Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 8
GÍSLI HALLDÓRSSON, verkfræðingur flutti fjrir skömmuþá væri e.t.v. rétt að minnast á erindi um „Daginn og Veginn' ‘í ríkisútvarpið. Nokkrar umræð ur hafa spunnizt um erindiö og hefur það vakið all mikia at- hygli. Ýmsir hafa farið þess á leit við blaðið að birta erindið í heild og hefur Gísli Halldórsson góðfúslega orðið við þeim tilmælum. Erindið birtist hér óbreytt og óstytt. Ég hef alltaf gaman af að tala við góðan kunningja um daginn og veginn og ávallt virðist nóg um að rabba. Og þó að það sé öllu erfiðara að heyra hvorki né sjá, þann sem við er talað, þá féllst ég þó á að koma hér í útvarpið þegar vinur minn Andrés Björns- son hringdi í mig fyrir fáum dög- um. Ég hugsaði sem svo, að vafa- laust myndi mér detta í hug eitt- hvað, sem vert væri eða skemmti- lega, um að ræða. E.t.v. er auðveldast að byrja á veðrinu. Það hefur verið ákaf- lega fagurt undanfarna daga, hér fyrir sunnan. Ég var farinn að halda að haustið væri komið og sumarið búið. Þegar haft er í huga hve vetur- inn var mildur, meðan firnakuld- ar gengu í Bretlandi og á megin- landi Evrópu, þá er það undar- legt ,að með vorinu skuli hér á landi koma frost og langvarandi kuldar, sem endast fram á haust. Þó þótti mér gott að koma heim úr molluhita erlendis í tært og svalt loftið hérna heima, og virða fyrir mér hina ótrúlegu og skæru liti fjallanna, sem blasa við af Valhúsahæðinni og dimmblátt haf ið. Ég hef nú átt heima á Seltjarn- arnesinu I nokkur ár þar sem einna hæst ber. Og það má til sanns veg- ar færa að skjólgott er þar ekki og erfitt að græða þar íré. Á vetrum syngur oft í húsþakinu og hvín og hryktir í gluggum_ eins og í reiða á skipi. Er þá oft kald- ranalegt að þreyta gönguna eftir Skólabrautinni í fangið á ískaldri strokunni er stendur ofan af Skarðsheiði. En þegar lygnir gleymist þetta allt, og þá er fegurra að sjá af Nesinu, en víðast hvar annars stað ar, þar sem ég hef komið ,og hef ég þó farið víða. En fyrst ég er nú farinn að ræða um sjóinn og landið og loftslagið, mannfólkið, sem lifir á sjónum á landinu og í loftinu, sem sé ís- lenzku þjóðina. Vil ég þá byrja á því, að lýsa yfir ^aðdáun minni á íslenzku kvenþjóðinni. Hvergi sé ég eins fagrar og girnilegar konur og hér á landi. Þær eru háar og spengilegar og tígulegar í framkomu. Svipurinn hreinn og kvenlegur. Augun skær og munnurinn kyssilegur. Hárið sett upp eins og sáta eða strýta, sem hlýtur að kosta mikla fyrir- höfn, en sem sýnir að þeim er ekki sama, hvernig þær líta út. Og þær eru vel snyrtar og búnar skartklæðum eins og greifaynjur og kvikmyndadísir. Ég get engan veginn vorkennt ungum karl- mönnum á íslandi í dag. Satt að segja er ekki laust við að ég öf- undi þá. Að það eru fleiri en ég sem líta svona á íslenzku konurnar, sézt berlega og í orðsins fyllstu merk- ingu, á því, að íslenzk kona hefur nú fyrir skemmstu verið kjörin fegursta kona heims, eins og kunnugt er. En áður hafa íslenzk ar konur skipað, ef ég man rétt, annað, þriðja og fimmta sæti. Þá hafa íslenzkar konur reynzt hlut- gengar á heimsmælikvarða í því að sýna og selja fögur klæði, eins og t.d. María, sem oft sézt á for- síðurn helztu tízkublaða og virðist með afburðum glæsileg kona. En þær hafa einnig getið sér gott orð á listrænum sviðum. Ég má nú víst ekki hrósa ís- lenzku konunum meira án þess að eiga á hættu að fá bágt. hjá kon- isy ■ i i;:!: Sýningarbátur Gísla á fyrstu heimsfiskiðnaðarsýningrnni í Earls Count £ Bretlandi í maí s. I. Gísli Halldórsson, verkfræðingur unni minni sem-eins og geta má nærri var heiðursnemandi í högg- myndalist við einn þekktasta kvennaskóla í Bandaríkjunum og síðar fyrsta fegurðardrottning landsins. En nóg um konurnar að sinni. Hvernig eru þá ungu mennirn- ir? Um þá má segja fyrst og fremst, að þeir eru