Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 4
4 Visir Föstudagur 11. ágúst 1972 Ileimsmeistaraeinvigið i skák 13. skákin Hvitt: B. Spasski Svart: R. Fischer Alechine-vörn Umsjón: Gunnar Finnsson Jóhann Örn Sigurjónsson Spennandi ótök Fischer stendur betur eftir tvísýna skók Spasski stýrir hvita liðinu og lcikur e4 i fyrsta leik. Nú bregður Fischer út af og velur Alhekine- vörn i stað Sikileyjarleiks áður. • Þetta er sérkcnnileg byrjun eins og reyndar höfundur hennar gamli Alexander Alhekine fyrr- um heimsmeistari. llugmyndin með henni er að lokka hvitan til ótímabærrar sóknar með þvi að sækja á riddarann, þegar hvitur hcfur teygt sig of langt getur svartur hervæðst og snúið vörn upp i sókn. En Spasski lætur ekki ginnast og teflir rólega byrjun. Hvorugur keppandinn reynir alvarleg sóknarfæri. Fischer hefur áhuga á a-peði Spasskis og annaðhvort hefur Spasski hreinlega fórnað þvi eða sézt yfir tapið. Fischer hirðir peðið en við það fær Spasski góð tækifæri kóngs- megin og blæs nú liði sinu til sóknar. Staðan virðist i fljótu bragði betri hjá Spasski,en Fisch- er verst vel og tekst að halda sókninni i skefjum. Loks gefur hann andstæðingnum færi á að ryðjast inn i herbúðirnar með peð sitt á d6 sem bakhjarl fyrir frek- ari sóknaraðgerðir. Við þetta verða drottningar- uppskipti og Spasski á sterkan biskup sem heldur völdum á svörtu skáklinunum. Fischer stendur hins vegar vel á drottn- ingarvæng með þrjú sterk peð og fripeð á a linunni. Spurningin er hve langt peð Spasskis á d6 kemst i valdi biskupsins. Hann er að visu peði undir og bráðlega fórnar hann öðru til viðbótar. 1 millitiðinni stendur honum til boða að vinna skiptamun. Hann hafnar boðinu þvi við það tapaði hann sterkum biskup og þar með öllum möguleikum i stöðunni. Biðstaðan er þvi þannig að Fischer hefur tvö peð yfir og skiptamunstilboðið er enn fyrir hendi hvort sem Spasski gengur að þvi eða ekki. Útlitið er ekki gott hjá heimsmeistaranum en með nákvæmri taflmennsku gæti hann sloppið með skrekkinn. Bent Larsen spáir reyndar jafntefli og bendir á hentugan biðleik Kg3 fyrir Spasski. Hugmyndin er að biða og láta Fischer um fram- haldið. Hrókur Spasskis gæti sið- an komið á h4og siðan inn á kóng- inn svarta. Fripeð Fischers á a- linunni er vandlega valdað af mönnum Spasskis og nú er spurn- ingin sú, hvenær hann má taka skiptamuninn? Vinningslikur Fischers eru heldur sterkari,en næturvinnan hjá Geller getur verið þung á metunum. Biðskákin verður tefld kl. 2,30 i dag. GF 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 g6 H 1±1 ±1 1 1 1 41 1 tt £> t 11 1 s &a a 5Bc4 Rb6 6. Bb3 Bg7 7 Rb-d2 0-0 8.h3 a5 25. Dc3 e6 26. Kh2 Rd7 27. Rd3 c5 28. Rb5 Dc6 H H @> ± 4 ±JL # l ±1 ÖlJU 1 tt&° #£> 1 tt 29. Rd6 Dxd6 30. exd6 Bxc3 31. bxc3 f6 32. g5 hxg5 Er þrettón happatala hans? Bobby hefur miklu betur, segir Guðmundur Jaki og býður í nefið Handarískur blaðamaður situr á Tjarnarbakkanum og er að mata cndurnar á franskbrauði frá Hjörnshakarii. Það er sólskin »g endurnar matvandar fussa við brauðinu og vilja bara steikur og sykurbrenndar kartöílur og ein andakerlingin er svo frek, að það er einsog luin stuggi hinum Irá scgjandi: ,,Ef við ætlum að fá eitthvað skárra i goggana verð- um við að standa saman, þið þessar unglingsstelpur eyðilcggið allt með l'rekjunni og græðginni" og blaðamaðurinn snýr sér að mér og segir: „Pvílík kyrrð og friður, hér gæti ég setið heilu dag- ana og liorft á fuglana og gömlu liúsin á móti. Veiz.tu livort I.arissa eiginkona Spasskis er komin?” Skúkincnn veröa lika aö kunna aö hopa Brezki Wood á harðaspani á leið ylir Lækjargötu við torgið. Rautt ljós. Hann ætlar að hlaupa yfir, bill