Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Föstudagur 11. ágúst 1972 3 „Fóru í gegnum sjólfa sig" segir hótelstjórinn ó Mœlifelli ó Sauðórkróki, sem fœr ekki vínsöluleyfi hjó bœjarstjórninni ,,(Cg sé ekki bctur en að bæjar- stjórnin bafi algcrlega farið i gegnum sjálfa sig, með þvi að svnja okkur um þetta leyfi núna, eftir að bún hafði gefið samþykki i fyrra. Þetla er gifurlegt fjár- hagstap fyrir mig, þvi að i trausti þess, að ég fengi þetta leyfi, hef ég látið gera breytingar á hótel- inu i þessu augnamiði fyrir um hálfa milljón króna”, sagði Ing- valdur Henediktsson hótelstjóri á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki, er blaðið hafði samband við liann i morgun. Gert hafði verið ráð fyrir að unnt yrði að opna tyrsta barinn og þar með fyrstu áfengissöluna á Sauðárkróki nú alveg á næstunni, en þá synjaði bæjarstjórnin um leyfi til áfengissölu. Bæjarstjórnir hafa leyfi til þess að mótmæla slikri vinsölu, en endanlegt leyfi kemur frá dóms- málaráðuneytinu. í fyrra, er sótt var um vinsöluleyfi fyrir Hótel Mælifell, ákvað bæjarstjórnin að beita sér ekki gegn þvi leyfi, en nú hefur hún sem sagt skipt um skoðun. Ráðuneytið setti i fyrra ýmis skilyrði um breytingar á hótelinu. Undanfarið ár hefur verið unnið að þessum breyting- um, samkvæmt teikningum arki- tekts, sem nefnd ráðuneytisins haföi samþykkt. Sagði Ingvaldur ennfremur að þessi afstaða bæjarstjórnar núna kæmi mjög á óvart og léti hann nú lögfræðing kanna, hvort bæjar- stjórnin væri ekki skaðabótaskyld i máli þessu. Blaðið haföi einnig tal af bæjar- stjóranum á Sauðárkróki, Hákoni Torfasyni, og sagði h'ánn að hann liti svo á, að málið hefði nú fengið endanlega afgreiðslu. Hvers- vegna bæjarstjórnin heföi skipt um skoð. ”, kvaðst hann ekki geta sagt um, en taldi að ýmsir hefðu farið að hugleiða máliö og ekki talið æskilegt að opna vinsölu i neinu formi á staðnum. —ÞS Verður úrslitaskákin tefld á þessu borði? Það er víst betra að hafa vaðið f yrir neðan sig þegar Fischer er annars vegar. Hérna er einn starfsmaður Steiniðjunnar að saga til enn eitt taflborðið fyrir ein- vígið. Þefta er fjórða platan sem gerð er þar sem Fischer hefur alltaf kvartað undan því að reitirnir væru of stórir. Hver veit nema úrslitaskákin í einvíginu verði tefId á þessu taflborði? GF Kennara með réttindi vantar í bóklegu greinarnar — Það liggur i loftinu, að kennara mcö réttindi muni vanta tilfinnanlega i bóklegu greinarnar cins og verið hcfur, en ekla hefur verið á réttindamönn- um á gagnfræðastiginu, segir Hagnar Georgsson skólal'ulltrúi hjá Kræðsluskrifstofu Reykjavik- ur. Nú hafa 15(1 kennarar sótt um kennarastöður við barnaskólana i Reykjavik, en árlega eru settir miili 20-20 nýir kennarar Um ná- lega 20 kennarastöður á gagn- fræöastiginu hafa sótt 55 manns. Af þessum umsóknum eru aII- margar i sérgreinum og er lik- legt, aö réttindafólk fáist i þær. —SB— Gullpening- urinn á 14 þús. kr. I fréttatilkynningu frá Skák- sambandi islands segir frá hinum nýja minjapeningi. Að svo