Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 24

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 24
Föstudagur 16. júní 1972 „Vonandi hreykinn af að bera íslenzkt vegabréf" Listahátiö lauk með pompi og pragt i veizlu borgar- stjórans i lteykjavik i Höfða i gær, eftir að Menningarvitinn hafði verið hrenndur til ösku. í Höfða var mikið um dýrðir eins og jafnan i „vertiðariok”. t>að var ekki sizt til þess að koma mönnum i veizluskap, að heimsstjarna i menningar- heiminum, Vladimir Ashken- azý, gekk til veizlunnar með is- lenzkt vegabréf upp á vasann, en hann hafði þá nýfengið það. — ,,Ég vona að Ashkenazý verði hreykinn af þvi að bera islenzkt vegabréf vitt um lönd”, sagði Geir Hallgrirhsson borgarstjóri. — ,,Nú verður hann sendiherra tslands i hinu mikla lýðveldi listarinnnar, sagði Magnús Torfi Ólafsson, menntamála- ráðherra. Sjábls.ll Kœrði félagana fyrir rón og misþyrmingar Hárcysti og hark vöktu gremju ibúa i húsi einu við Frakkastig, þegar þeir fengu ekki svefnfrið kl. 1.20 i nótt og kvöddu þeir til lög- regluna til þess að koma ró á. Þarna reyndust vera 5 menn saman i hópi að slarka, en þegar að þeim var komið, studdu tveir þeirra einn úr hópnum, sem greinilega virtist eitthvað mikið miður sin. — Hann reyndist vera fótbrotinn og var fluttur á sjúkra- hús. En þegar hann gaf skýringu á óhappi sinu, kom ýmislegt upp úr dúrnum. Glösum lyft i lok Lislahátiðar. Mia Farrow er þarna i góðum félags skap i Ilöfða. Þeir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sinfóniu- hljómsveitarinnar, Kristján Daviðsson, listmálari, og Knútur Hallsson i mcnntamálaráðuneytinu virðast hafa nóg að segja henni. Þotunni neitað um lendingar- leyfi ó Mallorka 100 farþegar bíða eftir fari Þotu Flugfélags islands var neitaö um lendingar- leyfi áMallorka í gær og er það i fyrsta sinn sem slíkt skeður. Ferðaskrifstofan Sunna hafði tekið vélina á leiguog ætluðu liðlega 100 farþegar að bregða sér í sólina. „Það var um hádegi á mið- vikudag sem Sunna óskaði eftir að fá þotu leigða til að fljúga til Mallorka og átti hún að leggja af stað kl. 20 i gærkvöldi með um 100 farþega” sagði Birgir Þorgilsson hjá Flugfélaginu i samtali við Visi i morgirn. „Þótt timinn væri naumur gerðum við ráðstafanir til að geta farið þessa ferð og sendum skeyti til spanskra flugyfirvalda með beiðni um lendingarleyfi eins og venja er. Um hádegi i gær barst siðan neitun um lendingarleyfi. Haft var samband við islenzku flugmálastjórnina og hún beðin að ganga i málið. Siðan gengu skeytasendingar á milli allan daginn og um kl. 22 i gærkvöldi kom þriðja neitunin frá Spánverjum. Mér eru þessi viðbrögð óskiljanleg þar sem hér var eingöngu um íslendinga að ræða og allir vita hvað þessar ferðir eru algengar” sagði Birgir að lokum. Blaðinu tókst ekki að ná tali af Guðna i Sunnu né Flugmála- stjóra i morgun. Hins vegar er vitað að spanskt leiguflugfélag hefur sótt um lendingarleyfi hér á landi og munu þeir hafa fengið leyfi fyrir nokkrum ferðum, en hvort þeir hafi fengið leyfi fyrir öllum þeim ferðum sem sótt hefur verið um er ekki vitað. í morgun var áætlað að gera frekari tilraunir fram eftir degi og fara i kvöld ef leyfið fæst. -SG Hann var það upp á þessa félaga sina, að þeir heföu rænt hann peningaveski sinu, og sakn- aði hann þess. Sakaði hann þá um, að hafa hrint sér i götuna og misþyrmt með þeim afleiðingum, að hann fótbrotnaði. Litið var á yfirheyrslu hinna að græða, og voru þeir