Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 9
■»■■■■ •Kcmae ic>••«■■»•«■■■t■.•■■■•■■..«.«■■a«.■....»■■•■. unHiijiiiMimitmimiMniiHinimíi UiiaiiwMiijiiiniiiiHniiinnnniuim fræSinám, t.d. hjá læknum er vinna á erlendum sjúkiahúsum. Þessir menn eru því oft orðnir allt að því þrítugir, þegar þeir geta farið að vinna fyrir sár. Þó eru þeir hólpnir að því leyti, að þeir hafa staðizt hina andlegu afiraun og sannað getu sína. En við hlið þeirra eru, og þó að vísu ósýnilegir,. þeir félagar og vinir, sem ekki höfðu til að bera nægi lega getu, fjárhagslega heilsu- farslega eða aðra til að standast aflraunina og ljúka sínu prófi. Þessir menn eru stundum eins margir og hiríir. T.d. man ég það að upp gafst stundum allt að helm ingur nemenda við fyrrihluta próf á verkfræðingaskólanum í Kaup- mannahöfn. Var þá oft búið að eyða 3-4 árum við það nám. Hversu skynsamlegt skyldi það nú vera, kynni nú einhver ungur efnismaður hugsa, að leggja út á þessa löngu menntabraut, 12-15 ár þegar menntaskóli er með talinn, í stað þess að snúa sér að nálæg- ari og arðvænlegri viðfangsefnum. Þegar svo er komið má sýna fram á, að t.d. læknar, verkfræð- ingar og flestir sérfræðingar þjóð arinnar, ná á samanlagðri ævi sinni tæpast þeim heildarlaunum sem menn úr öðrum stéttum þjóð- félagsins, þá er vert að staldra við og íhuga hvort verið er á réttri braut. Því að ef svo fer að í stéttir þessara sérfræðinga hætta að velj- ast nema þeir, sem ekki treystu sér út í lífsbaráttuna og samkeppn- ina án langskólanáms, þá er hætt við að sérfræðingastéttirnar yrðu skipaðar lélegri mönnum en æski legt er. Og einnig fámennari. Mér er kunnugt um það. að bæði í Bandaríkjunum og mörg- um öðrum löndum, er unnið að því á allan hátt að fá unga menn og konur til að' leggja fyrir sig sér- fræðinám. Veittir eru styrkir og byggðar hinar fullkomnustu rann sókna- og tilraunastofnanir og sér fræðingum eru greidd haarri laun og afrekum þeirra haldið á lofti. Þó nægir þetta hvergi, og sár Framh. á 13. síSu BILAR OG UMFERÐ Rolls Royce eignast skæðan keppinaut „Mallarinn“, sem um er rætt í erindinu. TIL þessa hefur eiginlega ekki þurft að deila neitt um það hvaða bíll væri beztur og glæsilegast- ur allra bila og þá um leið að sjálfsögðu dýrastur. Rolls Royse hefur um langt skeið verið álit- j inn einn allra vandaðasti og I glæsilegasti bíll, sem völ hefur verið á. Þjóðhöfðingjar og fyrir | menni önnur hafa varla getað ver ið þekkt fyrir að láta sjá sig i j bíl af nokkurri annarri gerð en ) Rolls Royce. Nú hefur Rolls Royse eignazt keppninaut, sem ef til vill á eft ir að vera honum skeinuhættur. Það er bffiinn, sem við sjáum hér á meðfylgjandi mynd. Merce des Benz 600, 6,3 lítra. Samkvæmt ummælum fram- leiðenda þá er þessi nýji „Benz“ eða „Stóir-Benz“, (Grand Merce des) bæði stærri og hraðskreið- ari en Rolls Royce. Að sjálf- sögðu þarf ekki að taka það fram að þessi bíll er ekki ætlaður nein- um smælingjum, heldur fyrst og fremst þjóðhöfðingjum, og öðr- um fyrirmönnum, sem