á eins frumstæðan hátl og fram- ast er unnt. Eg nota að visu enn riffilinn, en það er draumur minn að nota siðar boga og örvar við veiðimennskuna” Fjölskyldan býr i bjálkakofa, sem þau byggðu sér sjálf úr trjám, sem þau felldu. Fæðan þeirra er aðeins villibráð, fiskur, sem þau veiða og eitthvað af grænmeti og villtum berjum, sem vaxa á hinu stutta sumri þarna norður á hiara veraldar. Þau halda engar skepnur, né heldur rækta þau neitt sér til mat- ar. ,,Það er ætlun okkar að lifa eingöngu af landinu”, segir Elaine, sem er 37 ára, grönn og fönguleg kona. Og hvernig er svo fatatizkan þeirra norður þar? Fötin gera þau sjálf úr feldi dýra, sem þau veiða, hreindýra t.d. Húöirnar nota þau lika i stað glerrúða i kof- ann sinn. ,,Við erum staðráðin i að vera hér allt okkar lif”, segir Meader. 1 eitt skipti hafa þau þarfnast hjálpar frá umheiminum. bá fót- hrotnaði húsbóndinn. Þá höfðu þau talstöö og gátu kallað á hjálp, — en nú hafa þau einnig varpað þessu menningartæki fyrir róða. Komi til þess að þau þurfi að- stoðar við, þá er ekki um annað að ræða en að arka þessa 80 kiló- metra til næsta bæjar eftir hjálp- inni. ,,Við stefnum að þvi að fækka við okkur þörfum frá umheimin- um” segir frúin, og skýrir frá þvi að á siðasta ári hafi fjölskyldan aðeins eytt 100 Bandarikjadölum, eða um 9000 krónum, ,,og við get um enn bætt okkur", segir hún. 1 tvennu tilliti verða þau þó að brjóta odd af oflæti sinu. ,,Við er enn þrælar hins prentaða máls, — bækur veröum við að fá”, segir Meader, og bókasafn þeirra i kof- anum ber vott um það, þar á meðal er að finna margar bækur eftir húsbóndann á heimilinu. Hitt tilvikið er sonurinn, 15 ára gamall, hann þarfnast menntun- ar, sem ekki er að finna i isauðn- inni. Hann var sendur til hinnar sólriku Kaliforniu i skóla, en til að standast straum af kostnaðinum, hófu hjónin sýningar á kvikmynd, sem þau tóku á norðurslóðum „Dagur i sólinni”, og sýndu myndina i San Fransisco. Þau hjónin sögðu blaða- mönnum við það tækifæri að þau ráðlegðu engum að yfirgefa menninguna á þennan hátt. ,,Þetta er hreint ekki auðvelt lif”, sagði frúin, og liklega munu flest- irsammála um að hún hefur ekki kveðið of fast að orði. Þannig cr klæðnaðurinn þeirra á norðurslóðum f Meader-fólksins. GABOR-mamman litur alls ekki út fyrir að vera amma tvitugrar stúlku. ÖMMUR GETA LÍKA VERIÐ UNGLEGAR — og þannig fer móðir Gabor-systranna að því Jolie Gabor, móðir glæsi- kvennanna Evu, Mögdu og Zsa Zsa segir engum aldur sinn. En hún viðurkennir að hún eigi dótturdóttur sem sé tvitug. ,,Ég lit út fyrir að vera yngri en ég er,” segir hún. Og hvernig? Hún treystir okkur fyrir eftirfarandi upplýsingum um það hvernig varðveita á æsku sina: ,,Mikilvægast er að halda andlitinu hreinu. Á kvöldin að takaandlitsfarðannaf með góðri feiti, og þurrka oliuna siðan vandlega af sér. Gætið vandlega að þvi aö ekkert sé eftir, þegar þér leggist til hvilu, og berið ekkert á húðina fyrir svefninn, húðin þarf að anda”, segir þessi fagra en aldna frú. ,,A morgnana er það bað, andlitskrem i 10-15 minútur, jafnvel 20, sem getur reynzt erfitt morgunsvæfum erfiðis- konum, sem sifellt eru að missa af strætó. Þá eru það likams- æfingarnar, segir