Vísir - 31.07.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 31.07.1972, Blaðsíða 16
16 Visir. Mánudagur. 31. júli 1972 Slór sending á kynningarverÖi! Kr. 1.590- slærð 560-13/4 Kr. 1.775- Kr. 2.970- stærð 560-15/4 Höfum fengið sfóra sendingu af BARUM hjólbörðum í flestum stærðum á ótrúlega hagstæðu verði, eins og þessi verðdæmi sanna. BARUM KOSTAR MINNA — EN KEMST LENGRA stærð 650- 16/6 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A ISLANDI H.F. SOLUSTAÐIR: GARÐAHREPPI SlMI 50606 (dður Hjólbarðaverkstæði Garðahrepps Sunnan við lækinn, gengt benzinstöð BP) SHDDfí ® BÚDIN AUÐBREKKU 44-46, KOPAVOGI — SlMI 42606 ★ VERZLUNARMANNAHELGIN 4—7. AGÚST ★ Trúbrot ★ Náttúra ★ Nafnið ★ Stuðlatrió ★ Roof . Tops ★ Ingimar Eydal ★ Diskótek ★ Flamingó ^ ★ Medina-Marseco Munoz ★ Magnús og Jóhann ★ Rfó tríó ★ Ómar Ragnarsson ★ Þjóðdansa og fimleikaflokkar frá Holstebro ★ Faiihlffastökk ★ Flugeldasýning ★ Lúðrasveft Stykkíshóbn ★ Fjöl- breytt fþróttakeppni * „TANINGAHLJÓMSVEITIN '72". ★ HÁTlÐARRÆÐA: Guömundjr G. Hagalfn. STJÓRNENDUR: Guðmundur Jónsson og. Alli Rúts. Tilboð óskast i innanhússfrágang (múr- húðun, pipulagnir, tréverk, málun o.s.frv.) i Læknamiðstöð á Egilsstöðum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð berða opnuð á sama stað 24. ágúst 1972, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMl 26844 Umsjón: nu E.A. Þannig treður McCartney upp i Danaveldi Við sögðum frá þvi hér á NÚ- siðunni um daginn, að von væri á Paul McCartney til Danmerkur ásamt konu sinni Lindu og hljóm- sveitinni Wings. Á meðfylgjandi mynd sjáum við hvernig hann hcfur hugsað sér að troða upp i Danaveldi. Hann hefur málað tveggja hæða strætisvagn i hinum skrautlegustu litum, og ætlar sér að aka eftir þjóðvegum Dan- merkur i strætisvagninum. Asamt hljómsveit sinni Wings leikur hann i KB-Hallen 1. ágúst og 14 dögum siðar i Árhus og Odense. Þau hjónin hafa með sér tvö börn sin, Mary, þriggja ára, og Stella, þriggja mánaða, ásamt barni Lindu frá fyrra hjónabandi, Heather átta ára. Paul hefur ekki komið fram opinberlega að neinu ráði, siðan þeir Beatles-félagar komu fram á konsert i San Francisco i ágústmánuði 1966. „Það verður gaman að koma aftur fram fyrir almenning”, sagði Paul McCartney nýlega i viðtali við danskan blaðamann. ,,Við erum ekki að þessu vegna peninganna, þvi að bæði Linda og ég og svo börnin eigum nóga peninga fyrir þetta lif og jafnvel það næsta!” „Mömmustelpa,án móðurþinnar vœrirðu ekki neitt". Gagnrýnendur um Lizu Minelli ,,Mömmustelpa”, segja gagnrýnendur stundum um Lizu Minelli, dóttur Judy Garland. ,,Án móður sinnar og nafnsins hennar, hefði ekki nokkur sála tekið eftir henni.” Og þaðer sennilega rétt. Það er langt frá þvi að hún sé falleg. Augun eru allt of langt frá hvort öðru, nefið er frekar ólögulegt, hún á erfitt með að hafa-tennurnar i munninMum það er að segja, þær eru of framstæðar, og hún hefur munninn of oft opinn. Röddin i henni er leiðinleg, næstum eins og hljómur i niðurfallsröri, og hún gengur eins og hún sé sifellt að ganga i plógsförum. Þannig er Lizu Minelli lýst, og sennilega hefði hún ekki náð langt, nema vegna þess að hún hefur nafn móður sinnar til þess að styðja sig við. Eftirnafnið Minelli, er komið frá ensk- ameriska kvikmyndatöku- manninum, Vincente Minelli. Liza er nú 26 ára gömul, og hún hefur lent i hjónabandshöfninni með syni Lucille Ball, sem okkur er góðkunn, en sonur hennar heitir Desi. Liza gerir sig þó ekki ánægða með það, að nafn móður hennar skuli sifellt fylgja henni, eins og skuggi hvert sem hún fer, og hún vill aðeins vera hún sjálf. Og það er ekki hægt að segja annað en að i kvikmyndum sinum á plötum og á sviðinu er hún, hún sjálf, og þar sló hún fyrir löngu fyrst i gegn. Judy Garland var þekkt fyrir ýmiss konar vandræði og þau vandræði fylgja Lizu Minelli einnig. Á einu ari, náði hún þvi að gera hneyksli fyrir ósiðsamleg ólæti i kirkjugarði. Ennig fyrir það að sagt var að hún ætti eitt- hvað saman að sælda við ástralska forsætisráðherrann og kona trommuleikara fór i mál við hana, vegna þess að hún hélt því fram að maður hennar (trommuleikarinn) hefði yfir- gefið sig vegna Lizu. En Liza er ekki á þvi að sætta sig við slikar sögusagnir og hún Liza i „Cabaret’ Liza Minelli — Vekur hneyksli eins og móðir hennar. ber hart á móti þeim. Söguna af forsætisráðherranum sagði hún tilkomna af þvi að hann og fylgdarlið hans hefði heilsað upp á sig eftir að hún kom fram á næturklúbb í Sydney. Þau töluðust við i um það bil fimm minútur og forsætisráðherrann óskaði eftir að hún kæmi einhvern tima aftur. Daginn eftir voru öll dagblöð full af frásögnum um samband Lizu og forsætisráð- herrans! Ýmsar sögur gengu um lyfja- neyzlu Judy Garland, og þær hafa einnig komizt á kreik um Lizu, sem hún neitar þó harðlega. Hún segisthafa reynt að hjálpa móður sinni til að standast freistingarn- ar, en sjálf hafi hún aldrei tekið svo mikið sem eina svefnpillu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.