Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 6
6 Visir Föstudagur 11. ágúst 1972 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Sálir að veði Okkur finnst margt skrýtið, sem gerist i Afriku, „svörtu álfunni”. Fréttir af atburðum þar virðast oft ekki eiga heima á okkar timum heldur hafa stokkið út úr einhverri liðinni öld. Forseti Úganda segist hafa fyrirmæli frá guði um að reka úr landi tugþúsundir ibúa landsins, sem eiga uppruna i Asiu, þótt ættir þeirra hafi búið i Uganda margar kynslóðir. í Nigeriu eru ræningjár teknir af lifi á torgum og fjöldi fólks skemmtir sér, við að horfa á aftökurnar. t Búrúndi hafa tugir þúsunda verið brytjaðir niður i þvi, sem næst gengur þjóðarmorði. Svo mætti lengi rekja fréttir frá Afriku, sem 'minna á forna sögu Evrópurikja, en eru til allrar hamingju orðnir næsta furðulegar i okkar augum. í þessu felst samt sá sannleikur, að þjóðir Afriku eru nokkrum öldum á eftir þjóðum Evrópu á þróunarbrautinni. Þeim er hins vegar ekki til setunnar boðið. Eigi þær að standast og halda sjálfstæði, verða þær að komast á fáum árum i einu stóru stökki þá vegalengd, sem forfeður okkar höfðu aldir til að ganga. Skyndilega hefur heimurinn orðið „smærri” en svo, að slikum þjóðum gefist ráðrúm til hægfara þróunar. Menntamenn i löndum Afriku og sifellt fleiri ibúanna krefjast þess af stjórnvöldum, að riki þeirra stökkvi i öllum herklæðum inn i tækniöld. Af þessu eirðarleysi leiðir, að lýðræðisstjórnir hafa átt erfitt uppdráttar i Afriku. t sifellt rikari mæli hefur stjórn herforingja og einræði eins flokks rutt sér braut og leiðtogar, sem höfðu að minnsta kosti i frammi tilburði til lýðræðis,orðið að vikja. Við bætast sifelldar erjur milli þjóða og þjóðarbrota, sem ekki eiga skap saman i álfu, þar sem landamæri urðu til af einskærri tilviljun. Bilið milli riku og fátæku þjóðanna minnkar litið sem ekkert. Engu siður eru mikil tiðindi að gerast i Afriku. Þar ryður tækniöldin sér til rúms i hvivetna, oft fyrir frumkvæði erlendra manna, sem sumir hverjir hafa fremur i huga að auka pólitisk áhrif sin en efla framleiðslu. Fram- kvæmdir eru á döfinni, sem munu gerbreyta svip Afriku. Stiflur og orkuver, skólar og vegir. Margir leiðtogar i álfunni eru klókir menn, sem hafa ekki orðið leppar erlendra velda, þótt aldrei muni linna hrakspám um, að þetta eða hitt stór- veldið hafi tekið öll völd i einhverju Afrikuriki. Það er furðulegra hversu sjálfstæðir Afriku- leiðtogar hafa verið, með tilliti til aðstæðna, heldur en það væri, ef Kinverjar réðu Tansaniu, Sovétrikin Gineu, Bandarikjamenn Liberiu eða Bretar Nigeriu, svo að einhver dæmi séu nefnd. Afrikumenn verða að sækja tæknina til út- lendinga. Margir hugsjónamenn leggja stóran skerf til framfara i svörtu álfunni, en fleiri vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Afrikuleiðtogar eiga i vök að verjast gagnvart margslungnu erlendu valdi, sem býður þeim gull og gersemar fyrir sál- ir þeirra. Við getum ekki vitað, hvað fyrir einstökum rikjum svörtu álfunnar liggur i þessu efni. En þetta verða Afrikumenn að leggja að veði, eigi þeim að heppnast stóra stökkið. Kleppslimur í forsetastól? Sá uinstæöi viöburður geröist i siöustu viku, að varaforsetaefni i bandarisku þingkosningun- nm varð aö draga framboð sitt til baka, þvi aö i ljos kom eftirá, aö hann haföi verið baldinn gcötruflunum, og þaö sem kannski var vcrst, aö hann haföi reynt aö leyna þvi og var fyrir bragöiö al' mörgum talinn ótrú- veröugur. Atburður þessi getur gert stórt strik í