flautar og hann til baka. Hann er með skjalatöskuna og ritvélina. Þegar hann kemur að bekknum þar sem ég sit undir klukkunni segir hann brosandi við mig. „Skákmenn verða lika að kunna að hopa, riddari a4 til b6”. Ég ætla að tefla f jöltefli i Glæsibæ á morgun, kostar hundrað kall þátttakan og þeir sem vinna mig fá smágjöf i verðlaun. Og hann er þotinn og hverfur bak við Útvegs- bankahornið. Grár böss frá beisnum rennur upp að Höllinni i þann mund, sem þréttánda skákin er að byrja, áhuginn er lika vaknaður suðri heiðinni og ég sé, að Óttar Hans- son er kominn alla leið vestan frá Ameriku og það er greinilegt að hann hefur ekki lifað á fiskinum eintómum. Prestar gera tiðreist i Höllina og það segir sina sögu þvi að minnsta kosti bindur annrikið þá ekki. Ég tel að minnsta kosti fimm guðsþjóna og þeir hafa far- ið úr heilagleikanum, tala einsog venjulegt fólk. Hvern fjárann á þetta að þýða? Brezki blaðamaðurinn frá Daily Mirror, sem ég hitti á dögunum situr i bakkabúðinni með drengina sina. Hann á engin orð til að lýsa hrifningu sinni á landinu og öllu þvi sem hann hef- ur séð og smakkað á: „Hangikjötið, maður, það er engu likt, hef aldrei smakkað á öðru eins hnossgæti. Heldurðu sé ekki hægt að taka með sér eitt læri heim? Við flugum yfir Vest- mannaeyjar og fórum á báti i kringum Eyjarnar. Dásamlegt. Og við sáum Surtsey „Heyrðu”, og hann lækkar röddina, „er hægt að fara hér á böll án þess að bjóða með sér dömu?” Helgi Sæm er daufur i dálkinn eða móðgaður þvi aldrei þessu vant yrðir hann ekki á mig, gengur framhjá mér einsog hann hafi aldrei séð mig. Hvað hef ég gert honum? Guð mundur Ben. forsætisráðuneytis- stjóri og frú eru i salnum. Og i leiðinni spyr ég: Eru blankheitin orðin svona mikil hjá Búnaðar- bankanum, að þeir þurfi að vera að kássast með auglýsingaáróður i miðjum hildarleik Hallarinnar. Hvern fjárann á þetta að þýða? Ég hélt Magnús frá Mel hefði átt- að sig á að Búnaðarbanki og rikissjóður eru alls ekki það sama. Þetta auglýsingafargan á sjónvarpsskerminum er móðgun viö áhorfendur, sem hafa borgað fjögurhundruð og fimmtiu i að- gangseyri og hananú. Oft hefur verið talað um drykkjuskapinn og fylliriið á okk- ur íslendingum, en það má segja þeim til hróss, sem sótt hafa skákeinvigið, að varla eða alls ekki hefur séð á nokkurri sálu áfengisáhrif og sést bezt á þvi, hvilikrar virðingar skáklistin nýtur hér. Sá svarti scnuþjófur. Klukkan hálf sjö tæmist bakka- búðinallir niðri kjallara að hlusta á danska Larsen lýsa. Larsen er kennari og einleikari par exe lence og af allt annarri gráðu en undaníarar hans, sem staðið hafa fyrir framan skákborðið á veggn- um i kjallaraskonsunni, sem reynist alltof litil þegar svona toppmaður er á senunni. Hann fer á kostum og rúmlega það, verst að hann skuli ekki tala dönsku þvi þá er hann virkilega i essinu sinu og þegar Turrover (þið þekkið hann litla ameriska skákóða milljónerann) er kominn upp við hliðina á honum i lokin, þá skelfur Höllin af hlátrarsköllum og Lot- har Schmid kemur niður náfölur og segir að áskorandinn kvarti undan hávaðanum og hóti öllu illu. Bobby karlinn puðar skák- inni i áttina til vinnings og heims- meistarinn á undanhaldi og samt er konan hans rétt ókomin eða máski er það öfugt, að honum gangi illa vegna ja vegna þess, sem hann á i vændum og ekki meira um það Löglegt bankarán Enevoldsen situr uppi i bakka- búðinni og . hjá honum konur þeirra Fox og nýja lögfræðingsins hans, báðar gullfallegar og nálg- ast fegurðarsýningarklassa. Það liggur vel á Jens Enevoldsen og hann nýtur dömuselskapsins og réttir mér eitt af dönsku heimilis- blöðunum, sem heitir Ude og Hjemme og þar er upphaf fram- haldsgreinar