stöddu sér stjórn Sí sér ekki fært að til- kynna upplag peningsins, en það verði gert eftir nokkra daga. Seni fyrr verða nú seldar tölu- settar seriur: gull, silfur og eir og fylgir hverjum peningi ábyrgðar- skirteini. Hver sería peningsins kostar 14 þúsund krónur eða, i gulli 12 þúsund, í silfri 1400 kr. og i cir 700 kr. Eins og kunnugt er hef- ur Bárður Jóhannesson framleitt peninginn. GF Ekkert gerzt í karfamólinu: STÖÐVAST FL0TINN? Ekkert nýtt hefur gerzt i mál- efnum togaranna óg frystihús- anna vegna lapvinnslu karfans. Sj á v a rút ve gs m ála ráðherra ko m úr snmarfrii um helgina og var húið að tala um að halda fund með honum þá þegar. Enginn fundur liefur hins vegar verið boðaður og ekki vitað hvenær það verður. Krystihúsin hafa lýst þvi yfir að þau geti ekki lengur unnið karfa nema þau fái fyrir hann meira verð. Þar sem 90% af afla togar- anna á þessuni árstima cr karfi er fyrirsjáaniegt að flotinn stöðv- ast ef frystihúsin liælta móltöku karfa. —SG Vantar svo sem hólfa milljón: UPP MEÐ VESKIÐ, EYJAMENN! Nýr og glæsilegur sjúkrabill er kominn til Rauðakross- deildar Vestrnannaeyja. Það er augljóst hagræði og stór- kostlegt öryggi af að eiga slikt farartæki. En einn böggul fylgir þó skammrifi, það vantar eins og hálfa milljón króna i sjóðinn til að hægt sé að greiða kaupverð hans til umboðsmannsins. Og nú biður Iiauðakrossdeildin Vest- mannaeyinga að taka veskin upp og athuga hvort þar sé ekki að l'inna einhverja seðla, sem ekki þarf að nota á næstunni. öll framlög eru vel þegin, og margt smátt gerir vist eitt stórt. Liklega verða Eyjamenn ekki lengi að gera sitt til að kippa málunum i lag og eignast þennan glæsilega sjúkrabil, — Myndina tók Guðmundur Sigfússon af bfln- um. Skýrslan um El Grilló tilbúin í vikunni „Skýrsla Landhelgisgæzlunnar um E1 Grilhó er sama sem tilbúin og verður send dómsmálaráðu- neytinu nú i vikunni”, sagði Pétur Sigurðsson lorstjóri i samtali við Visi. Ekkert hefur verið hreyft við oliuskipiuu þar sem það liggur á botni Seyðisfjarðar meðan beðið er eftir þeim niðurstöðum sem birtar eru i skýrslunni. I henni er fjallað um þau tvö meginatriði sem E1 Grillómálið snýst um, hugsanlega oliumengun og sprengihættu. Dómsmálaráðu- neytið mun siðan fjalla um þann þátt sem snýr að sprengihættu en hins vegar heyrir oliumengunin undir samgönguráðuneytið og siglingamálastofnunina. —SG. Hvar býr Fischer? - Leynd yfir nýju Kúsi hans Fischer hefur nú fengið nýtt hús til umráða. Hvílir mikil leynd yfir þessu húsi og enginn vill láta uppi hvar það er. „Það er ein- hvers staðar fyrir utan bæinn", sagði Guðjón Stefánsson og var mjög dularfullur á svip þegar blm. Visis hitti hann að máli í Höllinni í gær. Aðeins örfáir aðilar innan Skáksambandsins vita leyndardóminn og svo auð- vitað Sæmundur Pálsson, einkavinur og lífvörður Fischers. GF BARUM Á LEIK ! Örugg gœ&^K Ötrúleg ver^T Veriö örugg veÖjiÖ d BARUM Sterkur leikur þab Jfc = - öllum Baium bílaeigendum Wjg? í hag!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.