Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 13
Visir Föstudagur 11. ágúst 1972 ___ 13 j I DAG | í KVÖLP | } DAG | I KVÖLD j í DAB ~| - segir Rannveig Tómasdóttir um Kínverja ,, Jú ég hef ferðast viða um heiminn”, segir Rannveig Tómasdóttir kunníerðakona, sem les nú upp úr einni af bókum sinum i útvarpinu ,,Lönd i ljósaskiptunum”. Segir hún þar frá ferð sinni til Kina árið 1956. Rannveig hefur reyndar skrifað fleiri bækur „Fjarlæg lönd og framandi þjóð- ir” um Mexico, og „Andlit Asiu” um Indland, sem út komu fyrir nokkrum árum. „Þessar ferðir minar hafa nú aðallega verið farnar i sumarfri- um frá Hagstofunni, en þar vann ég i 30 ár, segir Rannveig. Þó ég hafi komið viða við þá hefur ekk- ert heillað mig eins og Asia. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fornleifum og trúarbrögðum og rannsakað hvort tveggja með þeim þjóðum sem byggja Asiu.” „Lönd i ljósaskiptunum” segir frá Rússlandi Egyptalandi og Kina. I útvarpinu les Rannveig Kina-kaflann i bókinni sem nefn- ist „Stödd i Kina”. „Ég var þar að vorlagi 1956 til að kynnast landi og þjóð, einkum fornleifum og trúarbrögðum. Ég get ekki hugsað mér að vera með betra fólki. Það er auðvitað margt við kjör þess að athuga og ég veit ekki hvernig það er nú eftir allar þessar byltingar sem þar hafa orðið. Það er erfitt að setja sig i spor þessa fólks. En það er athyglisvert hve brennandi áhuginn er að vinna sig upp úr fátæktinni. Og Kina er allt- af að eflast og sigrast á erfið- leikunum. Ef maður ber saman Kinverja og Indverja þá er þar stór munur á. Kinverjar eru allir af vilja gerðir og hafa sýnt áhuga á að bjarga sér i efnahagslegum örðugleikum. Indverjar, aftur á móti, eru værukærir og virðast sætta sig við hungur og fátækt, eins og allir Nixon Mao og Rogers hjá Kinatnúrnum mikla, sem Kinverjar reistu til að verjast ágangi nágrannaþjóðanna. Þessi mynd var tekin þegar Nixon fór frægðarför sina til Kina á siðasta ári. vita. Menningararfleifðir beggja þjóða eru þó þyngstar á metunum og hreint ómótstæðilegar, og við- mót fólksins yndislegt. 1 Asiu hefur mér liðið dásamlega og hvergi i heiminum betur, segir Rannveig að lokum. GF. Útvarp kl. 17,30: „Hvergi kynnzt betra fólki" Sjónvarp kl. 21,00: „Gítarfurstinn" í sjónvarpinu Gitarleikarinn bráðsnjalli John Williams hefur nú rekið á fjörur sjónvarpsins, en hann var hér á listahátíð i vor og hefur reyndar verið kynntur hér i útvarpsdag- skrá. Williams er Ástraliumaður, sem fluttist ungur til Englands og hóf snemma tónlistarnám. Hann er nú viðurkenndur sem einn fremsti gitarsnillingur i heimi, hefur lært hjá Andre Sego- via og flutt gitarverk eftir mörg helztu tónskáld að fornu og nýju. 1 þetta sinn leikur gitarfurstinn” eins og Segovia kallar hann, þrjú verk eftir suður-ameriska tón- skáldið Hector Villa- Lobos. Villa- Lobos er nú látinn fyrir rúmlega 10 árum, en hann samdi á sinum tima músikk fyrir amcriska dansa auk gitarverka og klassískrar tónlistar. GF IÍTVARP # FÖSTUDAGUR 11. ágúst 13.00 Eftir hádegiðJón B. Gunn- laugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Lo'ftvogin fellur” eftir Richard Hughes. Bárður Jakpbsson lögfr. endar lestur þýðingar sinnar (10). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: FII- harmóniusveit Berlinar leikur Sinfóniu nr. 1 i c-moll op. 68 eft- ir Brahms, Herbert von Kar- ajan stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 ÓOStödd i Kina” Rannveig Tómasdóttir les úr bók sinni „Lönd i ljósaskiptum” (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 Bókmenntagetraun 20.00 Sænskir kórar syngja a. Kammerkór Stokkhólmsborg- ar syngur lög úr „Ofviðrinu” eftir Frank Martin við texta eftir Shakespeare. b. Camer- ata Holmiae kórinn syngur fimm Madrigala eftir Monte- Ástraliumaðurinn John Williams, fyrrum nemandi hjá Segovia. *☆☆☆☆*☆☆*☆☆☆☆☆☆☆**☆☆☆☆☆**☆☆****** ****ft**«ww-j* « « « «- «- «- «■ «- «■ «- «- «■ «- «- «- «- «- «- «• « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « 1 « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « m w S I ■ Spáin gildir fyrir laugardaginn 12. ágúst. