Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 10
Beztu frjálsíþróttaafrekin: Átta á betri tíma 9 en 8 mín. í 3000 m, Ritstjóri: ÖRN EtSSSON I»AÐ hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum, ef 8:01.0 mín. í 3000 m. hlaupi nægðu ekki til að vera með 10. bezta tímann í Evrópu, en þannig er það á þessu sumri, 13:55,0 mín. nægja heldur ekki í 5000 m. og 39:30,0 mín. í 10 km. hlaupi. — Svona eru framfarirnar stórkost legar. Toppurinn er e.t.v. ekki eins góður í 5 og 10 km. — og stundum áður, en „breiddin” er mun mciri. 3000 m. hlaup: Herrmann, Au-Þýzkal. 7:51,2 Baran, Pólland 7:55,4 Boguszevicz, Pólland 7:55,6 Zimny, Póllandi 7:56,4 Larsson, Svíþjóð 7:58,8 Simon, Ungverjal. 7:59,6 Jazy,- Frakkland 7:59,8 Janke, Au-Þýzkaland 7:59,8 • 'íhar-os, Ungverjal. 8:00,4 Sklarczyk, Pólland 8:00,6 Hinn gamalkunni hlaupari, Herr mann er með langbezta tímann í 3000 m. hlaupi í sumar og vant- ar aðeins 2 sek. í heimsmet Jazy, sem skipar 7. sætið á listanum. Herrmann hefur verið í fremstu iröð miilivega- og langhlaupara álfunnar undanfarin ár, en hann hefur yfirleitt verið óheppinn á stórmótum. Pólverjar eiga flesta fulltrúa á listanum eða fjóra og kunnastur af þeim er Zimny, hitt eru yngri menn með framtíðina fyrir sér. Svíinn Larsson hefur tekið miklum framförum í sumar og er eini Norðurlandabúinn, sem er á listanum í langhlaupunum utan Finnanna í maraþonhlaupi. Iharos frá Ungverjalandi er ennþá með, hann heldur sér vel, þó að hann megi muna betri daga. ) 5000 m. hlaup: Tiurine, Sovét, 13:48,4 Larsson, Svíþjóð 13:49,2 Ivanov, Sovét 13:49.2 Herrmann, Au-Þýzkal. 13:49,2 Samoilov, Sovét 13:49,4 Jazy, Frakkland, 13:50,2 Boguszevicz, Póll. 13:52,8 Jefimov, Sovét 13:53,2 Thomas, Tékk. 13:54,0 Szekeres, Ungverjal. 13:54,0 Lítt þekktur Rússi, Tiurine, — skipar efsta sætið í 5000 m. en þetta afrek vann hann á sovézka meistaramótinu. Við þekkjum ekkert til þessa manns, en vafa- laust er hann mikill hlaupari, — annars hlypi hann ekki á þessum frábæra tfma. Næstu menn eru allir þekktari og skipa einnig afrekaskrána í 3000 m. Gaman væri nú að sjá þessa kappa í keppni, og þá myndum við veðja á Svíann Larsson. sem er mjög sprettharður af 5000 m. hlaup-1 ara að vera. Jazy er það að vísu -stúlkur í Noregi Meistaraflokkur FH í hand- knattleik kvenna hefur verið á keppnisferðalagi í Noregi nndanfarna daga. Stúlkurn- ar dvelja í Noregi á vegum vinabæjar Hafnarfjarðar. Bærnm, sem er í grennd við Osló. Næsta ár er búizt við, að flokkur frá Bærum endurgjaldi heimsóknina. Stúlkurnar eiga að leika 3 leiki I Noregi, en heim koma þær með Heklu 7. scptember. Hugsanlegt er, að flokkurinn leiki einn Ieik í Færeyjum, en Hekla kem- ur þar við eins og kunnugt er. FH er íslandsmeistari f handknattleik utan húss, stúlkurnar kosta för þessa að mestu leyti sjálfar og sýndu mikinn dugnað við fjáröflun- ina. 10 5. sept. 1963 11 ^ ALÞÝ9UBLAÐIÐ MATURINN í TOKIO Á myndinni hér til hlið- ar sést sænski hlauparinn Sven Olof Larsson t. h. sigra austur-þýzka hlaupar- ann Hermann í 3000 m. hl. en hann á bezta tímann i þeirri vegalengd í sumar. Larsson sigrar Herrmann einnig, en virðist ekki í æfingu í augnablikinu, og 5000 m. eru einnig hálfgerð aukagrein hjá honum! 