Vísir - 31.07.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 31.07.1972, Blaðsíða 12
12 Visir. Mánudagur. 31. júli 1972 Visir. Mánudagur. 31. júli 1972 13 bjóðnm við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum. sniðum oq mvnstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. Við bjóðum yður MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð qæða- vara á hóflequ verði. • ' s wmHm llaröur atgangur við mark ÍBV á laugardag. Ársæll Sveinsson greip knöttinn næstum af höföi Hafliða Péturssonar. Ljósm. BB. Reynsluleysi felldi KR-ingo í Keflavík Ne-eei, æmti Magnús Guð- mundsson, markvörður KR, sársaukafullum rómi, þegar hann heyrði hvina i knettin- um fyrir aftan sig, á leið i netið, eftir skot frá Steinari Jóhannssyni, sem að flestra sýn, virtist ætla að svifa hátt yfir markið, en skyndi- lega breytti knötturinn um stefnu, féll eins og skotinn fugl, niður i markið, fyrir aftan Magnús, sem sannar- lega vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda uggði hann ekki að sér. Stóð grafkyrr i markinu á meðan þessi und- ur gerðust. Vitanlega er niðurdrepandi að fá á sig slikt mark, en enn verra fyrir það, að um leið tóku Keflvikingar forystuna i leiknum, með 2:1, og ekki allt of lang- ur timi til stefnu til að rétta hlut sinn, eða rúmaf 20 minútur. Eftir gangi fyrri hálfleiks og fram að markinu, sem frá er sagt að fram- an, var naumast hægt að ætla annaö en KR-ingar myndu næla sér i bæði stigin og hefna þannig ófaranna i fyrri leikn- um og úrslitanna i ,,Big Ben” -málinu svonefnda, sem nýlega voru kunngerð með ósigri þeirra. Þeir léku mjög ákveðið og náðu mjög góðu spili, gegn eirðarlausum og klaufskum Keflvik- ingum, að vörninni undanskilinni, sem varð að hafa sig alla við, ásamt Þor- steini Ólafssyni, markv. til að stöðva hina léttu og lipru KR-inga, áður en þeim auðnaðist að ná ætlunarverki sinu, það er að segja að koma knettin- um inn fyrir marklinuna, en þar vant- ar KR-inga einmitt reynsluna. Þegar inn i vitateiginn var komið skorti oft ráðin, nema á 7. minútu, þegar Hörður Markan fékk knöttinn, mitt á milli vitateigs og miðju, lék laglega á Guðna og Grétar og siðan á Þorstein og sendi knöttinn örugglega i netið, 1:0. KR-ingar reyndu að fylgja þessu marki eftir og nota glundroðann sem greip um sig hjá ÍBK, og sóttu ákaft næstu minúturnar. Voru kannski full sókndjarfir, sem orsakaði það, að hin fáu upphlaup IBK, voru oftast stór- hættuleg, sérstaklega þegar Steinar og Friðrik náðu knettinum. Tvivegis munaði litlu að Steinari tækist að jafna, en i bæði skiptin reyndi hann að ná einhverjum draumaspyrnum, sem mistókust. Á 35. min., fékk Steinar snjalla send- ingu frá Jóni Ólafi, inn á vitapunkt. Magnús Guðmundsson, markv. hljóp á móti, en með herkjum tókst Steinari að koma knettinum fram hjá honum, — i netið. 1:1. Hið sama henti KR-inga i seinni hálfleik, þeir gerðust sókndjarfir, en tókst þó aldrei að skapa sér nægilega opin færi, þótt svo þeir nýttu útherjana mjög vel, og gætu dregið tBK vörnina i sundur. A 24. min. fær Jón Óli knött- inn, upp úr innkasti: leikur fram að endamörkum, og sendir til Steinars, sem hafði ekki nokkurn tima til að undirbúa neina „uppáhaldsspyrnu”, heldur varð að skjóta — strax, með þeim afleiöingum sem fyrr greinir. 