Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 11.08.1972, Blaðsíða 7
Visir Föstudagur II. ágúst 1972 7 koll að keyra. Bandarikin eru land mikilla fordóma, ekki aðeins á sviði kynþáttavandamála, held- ur i pólitik, móral kynferðismál- um og alls kyns persónulegu mati milli stétta klikuhópa og félags- starfsemi. Það þarf þvi engan að undra að þetta frumstæða, sið- menningarsnauða skammbyssu- og káboja-þjóðfélag standi i fremstu röð i fordómum gagnvart geðsjúkdómum. Fordómarnir gagnvart geð- sjúkdómum eru eins og sérfróðir menn lýsa með allra ranglátustu fordómum mannfélagsins, þvi að það er nú skoðun fræðanna, að allir menn hafa einhverja tilhneig- ingu til ýmiskonar sálrænna truflana. Samt er þeim sem lenda undir læknishendi skipað i eins konar paria flokk, þó margsanna megi, að þeir séu fullt eins hæfir til starfa og ýmis konar letingja- lýður sem gengur fyrir. Og þessir ranglátu fordómar risu nú upp eins og holskeflur, svo við ekkert varð ráðið. Talsmenn i Pentagon komu fram og lýstu þvi yfir, að maður eins og Eagleton væri útilokaður frá ábyrgðarstöð- um i hernum, hann fengi t.d. aldr- ei inngöngu i atómvopnadeild hersins. — Og átti svo að kjósa þannan mann til stöðu, sem kynni að verða ábyrgðarmest af öllum stöðum heims? f sætið þar sem ákvörðun er tekin um það, hvort styðja eigi á atómhnappinn. Deil- ur hófust um eðli geðsjúkdóma, svo virtist sem stór hluti almenn- ings kæmist þrátt fyrir allt á band með Eagleton og skildi þau vandamál, sem hann átti við að glima, en fordómahlutinn var enn stærri, og allt i einu kom bakslag i kosningabaráttu demókrata. Auðmenn hættu að gefa peninga i kosningasjóð. Framleiðendur að auglýsingaspjöldum og hnappa- gatamerkjum með nafni og mynd Eagletons stöðvuðu framleiðsl- una. „Eigum við að kjósa Klepps- lim yfir okkur?” bergmálaði með hneykslunartón milli Kyrrahafs og Atlantshafs. Hvar sem McGovern mætti á kosningafund- um kom vandræðasvipur á sam- komuna. Menn voru hættir að hugsa um Vietnam eða hervæð- ingu eða skatta. Aðeins ein spurn- ing lá á þöglum tungum: „Eigum við að gera brjálaðan mann að forseta?” Brátt fór það að sjá á að þúsund prósentin hans McGoverns fylltu engan mæli, þau sáust varla i löggunum. Erfitt átti hann með að draga i land, en nú fór hann að gefa til kynna nafnlaust i blöðun- um, að kosningastjórn demókrata litist ekki á blikuna, kyndug um- mæli komu frá nánustu sam- starfsmönnum hans, að þetta væru meiri vandræðin. Eagleton sjálfur ætlaði þó ekki að gefa sig, hann setti sig i bar- áttuham, viðurkenndi að visu, að hann hefði átt að láta McGovern vita, en svo hófst baráttan á hærra stig fyrir honum. Átti að láta ranglætið viðgangast? Hann taldi sig fullhæfan, en átti hann að beygja sig fyrir röngum fordóm- um og ranglæti. Hann kvaðst aldrei skyldi beygja sig i duftið. Svo reyndi hann hvað eftir annað að ná tali af McGovern, en fékk ekki samband, forsetaefnið var upptekið og önnum kafið. Sifellt seig á ógæfuhliðina, þar til nýtt áfall kom, er slúðurdálkahöfund- urinn Jack Anderson ljóstraði upp um það að Eagleton hefði oft verið tekinn fastur fyrir ölvun við akstur. Þar var að visu um hrein- an róg að ræða, sem Anderson hefur siðan dregið til baka, en meira þurfti ekki, þar með var úti um allt mannorð Eagletons. Og McGovern kallaði hann á sinn fund og bað hann um að aftur- kalla framboð sitt. Eagleton maldaði i móinn, vildi alls ekki draga sig til baka, en McGovern setti honum stólinn fyrir dyrnar. Ef hann ekki gerði það, kvað hann demókrataflokkinn klofna i tvennt, ekkert fé myndi berast i kosningasjóði og deilan