10 000 m. hlaup: Bogey, Frakkland 28:42.2 Ivanov, Sovét, 28:43.6 Taylor, England 28:52,4 Stito, Ungverjal. 29,12,0 Jefimov, Sovét 29,15,0 Sovak, Ungverjal. 29:18,8 Chusin, Sovét 29:21,2 Aquilar, Spáni, 29:22,2 Hyman, England, 29:24,4 Flossbach, V-Þýzkal. 29:25,8 Hinn snjalli hlaupari Frakka, Bogey, er nieð bezta tímann í 10 000 m. hlaupi og ekki er því að neita, að hann er snjall hlaup ari. En það hefur áreiðanlega mikið að segja, að Englendingar hlaupa sjaldan 10 km., þeir j keppa yfirleitt í 6 mílna hlaupi. Taylor yrði þeim Bogey og Ivan- ov áreiðanlega Iskeinuhættur f keppni. Ungverjarnir Súto .og So- vak eru ný nöfn, en það er aftur á móti ekkert nýtt, að snjallir langhlauparar skuli koma þaðan. Maraþonhlaup (42.095 m.) Kilby, England 2:14.43,0 Hill, England 2:18.06,0 V. den Driesche, Belg. 2:18,58,0 Baikov, Sovét 2:19.55,0 Heatley, England 2:19,56,0 J. Popov, Sovét 2:20,09,0 S. Popov, Sovét 2:21,10,0 Oksanen, Finnland Pystynen, Finnland 2:22,07,0 Taylor, England 2:22,08,0 Englendingurinn Kilby er sennilega bezti maraþonhlaup- ari, sem komið hefur fram í inum. „Breiddin” er einnig mest hjá þeim, þeir eiga tvo beztu mennina Og tvo að auki. Belgíu- maðurinn Van den Driesche er einnig frábær og getur komið á óvart í Tokíó. Næst eru það grindahlaupin og hindrunarhlaup. í gærkvöldi léku Hafnfirðinðar og B-3ið Fram í Bikarkeppni KSÍ. Hafnfirðingalr sigruðu með 4-1. JAPANIR eru nú þegar farnir að hugleiða matseðil Olympíu- keppendanna í október næsta ír. Alls munu starfa 306 kokkar í sambandi við leikina, en alls verða keppendur frá 105 löndum í Tokyo. Ýmis Ijúffengur matur verður á boðsstólum og alls er búizt v'ið að borðuð verði 75000 kg. af nautakjöti, 14 þús. kg. af svína- kjöti, 60 000 kjúklingar og 720 þús. egg, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir nokkru voru samankomn- ir 600 smakkarar í Tokyo til að leggja blessun sína yfir hina ýmsu rétti. Á matseðlinum verða 40 réttir frá 11 löndum. Keppendur afgreiða sig sjáif- j ir eins og í Róm og reynt verður að hafa allt fyrsta flokks, en ó- dýrt verður það ekki eða ca. sex dollarar á dag fyrir manninn. ig vona þab bezta um úrslitin í leiknum", segir nýliðinn Axel Axelsson Axel Axelss-m er Reykvík- ingur, 20 ára að aldri. Hann hefur lengst af leikið með Þrótti, var þó í Víkingi um skeið, og er þar í 1. fl. Bæði í 3. og 4. fl. í liði Þróttar lék hann miðherja, en undanfarið í meistaraflokki, leikið v. úth. og sem stendur átt livern Ieik- inn öðrum betri. Er fyllstá á- stæða til að vænta mikils góðs af Axel í landsleiknum, svo framarlega sem hann fær not- ið góðs samleiks við samherj- ana í framlínunni. Axel er vel fljótur og hefur á okkar mæli kvarða góffa knattleikni. Aðspurður sagðist Axel vona hið bezta með úrslitin, og þarf engu að kvíða, ef aðrir gera sitt bezta, sem engin ástæða er til að efast um. í landsliði íslands í knatt- spyrnu sem Ieikur gegn Bret- landi hinu mikla á laugardag- inn hér á Laugardaisvellinum er aðeins einn nýliði, Axel Ax- elsson úr Þrótti. Allir hinlr leikmenn okkar eru gamal- reyndir og margir þeirra hafa marga hildi háð í landsleikj- uin fyrir ísland, bæði heima og erlendis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.