Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 9
8 Visir Föstudagur 11. ágúst 1972 Vfsir Föstudagur 11. ágúst 1972 9 Þorsloinn Þorstcinsson Lara Svcinsdottir Oskar Sigurpalsson lijarni Slcfánsson Crlcndur Valdimarsson Finiiur (íaröarsson Friftrik Guftmundsson r r Guftjón Guftmundsson Guftinundur Gislason r Guftinundur Sigurftsson 26 KEPPENDUR FRA ISLANDI A LEIKUNUM I MUNCHEN Á Olympiuleikunum i Múnchen, sem hefjast 26. ágúst, munu keppa 26 ís- lendingar, og i farar- stjórn verða rúmlega 10 manns,þannig að islenzki þátttökuhópurinn á leikunum mun verða um fjörutiu manns, og er það einn stærsti, ef ekki stærsti hópur, sem sendur hefur verið frá íslandi á Olympiuleika. íslenzku keppendurnir skiptast þannig milli iþróttagreina, að sextán keppa i handknattleik, fjórir i frjálsum iþróttum, fjórir i sundi, og tveir i lyftingum. Ekki hafa allir náð þeim lágmarksskil- yrðum, sem sett voru upphaflega, en þó flestir, og þeir þrir, sem bætt var i hópinn, voru mjög nærri lágmörkunum. Frjálsiþróttafólkið er Bjarni Stefánsson, KR, Erlendur Valdimarsson, ÍR, Lára Sveinsdóttir, Ármanni og Þorsteinn Þorsteinsson, KR. Sund- mennirnir f jórir eru Guð- mundur Gislason, Á, sem tekur þar með þátt i sin- um fjórðu Olympiuleik- um, fyrst 1964 i Tokió, Guðjón Guðmundsson, Akranesi, Friðrik Guð- mundsson, KR, og Finnur Garðarsson, Ægi. í lyftingum keppa Guð- mundur Sigurðsson og Óskar Sigurpálsson báðir Ármanni. Olympiulið okkar verð- ur tilkynnt opinberlega eftir hádegi i dag og telja má nokkuð öruggt, að þessir 16 leikmenn verði i handknattleiksliðinu: Hjalti Einarsson, FH, Birgir Finnbogason, FH, Ólafur Benediktsson, Val, Gunnsteinn Skúlason, Val, Gisli Blöndal, Val, Stefán Gunnarsson, Val, Ólafur Jónsson, Val, Ágúst ögmundsson, Val Geir Hallsteinsson, FH, Viðar Simonarson, FH, Axel Axelsson, Fram, Sigurður Einarsson, Fram, Sigurbergur Sig- steinsson, Fram, Björg- vin Björgvinsson, Fram, Jón Hjaltalin Magnús- son, Viking, og Stefán Jónsson, Haukum. Frá Olympiunefnd fara meðal annars Birgir Kjaran, formaður is- lenzku Olympiunefndar- innar, og Gisli Halldórs- son, forseti ÍSÍ. Aðal- fararstjóri á leikana verður Björn Vilmundar- son, en örn Eiðsson verð- ur einnig i fararstjórn. Einnig verða fleiri menn úr Olympiunefnd og þjálfarar og flokksstjórar i hinum ýmsu iþrótta- greinum. Bjarni Stefánsson mun keppa i 400 metra hlaupi á leikunum, en íslandsmet hans er betra en Olympiulágmarkið, þó hann hafi ekki náð þeim tima i sumar. Þá keppir Þorsteinn Þorsteinsson i 800 m. hlaupi, en íslands- met hans er nærri lág- markinu. Erlendur Valdi- marsson, sem keppir i kringlukasti, og Lára Sveinsdóttir i hástökki náðu bæði lágmörkunum. Sama er að segja um lyft- ingamennina. Óskar Sigurpálsson keppir i þungavigt og Guðmundur Sigurðsson i millivigt. í sundinu náðu þrir menn lágmarksafrekun- um. Guðmundur Gislason i200 m. fjórsundi, og hann mun sennilega einnig keppa i 200 m. flugsundi, Guðjón Guðmundsson i 100 og 200 metra bringu- sundi, Friðrik