Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 7
HIN SlÐAN • •': - .i; •• • . Fimmtudagur 5. september 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Á frívaktinni“, sjómannaþáttur (Eydís Eyþórsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16,30 Veð- urfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. Tónleikar). 18.30 DanshljómsVeitir leika. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Sinfónía nr. 85 í B-dúr eftir Haydn. La Suisse Romande hljóm sveitin leikur. Ernest Ansermet stjórnar. 20.25 Erindi: „Spartacus“ (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 20.45 Irmgard Seefried og Dietrich Fischer-Dieskau, Pierette Alarie og Leopold Simoneau syngja ástardúetta úr óperum. 21.15 Raddir skálda: Úr verkum Kára Tryggvasonar, og Páls H. Jónssonar. (Ingólfur Kristjánsson rithöf. sér um þáttinn). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöídsagan: „Dularilmur" eftir Kelly Roos; XI. (Halldóra Gunn arsdóttir). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). 23.00 Dágskrárlok. Bióðheitur prestur Hin glæsilega frakkneska gestahöll Grand Trianon er í göml- um í hefðbundnum stíl.Henni hefur nú verið breytt að nokkru til samræmis við nútímann. ■ B SOVÉZKA lögreglan hefur ný lega handtekið ortodoxaprest einn, Gregori Krasnuk, sem tal- inn er hafa staðið fyrir kvenna- búri ungra stúlkna. Presti þess- um er einnig gefið að sök að hafa haft í frammi and-kommúnist- iskan áróður. Krasnuk þessi var handtekinn í lítilli kirkju í út- jaðri Moskvu. Krasnuk hvarf ektakvinnu sinni sjónum á stríðsárunum með því móti að hann lét félaga sinn einn skrifa henni bréf þess efn- is að hann hefði fallið á vígstöðv uilum. Var Krasnuk orðinn leið- ur á hinu venjubundna hversdags lífi og þráði ævintýri. Tók hanri r nú að læra til prests og að því búnu fór hann víða um. Var hon um vikið úr nokkrum bæjum og þorpum fyrir ósiðsamlega kven- semi. Loks lá leið hans til Moskvu, þar sem hann gerðist umsvifa- mikill á kvennafarssviðinu og kom sér meðal annars upp kvennabúri með ungum og eigu legum stúlkutátum. Þar skemmti hann sér frá morgni til kvölds en þegar yfirvöldin komust á snoðir um það urðu þau ekki hrifin. Leiddi þetta til hand- töku hins veraldargjárna rétt- trúnaðarprests, Gregori Krasn- uks. Hann bíður nú dóms. Liðhlaupinn fór í útlegð WILLIAM Carfield Rowe, — 64 ára gamall einbúi, — fannst fyrir skömmu myrtur á afskekkt- um bóndabæ í Venton Vedna í Englandi. Flestir, sem til Rowes þekktu, héldu, að hann hefði lát- iv.t í heimsstyrjöldinni árið 1918. Aðeins fjölskylda Rowes vissi hið sanna, — en þagði yfir því, þar sem Rowe hafði gerzt liðhlaupi í styrjöldinni og farið huldu höfði síðan. — Það var bróðir Rowes, Joel, sem svipti hulunni af hinni 45 ára gömlu blekkingu er hann var tekinn til yfirheyrslu í sam-' bandi við morðmálið. ÞAÐ má með sanni segja að þjóðerniskennd Breta sé alltaf söm við sig. Nú nýlega hefur Margrét prinsessa til dæmis fært minjasafni Lundúnaborgar brúð- arkjól sinn að gjöf. Kefur honum verið fenginn þar virðulegur stað ur. MÓDURÁST er kannski ekkf rétta heitið á þessari mynd en óneitanlega kemur manni eitthvað siíkt til hug- ar, þegar hún er skoðuð. Myndin er annars tekin af tíu mánaða gömlum sjim- pansa, sem ku heifca Bussy, og Karenu, konu eins varð- anna í Dýragarðinum í Kaup- mannahöfn, þar sem Bussy á heima. Karen virðist hafa telrið sérstöku ástfóstri við Bussy og sú síðarnefnda toann vel að meta þessa vin- konu sína af myndlnnl að dæma. ÞESSA dagana er heldur betur verið að dubba upp á hina fornu borg borganna París. Malraux menntamálaráðherra hefur yfirum sjón með starfinu en það er mest megnis. fólgið í því að hressa við allar þær opinberu eða hálfopin- beru byggingar, sem París er svo auðug að. Og gamansamir menn segja sem svo að líklega sé þetta einn liðurinn í þeirri viðleitni de Gaulle að gera París að höfuð- borg heimsins. Nú er einnig verið að lirinda einum helzta óskadraumi for- |setans, opinberri gestahöll, í fram kvæmd. Heill her af iðnaðar- og listamönnum vinnur að því um þessar mundir að breyta Grand Trianon í gestahöll fyrir frönsku ríkisstjórnina. Hingað til he/fur rikisstjórnin nefnilega orðið að láta sér nægja að hýsa gesti sína í híbýlum franska utanríkisráðu- neytisins við Quai d'Orsay eða í hinni tiltölulega ósjálegu höll Chataeau de Champs, sem er 1 all mikilli fjarlægð frá París. Með Grand Trianon verður bráðlega ráðin bót á þessum húsnæðisvand ræðum og þá geta franskir fyrir- menn boðið inn gestum án þess að bera kinnroða. Á Grand Trianon má líta sem nokkurs konar útvörð Versalahall arinnar. Höllin er reist um 1700 og teiknuð af húsameistaranum J. H. Mansard. Síðan þá hafa skipzt á skin og skúrir í sögu þessarar hallar og er hún mjög sögufræg Þar hafa búið kóngar og stór- menni, — þar á meðal sjálfur Napóleon. — í Grand Trianon hafa einnig átt sér slað harmsögu legir atburðir eins og þegar hinn óhamingjusami marskálkur Baza- ine í styrjöldinni við Prússa 1870 —1871 var dæmdur þar til dauða fyrir landráð 10. desember 1873, — án þess þó að dauðadómurinn kæmi til framkvæmda. Meir glæst Ijómi stendur um þann atburð. í Grand Trianon, þegar hinn 4. júní 1920, fór fram undirritun frið arsamninga við Ungverja eftir heimsstyrjöldina fyrri. En myrkir dagar áttu eftir að" renna upp í sögu Grand Trianon. Á tímum þýzku hersetunnar £ heimsstyrjöldinni síðari var hún sorglega vanrækt. Þar var enginn íbúi. Þar var aldrei kveikt upp i ofni. Og rottur og skriðkvikindt fylltu hin gömlu herbergi. Fuglar tístu í hallargarðinum. Og illgrest teygði sig upp á liallarmúrana. Fvrir nokkrum árum var svo- hafizt handa um endurreisn Grand Trianon og það gert að sögulegu safni fyrir fólk að skoða. En nú fyrst — eins og áður getur, — verður höllinni virkilegt gert aft ur hátt undir höfði. Þar skulu gista gestir Frakkaveldis. Og smið' irnir smíða dag og nótt, málarar mála og húsa- og liíbýlafræðingar spekúlera. Sjálfur de Gaulle fylg ist með framvindu málanna af eín im ósvikna áhuga. Nú eru menn að velta því fyrár sór, hver muni verða fyrstur gestia fiönsku ríkisstjórnarinnar til að" gista Grand Trianon. Margir teljn að de Gaulle hafi hugsað sér, atfr það verði sjálfur Nikita Krústjoff.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.