Vísir - 31.07.1972, Side 9
Visir. Mánudagur. 31. júli 1972
9
„Þið œttuð að sjá grœnan Kínverja"
BARUM
A LEIK !
Kinverja. Hann var óskaplega
sjóveikur alla leiðina!”
En þrátt fyrir leiðinlegt veður
og ýmis óhöpp hafði David frá
mörgu skemmtilegu að segja.
,,Mér er það dálitið minnisstætt
þegar ég rakst á hval á leiðinni,
þ.e.a.s. hann var i dálítilli fjar-
lægð frá mér, en ég var hræddur
um að hann kynni að halda að ég
eða skipið væri annar hvalur, og
mér fannst hann alltaf vera að
koma á eftir mér. Enda sigldi
hann á eftir mér um tima en
hvarf svo. Annað atvik er lika
dálitið skemmtilegt. Ég sigldi við
i Flatey i Súganda og ætlaði mér
að kaupa þar sigarettur. En varð
- rœtt við David Jarvis, sem reyndi
að sigla umhverfis landið
,,Maður verður næstum
því hálf skritinn af því að
sigla svona mikið einn.
Maður talar við sjálfan sig,
og ég hafði kveikt á
útvarpinu allt frá því það
byrjaði á morgnana, og þar
til dagskránni lauk á kvöld-
in. Ég skildi samt ekki eitt
einasta orð, en ég varð að
heyra i einhverri mann-
eskju."
Þannig sagðist David Jarves
frá, en hann reyndi sem kunnugt
er að sigla i kringum landið á
segfskútu. Hann komst þó ekki
nema út fyrir Langanesið, en
snéri þaðan aftur til Ólafsfjarðar,
og kom til Reykjavikur á mánu-
dag. Timaskortur og slæmt veður
ollu þvi að hann komst ekki
lengra. David er búinn að verá sjö
vikur alls i ferðinni, en hann kom
hingað til lands i byrjun maimán-
aðar.
Hann var ekki ánægður með
ferðina. „Veðrið var alltaf leiðin-
legt, stöðugt mótvindur og þoka.
Enda var vinur minn, George,
sem sigldi með mér frá Reykja-
vik til Patreksfjarðar, feginn að
losna af skútunni. Hann er Kin-
verji, og þið ættuð að sjá grænan
Alltaf tími fyrir ís
Það er alltaf veður fyrir einn is eða svo, —
sama þótt'ann rigni, og þótt við höfum ekki séð
sólina vist i einar þrjár vikur, — ekki neitt að
gagni a.m.k. Þessir hýru sveinar urðu á vegi
okkar á dögunum og það er greinilegt á
svipnum að þeir njóta issins býsna vel, — enda
þótt úti fyrir rigni án afláts.
fyrir vonbrigöum, þvi þar fyrir-
fannstekki nokkur maður!”
En hann lenti i ýmsum vand-
ræðum, og við Skálarif, rétt við
Sauðárkrók hafði hann næstum
villzt. Hann barst langt út af leið,
og rakst næstum þvi á fiskibát.
Hann bjargaði sér og skipinu þó
frá þvi, en kallaði til fiskimanna
hvort þeir vissu hvar i ósköpun-
um hann væri. En fiskimenn gátu
enga leiðsögn veitt honum, vissu
það varla sjálfir, þvi svo mikil og
þétt var þokan.
— En á þessari sjö vikna ferð.
Hver var aðalfæðan? „Döðlur og
rúsinur. Ekkert nema döðlur og
rúsinur aftur og aftur. Hátiðar-
matur var þegar ég fékk mér
brauð og smjör og svo auðvitað
döðlur með. En ég hafði vatn og
gat hitað mér kaffi, þó að það
vildi mjög oft skvettast upp úr i
rokinu og veltingnum.”
David sagði að lokum að þetta
væri i fyrsta skipti sem hann
sigldi eitthvað einn að ráði, og
hann sagðist hafa i hyggju að
skrifa um þessa ferð og reyna að
selja ferðasöguna i Bretlandi.
Þess skal svo getið að seglskipið
sem hann sigldi á i þessari ferð er
nú til sölu, og hefur hann hugsað
sér að selja það á 500.000 krónur.
—EA.
Frá vöggu til grafar
Fallegar skreytingar
Blómvendir i miklu
úrvali.
Daglega ný blóm
Mikið úrval af
nýjum vörum. —
Gjórið svo vel að lita
inn.
Sendum um allan bæ
GLÆSIBÆ, simi
23523.
Bjóðum aðeins það bezta
Kiku-baðolia
Kiku-body soft
Kiku-hand og body lotion
Kiku-bað pover
Kiku-suntan mousse
Kiku-au de parfume
Kiku-cologne
Kiku-svitaspray
Xanadu-cologne
Xanadu-hand og body lotion
Xanadu-bað pover
- auk þess bjóðum við
viðskiptavinum vorum
sérfræðilega aðstoð við
val á snyrtivörum.
SNYRTIVÖRUBÚÐIN
Laugavegi76, simi 12275.
Örugg gœöj.KAK
Ótrúleg verÖ^
VeriÖ örugg veÖjiÖ á BARUM
Sterkur leikur þaÖ
- öllum
bílaeigendum
íhag!