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Heldur erfiður dagur, meðal annars vegna þess að einhver loforð eða timaákvarðanir standa ekki heima, og það getur haft tafir i för með sér. Nautið, 21. april—-21. mai. Þú ættir að koma mörgu af þvi fram, sem þú varst búinn að gera ráð fyrir i sambandi við daginn. Samt er hætta á að eitthvað verði út undan. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Sómasamlegur dagur, annir talsverðar fram eftir, en ætti að verða rólegra þegar á liður. Ferðalög varla æskileg, nema með góðum undirbúningi. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þetta getur orðið góður dagur yfirleitt, jafnvel skemmtilegur þegar á liður. Ef um ferðalag verður að ræða, ættirðu að ætla þér rúman tima. Ljónið,24. júli—23. ágúst. Það litur út fyrir að dagurinn verði góður þegar á liður, en eitthvert vafstur framan af. Gagnstæða kynið kann að valda einhverri misklið. Mcyjan, 24. ágúst—23. sept. Hætt virðist við að eithvað, sem þú hefur bundið nokkrar vonir við i dag, fari út um þúfur en það ætti þó ekki að koma að sök nema i bili. Vogin, 24. sept—23. okt. Sæmilegur dagur, þrátt fyrir hokkurt vafstur fram eftir. Lengri ferðalög ekki æskileg nema þau séu vel undirbúin og ekki þurfi að flana að neinu. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Það litur út fyrir að það sé vissara fyrir þig að fara gætilega i kynn- um við fólk i dag, annars er hætta á einhverju efnahagslegu tjóni áður en langt um liður. Kogmaðurinn,23. nóv,—21. des. Farðu gætilega i öllum undirbúningi og áætlunum i sambandi við ferðalög i dag. Einkum skaltu sannfæra þig um að farartækið sé traust og öruggt. Steingcitin.22. des,—20. jan. Það litur út fyrir að þetta verði góður dagur og skemmtilegur með kvöldinu. Ferðalög geta gengið vel, en öruggara samt að ætla sér rúman tima. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Taktú meira mark á hugboði þinu en þvi sem aðrir ráða þér i dag. Ef þér segir svo hugur um að eitthvað mistakist, skaltu hætta við það. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Þú ættir ekki að leggja upp i lengra ferðalag i dag, þar eð hætt er við að sitthvað geti orðið til tafar og ef til vill dregið nokkuð úr ángæjunni -tt -» -» -» -S -Ot -Ot -ít -h ■tt -Ot -s -Ot -Ot -Ot -tt -tt -Ot -yt -tl ít -ít -tt -01 ■tt -n -tl -tt -ot -tl -01 -ot -ot -ot -01 £ -ot -ot -ot ■ot ■Ot -Ot -ot -Ot -ot -tt -ot -Ot -ot -tt -ot -tt -Ot -ot -Ot -Ot -Ot -ot -ot -ot -tt -Ot -Ot -ot -ot -ot -ot -ot -ít -tt -tt -tt -ot -tt -tt -tt -tt ■ot -ft •ot -ít -ot -ot -ot -tt -tt -tt -ot -ot -ot -ot -ot -Ot -ot -tt -ot -tt 41 -ot verdi. (Frá sænska útvarpinu). 20.40 Nýjasta tækni og visindi Guðmundur Eggertsson pró fessor og Páll Theódórsson eðlisfræðingur sjá um þáttinn. Páll flytur siðara erindi sitt um jöklaboranir. 21.00 Sónata fyrir tvö pianó og slagverk eftir Béla Bartók Ungv. hljóðfæraleikarar flytja (frá ungverska útvarp- inu). 21.30 Útvarpssagan: „Dalalif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson leik, les þriðja bindi sögunnar (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Maðurinn, sem breytti um andlit” eftir Marcel Aymé Kristinn Reyr les (7). 22.35 Danslög i 300 ár Jón Grön- dal kynnir. 23.05 Á tólfta timanum.Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli, Dag- skrárlok. SJÚNVARP • FÖSTUDAGUR 11. ágúst 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 í myrkri og þögn. Þýzka mynd um vandmál þeirra, sem bæði eru blindir og heyrnar- lausir. Rætt er við kennara slikra barna og fólk, sem þann- ig er ástatt fyrir. Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.00 Frá Listahátið i Reykjavik. Astraliumaðurinn John Willi- ams leikur á gitar þrjú verk eftir brasiliska tónskáldið Hector Villa-Lobos. 21.15 Ironside. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Hetj- an snýr aftur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.05 Erlend málefni. Umsjón- armaður Sonja Diego. 22.35 Frá heimsmeistaraeinvlg- inu i skák. Umsjónarmaður Friðrik Olafsson. 22.40 Dagskrárlok. VÍSIR A UGLÝSINGA- DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 SIMI B6B11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.