Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 4
W/W/Mi ■Æ-/, Haukur Sturluson. — Myndin er tekin á Mokkakaffi í fyrra- daff, í baksýn er ein mynda hans T uttugu túss- myndir TUTTUGU og þriggja ára Keykvíkingur sýnir tuttugu tússmyndir á Mokka næsta hálfa mánuðinn. Þetta er fyrsta myndasýning hins unga manns, sem á vetrum stundar teikni- nám við Listaskólann i Edin- borg, en býr til leirker á ís- landí á sumrum. Ef illa gengur í listinni gctur hann gripiö til efniskenndari hluta, því áð hann er járnsmiöur sð mennt, útskrifaSur frá ISnskólanum í Keykjavík og Landssmiðjunni. __ Þessi þúsund þjala smiður heitir Haukur Sturluson, — og er souarsonur Pétur Zóphónías arsonar, scgja þeir, sem bezt til þekkja. Haukur segist naumast liafa veriS undir þaS búinn að halda sýningu hér heima, en ekki tal iS sig hafa efni á aS slá hend- inni á móti því aS setja upp myndir á Mokka, ef vera skyldi, aS eitthvaS seldist og pyngja námsmannsins þyngdist þar með'. Hinn IjóshærSi og bláeygi lærisveinn listarinnar kvaðst mundu stunda nám viS Lista- háskólann í Edinborg eins lengi og hann framast gæti; en bjóst ekki viS, að sá möguleiki ent- ist lengur en svo sem tvö ár. Hann segist vera óreglulegur nemandi í skólanum og því frjálst aS gcra allt, sem hon- um dettur í hug. — ASspurður um línur fram tíSarinnar, sagði hann, aS allt væri óákveðið eins og næsía mynd. — Ertu giftur, spurSi ein- hver úr blaðamannahópnum. Hann hélt nú það. — Og hverrar þjóðar er hún? — Skagfirzk. — Ei hún líka á Listaskólan um? — Nei, — en hún er lista- kokkur, — og það er alveg nóg. — Ilvernig er þér eiginlega innanbrjósts, þegar þú leggur út á svo þyrnum stráða braut, sem líf listdýrkenda er jafnan talið? — Mér líður bara vel. — Ertu ckkert smeykur við úrslitin? — Nei, — ef þetta gengur ekki, fer ég bara aftur í jám- ið. Og þar með var talið búið. LITIÐ ( GARÐA Á Akranesi er víða mikið blóma r;krúð í görðum, en tré fremur lág 'í loftinu, enda flest ung og víða ; jaæðingssamt. Laglegar hríslur ^standa þó í sumum görðum og mik il gróska virðist í skjólbeltunum. ■Skjól og aftur skjól, það er nauð- 43yn í okkar stormasama landi. Verzlunarlíðindi BLAÐINU hefur nýlega bor- izt 1. hefti 14. árgangs Verzlun- artiðinda, sem gefin eru út af Kaupmannasamtökum íslands. I blaðinu er m. a. ræða, er íormaður Kaupmannasamtak- anna, Sigurður Magnússor. flutti á aðalfundi samtakanna. Greint er frá aðalfundi bæði I máli og myndum. Þá eru í blaðinu þættir frá sérgreinafélögum, skýrsla fram kvæmdastjóra Kaupmannasam- takanna og sitthvað fleira cfni. 4 5. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐ Akraneskartöflur voru fyrrum nafnfrægar, ræktaðar í sandgörð- um. En kartöflmyglan lagði þær að vellj það er að segja gömlu bragðgóðu tegundina, 'sem frægð arorðið var bundið við. Kartöflu- ræktin hélt þó áfram, ný garðlönd voru tekin til ræktunar utan við kaupstaðinn, því að hús risu af grunni i mörgum gömlu sandgörð- unum. Og hinir gömlu sandgarðar mættu líka fara veg allrar ver- aldar og það sem fyrstu „Hvers vegna?“ Jú, á 6tríðsárunum barst í þá meinvættur — kartöfluhnúð- ormurinn, sem dregur mjög úr uppskeru og lifir mörg ár í oiold inni svo smitið helzt við í görð- unum meðan kartöflur eru rækt aðar þar og í nokkur ár á eftir. Þegar ég var á ferð á Akranesi i lok ágústs voru kartöflugrös- in í gömlu görðunum gulflekkótt, ljót og rýrðarleg. Og ef tekið var upp kartöflugras sást að ræturna- voru með ljósum smáhnúðum og líktust helzt perlufesti — úði og grúði þar af hnúðormum. Perl- urnar eru xaunar bakhlutar hnúð ormanna og virðist ekki geðslegt að éta þá með kartöflunum. Á Eyrarbakka er annað orma- svæðið frá, þar hafa bæði nætur- frost og hnúðormar hjálpast við að rýra uppskeruna. Þar mun og hnúðormapestip komin í nýleg sandgarðalönd til mikils tjóns, af . því að menn hafa ekki borið gæfu til þess að fara varlega og leggja smitaða garða niðuT. En það verð ur að gerast jafnvel þó að löggjöf þurfi til. Ella verða sjúku garð- löndin klakstöðvar hnúðormanna og þeir berast þaðan út um land með kartöflum og kartöflupokum. Bannað er að flytja til landsins kartöflur frá stöðum þar sem hnúð ormur finnst. Og ekkert af við- dkiptalöndum okkar leyfir innr flutning á kartöflum frá hnúð- ormasmituðum stöðum, því að ormarnir eru hvarvetna taldir mik il plága. Ættj engum að haldast uppi að rækta og láta af hendi úr smituðum görðum. Ingólfur Davíðsson. Tíu þúsund hafa