Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 13
Ilgpll ,+A ' 'W$B <'-y * • :;'v', v.: :-- Framh. úr opnu skortur er víða, bæði á læknum og vexkfræðingum. Ég bendi á þetta hérna vegna þess, að talsverður styrr hefur staðið um launakröfur, bæði lækna og verkfræðinga, sem og á sínum tíma flugmanna. Og enda þótt það kunni að vera nauðsyn- legt að halda launakapphlaupinu milli hinna ýmsu stétta í skefjum, þá þarf mikillar varúðar að gæta, um val þeirra aðferða sem til þess er beitt. Þegar svo er komið að íslenzkir læknar og verkfræð- ingar verða unavörpum að flýja land sitt og setjast að meðal fram andi þjóða, til þess að sjá sér far- borða, þá er vissulega illt í efni. Þó er skítkast það veganesti sem sum opinber málgögn telja sæmst að senda þeim. Ég ætla mér ekki þá dul að setja fram neinar tillögur um launakjör •til handa læknum eða verkfræð- ingum eða neinni annarri stétt. Ég er satt að segja þeirrar skoð- unar að bezt væri að ekki væru til gjaldskrár eða lágmarksákvæði um nein störf, hvorki á sjó eða landi, né í lofti. Einstaklingarnir eru svo misjafnir að atgervi og það verðmæti sem þeir skapa svo misjafnlega mikið að fásinna er að leggja störf tveggja manna að jöfnu, þó að séu í sömu stétt og vinni hliðstæð störf. Það kann þó að vera rétt að þess sé gætt, að greidd séu ein- I hver lágmarkslaun, sem ekki verð I ur án komizt til lífsframfæris, en að öðrum kosti séð fyrir þeim sem atvinnulausir eru. En lengra ætti ekki að ganga. Dettur mér í þessu sambandi í hug skrýtlan sem Rrústjov lét út úr sér ekki alls fyrir löngu, er hann hvatti rússnesku þjóðina til meiri af- kasta. Hann sagði: „í þessu landi er ekkert atvinnuleysi. í Banda- ríkjunum er atvinnuleysi. En Bandaríkjamenn geta borgað þeim atvinnulausu hærri laun heldur en þið fáið, sem hafið næga atvinnu hérna.“ Á Siglufirði var það 1936 eða 1937, að stúlkur tíndu lifur úr karfa hjá Síldarverksmiðjum rík- isins. Ég var þá framkvæmda- stjóri verksmiðjanna. Lét ég smíða borð og ganga þannig frá, að sem hægast væri að gera þetta. Greitt var samkvæmt gjaldskrá og tímalaunum fyrir starfið. Datt mér þá í hug að bjóða stúlkun- um aukapremiu fyrir hverja fötu af lifur. Þetta fór fyrir fund í verkalýðsféláginu og var sam- þykkt. Brá nú svo við. að sumar stúlkurnar þrefölduðu tekjur sín- ar og bæð; stúlkurnar og verk- smiðjan græddu mikið á þessu. Þannig þyrfti þetta að vera á sem flestum sviðum. Laun eftir afköst um eða verðmætissköpun. Það er eðlilegt að reyndur og frægur sérfræðingur geti sett upp fyrir störf sín meira en tmgur maður nýkominn frá prófborði. -Þetta er líka svo í flest öllum menningarríkjum. En ekki hér á landi. í Bandaríkjunum fær ekki v&rkíræðingur að taka að sélr sjálfstæð störf á eigin ábyrgð, nema hann hafi áður lokið viðbót- arprófi eða sannað svo ekki verður um deilt, og dæmt er um af sér- stakri nefnd innan hvers ríkis, að hann hafi þá staðföstu þekk- ingu og reynslu til að bera og það manngildi, að honum sé treyst- andi. Hann þarf auk þess með- mæli fimm sérfræðinga, sem hlot ið hafa réttindi til að starfa sjálf- stætt í viðkomandi riki um að þeir telji hann hæfan og ábyrgah. Sá sem ekki hefur þessi rétt- indi neyðist til að starfa hjá :in- hverju fyrirtæki, er ber ábyrgð á framkvæmdunum. Ég er þessu allvel kunnugur, því að ég hlaut þessi réttindi í Maryland. Hér er þetta á allt aðra lund. Og nú hafa síðast verið sett Iög, sem ég er undrandi yfir. Því að samkvæmt þeim er ekki verið að