reikninginn i forsetakosn- ingunum i haust og þykir þetta auðvitað slikt stórmál, að um annað hefur ekki verið meira rætt og ritað vestanhafs. Hafa skák- fréttirnar frá tslandi meira að segja orðið aö þoka fyrir þessum óvæntu stórtiðindum á forsiðum bandarisku blaðanna, að maður nú ekki tali um Vietnam-styrjöld- ina, sem sýnist nú vera orðin eins og gömul og gleymd forsögustyrj- öld. Skal atburðarásin nú hér rak- in i stórum dráttum. Sigur George McGoverns á flokksþingi demókrata og útnefn- ing hans sem forsetaefnis er af mörgum talinn marka þáttaskil, bæði innan flokksins og i þjóðlifi Bandarikjanna. Með honum sýh- istung, framfarasinnuð og róttæk æska sækja fram til áhrifa og um- byltinga i þessi höfuðvirki ihalds- stefnunnar, Bandarikjanna. McGovern barðist til sigurs gegn sjálfri flokksstjórn demókrata, hinni öldruðu sveit, sem er fjand- samleg öllum breytingum og félagslegum umbótum. Það var ekkert smáræöis skurk, sem McGovern og fylgismenn hans gerðu. Um leið og hann var út- nefndur forsetaefni, hlutu fylgis- menn hans að taka að sér að miklu leyti stjórn kosningabar- áttunnar og ryðjast á öllum vig- stöðvum inn i þéttriðið kerfi flokksvélarinnar og er viða um algera byltingu að ræða, þó jafn- framt sé reynt eftirá að sameina flokkinn. Þegar þessi nýi hópur sótti fram til áhrifa, var hann kannski á ýmsan hátt ráðvilltur og reynslulaus. Þessi vandræði komu einna skýrast fram i að- ferðum þeim sem hafðar voru við val varaforsetaefnis. Það er föst venja, að hið ný útnefnda forseta- efni, i þessu dæmi McGovern, fái sjálfur mestu að ráða um það persónulega, hver veljist við hlið hans sem varaforsetaefni. Það val er þó fjarri þvi að vera auð- velt, flokksmenn hafa allir rétt til að gera uppástungur og svo þarf að ýmsu aö hyggja, val varafor- setaefnis getur haft þýðingu um að halda flokknum saman, eða leita fylgis ákveðinna stétta eða skoðanahópa. Eftir að McGovern hafði verið valinn forsetaefni, má heita að al- ger upplausn hafi orðið á flokks- þinginu, og þegar til þess kom að velja varaforsetaefni, komu fram einar 40 tillögur, flestar um menn sem eru litt þekktir utan Banda- rikjanna. Sjálfir sýndust McGovern og fylgismenn hans ráðvilltir hvern ætti að taka. Það varð þó loksins úr, að McGovern tilnefndi hinn unga og alls óþekkta öldungadeildarþingmann Thomas Eagleton frá Missúri-- fylki. Hann sýndist á yfirborðinu hafa margt sér til ágætis. Hann var frá fjölmennu fylki á mörkum Norður- og Suðurrikjanna, sem einnig tilheyrir hinum áhrifa- miklu miðrikjum preriunnar, hann var mjög frjálslyndur og hafði sérstakt álit og fylgi innan verkalýðshreyfingarinnar. Samt sýnist val hans hafa fariö fram i miklu hasti, McGovern sló á þráðinn til hans og spurði hann einfaldlega i simann, hvort hann vildi koma i framboð. Aumingja Eagleton varð alveg steinhissa, en um leiö feiknarlega glaður og upp með sé af þeim heiðri og upp- hefð sem honum átti að hlotnast og var ekki lengi að svara „jájájá”. Þegar McGovern hafði fengið þetta svar, fékk hann væntanlegum kosningastjóra sin- um Mankiewicz að nafni tólið, og hann spurði Eagleton þessarar örlagariku spurningar: „Tommi, ég verð aðeins að spyrja þig eins: Það hanga vonandi engar gamlar skröltandi beinagrindur heima hjá þér i fataskápnum?” Svar Eagletons var stutt og laggott: „Nei”. Svo menn héldu að allt væri i lagi með frambjóðandann og fögnuðinn hófst, hann var að visu litt þekktur en myndarlegur, vin- sæll og frjálslyndur og skemmti- legur maður, hvers manns hug- ljúfi. En þvi miður