hún, hreyfa alla skanka, — jafnvel andlitið hefur gott af einhverjum æfingum. Eftir 15-20 min æfingar fer gamla konan ung- lega i bað og eftir baðið farðar hún sig og málar eftir kúnstarinnar reglum. Og þá er það að reyna þetta, konur góðar. Enn er heiðar legt fólk til: GAT NÆLT SER I STORA VINNINGINN I HAPPDRÆTTI — en lét ekkju eiganda miðans njóta þess sem henni bar ana, — og rak upp skaðræöisóp, svo allir á skrifstofunni héldu að hún væri gengin af vitinu. Iiún sá strax að vinningurinn tilheyrði hinum iátna starfsbróð- ur og hringdi þegar i ekkju hans, sem var i þann vegin að flytja til sonar sins. VINNINGURINN: 50 þús dollarar, eða sem svarar 4.5 milljónum isl. króna. „Margir sögðu að ég værí brjáluð að skila vinningnum”, sagði Nancy við blaðamenn, ,,en ég er trúuð og ég held að æðri máttarvöld hafi viljað að vinn- ingurinn færi til ekkjunnar. For- stjóri happdrættisins sagði það ákaflega einfaldan hlut fyrir óráðvandan að hagnýta sér vinn- ing sem þennan, — enginn mundi hafa séð neitt athugavert við að stúlkan hefði notfært sér ástand- ið, nema auðvitað samvizka hennar sjálfrar. Mynd, sem kemur of seint fyrir hundlausu borgina Hundar þurfa nauðsynlega á trimminu að halda. Dag- lega þurfa eigendur þeirra að arka út i hvaða veður sem er með þessa vinsælu eða óvinsælu skepnur sínar. En maður einn i Bandarikjunum, Roger D. Keeper hefur fundið ráð gegn þessari kvöð, hann fann upp vél, sem hann kallar „Hund á Grund" eða eitthvað viðlíka, ef þaö er þýtt. Hundurinn gengur og gengur, en er þó alltaf á sama staö. Svona apparat kostar 45 þús. krónur, enda er nokkurs- konar færiband i þvi og má stilla það á hraða frá 6 kfló- metrum upp i 18 kilómetra á klukkustund. A meðan les eigandinn blaðið sitt, hvilikur munur. En þvi miður, of seint fyrir Reykjavik. Hér er ekki ætl- ast til að hundar séu á götunum. Eða kannski veröur þetta hundaeigendum að gagni? Ekki amalegt að geta setzt niður i uppáhalds- stóiinn og lesið blaðið sitt í stað þess að fara út til að labba með béaðan hundinn... Enn er til heiðarlegt fólk i þess- um heinii. jafnvel i Bandarikjun- iiin þar sem „hættulegt” fólk er skolið niður á gölum úti rétt cins og l'lugur. Við sögðum nýlega frá ivi á kirkjusiðunni okkar að ung- ur islendingur i Kaupmannahöfn keypti tvo happdrættismiða, ann- in fyrir sjálfan sig, liinn fyrir is- i lending uppi á Fróni. Stór vin- iugur kom á annan miðann, þann sem stúdentinn fátæki haf ætlað landanum. Úr vöndu var að ráða, — át hann að láta freistinguna veri heiðarleikanum yfirsterkari Nei, hann sendi heim miðann c hina stóru vinningsupphæð, en s; eftir sjálfur i sulti og seyru. Hún Nancy Colachio, starf stúlka i vefnaðarvörufirma einu New Jersey varð fyrir þvi sama dögunum. Hún hafði keypt miða happdrætti fyrir sig og san starfsmann sinn. Nú vildi svo I að samstarfsmaðurinn, Le Scaduto, 57 ára gamall var ferðalagi með konu sinni i Wi consin, þegar hann fékk hjarta- áfall og lézt af völdum sjúkdóms- ins sex mánuðum siðar i febrúar s.l. Miðarnir gleymdust eins og oft gerist með happdrættismiða, en svo fann hún miðana i reiðuleysi i dóti sinu, fékk lista yfir vinning- UMSJÓN: JBP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.