séð Iðnsýninguna Iðnsýningin hefur nú staðið yfir í þrjá daga. Tai’ið er, að um 10 þúsund manns hafi þegar skoðað sýninguna. Vegna góðrar aðsóknar mun sýningin vera opin til hergar í dag, morgun og á föstudaginn verður sýningin opin frá kl. 16-23 en frá 14-22 á laugardag og sunnu- dag. Sýningin er til húsa að Ármúla 3. Þar sýna 18 verksmiðjur fjöl- breytni íslenzka iðnaðarins og vekja ýmsar nýjungar þar mikla athygli. Nýtt gerviefni frá Gefjun „Dral- on“, hefur vakið sérstaka athygli | Efní þetta líkist orloni og er vatns þétt og er til í ýmsum gerðum. Fataverksmiðjan Hekla sýnir vinnufatnað og eængurver úr þessu nýja efni. Framkvæmdastjóri sýningarinn ar, Jón Arnþórsson, segir, að sýn ing þessi sé meðal annars haldin, til þess að kynna almenningi hvaða vörur séu íslenzkar af vörum þeim sem daglega eru til sýnis og sölu í búðunum. Einnig gefst fólki þarna tækifæri til að sjá myndir frá verksmiðjunum og af fram- leiðsiuvélum og setur þetta líf- rænan blæ á sýninguna. Einn bás er á sýningunni til að kynna árangurinn af markaðs- leit erlendis. í því sambandi má minnast á, að um þessar mundir hefur staðið yfir iðnsýning í Frankfurt am Main og hafa þrjú íslenzk fyrirtæki tekið þátt í henni. sérstakir bæklingar hafa verið gefnir út um íslenzka ullar vöru fyrir áðurnefnda sýningu. í ÐANMÖRKU bar svo við fyrir skömmu, að 84 ára gamall maður í Kolding, sem lengi hafði þjáðst af illkynjaðri gigt læknaðist skyndilega og á þann hátt, að laknavísindin geta ekki skýrt það. Hann varð nefnilega fyrir bý- fiugnastungu, — og stuttu síðar hurfu allar þjáningar og eftir nokkra daga gat maðurinn gengið staflaust. — Þakkar hann allt þetta býflugnabitinu, að því er danska blaðið Politiken skýrir frá. SAMKEPPNl UM REYKJA- VIKURMYNDIR ALMENNA bókafélagið hefur ákveðið að efna til verðlauna- samkeppni um beztu ljósmynd- ir frá Reykjavík og er samkeppn in einn þáttur í undirbúningi nýrrar myndabókar um Reykja- vík, sem. félagið hyggst gefa út í náinni framtíð. Ætlazt er til að myndlrnar sýni höfuðborgina og næsta nágrenni hennar eins og það er í dag, vöxt borgar- Ijnnar og viðgang og' idagLegti líf og störf í henni — með sér- stakri áherzlu á því, sem talizt getur einkennandi fyrir borgina. Veitt verða 4 peningaverðlaun; fyrir litmyndir verða 1. verð- laun 10.000.00 krónur og 2. verð- laun 5.000.00 krónur — og fyrir 1 svarthvítar myndir verða 1. verð | laun 7.000.00 krónur og 2. verð- laun 3.000.00 krónur. Bókaverð- launin verða þrenn í hvorum flokki og getur hver sem þau hreppir, valið úr útgáfubókum Almenna bókafdlagsins bækur að verðmæti 1.000.00 krópur, reiknað á hinu lága félagsmanna verði. Við mat á öllum myndum, sem til keppninnar eru sendar, verður í senn tekið tillit til upp- byggingar þeirra og efnis. Dóm- nefnd skipa þeir Sigurður Magn- ússon og Guðmundur W. Vil- hjálmsson ásamt einum fulltrúa Almenna bókafélagsins. Hver þátttakandi getur sent allt að 5 myndir til keppninnar, en eng in þeirra má hafa birzt í bók áður. Jafnt áhugaljósmyndarar sem atvinnuljósmyndarar geta tekið þátt í keppninni. Skila- frestur mynda er til 15. október 1963. Nánari reglur um sam- keppnina verður að finna í blaða auglýsingum og ennfremur í næsta hefti af „Félagsbréfum Almenna bókafélagsins, sem út kemur innan skamms. Mynda- bók sú um Reykjavík, sem ljós- myndasamkeppnin er undirbún- ingur að, verður gefin út í sam- vinnu við forlag Hanns Reich í Þýzkalandi, sem m. a. gaf úfc myndabókina ísland í samvinnu við Almenna bókafélagið, en sú bók hefur nú selzt í yfir 20 þús. eintökum, sem mun vera meira en áður eru dæmi til um slíka bók. Sveit Ástu Flygenríng - sigraði SUMARMÓT Bridgesambands' íslands fór fram að Laugarvatnl um síðustu mánaðámót. í sveita- keppni tóku þátt 38 sveitir — og sigraði sveit Ástu Flygenring, Rv. cn auk hennar spiluðu í sveitinni, Guðrún Bergsdóttir, Ása Jóhanns dóttir og Laufey Arnalds. Nr. 2 varð sveit Höskuldar Sigurgeirs- sonar, Selfossi, og nr. 3 sveifc Jóns Magnússonar, Rv. í parakeppni 72 para sigruðu Agnar Jörgensson og Róbert Sig- mundsson, Rv. Næstir komu Einar Þorfinnsson og Ásm. Pálsson, Rv. Óskar Jónsson og Kristinn Guðm,. Selfossi, Olgeir Sig. og Har. Briem Rv., Guðl. Guðm. og Jónas Karls- son, Rv. og Einar Hansson og Sig. Sigfússon. í einmenningskeppni 120 þátt- takenda sigraði Böðvar Guðm. Rv, og næst komu Olga Elnarsd. Hveragerði og Guðl. Guðm. Rv.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.