ekki þurfa að horfa í aurinn. Þessi bíll á að vera öllum þeim kostum búinn, sem góðan bíl megi prýða. Ekkert er þar látið ógert til að auka á vellíðan far- þega og ökumánns. Gárungarnir segja að ef til vill mætti kalla þennan bíl „takka-benzinn“, því í honum séu takkar til allra skapaðra hluta. í honum er sérstakt vökvaþrýsti- kerfi, sem notað ér til að létta farþegum og ökumanni ýmis hand tök, og auðvelda þeim aksturinn og ferðalagið. Það er vökvakrafturinn, sem gerir það mögulegt að loka hurð- unum með því að drepa aðeins léttilega á þær fingri. BíIIinn er knúinn nýrri V-8 vél, toppventla- vél, og er hún hvorki meira né BELTIÍ RAMBLER AMERICAN Motore Corp oration hefur tilkynnt, að frá og með 1. janúar 1964, muni öryggisbelti verða „stand- ard“ í öllum Rambler fcíl- um. Öryggisbelti þessi verða með nokkru öðru sniði, en áður hefur tíðkazt, og segja framleiðendur megin muninn vera þann að það sé auðveld ara að losa sig úr þessum beVcum en eldri gerðum. Þetta er ekki í fyrsta skinti, sem þessar verksmiðj ur setja öryggisbelti í bíla sína. Beltin voru einnig „standard" í bílum af árgerð inni 1949, en þó aðeins í þeim, þar sem hægt var að lialla sætunum aftur. Ilorf- ið var frá því að láta belti fylgja bílunum nokkru síð- ar, þar eð þau fengu ekki þær viðtökur hjá almenningi, sem forráðamenn fyrirtækis- ins höfðu búizt við. minna en 300 hemlahestöfl, um- íramorka er notuð til að auðvelda ökumanni stjórn farartækisins. Þessi „stór-benz“ verður fram- leiddur í tveim útgáfum. Sex manna bíliinn vcrður 18 fet á lengd, en sá stærri, sem á að vera fyrir sjö eða átta farþega verður rúmlega tuttugu feta lang ur. Þann bíl er hægt að fá með i sérstöku skilrúmi, sem að sjálf- ! sögðu er sett upp og telrið niður j með vökvakrafti. í þessu skilrúmi j er hægt að kpma fyrir bar, og jeinnig er í því sérstakt hólf fyrir kvensnyrtitösku. Skilrúmið er 1 einnig hægt að nota fyrir borö, ef svo ber undir. j HHa- og loftræslikerfi er að j sjálfsögðu afar fullkomið, og mun varí eiga sinn líka. Hægt er að læsa öllum fjórum hurðum, farangursgeymslu og tankloki með einu handfangi. Það j gerist fyrir tilstilli vökvakrafts. I Hámarkshraðinn cr gefinn upp (127 mílur á klakkustund, eða lið- j lega tvö hundruð kílómetrar. I Verð mun ekki hafa verið fast á- i kveðið enn, að minnsta kosti ekki verð á erlendum mörkuðum. A SIÐASTLIÐNU ARI voru í : Ástralíu 185 bílar á hverja 1000 íbúa landsins. ■■■■■■■■»« ~ ■■■■■■■■•■■■■■■■•■««» ■■.□.■■■■■.■■■.■■...■.•....■■•..■■■..■■.■■■■■.■■■•■......■■■■.■■■■.■■■.■.■iiá...S.i..i«n«.«.«.««■■«.■■«■■■....i ■»«■■■»■■■■■*»•■■■■■•■“■■■■■' ■ ■■■■.■■■!!■■»■■■■■■■«■ .■■■■■■■■■■■■■■■«..■■■■■■■■■■•»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■1■■■■■■■■«■«■■■■■■■■■■■■■■■■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■•»»■■•■■■■■•■■“■■■■■«■••■■' ■■■■■■ »»••■■»■■■■■■»•■■■■■•■■■■■■■■•■■■•■■■•■■■•' ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. sept. 1963 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.