meiri heimsborgarar en kynslóðin var fyrir 20 árum. Þeir eru líka, held ég, yfirleitt hærri vexti og miklu betur búnir og frjálsmannlegri i framkomu, en menn voru á íslandi áður fyrr, kynslóðinni á undan. Margir þessara ungu manna hafa náð frábærum árangri í íþrótt um, bæði hér heima og erlendis, en aðrir á sviði lista og vísinda, í skák o.s.frv. Um það er ekki að efast, að mannsefnin eru mörg og góð. Efniviðurinn er frábær. Þetta er forsjóninni fyrir að þakka, sem með eldi, ís og hallær- um hreinsaði úr þjóðinni það sem var líkamlega veikbyggðast, þann- ig, að það sem lifði var úrval, hert af baráttu og erfiðleikum. Þessu má ekki gleyma, þegar vísir landsfeður og stjórnmála- menn marka þær skíðabrautir lífs ins, sem æskunni er ætlað að klífa og renna sér um, á komandi tím- um. Hið íslenzka þjóðfélagsskipu- !ag. Því ætti heldur ekki að gleyma, að jafnlítil þjóð og hin íslenzka má sízt við því, að hver höndin sé uppi á móti annarri, né að öfund og illgirni fái þrifizt. En mér er síður en svo grun- laust um að í þessum efnum þurfi mikilla umbóta við. Hér á landi þarf að dafna heilbrigðari hugsun arháttur og meiri almenn og al- hlifða velivild milli einstaklinga þjóðfélagsins. Jafnframt virðist mér brýn þörf á skilningsauka á því, hve vísind- um og tækni fleygir nú fram um allan heim. Þjóð, sem ekki fylgist með í þeirri framþróun en trúir því að hún sé á svo háu stigi, að fram farirnar megi kaupa að, eftir hendinni, þegar aðrar þjóðir hafa riðið á vaðið og hagnýtt þær,. er í hættu stödd. Við skulum ekki gleyma því, að það eru aðeins nokkur ár síð an að ýmsir töldu allan íslenzkan iðnað óþarfan og allt að því ó- þolandi og óferjandi. En hvernig værum við staddir í dag, ef hér væru ekki véla- og trésmíðaverk- stæði, rafmagnsverkstæði, drátt- arbrautir og skipasmíðastöðvar, fiskimjölsverksmiðjur, umbúða- verksmiðjur, niðursuðuverksmiðj- ur, efnaverksmiðjur o.fl. o.fl. iðn- fyrirtæki, sem of langt yrði upp að telja og sérfræðinga til að reka þau. Sannleikurinn er sá, að þar sem iðnaður og iðja dafnar ekki, þar dafnar engin fullveðja menning. Af þessum ástæðum er okkur nauðsynlegt að eiga sem mest af kunnáttumönnum á ýmsum tækni- legum og vísindalegum sviðiun. Skilningur á þessu hefur verið vaxandi undanfarin ár. Á sviði hafrannsókna og fiskileitar héfur það sannast hversu mikil verðmæti má finna og færa á land, þegar hæfur vísindamaður fæst við leit- ina. Ef þessum manni hefði ékki verið fengið leitarskip og hann orðið að sitja í landi, hversu mikla síld skyldi hann þá hafa fundið? Þarna græddi þjóðin milljóna- tugi á því að beitt var framtaki og h?efurh vísindamanni. Á íslandi starfa nú fjöldi sér- fræðinga og má t.d. nefna: stærð- fræðinga, eðlisfræðinga, efna- fræðinga, náttúrufræðinga. þar á meðal grasafræðinga, dýrafræð- inga og jarðfræðinga, veðurfræð- inga, fiskifræðinga og haffræð- | inga. Á eftir þessum fræðingum, | sem venjulega teljast til vísinda- manna koma svo þeir sem venju- lega eru ekkj nefndir vísinda- menn, enda þótt lærdómur og kunnátta þeirra sé oft ekki síð- ur vísindaleg en hinna. En það eru læknar með ýmis konar sér- fræðilega menntun. Verkfræð- ingar í t.d. vélfræði, byggingar- fræði, rafmagnsfræði, skipabygg- ingum, efnafræði, vatnsvirkjun o. fl. Allir þessir menn eiga sam- merkt í því. að þeir hafa orðið að eyða löngum og dýrmætum hluta ævi sinnar við skólanám. Þeir hafa orðið að erfiða með heila og hug, meir en þeir eiga gott með að ímynda sér er stundum eru kallaðar hinar vinnandi stétt- ijr. F'lestir. þessara sérfræðitoga hafa orðið að þreyta eins konar andlega aflraun, þar sem á undan er gengið að afloknu námi, 6 ára menntaskólanámi og 5-7 ára há- skólanám. Þar við hefur svo e.t.v bætzt tveggja eða þriggja ára sér- g 5. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.