átti eftir að koma i ljós, að það var nokkuð sem skrölti i klæðaskápnum hans. Siðan hefur verið harðlega gagnrýnt, hve litla aðgæzlu McGovern sýndi við valið á manninum, og verst af öllu, að Eagleton sagði ekki satt. Nokkur timi leið, kosningabar- áttan var að hefjast, hinir ungu framtiðarmenn voru að leggja ótrauðir til leiks, skera upp herör gegn fornaldarsteintröllum ihaldsmennskunnar, allt i stak- asta standi. Þá kom nafnlaus upphringing til héraðsblaðsins Free Press i bilaborginni Detroit, alltaf eru hollar tungur heyrandi nær i holti og þessi simhringjandi hafði i stuttu máli frá þvi að segja, að hinn vænlegi varafor- seti. hefði ekki alls fyrir löngu verið Kleppslimur. Blaðið komst að þvi að nokkuð var hæft i þessu og birti frétt um það. Fyrst i stað vakti hún þó ekki mikla athygli, þetta gat verið eins og hver annar áróður og rógur, en nú var hænu- fjöðrin einu sinni plokkuð og næst gerðist það að voldugur blaða- hringur, Knight-blöðin, fór að fitla við málið og tókst að grafa upp allt hið sanna. Eagleton hafði þrisvar sinnum, árin 1960, 64 og 66 þjáðst af ofþreytu og streitu, sem leiddi til sliks bolsýnis að hann varð að fara á sjúkrahús, og tvisvar varð hann að fá höfuðraf- lost. Hér var komið út á ótryggar brautir i skýringum og skilningi, læknisfræðin getur ekki gefið full- nægjandi skýringar á þvi af hverju bölsýnisköst stafa. Hitt er vist, að raflost lækna slik köst i 80 af hverjum 100 tilfellum, en menn hafa ekki enn hugmynd um það, hvernig sú lækning verkar. Þessi læknisaðgerð getur þvi ekki kall- azt hrein-visindaleg, heldur nokk- urs konar skottulækning, en gefur góða raun. Hitt er lika iakara, að menn vita ekki og geta ekki sagt fyrirum það, hvaða áhrif aðgerð- in hefur að öðru leyti á heilann. Hún veldur timabundnu minnis- leysi, en vegna þess hve óskýran- legt þetta er, og þess eru mörg dæmi að heilaskemmdir verði, þá bera menn talsverða tortryggni til aðferðarinnar, og það er alls óvist, hve mikið traust má bera til þeirra, sem hlotið hafa raf- magnslost. Þunglyndisköst eru i rauninni einn algengasti sjúk- dómur mannkynsins. A hverju ári er taliö, að allt upp i 8 milljón manns i Bandarikjunum leiti læknis vegna þess, þar af er talið, að um 250 þúsund þurfi sjúkra- húsvist. Ekki er vitað hvað marg- ir af þeim fá raflost. Menn reyna að halda þvi mjög leyndu, vegna þess hve útbreidd sú skoðun er, að hugsun og persónuleiki biði hnekki af þvi og vitneskja um það gæti spillt fyrir atvinnu og frama- möguleikum. Þess hefur verið getið til að allt upp i 100 þús. manns i Bandarikjunum hljóti slika aðgerð á ári hverju. . En nú má lika lita á einstök til- felli og einstaklinga. Það er talið ljóst af mörgum, að framkoma Eagletons, dugnaður og frami á siðustu árum sýni, að hann sé til- felli, sem hefur staðizt raunina án þess að biða hnekki. Og hitt nú siðast, hvað hann hefur þolað vel alla þá streitu sem hann hefur mátt þola upp á siðkastið, ætti að vera sönnunargagn þess að enn sé mikið i hann spunniö. Með tilliti til þessa urðu við- brögð McGoverns i fyrstu, að standa algerlega með Eagleton. Hann lýsti eftirfarandi yfir: „Ég stend 1000 (þúsund) prósent með Eagleton, þrátt fyrir þessar upp- ljóstranir.” Sýnist hann hafa von- ast til þess með slikri traustsyfir- lýsingu væri málið úr sögunni. En það sýnir kannski enn reynsluleysi mannsins að imynda sér slikt, þvi þegar sagan af veik- indum Eagletons varð öllum lýö- um ljós, var eins og alit ætlaði um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.