2:1. Við markið brotnuðu KR-ingar svo til alveg niður, en Keflvikingar tóku eiginlega öll völd á vellinum og léku eins og meisturum sæmir i fyrsta sinn siðan i Akranesleiknum. Eina teljandi færi KR-inga var þegar Hörður Mark- an átti mjög fast skot að um 15 metra færi, sem Þorsteinn gat með naumind- um lyft yfir markið og i horn, en sjald- an hef ég séð IBK fá á sig eins mörg horn og i þessum leik, — fyrri hluta hans. Menn hafa lengi verið að velta þvi fyrirsér, hvað eiginlega gangi að IBK- liðinu. Sumir álitu leikleiða og vilja- leysi orsökina, en þessi leikur virðist gefa til kynna að um ótta við tap og titilmissi sé að ræða. Þegar liðið hafði náö marki ytir i leiknum á laugardag- inn, gerbreyttist leikur þess og minnti á þá knattspyrnu, sem færði þeim meistaratitilinn i fyrra. Beztu menn liðsins voru þeir Ástráður Gunnars- son, sem reyndar. meiddist seint i leiknum, og Friðrik Ragnarsson. Einnig átti Jón Ólafur mjög yfirvegað- an leik og mestan þátt i mörkunum. Guðni Kjartansson og Magnús Torfa- son, stóðu vel fyrir sinu, svo og Grétar Magnússon. Hægri bakvörður KR-inga, Baldvin Elisson, vakti mikla athygli fyrir góð- ar staðsetningar og skynsamlegan leik. Byggði ávallt mjög vel upp. Hörð- ur Markan, var mjög snar og erfiður viðfangs IBK-vörninni, svo og Atli Þór Héðinsson, sem núna var vel gætt. Magnús Guðmundsson, sýndi öryggi i markinu og verður ekki sakaður um „undramarkið”. Þórður Jónsson er máttarstólpi sem aldrei bregst. Dóm- ari var Eysteinn Guðmundsson og dæmdi hann alveg sérstaklega vel, og naut þar mikillar reynslu sinnar sem knattspyrnumaður, en það virðist þvi miður dálitið skorta hjá dómurum okkar. Hann naut og góðrar aðstoðar linuvarðanna. Eitt verð ég þó að drepa aðeins á. Var ekki misráðið að leyfa Magnúsi markverði að leika i svartri peysu, — i sama lit og treyjur mótherjanna? emm. Finnar sigruðu með yfirburðum i fjögurra landa keppninni i frjálsum iþróttum i Mo i Rana i Noregi um helg- ina, en islenzka lands- liðið kom öllum á óvart og náði öðru sæti. Það voru einkum stúlkurnar, sem náðu mun betri árangri en búizt var við og settu þær fimm ný íslandsmet. Norður- Finnland hlaut 368 stig, ísland 286 stig, Norður- Noregur 253 stig og Norður-Sviþjóð 246 stig. tsland var í öðru sæti hvernig, sem á keppnina er litið. t karla- keppninni hlutu Finnar 233 stig, Islendingar 163 stig, Norðmenn 162 stig og Sviar 148 stig. 1 kvennakeppninni hlaut Finnland 135 stig, ísland 123 stig, Sviþjóð 98 og Noregur 91. A laugardag sigruðu tslendingar i fjórum greinum af tiu. Guðmundur Hermannsson i kúluvarpi með 17.39 m. Erlendur Valdimarsson i kringlukasti með 56.48 m. Lára Sveinsdóttir i lang- stökki 5.49 m. og isl, kvenna- sveitin i 4x100 m. boðhlaupi á 50.6 sek., sem er tslandsmet, en Finn- land hljóp á 50.7 sek. Þá setti Lára nýtt tslandsmet i 100 m. hlaupi á 12.4 sek. Sigur- vegari varð Seija Röx Finnlandi á 12.3 sek. Lára önnur og Sigrún Sveinsdóttir, systirLáru þriðja á 12.7 sek. t kúluvarpi karla varð Kampainen, Finnlandi annar með 17.15 metra, en Hreinn Halldórsson náði sér ekki á strik og varð fjórði með 16.51 m. I kringlukastinu varð Kampainen einnig i öðru sæti, þó langt á eftir Erlendi, með 53.18 m. Finninn Aulia Olav varð þriðji með 52.60 m.ogHreinn fjórði með 46.78 m. Sverre Kruger, Noregi, sigraði i 400 m. grindahlaupi á 54.5 min. og bróðir hans Torolf varð annar á 54. 6 sek. Borgþór Magnússon náði sinum bezta tima á vega- lengdinni, hljóp á 55.1 sek, og varð þriðji, og Vilmundur Vil- hjálmsson náði einnig sinum bezta árangri 56.3 sek. Skarteins, Noregi sigraði i 200 m á 21. ( sek., en þar varð Bjarni Stefánsson annar á 22.0 sek. t 800 m. hlaupi sigraði Finni Lumiaha, Muryn, Noregi, varð annar á 1:51.19 min. Þorsteinn Þorsteinsson þriðji á 1:52.2 min. og Agúst Ásgeirsson fjórði á 1:53.9 min. sem er hans langbezti timi. Ingmar Nyman, Sviþjóð, vann eitt bezta afrek mótsins, þegar hann stökk 2.11 m. i hástökki, en þar urðu tslendingar i neðstu sætum, Karl West og