Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 16
! Hans Lenz ræðir v/ð fréttamenn: Lék hér í Faust fyrir 30 árum Vestur-ÞjóSverjar hafa í hyggju að stækka verulega há- skóla sína og reisa fimm nýja, að því er vísindamálaráðhcrra þeirra, Hans Lenz, sagði í fyr irlestri í Háskólanum í gær. Ræddi hann um stjórnmál og vísindi, og gerði grein fyrir skipan þeirra mál'a í Þýzka- landi. Hefur þar verið komið upp 29 manna vísindaráði, þar sem sitja fulltrúar ríkis, há- skóla og atvinnuvega, og hefur reynslan af því verið góð. Lenz, sagði að íslendingar hefðu komið á góðu sambandi milli vísinda og stjórnmála í þá tíð er Háskóil og Alþingi voru í sama húsi — og góð vinátta þar á mill'i. Hann undir strikaði nauðsyn frjálsrar vís- indastarfsemi og kvað háskól- ana gegna þar meginhlutverki, nema verkefni væru svo nm- fangsmikil, að enginn nema ríki eitt eða fleiri, gætn leyst þau. Lenz taldi hlutverk smærri þjóða eins og íslendinga inundu verða mest á sviöi hug vísinda. Þótt hann teldi þýð ingu vísindanna nf.kla, mót- mælti hann þeirri skoðun, að vísindin væru trúarbrögð nú- tímans. Ilann sagði, að vísindi gætu aldrei komið í stað trúar- bragða. Það hefðu hinir mestu vísindamenn, eins og Einstein skilið manna bczt. í gærkvöldi ræddi Lenz, sem hér dvelzt í boöi ríkisstjórnar- innar sem gestur Gylfi Þ. Gislasonar, menntamálaráð- herra við blaðamenn að Hótel Sögu. Ráöherrann rakti fyrst stutt lega það helzta sem á daga hans hefur drifið frá því að hann dvaldi hér fyrir rúmum 30 ár um. Þegar hann hafði lokið námi , en hann er málfræðing- ur að menntun, gerðist hann starfsmaður bókaforlags, sem gaf út vísindabækur. Það starf stundaðí hann fram til 1942, en þá var hann kallaður í herinn. Að stríðinu loknu var iökað fyr ir alla bókaútgáfu og varð hann þá að finna sér annaö starf. Hann fékk starf við tón listarháskóla í Suður-Þýzka- landi og starfaði við hann um tíma. Hann var kosirm á þing ár ið 1953 og varð rái herra í Bonn 1961 og á síðasta ári var hann skipaður vísindar’.álaráðherra. Undir hann heyra hau mál sem að vísindum varða, en þó ekki kennslumál nema að mjög litlu feyti, því að menntmál heyrir undir stjórnir hinna einstöku ríkja innan sambands ins. Hans Lenz er þingmaður fyrir Frjálsa demokrata og er varaformaðiír þingfloklss þeirra. Ilans Lenz minntist veru sinnar hér á landi fyrir 30 ár- um með mikilli ánægju, og rif j aði upp ýmsar gamlar minn ingar. Hann var hér í stúdenta skiptum og lagði stund á nor- rænu við háskólann hjá þeim Sigurði Nordal og Alexander Jóhannesisyni; Hásk«i!nn var þá til húsa í Alþingishúsinu. Framh. á 5. síðu 40 BÖRN MISSA FOR- I FLUGSLYSI ELDRA Humlikon, Sviss, 4. sept. NTB-Reuter. Um það bil fjörutíu börn I þorpinu Humlikon í Sviss urðu nnunaðarlaus í dag, þegar flugvél íiórst við þorpið Ðúrrenant í N- Sviss. Streymt hafa tilboð frá Sóiki víðs vegar í Sviss, er vill í.aka að sér munaðarlausu börn- «n. Flugvélin sem fórst var af gerð inni Caravelle og allir sem í 'henni voru, 80 manns, fórust. — Flugvélin var frá svissneska flug- félaginu Sviss-Air. Leifar af flugvélinni, sem var ■fveggja hreyfla þota, þeir sem fórust og farangur, þeyttist í allar óttir, allt að átta kilómetra frá slysstaðnum. Lögreglumenn og hermenn voru önnum kafnir í allan dag við að finna líkin og bera kennsl á þau. í vélinni voru 74 farþeg- ar og 6 manna áhöfn, þar af þrjár flugfreyjur. Þegar flugvélin hrapaði til jarðar, aðeins fimm mínútum eftir flugtak á vellinum í Zúrick, reif logandi flugvélin. þak 'af húsi og skömmu síðar varð spreng- ing. Sex útlendingar voru í flug- vélinni, enginn þeirra Norður- landabúi. Þetta er fyrsta meiriháttar flug slysið í sögu Sviss-Air, sem var stofnað fyrir 30 árum. Einnig er þetta versta slysið, sem komið hefur fyrir Caravelle-flugvél. íbúar