Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 3
ÞESSI mynd er tekin við „Lincoln Memorial” daginn, sem gangan mikla var i Washinglon. Þarna sjáum við fræga leikara og frægan rit- höfund. Þeir eru, talið frá vinstri: Charlton Heston, hinn hörundsdökki rithöfund ur James Baldwin, Marion Brando og söngvarinn og Ieikarinn Harry Belafonte. Baldwin kom fljúgandi alla leið frá París til að vera í göngunni, en hinir komu frá Hollywood. Annríki dipló- mata framundan ranemar inn- í Alabama Birmingham, Alabama, 4. sept. (NTB-Reuter). — í dag hófst innritun þel- dökkra nemenda í skóla í Birm- ingham — stærsta bænum í Ala- bama, án þess að George Wallace ríkisstjóri, sem er hlynntur að- skilnaði kynþáttanna, reyndi' að koma í veg fyrir hana. í gær skipaði hann mörg hund- ruð mönnum úr lögreglu ríkisins að koma til bæjarins, en enginn kom. Bæjarstjórnin í Birmingham og sambandsyfirvöldin skoruðu í dag á Wallace' ríkisstjóra að skipta sér ekki af innritun fimm negra- nemenda í þrjá skóla, þar sem negrar hafa ekki áður stundað nám. Fyrsti blökkumaðurinn, sem var innritaður í dag, kom til skól- ans í fylgd með fjórum fullorðn- um blökkumönnum. Hópurinn kom til skólans strax er innritun annarra nemenda var hafin. Um það bil 60 lögreglumenn voru á verði á svæðinu við skóla- þennan, þegar negrarnir voru komnir inn í skólann, kom lest bíla akandi inn á skólasvæðið og var þar um að ræða fylgismenn kynþáttaaðskilnaðar. Lögreglan | skipaði óeirðaseggjunum að hafa [ sig á burtu. í FolCroft, sem er ein útborg Fíladelfíu í fylkinu Pennsylvaníu, var vörðum fækkað við hús, sem negrahjón fluttu í í síðustu viku, eftir að hjónin höfðu verlð úti og verzlað, án þess að til nokk- urra tíðinda bæri. Þegar þau fluttu í ibúðina unnu hvítir óeirðarseggir skemmd arverk á húsinu. Washington, 4. september. — (NTB-AFP). Utanríkismálaráöherra Banda- rlkjanna, Dean Rusk, heimsækir sennilega Bonn á tímanum 24.-28. október, að því er utanríkisráðu- neytið í Washington skýrði frá í dag. í Bonn heldur Rusk fund með öllum sendiherrum Bandaríkj- anna í Evrópu, bæði austan tjalds og vestan, og ef tími vinnst til verður hann viðstaddur minn- ingarathöfn til heiðurs föður Mar- shallshjálparinnar, George Mar- shalls hershöfðingja, — í Frank- furt. Rusk mun ræða við vestur- þýzka stjórnmálamenn í Bonn, ef af heimsókninni verður, segir ut- anrikisráðuneytið enn fremur. — Áður mun hann hitta Home lá- Verkamenn flýja Spán varð, utanríkisráðherra Breta, og Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Rússa, í sambandi við haust fundi Allsherjarþingsins. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær fyrirhugaður fundur Kenn- edys forseta og Gromykos fer fram. Af bandarískri hálfu eru fundir Rusks, Homes lávarðar og Gromykos og Kennedys og Gro- mykos taldir rökrétt framhald á samningaviðræðunum, sem leiddu til undirritunar Moskva- samningsins um takmarkað til- raunabann, en nú hafa 86 ríki undirritað samninginn. í viðræðum þessum verður væntanlega rætt um griðasátt- mála NATO og Varsjárbandalags- ins og staðsetningu eftirlits- manna beggja megin járntjalds- ins til þess að koma í veg fyrir skyndiárás, enda þótt Banda- ríkjastjórn hafi skýrt tekið fram, að ekki sé hægt að gera bind- 'andi samninga fyrr en Bánda- ríkin hafi ráðfært sig við banda- menn sína í NATO um málin. Bonn, 4. september. NTB-DPA. Spánskur diplómat, scm ekki lætur nafns síns getið, segir í dag í grein frá blaðaþjónustu vestur- þýzka jafnaðarmannaflokksins, að um það bil ein milljón vinnufærra manna hafi yfirgefið Spán síðan Franco hershöfðingi brauzt til valda. í svipinn er um það bil hálf milljón Spánverja við störf í nokkrum Evrópulöndum, og á síð ari árum hefur Spánarstjórn taUð hagkvæmara að flytja vinnuafl <ir landi en útvega ný störf, enda færir vinnukrafturinn erlendis Spáni nokkur hundruð milljón dollara á ári í erlendum gjalJ- eyri, segir diplómatinn. Útsvör og að- stöðogjöld Lögð hefur verið fram skrá yf ir útsvör og aðstöðugjöld í Pat rekshreppi 1963. Heildarupphæð útsvara og aðstöðugjalda er kr. 3.148.000.00, sem tögð vorn á 299 einstaklinga og 11 félög. Hæstu gjaldendur útsvara voru: Jón Magnússon skipstjóri 70.000. 