Hafsteinn. tslenzku stúlkurnar náðu mörgum verðlaunasætum á laugardag auk þeirra Sveins- systra. Guðrún Ingólfsdóttir varð þriðja i kúluvarpi með 11.05 m. Ingunn Einarsdóttir varð 3ja i 400 m. hlaupi á 60.5 sek. Arndis Björnsdóttir 3ja i spjótkasti með 35.50 m. og þar varð Sif Haralds- dóttir fjórða méð 35,42 m. Á sunnudag varð Bjarni Stefánsson sigurvegari i 400 m. hlaupi á 48.1 sek. og Þorsteinn annar á 49.2 sek. Lára sigraði i 100 m. grindahl. á 15.4 sek. Borgþór Magnússon i 110 m. grindahlaupi á 15.1 sek. og Val- björn Þorláksson varð þriðji á 15.3 sek. tslenzka karlasveitin sigraði i 4x400 m. boðhlaupi á 3:19.7 min. Lára Sveinsdóttir sigraði og setti tslandsmet i hástökki 1.69 m. og Sigrún setti Fjölgar í hringjunum Það fjölgaði i Olympiu- hringjunum okkar um helgina. Tveir lyftingamenn, Guðmundur Sigurðsson og Óskar Sigurpálsson, náðu ööru sinni lágmarksafrekum i llokkum sinum og liafa þar með örugglega tryggt sér rétt III þátttöku á Olympiuleikana i Múnchen. Óskar lyfti samanlagt 482,5 kg. i þungavigt og setti nýtt islandsmet i prcssu meö 177.5 kilóum. Þá jafnhcnti henn 182,5 kg. Óskar var þarna vel yfir lágmarkinu. i millivigt lyfti Guðinundur sainanlagt 455 kg., ' scm einnjg,- «r bétra en lágmarksafrckin. Þeir náöu þessum árangri á innanfélags- móti hjá KR. Og þá eru fjórir komnir I Olympiuhringi Visis. Efst til vinstri, er Lára Sveinsdóttir, þá Erlendur Valdimarsson, síðan Óskar og Guömundur. Auk þe$s hafa auðvitaö 16 handknatt- leiksmenn unnið sér rétt til þálttöku á Olympiulcikana og þrir sundmenn Guðjón Guömundsson (100 og 200 m. hringusund), Guðmundur Gislason og Kriðrik Guðmunds- son hafa náð Olympiulág- niörkum, en einu sinni hver i grcin. íslandsmet i 200 m. hlaupi á 25.9 sek., og bætti met Láru systur sinnar um þrjú sekúndubrot. hún varð 3ja 1 öðrum greinum urðu Islendingarekki sigurvegarar, en árangur var jafn t.d. tókst þá karlaliðinu að komast framúr Norðmönnum. Friðrik Þór Óskarsson varð annar á eftir Finnanum Kuukanjærvi 15.64 m. i þristökki með 15.00 m. og er þriðji tslendingurinn sem stekkur yfir 15. m. (Vilhj. Einarsson stökk lengst 16.70 m). Bjarni varð íjórði i 100 m. hlaupi, þó skór hans rifnaði i miöju hlaupj á 10,9 sek. Skarstein sigraði á 10.6 sek og annar og þriðji maður hlupu á sama tima og Bjarni Ágúst Asgeirsson náði sinum langbezta tima i 1500 m. hlaupi 3:58.7 min., en varð þó aðeins sjötti, talsvert á eftir fremstu hlaupurunum. Erlendur varð annar i sleggjukasti með 50.98 m. Tveir Finnar köstuðu spjóti yfir 70 m. i keppninni, en þar varð Elias Sveinsson sjötti með 59.36 m. og Óskar Jakobsson sjöundi með 57.80 m. með nýjum litum sinfóníu af AKUREYRINGAR ERU HRIINT ÓSTÖDVANDI Akureyringar léku sér að Selfyssingum í 2. deildinni um helgina, og sigruðu 4-0 Ryan fróbœr Jim Ryan náði frábærum tima í miluhlaupi i Toronto i Kanada á laugardag — hljóp á 3:52.8 min., sem er lawgbezti heimstiminn i ár. Ileimsmct hans er 3:51.1 min. sett 1967 og hann hcfur einnig hlaupið á 3:51.3 min. 1966. Vcgna vcikinda — heymæði — hætti hann keppnium tima, en nú hefur nú tryggt sér rétt á öl. i Munchcn. Ileimsmet hans i 1500 m er 3:31.1 min. — en þeir eiga sannkallaða martröð framundan, leik- inn við FH á vellinum á Hvaleyrarholti eftir hálfan mánuð. Sá leikur verður úrslitaleikur deildarinnar, um það er ekki blöðum að fletta. Völsungar komu i heim- sókntil Þróttar í Reykjavik og enda þótt út liti fyrir heimasigur, tókst Húsvík- ingum þó að skora jöfnun- armark og deildu liðin stig- unum, 2:2. öðru sœti í 4-landa-keppni! Umsjón Hallur Simonarson ísland í Fimm íslandsmet og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.