vernda launþegann, verkfræðing- inn gagnvart vinnuveitandanum, eins og gert er með lágmarksgjald skrá, heldur er verið að vernda, ; ef svo mætti að orði komast, vinnu 1 veitandann fyrir launþeganum, ! með því að banna vinnuveitandán um að greiða ve(rkfræðingnum neitt umfram lágmarkslaunin. Ef þessi lög yrðu í heiðri höfð gæti reynzt ókleift að gera nokk- urn mun á mönmnn. Eins og merin vita er góðum manni sjaldan of launað en lélegum oftast. Ber að j vona, að ekki þurfi langt að fafa j út á þessa óheillabraut. Tækni- j menning okkar er ekki upp á það marga fiska, né gróandinn í henni að þjóðin megi við því, að þröngva um of að sérfræðingastétt unum. Skal ég nú hlustendur góðir; segja ykkur eina litla sólskinssögu er lýsir því næst vel, hvilíkum erfiðleikum það er bundið, að koma fram tæknilegum nýjungum hér á landi. Mætti kalla hana: Ævintýrið um mallafann. Saga þessi hefst í raun og veru fyrir um það bil niu eða tíu árum i Bandaríkjunum. Ég hafði fundið þar upp ýmis tæki. Meðal þeirra voru þurrkarar fyrir síldarverk- smiðjur efnaverksmiðjur, á- burðaverksmiðjur og einnig kæl ar. Fékk ég einkaleyfi á þessufn áhöldum í ýmsum löndum og eru þau í verksmiðjum allt frá Suð- ur-Amaríku til New Foundlands og hér á íslandi munu um 10 þurrkarar vera í sildarverksmlðj- um. Elga tveir hinir síðustu að fara í verksmiðju Einars Guðfinns sonar í Bolungarvík. Ég hafði smíðað og sett upp stóra þurrkara af alveg nýrri gerð fyrir ameríska flugherinn til framleiðslu á eldflauga-drifefni og ég hafði gert nýja tegund af síldarpressum, sem nú eru einnig í notkun víða um heim og þar á meðal ein hér í verksmiðjunni að Kletti. Ég hafði nú verið að reyna stára sjóðara, fyrir óbeina suðu og var að hugleiða það, sem ég hafði lært af þeirri réynslu. Komst ég löks að þeirri niðurstöðu, að af- köst hans takmörkuðust melr af hinum stutta suðutíma sem efnið fékk, en af stærð hitaflatarins. Það er þó ekki fyrr en seint á árinu 1961, að ég tók að hug- leiða fyrir alvöru, hvemig lengja mætti suðutímann og auka af- köst og suðueæði þeirra sjóðara sem nú þekkjast. Loks þóttist ég jafnt og þétt niður, unz hún rynni út að neðanverðu í áttina til press unnar, sem vindur úr henni olíu og vatn. Gerði ég nú teikningar og lýs- ingar af tækinu og sótti um einka leyfi á því í ýmsum löndum og með ærinni vinnu og kostnaði. Vegna fjárhagslegs getuleysis sótti ég um styrk til Fiskimála- sjóðs og varð þeinrar velvildar aðnjótandi fyrir hans atbeina og annarra velviljaðra aðila, sem ég mun ávallt standa í þakkarskuld við, að fá úthlutaðar 80.000 krónur til smíði tækisins. Skyldi ég og skila skýrslu um reynslu þá, er af því fengist. Hugði ég nú gott til glóðarinnar og fékk mallarann smíðaðan í Vélsmiðjunnj Hamri h.f. Var hann tilbúinn að reynast vorið 1962. Verksmiðjan, þar sem hann átti að setjast upp, var fiskimjóls- verksmiðjan á Akranesi. Var tæk- ið sent þangað, en þá brá svo við að svo mikil síld barst að, sð aldrei reyndist timi til að retja finna lausnina, en hún var falin í | mallarann upp. Stóð hann þarna að hagnýta hina gamalþekktu moð j til 4. júlí að ég fór uppeftlr til r" suðuaðferð, sem tíðkaðist hér : sjá um uppsetningu hans, því að þá var síldin búin. En það kom nú í ljós, að loft- hæð í verksmiðjunni var heilum metri lægri en sýnd var á teikn- ingu þeirri sem mér hafði verið fengin. Klöpp var undir, en fjal- argólf yfir, og ekki talið fært að raska. Bauðst ég þá til þess að skera meter úr iriallaranum. En