Vísir - 31.07.1972, Qupperneq 10
10
Yísir. Mánudagur. 31. júli 1972
VIÐSKIPTALÖND OKKAR
Bandaríkin
1 fyrri heimsstyrjöldinni hófust
"Dkkur viðskipti við Bandarikin,
þvi siglingar til Evrópu voru
mjög erfiðar sökum hernaðarins.
Eftir striðið lögöust þessi við-
skipti að mestu niður en aukast
aftur á móti á fjórða tug
aldarinnar, þó var aðallega um
að ræða útflutning héðan.
Veruleg aukning verður á
viðskiptum við Bandarikin i
seinni heimsstyrjöldinni þvi þá
voru Evrópusiglingar ekki siður
hættulegar en i fyrri heims-
styrjöldinni, og er þá farið að
flytja inn gifurlega mikið af
vörum frá Bandarikjunum, t.d.
var árið 1944 2/3 innflutnings
okkar þaðan. Eins og eftir fyrri
heimsstyr jöldina minnkuðu
viðskiptin eftir þá sfðari, en
héldust þó all mikil eða 10-20% á
árunum 1950 — 1960 en siðan
hefur innflutningur frá Banda-
ríkjunum heldur minnkað hlut-
fallslega. þó jókst hann fá 1970 úr
8,2% i 14,7% áriö 1971.
A siðasta áratug hefur út-
fiutningurinn til Bandaríkjanna
aukizt. Hann var aö meðaltali
23% af heildarútflutningnum árin
1966 - 1970 og árið 1971 var þessi
hlutfailstala 36,7%
Árið 1970 voru fryst fiskflök
90% af útflutningnum til Banda-
rikjanna og var það um 80% af
heildarútflutningi frystra fisk-
flaka það árið.
Auk frystra fiskflaka flytjum
við ýmsar aðrar fiskafurðir
þangað, m.a. humar og niður-
suðuvörur.
Einnig hafa ullar- og skinn-
vörur átt vaxandi vinsældum að
fagna i Bandaríkjunum og út-
flutningur þeirra aukizt.
Innflutningur frá Banda-
rikjunum hefur verið mikill, en
var þó langmestur i seinna
striðinu eins og áöur segir.
Aðallega hafa verið flutt inn
ýmsar vélar og tæki t.d. bilar,
flugvélar, rafmagnstæki og. fl.
Einnig mjölvara, tókbaksvörur,
og margar aðrar vörutegundir.
Hiutfallslega er nú keypt
minna af vélum og tækjum frá
Bandarikjunum en var fyrr
sökum þess, að nú er.þessir hlutir
fáanlegir frá svo mörgum öðrum
löndum, þvi viöa hefur tækni-
þróunin verið mjör ör, en á
árunum eftir siðari heims-
styrjöldina, stóðu Bandarikin
mun framar öðrum rikjum i
framleiðslu á slikum vörum.
Vonandi er að okkur takist
áfram að selja svo mikið af fisk-
afurðum okkar, sem nú er i
Bandarikjunum og vaxandi
markaður veröi fyrir aðrar
vörur. Innflutningur frá Banda-
rikjunum hefur veriö svipaður
undanfarin ár og er ekki útlit
fyrir miklar sveiflur á honum, en
útflutningnum er hættara við
sveiflum og breytingar á honum
geta haft mjög mikla þýðingu um
afkomu okkar.
ERUM FLUTTIR
mémmmM
Rafgeymasala, ábyrgðar og
viðgerðarþjónusta er flutt
að Laugavegi 168 (áöur
Fjöðrín)
TÆKNIVER
SIMI 33-1-55
Qer
er
ekkert
grin!
Glerverkstæði okkar býður yður því ein-
ungis Tudor öryggisgler í bílinn. Með því
mæla okkar þrautreyndu fagmenn í gler-
vinnslu. Þeim treystum við, og til þeirra
er yður einnig óhætt að leita, vanti yður
gler í bílinn. Þeir vita að bílagler er ör-
yggisatriði, því á það reynir á hættu-
stund — og þá verður það að standa sig.
Allt á sama Stað Laugavegi 118 - Simi 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HF
Spaug og spé á ekkert erindi í bílaglers-
framleiðslu. í þeirri grein verða menn að
taka sjálfa sig alvarlega. Það gera fram-
leiðendur Tudor bílaglersins. Það hefur
reynslan sýnt og sannað. í þeirri vöru
finnst ekkert spé og öryggið er innbyggt
í gler þeirra.
Vestmannaeyingar fá
matsölustað
bað var ekki seinna vænna að
þeir Eyjamenn eignuðust mat-
sölustað, — en fyrsta matsalan
þeirra var opnuð núna fyrir
helgina og verður væntanlega
vinsæl af þjóðhátiðargestum um
næstu helgi. bað er Pálmi
Lórenzson sem rekur matsöluna
á Heiðarvegi 1, en þar er
hægt að velja um 25 - 30 rétti
smurt brauð og annað, en opið er
frá 9 á morgnana til 11.30 á
kvöldin. Myndin er af þeim
Pálma (t.h.) og Herði Adolssyni,
sem er frá Hótel Sögu og hjálpaði
við fyrstu sporin i rekstrinum.
Tólf nýir húsgagnasmiðir
Rétt um það leyti sem islenzkt
smiöastykki sést á myndum i
blöðum um allan heim — skák-
borðið i Laugardalshöll, þá út-
skrifuðust 12 nýir menn i þessa
iðn. Sveinsstykkin hönnuðu
piltarnirsjálfir, flestir hverjir, og
sýndu siðan i skóla sinum og var
góður rómur gerður aö.
i s^ijidi
Leigubilstjórar hér tefldu
við norræna sporvagns-
stjóra
Sviinn Helmer Gustafsson frá
Gautaborg vann Norðurlandatitil
sporvagnsstjóra i skák, en mótið
fór fram i Norræna húsinu, — i
skugga skákeinvigis aldarinnar
og var þvi hljótt um mótið. Sviinn
hlaut 5 1/2 vinning, bórður
bórðarson, Reykjavík hlaut 5
vinninga, Karl Hall, Stokkhólmi 5
og Georg Kildetoft, Danmörku 4
1/2 en hann var Norðurlanda-
meistari 1970. I 2. flokki urðu
sigurvegarar i riðlunum þeir Seid
Börgesen, Stokkhólmi, Snorri
Jónsson Reykjavik, og Alf
Eriksson, Stokkhólmi, og flytjast
þeir i 1. flokk á næsta ári.