hafðir i haldi i nótt og biðu þeirra frekari yfir- heyrslur i morgun. -GP y Hin einstæða móðir situr hnipin með fótinn i gifsi. sagði Aifreð Elíasson, sem var flugmaður í þessarri ferð 25 ára afmœli í millilandaflugs Farþegarnir voru óttalausir „Nei, ekki held ég nú að fólk, eða þeir farþegar, sem ferðuðust með fyrstu millilandavélinni hafi vcrið hræddir, alla vega urðum við ekki varir við það. Enda var vélin sjálf það traustvekjandi, stærri og stcrklegri en þeir höfðu þorað að gera sér vonir um.” Svo segir Alfreð Eliasson, en hann var flugmaður i þessari ferð sem farin var með fyrstu milli- landaflugvél í eigu Islendinga, frá islandi til Kaupmannahafnar. Flugstjóri i þessari ferð, var cap- tain Byron Moore, en nokkru seinna fékk Alfreð flugstjórnar- réttindi á þessa sömu vél. Flug- freyjur i ferðinni voru Málfriður Blöndal og Elinborg óladóttir. A morgun, 17. júni, eru 26 ár frá þvi að þetta flug með fyrstu milli- landaflugvélinni var farið, en vél- in var „Hekla”, Skymastervél Loftleiða. Farþegar vor 37 að tölu.en ferð- in tók sjö klukkustundir. Ekki voru sætin nema fyrir 44 farþega i vélinni, og þess má geta að með henni var sólarhrings ferð frá Kaupmannahöfn til New York, en nú er sú ferð farin með viðdvöl á Islandi á hálfri niundu klukku- stund. tslenzkar áhafnir höfðu fyrr flogið með farþega frá tslandi til útlanda, og eflaust má deila um hvaða dag islenzkt millilandaflug hófst, en 17. júni 1947 var þó farin fyrsta ferð þeirrar flugvélar, sem íslendingar keyptu eingöngu til þess að halda uppi ferðum milli íslands og annarra landa. —EA ## Á hverju eigum við að lifa ## Ung, fráskilin, tveggja barna móðir í vanda „Fyrst höfuðkúpubrotnaði dóttir min. Daginn eftir að hún kom heiin af sjúkrahúsi var þriggja mánaða gamall sonur minn fluttur þangað eftir að hafa verið lengi veikur heima. Og til að kóróna allt saman varð ég fyrir þvi óhappi að fótbrotna. Þegar ég kom heim var leigu- bilstjórinn svo vinsamlegur að taka hringinn minn i pant þvi ég á ekki eyri. Félagsmálastofnun- in neitar mér um frekari hjálp. Á hverju eigum við að lifa?” Þetta er i stuttu máli frásögn einstæðrar móður með tvö börn, fimm ára telpu og þriggja mán- aða son. Hún skildi við eiginmann sinn fyrir nokkru og stóð uppi alls- laus með tvö börn. Oldruð móðir hennar er öryrki og gat ekki hjálpað. Eftir að hafa búið um hrið á hóteli með börnin leitaði hún á náðir Félagsmálastofnun- ar Reykjavikurborgar um að- stoð. Henni var útveguð ibúð og 20.000 kr. lán til kaupa á rúm- um fyrir sig og börnin.svo og til kaupa á pottum og pönnum. Lánið skal greiðast upp á 18 mánuðum. Stofnunin lætur hana ekki greiða húsaleigu. Hún áleit þvi að hún gæti með þvi að vinna og leggja hart að sér, áe'ð fyrir fæði og klæðum. En þá fór held- ur að syrta i álinn. Sonur hennar veiktist og hún varð að hætta að vinna til að sinna honum. Dóttir hennar slasaðist á höfði og var Iögð á sjúkrahús. Fékk hún aðstoð frá stofnuninni meðan á þessu stóð. En siðan ristarbrotnaði hún sjálf og er i gifsi uppað hné og getur þvi að sjálfsögðu ekki unnið. En nú kveðst Félags- málastofnunin ekki veita frek- ari hjálp, að sögn stúlkunnar. „Og ég sem ætlaði að láta skira son minn um helgina” sagði stúlkan að lokum. Visir hafði samband við fram- kvæmdastjóra Félagsmála- stofnunarinnar en hann visaði málinu til félagsráðgjafans. Ekki tókst að ná sambandi við hann i morgun. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.