Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 17.05.1972, Blaðsíða 1
62. árg. Miðvikudagur 17. maí 1972. 110. tbl. TILRÆÐIÐ FÆRÐI WALLACE MESTU SIGRA SINA FRA BYRJUN Georgc Wallace vaknaði af deyfisvefni og fékk fréttir um, að hann hefði unnið mesta sigur til þessa. Hann sigraði i tvennum próf- kosningum i gær, og hvorugt fylkið tilheyrir Suður- rikjunum, þar sem fylgi hans hefur veriö ianemest. Hann sigraði i iðnaðar. fylkinu Michigan, þar sem frjálsiynd öfi hafa jafnan ráðiö i stjórnmálum. Bæði þar og i Maryland, fylkinu, þar sem honum var sýnt banatilræði, var fyigi Wallace álika mikið og fylgi McGoverns og Humphreys samanlagt. Mikiil vafi er, að Wallace geti nokkru sinni stigið i fæturna vegna mænu- skemmdar. SJA BLS 5. Svanfríður ekki viðriðin hassið Rannsóknarlögreglan vinnur nætur og daga aö þvi að fletta ofan af hass- hringnum, — náungum, sem hafa haft af þvi tekjur að selja fikniefni og smygla þeim til landsins. Við ræddum við einn hljóm- sveitarmanna Svanfríðar i gær, en aðstoðarmaður hljómsveitarinnar varð til þess að velta skriðunni af stað. — SJA BLS 3. • Árekstur ó ekki að þurfa að þýða slys Kannski eigum við eftir að lifa þá tima aö biliinn verði ekki sú endemis mann- drápstik og nú er I dag. Við jafnvel „ómerkilegustu” árekstra verða slys, jafnvei að menn láti lifið af völdum þeirra, eða fái ævarandi örkuml. Það er unnið mikið starf i bilaverksmiðjum, t.d. i Sviþjóð, við öryggisbilinn svonefnda. Blaðamaður Vísis skrapp í vikunni til Sviþjóðar að kynna sér allt um þessar tilraunir. — SJA BLS 2. 70 þúsund kr. á ,saumakonuseðir Dönsku leikirnir á siðasta getrauanseðli voru erfiðir. Aðeins tveir seðlar með 10 réttum fundust á þessum „saumakonuseðli” og kemur i lilut um sjötiu þúsund krónur.sem er sennilega það bezta sem komið hefur á tíu rétta — þegar allir leikirnar hafa farið fram — frá þvi getraunastarfsemin hófst hér. Og Danir voru i sjöunda himni með þessi úrslit — loksins er nú von i góðan vinning hjá dönsku getraununum, sennilega hátt á aðra milljón islenzkra króna fyrir alla leikina 12 rétta. 0 Áhorfendur í völundarhúsi Sænskur leikflokkur sýnir ieikritið Goðsögu i Norræna húsinu. Það vekur mikla athygli hvernig leikhúsgestir komast til sæta sinna. Þeir eru leiddir gegnum völundarhús eitt af ieikurunum, þar til þeir komast isætin, en hvað bíður þeirra þá? — Sjá kritík á bls 7 Vakinn af heilum kór á afmœlisdaginn - sjú baksíðu 0 Banna laxveiði við ísland. SJÁ BLS. 5 Eldri og yngri drottning kjðrin Fegurðarsamkeppnin í nœstu viku Fegurðarsamkeppni ís- lands 1972 mun fara fram á laugardaginn i næstu viku. Þá verður Fegurðardrottn- ing íslands kjörin, en jafn- framt Fegurðardrottning ungu kynslóðarinnar, en sú mun i sumar taka þátt í Miss Young International- keppninni í Tokyo. Fegurðarsamkeppnirnar munu fara fram samtimis i Háskóla- biói, en sex stúlkur taka þátt i hvorri keppni. Keppendur i yngri keppninni eru á aldrinuml5 til 19 ára, en keppendur i eldri keppn- inni eru á aldrinum frá 18 ára. i yngri keppninni er aðeins um feröina til Tokyo að keppa, en i þeirri eldri eru utanlandsferðirn- ar sex. Fyrsta alþjóðlega fegurðarsamkeppnin, sem senda þarf islenzka stúlku til, fer fram strax i næsta mánuði. Sem fyrr er það Sigriöur Gunnarsdóttir, sem haft hefur allan veg og vanda að undirbún- ingi keppninnar, en henni til að- stoðar hefur verið Heiðar Jóns son, sem þjálfað hefur stúlkurn ar- —ÞJM „Ég vildi breyta svolitiö til og fékk þess vcgna vinnu hérna f bænum,” segir Arnlieiður Asta, sem er frá Ytri-Njarövfk. VILL GERAST TÍZKUFYRIRSÆTA Ahugamál Þórunnar Sfmonardóttur eru tfzkusýningarstörf og hestamennska. Sjáif hefur hún átt hestinn Prins f þrjú ár. „Ég tek þátt f Feguröarsam- keppni ungu kynslóðarinnar i þeirri von, að það opni mér leið- ir inn i starf tizkufyrirsætu,” sagði Arnheiður Asta Jósafats- dóttir, 17 ára gömul úr Keflavik, og hún hristi höfuðið þegar við spurðum, hvort ferðin til Tokyo hefði ekki freistað hennar eitt- hvað lika. Og Arnheiður Asta hióð aðeins þegar við spurðum hana um álit hennar á andúð Rauðsokka á fegurðarsam- keppnum. Arnheiður Asta er frá Ytri- Njarðvik, en stundar nám við Verzlunarskólann af kappi. Hún vinnur i sumar i tizkuverzlun- inni Karnabæ, en undanfarin þrjú sumur vann hún i verzlun- inni Kyndii f Keflavik. „Pabbi á þá verzlun og það er ágætt að vinna hjá honum, en ég vildi samt breyta um vinnustað,” sagði Arnhildur. Hún sagði okkur lfka, að hún skemmti sér alltaf i Stapanum. „Ég er nefnilega ekki orðin nógu gömul til að komast inn á skemmtistaðina hér f Reykja- vik. Tónabær er bara fyrir yngri krakkana — og raunar Stapinn lika,” sagði hún aö lokum. — ÞJM LANGAR TIL AUSTURLANDA Hestamennska og tfzkusýningarstörf eru aðal- áhugamál Þórunnar Símonar- dóttur, 18 ára afgreiðslustúlku i tizkuverzluninni Pop-húsið, cn hún er mcðal keppenda um titil- inn Fegurðardrottning tsiands. Við spurðum Þórunni, hvern- ig henni likaöi að starfa við það, að bæði selja tizkuföt og sýna, en Þórunn er (eins og Arnheiður Asta) i sýningarsamtökunum Karon. „Það finnst mér vera einmitt þaö rétta,” svaraði hún. „Svona fylgist maður miklu betur mcð tizkunni.” Þórunn vissi ekki almenni- lega hvers vegna hún gaf sig út að taka þátt i keppninni „Ég sá eftir nokkra umhugsun, að engu máli skipti hvort ég tæki þátt i henni eða ekki. Ég ákvað svo að fórna þessúm dögum i hana. Nú, og þannig á ég Hka utanlandsferð I vændum.” Þórunn hefur ferðast til Spánar og Englands og svo þar að auki unniö um skeið á hóteli i Kaupmannahöfn. „Mest mundi mig þó langa til að komast ein- hvérntima til Austurlanda nær,” bætti hún við. -ÞJM Hassi áður smyglað í kílóavís? Æ ** - sjá baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.