00, Finnbogi Magnússon skip stjóri 61.400.00 og Sigurður Guð mundsson vélstjóri 44.000.00 Hæstu aðstöðugjold biáru Hrað frystihús Patreksfjarðar 126.100. 00 og Kaupfélag Patreksfjarðar 103.600.00 Moskvu-samningur verði samþykktur Washington, 4. september. NTB-Reuter. ■ Utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings birti í dag skýrslu þar sem mælt er með því, að samningurinn um tak- markað tilraunabann verði stað- festur. ■ Samningurinn var undirritaður í Moskva, 5. ágúst. Öldungadeild •in hefur umræður um staðfest- inguna á mánudaginn. í skýrslu nefndarinnar segir, nð með áframhaldandi kjamorku tilraunum neðanjarðar geti Rúss- ar náð forskoti því, sem Banda- TÍkjamenn hafi á sviði kjamorku vopna, en þetta hefði aðeins gerzt enn hraðar, ef ekki hefðu verið settar neinar takmarkanir á kjarnorkutilraunir. Áhrifin af tilraunabannssamn- ingnum verða, að Sovétrikin fá aukin útgjöld og þurfa meiri tíma til þess að ná meiri árangri í kjarnorkuvísindum á þeim svið- um, þar sem Bandaríkin standa í framar. Jafnframt verði báðir að- ' ilar að halda áfram starfinu í sam bandi við neðanjarðartilraunir. Á því sviði hafi Bandarikin drjúgt forskot. J Með tilliti til þess getur verið hyggilegt að hætta tilraunum nú, segir í skýrslunni. | Utanríkismáladeild öldunga- deildarinnar samþykkti í síðustu viku með 16 atkvæðum gegn einu að mæla með því að til- raunabanns-samning yrði sam- þykktur. Schuman látinn PARÍS, 4. september. (NTB-AFP). Fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakka, Robert Schuman, lézt í dag að heim- ili sínu í Metz í Austur- Frakklandi, 77 ára að aldri, Schuman, sem hafði for- göngu fyrir stafnun kola- og stálsamsteypu Evrópu, hafði lengi átt við vanheilsu að stríða. Fjöldi samúðarskeyta hef- ur borizt vandamönnum hins látna frá þekktnm stjórnmála mönnum hvaðanæva að af Vesturlöndum og er Schuman hylltur sem brautryðjandi 'hugsjónarinnar nm sam- vinnu Evrópu. Charles de GauIIe Frakk- landsforseti hyllti Schuman í samúðarskeyti sínu fyrir störf hans í þágu evrópskr- ar einingar og Frakklands. í Washington lýsti Kenn- edy forseti yfir djúpum harmi vegna fráfalls Schu- mans, sem á sjaldgæfan hátt hefði sameinað pólitíska framsýni, hngsjónir og raun sæi. Schuman verður jarðsettur í dómkirkjunni í Metz, en þingmaður þess bæjar var hann á árunum 1919 til 1962 að ráðherraárum sín- nm undanskildum. Schuman var forsætisráð- herra nóv. 1947 til júlí 1948 og í fjóra daga í september sama ár. Utanríkisráðlierra var hann júlí 1948 til janúar 1953. Hann gegndi einnig öðrum ráðherraembættum, var m. a. fjármála- og dóms- málaráðherra. Robert Schuman fæddist í Lnxemburg 29. júní 1886. — Hann ólst upp á Lorraine, sem þá Iaut þýzkri stjórn, og menntaðist í Bonn, Miinch- en, Berlín og Strassbourg. Schuman gegndi herþjón- ustu í tvö ár í heimsstyrjöld inni 1914-18, í her Þjóð- verja og hóf afskipti af stjórn málum undir lok stríðsins. — Þegar Lorraine varð hluti af Frakklandi samkvæmt frið- arsáttmálunum 1919, var hann kosinn fulltrúi fylkis- ins í franska þjóðþinginu. Þegar Þjóðverjar höfðu lagt Frakkland undir sig 1940 og Schuman neitaði að hafa samvinnu við, þá flutti Gestapo liann úr landi. Hon- um tókst að komast undan 1942 og hóf Schuman þá að skipuleggja kaþólska and- snvrnuhreyfingu, sem hafði felustaði sína í frönskum klaustrum. Schuman barðist alla ævi af miklum dugnaði fyrir cin ingu Evrópu. Hann var for- seti Evrópuþingsins 1958 og 1960 og seinna heiðnrsforseti þess. I mörg ár var hann for ingi kaþólska þjóðarflokks- ins. Hann studdi stjórnar- skrá de Gaulles í september 1958 og hélt áfram þing- mennsku, en hætti að mestu afskiptum af opinberum málum. Schuman tók doktorspróf í lögfræði við háskólann i Strassbourg, og var sæmd- ur heiðursnafnbót við marga erlenda háskóla. ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.