þorpsins heyrðu kröft- uga sprengingu frá flugvélinni, þegar hún var enn á lofti. Litlu síðar varð önnur sprenging, þegar flugvélin rakst á jörðina. Engan hinna 900 íbúa þorpsins sakaði og enginn varð fyrir leif- um vélarinnar, en nokkrir fengu vægt taugaáfall. í húsinu næst slysstaðnum býr 75 ára gamall maður, Heinrich Linhard, og slapp hann naum- lega. Bær og hlaða brunnu Stórbruni varð á bænum Kirkju bóli í Miðneshreppi kl. 23.00 á þriöjudagskvöldið. Eigandi og á- búandi jarðarinnar, Þorvaldur H. Jónsson og annar maðnr voru staddir á bænum, þegar eldurinn kom upp í heyhlöðunni. Orsakir hans eru taldar vera rafmagnsbil un. Slökkviliðið kom á staðiun frá Kefí'avík og Keflavíkurflugvelli. Eldurinn barst yfir í íbúðarhúsið sem var sambyggt við hlöðuna. Húsið, hlaðan og skemman gjör eyddist af eldinum. Bærinn stendur nokkuð afskekkt og enginn sími er á bænum. Eld urinn kom svo skyndilega upp, að Þorvaldur gat ekkert við ráð ið. Hann ók niður í Sandgerði, sem er um það bil tíu mínútna akstur, til að hringja á hjálp. Slökkviliðið kom á staðinn um tólfleytið. Var þá íbúðarhúsið al elda. Það var tveggja hæða stein hús með trégólfi. Slökkviíiðinu 1,ókst að ráða niðurlögum eldsins til ösku um fjögurleytið. Síðan voru menn látnir standa á verði yfir heyinu til kl. 9. Þá var talið ör uggt að enginn eldur leyndist í því. Svo var þó ekki. Eldur leynd ist í þurrstokkum undir heyinu og gaus hann upp aftur. Slökkviliðið var kallað að nýju á staðinn og var eldurinn slökktur á skömmuna tíma. Til að auðvelda slökkvistarf ið varð að rífa út allt heyið. Það sem torveldaði slökkvistarf ið var að lítið vatn var á staðnuœ Vatn var flutt þangað á þar til gerðum strigabelgjum á vörubíl um frá Sandgerði. Hver belgur tók 1200 lítra. Þess má geta að 400 hestar af heyj voru í hlöðunni og skemmd ist það nærri þvi allt. Innanstokkg munir gjöreyðilögðust og þar á meðal gott bókasafn sem Þorvald ur átti. Aftur á móti tókst að bjarga skepnunum og gripahúsun um. Býlið var einungis skyldu tryggt. Mesti solar- hringsaflinn Ifíjög góð síldveiði var sl. sól- arhring. Iíefur sólarhHíngsafíinn aldrei orðið meiri í snmar. 71 skip fékk veiði og samanlagður afli þeirra var 63.850 mál og tunn ur. Á miðunum út af Langanesi fengu 22 skip samtals 26.350 mál og tunnur. Síldin var þar nokkuð blönduð. Á miðunum suðaustur a£ Gerpi fengu 49 skip samtals 37.500 mál og tunnur og var sú sild bæði feit og falleg. Síldveiðin í dag hefur verið heldur minni en í gær. Á Langa- nessvæðinu höfðu nokkrir bátar fengið allgóða veiði, en þeir voru mun færri en í gær. Síldin hefur verið stygg og erfið vlðureignar. Veðrið á þessum miðum hefur verið heldur gott 2-3 vindstig af norðaustri. Síldin út af Gerpi hefur held- ur færst nær landi og er hún nú 50-65 mílur suðaustur af Gerpi. Þar hefur bátur og bátur verið að fá veiðl í dag. Logn er þar á miðunum og þokusúld. Þessi skip höfðu tilkynnt afla 1000 mál og tunnur og þar yfir sl. sólarhring: Sigurpáll 1200, Helga RE 1700, Björgúlfur EA 1650, Garðar GK Árni Magnússon 1700, Sigurður 1400, Hamravík 1000, Vigri 1600, Helgi Helgason 1200, Sólrún 1700, Bjarnason 1500, Fákur 1800, Arn firðingur 1000, Halldór Jónsson 1200 og Vonin KE 1100. . Seyðisfjörður: Þráinn NK 1050, Steíán Ben 1200, Ásbjörn RE 1000, Hávarðiír 1000, ÞorjLákur 1000, Ófeigur II. 1250, Guðmund ur Þórðarson 1500, Gullfaxi 1100, Framh. á 5. siðu fundur Alþýðu- flokksins um Berlínarmálið ALMENNUR fundur Al- þýðuflokksins um Berlínar- málið verður í Iðnó, uppi, í kvöld kl. 8,30. Þar flytur dr. Gerard Walther borgarfull- trúi frá V-Berlín erindi, og mun hann að því loknu svara fyrirspurnum. Erindi hans ▼erður túlkað. Allt Alþýðu- flokksfólk er hvatt til aö f jöl menna. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.