Guð- mundsson i 1500 m. skrið- sundi. Finni Garðarssyni, sem var nærri lágmarki, var bætt i hópinn og greinilegt, að Olympiu- nefnd hefur tekið tillit til þess, að Finnur tók stú- dentspróf i vor og var þvi ekki kominn i sina beztu æfingu, þegar úrtökumót- um lauk, en bætir stöðugt árangur sinn. Hins vegar hefði nefndin einnig átt að velja Sigurð ólafsson, Ægi, sem stórbætt hefur árangur sinn að undan- förnu, og enginn sund- maður hefur sýnt aðra eins framför siðustu vik- urnar. Ekki er við þvi að bú- ast, að islenzka iþrótta- fólkið verði sigursælt á Múnchen-leikunum. Til þess hefur það ekki haft aðstöðu á við iþróttafólk stórveldanna, sem sumt hvert hefur verið svo mánuðum skiptir i æfingabúðum. En i is- lenzka hópnum er glæsi- legt iþróttafólk, sem mun áreiðanlega verða landi sinu til sóma á þessari mestu iþróttahátið heims, og sem með afrekum sin- um hefur verðskuldað að vera meðal þátttakenda. —hsim. A-Þjóðverjinn R Motthes, sem aldrei hefur tapað í baksundi Berlin (AP). Hinn frá- bæri baksundsmaður Austur-Þjóðverja Ro- land Matthes hefur góða möguleika á að ná jafn- vel enn betri árangri á Olympiuleikunum i Múnchen en á siðustu leikum i Mexikó 1968, þegar hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Matthes hefur aldrei verið sigraður i 100 metra eða 200 metra baksundi og siðan 1967 hefur hann sett sautján heimsmet og 26 Evrópu- met i sundinu. Hinn 21 árs sundmaður, sem talar ensku og hefur æft við Santa Clara i Kaliforniu, setti tvö heimsmet i fyrstu landskeppni Austur-Þýzkalands og Bandarikj- anna, sem háð var i september i fyrra iLeipzig i Þýzkalandi. Hann bætti eigið heimsmet i 100 metra baksundi og tvö sekúndu- brot, þegar hann synti fyrsta sprettinn i 4x100 metra fjórsundi, og synti 200 metra baksund á 2:02.8 mín. ikeppninni, sem einn- ig var nýtt heimsmet. Sauðtján ára setti Matthes olympisk met i 100 metra og 200 metra baksundi i Mexikó-borg og var i sveit Austur-Þýzkalands, sem hlaut silfurverðlaunin i 4x100 metra fjórsundi. Sama ár setti hann fjögur heimsmet i 100 metra, 200 metra og 110 jarda baksundum, og ásamt þeimWiegend, Henninger og Gregor nýtt heimsmet i 4x100 metra boðsundi. Hann á heimsmetið i 110 jarda baksundi, sem er 1:00.1 minúta, Evrópumetið i 100 metra flug- sundi 55.7 sekúndur, og þýzku metin i 100 metra skriðsundi 53.0 sekúndur og 200 metra fjórsundi 2:12.8 minútur — auk heimsmet- anna i baksundi. Átján ára piltur, Kurt Krumpholz, kom mjög á óvart á banda- riska úrtökumótinu i sundi, sem nýlega var háft í Chicago, þegar liann setti nýtt lieimsmet i undanrás i 400 metra skriðsundinu, synti á 4:00.1 min. og bætti hann heimsmet Astraliumannsins Brad Cooper verulega, cn þaft var 4:01.7 min. Og eins og flestir beztu sundmenn Bandarikjanna er pilturinn meft þýzka nafninu frá Sauta Clara í Kaliforniu. Roland Matthes keppir fyrir SC Turbine-sundfélagið i Erfurt og er hár og grannur. Hann er 1.87 metrar á hæð, en vegur þó ekki nema 66 kiló. Hann er kallaður Roland langi af vinum sinum. Þrátt fyrir undraveröan árang- ur i sundinu siðustu mánuöi hefur þó engum tekizt að komast nálægt timum Matthes i baksundinu — hann er hinn krýndi konungur þess, mikill afreksmaður, sem stöðugt verður betri. 