eftir kappann, sem heitir: „Löglegt bankarán” og undir fyrirsögninni stendur: Bankarán er nærri viðburður hér i landi. En að þvi bezt við vitum hefur til þessa aðeins einu sinni verið framið löglegt bankarán. Það var i Kaupmannahöfn á ástandsárunum og ágóðinn rann til andspyrnuhreyfingarinnar. Jens Enevoldsen tók þátt i þessu ráni og segir frá þvi i þremur framhaldsgreinum. Og Jens er snaksalig og býður mér heim næst þegar ég á leið um Kaupinhöfn. Allt i einu kemur júgóslavneska skákdrottningin Lazarsic (sú sem Mogginn kallaði kynbombu) og æpir upp: „It is fantastic” og á við tuttugasta og áttunda leik áskorandans. Ég set upp spekingsvip, lit á skerminn og kinka kolli. Bobby er að mala hann, segir Guðmundur Jaki og býður i nefið. „Þetta er vist allt að fara i hund- ana hjá Boris” segir ung stúlka i hvitum aðskornum buxum og býður ekki i nefið. Matthias ritstjóri segir að Scobie mat-pulsu og sælgætissali búi til góðan mat en ég get ekki um dæmt, þvi ég hef aldrei haft efni á að fá mér steik i bakkabúð- inni enda ekki vinnandi hjá Mogganum. Það er mikil ferð á Árna Johnsen og Matthias segist vera á leið til útlandsins á fimmtudaginn kemur. Sæmundur i lyrsta llokki? Ég hitti Sæmund Pálsson að máli og hann segir að sér fari fram i skákinni með hverjum deginum, segir fá einkatima hjá Collins (stórmeistaraskákpabba) og Sæmi segir að það vanti ekki nema herzlumuninn að hann sé kominn með fyrsta flokks styrk- leika. Freysteinn blaðafulltrúi er ókátur og segir að ef áskorandinn vinni þessa skák þá fari að siga á ógæfuhliðina i finansmálum Skáksambandsins. ösin enn sú sama við pósthúsið og menn kaupa ekki eitt og eitt frimerki heldur i tuga ef ekki húndraða tali, einn segist hafa keypt fyrir aðeins tvöhundruð þúsund kall i gær. F'lott menn fs- lendingar. Og nú er verið að lesa morgun- guðsorðið i útvarpinu og ritvélin byrjuð að stynja undan átökun- um. Nóg i dag. En að lokum ofur- litil tilvitnun i verk Nóbelsskálds- ins okkar: „Útvarpið var stilt á amriska graðhestastöð með ferlegu hvii og stórum fretum. Þá sé ég að klæðaskápurinn stendur á gátt og þaðan skin ljós og hvað er að ger- ast þar i miðri jörfagleði aldar- innar? Tveir drengir að tefla. Þeirsitja i hnipri hvor á móti öðr- um yfir skák inni skápnum, i óra- fjarlægð alls, sem gerist fastvið þá, minka- og skambyssuþjófarn- ir, gullhrúturinn og frændi hans. Þeir iþættu mér ekki þó ég yrti á þá, litu ekki upp, þó ég stæði lengi i skápdyrunum að horfa á þá. Og við þessa sýn varð ég aftur gagn- tekin þvi öryggi lifsins, þeirri birtu hugdjúpsins og sviun hjart- ans sem ekkert slys fær skert. Ég virti um stund fyrir mér siðfág- aða kyrð skáktaflsins i hávaða frá amrisku stöðinni og fjórum glym- skröttum hingað og þángað i hús- inu, nokkrum saxafónum og trumbu, gekk siðan upptil min og lokaði að mér og fór að hátta.” b. X4JL# H® B ± ± ±±JL± 4 1 1 B 1 1 1 5 A & £> 1 = 1 1 1 £> 1 1 2 S B’ A 9. a4 B c D E F G H d>xe5 10. dxe5 Ra6 11. 0-0 Rc5 12. De2 De8 H Jt B 1 1 ±± JL ± 4 ± • 1 4 1 5 1 A 'k 1 3 1 1 1 2 S JL a S , 13. Re4 G H Rcxa4 14. Bxa4 Rxa4 15. Hf-el Rb6 16. Bd2 a4 H JL s ± ± iii.1 4 1) ± 6 5 ± ö - £> 1 3 1 1 t 2 a a ' A B 17.Bg5 c D E F G h6 18. Bh4 Bf5 19. g4 Be6 20. Rd4 Bc4 H #H@> B ± ± ±± JL 7 4 1 ± 1 3 5 ± JLÖÖ t&* 1 3 1 1 #1 2 a a <§? ' 21 A B Dd2 c O E F G Dd7 22 Ha-dl Hf-e8 23. f4 Bd5 24. Rc5 Dc8 1 H © 1 4 1 ± ±± JL ± ■ t 4^ É3 SS ABCDEFGH 33. fxg5 f>5 34. Bg3 Kf7 35. Re5+ Rxe5 36. Bxe5 b5 38. Bf6 a3 H H 1 ± JLl ± ±JL ± 1 ± 1 1 1 B a 39. Hf4 a2 40. c4 Bxc4 A B C 5 E F "“G1 h----------------- 41. d7 Bd5 Hvítur leikur biöleik. H X 4 f ±1 ± ili i 1 B 1 ± 1 B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.