við það var ekki komandi. Neydd áður fyrr, þegar eldsneyti var af skornum skammti. Sem sé að bæta moðsuðutæki aftan við sjóðarann. Ýmsir muna moðsuðukassana, sem oft voru einangraðir með heyi eða mó, tvöfaldir að gerð, með þéttu loki. Þegar suðan var kom- in upp í pottinum var hann látinn ofan í kassann og þar mallaði svo maturinn unz hann var full- soðinn, án þess að meira þyrfti ist ég þarna til að gefa upp von- að hita. Moðsuðutækið sem ég hugðist nota til að sjóða 20 tonn af síld á klukkutíma, var lóðréttur sí- valningur, er rúmaði 5-6 tonn af síld, vel einangraður eða búinn kápu, sem heitt vatn eða gufa gat haldið heitri svo að síldin næði ekkí. að kólna. En upphituð síldin skyldi falla í mallarann að ofan- verðu, um þar til gert op og síga ina um að fá tilraun framkvæmda á þessum stað, og urðu mér þetta sár vonbrigði. Tók ég nú að leita að annarri verksmiðju, þar sem unnt væri að reyna tækið. En hún reyndist lengi ófinnanleg. Þó naut ég um siðir velvildar Síldarverksmiðja ríkísins, og var mallarinn loks settur upp í SR-4S verksmiðjunni á Siglufirði. Þarna var hann svo reyndur í vertíðarlok sl. haust, tvisvar sinn um, og því er ég fæ bezt séð, með mjög eftirtektarverðum ár- angri. Mallarinn var þarna látinn taka við síld frá einu af fjónnn suðukerjum, sem hvert sauð fyrir sína pressu. Reyndist unnt að sjóða með einu suðukeri án nokk urrar beinnar gufu fyrir tvæcr pressur eftir að mallarinn var settur upp og voru þá afköst suðu kersins orðin tvöföld og meiri en þau háma-rksafköst, sem áður höfðu náðst með splunkunýju suðukeri á nýrri síld. Þegar hér var komið hafði hins vegar hlaðizt nokkurra milimetra lag af stein- efnum utan á hitafletina og afköst þeirra því miklu minni en ella, enda síldin illa farin, eftir. lang- an flutning og mjög erfið til vinnzlu. Útkoma þessi virðist mér benda til þess, að unnt sé að stórauka og bæta afköst hinna rándýru suðukerja, með því að nota mall arann, sem kostar ef til vill að- eins þriðjung eða fjórðung suðu kersins Jafnframt kom í Ijós, að mikið lýsi settist ofan á síldina í mall- aranum og var unnt að fleyta það af. Við þá einu mælingu sem gerð var reyndist það vera um 20% af síldinni sem í mallaranum var eða yfir eitt tonn og nær allt lýs ið. Var þetta samkvæmt mælingu efnafræðings fiskifélagsins um 90% hreint lýsi, 20% mjölefni og 8% vatn. Með því að fleyta lýsið ofan í sífellu hlaut efnið, sem til pressunnar eða pressanna barst, að vera miklu magrara en ella og því unnt að halda uppi hærri pressuafköstum en ella. En þar sem það eru pressuafköstin, sem venjulega takmarka heildarafköst verksmiðjanna benti þetta til að halda mætti, með mallaranum uppi talsvert hærri meðalafköst- um verksmiðja, heldur en ella, líklega a.m.k. 25% hærri. Tókst mér þarna í lok síðari tilraunar- innar að auka pressuafköstin um 40%. Við tilraunirnar kom í Ijós, að breyta þurfti fyrirkomulagi á út Framh. á 14. síðu HÉR sjáum við nýstárlega gerfi af þyrlu. Annars er sjálfsagt vafamál hvort kalla skuli þetta þyrlu eða flugvél, því satt að segja er þctta bland beggja. Þessi flugvélagerð er kölluð „Wing Ding“ og standa nú fyrir tilraunir um notkun hennar hjá Bell þyrlu verksmiðj unni í Fort Worth í Texas. Þessi nýja gerfi á að sameina kosti þyrla og venjulegTa flugvéla. Hámarkshraði vélarinnar mun verða 160 kilómetrar á klukkustund. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 5. sept. 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.