1972 HAFHARFIMI JON Þ. ER BEZTUR Þó frjálsíþróttakeppnin setji mestan svip á Olympíuleikana i Munchen verða þó margar aðrar greinar, sem vekja mikla athygli — og þá ekki sizt róður- inn heima fyrir i Þýzkalandi. Þjóðverjar hafa löngum ver- iðgóðir ræðararog nú gera þeir sér vonir um mörg gullverð- laun á þeim vettvangi. Ekkert hefur verið til sparað og á myndinni sjáum við Nðið, sem þýzkir setja hvað mest traust á. Þessir átta hafa undanfarið — reyndar lengi — æft undir og þrekæfingar og úthald, auka stjórn ,,róðurs-prófessorsins" æfinqar barna i hæðunum súr- stjórn ,,róðurs-prófessorsins" Karl Adam hátt upp í fjöllum Austurríkis, nánar tiltekið á Silvretta-vatninu, sem er í tvö þúsund metra hæð. Auk þess sem þeir hafa stundað róðurinn æfingar þarna i hæðunum súr- efnismagnið i blóði og það segja læknar og þjálfarar að auki mjög getu íþróttamann- anna. Erlendur Valdimarsson, iR, kastafti kringlunni 56.64 metra á Melavellinum i gærkvöldi á Fimmtudagsmóti FRÍ, og Hreinn Halldórsson kastafti nú i annaft sinn yfir 50 nietra — efta 50.06 nietra. Fyrra fimmtudag kastafti * 1 11 liann 50.24 metra, og þá stökk 1 gamli kappinn Jón Þ. ólafsson, islandsmetliafinn i hástökki meft 2.10 metra, yfir rána i hástökkinu i 1.96 metra liæft. Það er bezti árangur hér á landi i ár og Jón er vcl sprækur, þó ekki hafi hann æft inikið. i gærkvöldi kastaöi Sigurbjörn Lárusson sveinakringlu 46.70 m., sem er hans bezta, og Snorri Jó- elsson, 17 ára sonur íslandsmet- liafans i spjótkasti, Jóels Sigurfts- sonar, kastaöi drengjaspjóti 55.20 m.-hans bezta. Nýlega settu ÍR-telpur þrjú ný telpnamet i bofthlaupum, 4x100 m. á 55.8 sek. 4x400 ni. á 4:43.1 min. og 3x800 m. á 8:35.0 min. U Í > v '-1 "> ^* ' " í '•*V: • • wt* iþróttaþing ISl hcfst i llafnar- firfti á laugardag. og mun Gisli llalldórsson, forseti ISI, setja þingift kl. 10. Aftur leikur I.úftra- sveit llafnarfjarftar vift Skiphól. I.augardaginn 12. ágúst 1. Þingsetning, forseti Í.S.Í. 2. Avörp 3. Kosning 5 manna kjörbréfa- nefndar. 4. Kosning 1. og 2. þingforseta. 5. Kosning 1. og 2. þingritara. 6. Lögð fram skýrsla fram- kvæmdastjórnarinar. 7. Lagðir fram endurskoöaðir reikningar. 8. Umræöur og fyrirspurnir um störf sambandsráðs og fram- kvæmdastjórnar. 9. Kosnar nefndir: a) Kjörnefnd, þriggja manna • b) Fjárhagsnefnd, fimm manna c) Allsherjarn. fimm manna. d) Aðrar nefndir 10. Teknar fyrir tillögur um mál sem lögð hafa verið fyrir þingið og önnur mál, sem þingmeirihluti leyfir. Sunnudagur 13. ágúst 11. Tekin fyrir fjárhagsáætlun og tillögur fjárhagsnefndar. 12. Akveðin ársgjöld 13. Þingnefndir skila störfum. 14. a) Kosin framkvæmdastjórn ásamt varamönnum. b) Kosnir fulltrúar kjördæmanna ásamt varafulltrúum i sambandsráð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.