um geð- veiki myndi yfirgnæfa öll önnur kosningavandamál. Eagleton lýsti þvi siðan yfir að hann drægi sig i hlé samkvæmt óskum McGoverns, en væri þó alls ekki sammála honum um nauðsyn þess. En það verður ekki af skafið sem orðið er og litur út fyrir að Eagleton-málið muni hafa mjög slæm áhrif fyrir demókrata i kosningabaráttunni og fyrir um- bótaöflin i Bandarikjunum i heild. Þorsteinn Thorarensen „Það skemmtilegasta við þennan fund hér i Aðalstræti er það, að hann staðfestir heimild- irnar. Þær hafa verið réttar,’” sagi Else Nordahl, fornleifafræð- ingur. scm stjórnar nú ein upp- greftrinum i Aðalstræti og við Suðurgötu. — Maður hennar, Bengt Schönback, er farinn heim til Sviþjóðar. „Skrifterna”, segir Else, þegar við tókum hana tali, þar sem hún stóð i grunninum i Aðalstræti með tveim forneifafræðinemum og Þorkeli Grimssyni safnverði — ,segja okkur frá innréttingunum, fyrsta verksmiðjuiðnaði Reyk- vikinga, og þar er frá þvi sagt, að eitt húsiði spunaverksmiðja, hafi brunnið 1824, en annað hús verið reist strax strax sama ár i stað- inn. — En nákvæmlega hvar þetta hús stóð, var ekki vitað með vissu. En hérna erum við komin niður á tigulsteinsgólf, sem hlýtur að hafa verið i verksmiðju, og hérna höfum við ennfremur fundið merki brunarústa og meira að segja öskuna af garni eða ein- hverjum spunaþræði, svo að það fer ekki á milli mála, hvað við höfum fundið,” sagði Else Nordahl. Þau hafa nú starfað að upp- • greftrinum siðan i júni, en fyrstu vikurnar fóru i það að girða svæð- ið af fyrir óþarfa umferð. Af þvi hefur greinilega ekki veitt, þvi að uppgröfturinn vekur mikla for- vitni hjá ferðamönnum. Rétt á meðan við spjöllum við Else, verður hún að stugga burt ferða- mönnum, sem hafa smeygt sér inn fyrir girðinguna og ætla að traðka á ferðaklossum sinum beint yfir, þar sem Else og Þorkell höfðu fyrir stuttri stundu verið að skafa með skeiðum af ýtrustu varúð einhver merkileg sýnishorn upp úr moldinni. — Girðingin og áhorfendahópurinn, sem stendur utan hennar, hefur reyndar verið fornleifahópnum tilefni smáspaugs. Þau hengdu eitt sinn upp skilti á girðinguna, þar sem á stóð letrað á nokkrum tungumálum: „BANNAÐ AÐ GEFA ÖPUNUM”. Manni er ekki grunlaust um, að jafn gaman og vegfarendum þykir að stanza við og góna á fornleifafræðingana að verki, finnist þeim sjálfum það hvim- leitt, að finna sifellt starandi augu forvitinna hvila á sér við vinnuna. Margir vegfarendanna varpa til grafaranna ýmsum athuga- semdum og fyrirspurnum, og rett á meðan við erum að tala við Else, heyrist kallað á fljúgandi sænsku: „Er það sátt, að þið Séuð búin að finna fyrsta og elzta vatnssalerni Islendinga? Hvar er það?” Smá striðnisglampa bregður fyrir i augum fyrirspyrjandans, sem við nánari aðgæzlu reynist vera hrekkjalómurinn hann Skúli Thoroddsen, læknir. Hann fær „svar paa tiltale” — upp- lýsingar um, að venjulegur að- gangseyrir að salernum sé fimm .krónur, að hugsanlega sé ös, og „honum sé ráðlegra að flýta sér eitthvað annað." Auk þess eigi hann svo ekki framvegis að trúa öllu þvi, sem blaðamenn skrifi! Þessari siðustu eiturör er gefin sérstök aukaáherzla, svo að hún fari ekki framhjá undirrituðum, sem hafði leyft sér að brosa að fyrirspurn Skúla. (Frú Else getur bitið grimmt frá sér, ef hún vill.) „Annars þykir okkur merki- legast það sem komið hefur upp úr dúrnum við Suðurgötu,” heldur Else áfram samræðum okkar, þar sem frá var horíið. „Þær bæjarleifar virðast eftir öllum sólarmerkjum að dæma vera frá þvi á landnámsöld.” Else Nordahl með leifar úr bruna- rústunum, sein þau komu niður á. i öskunni mátti sjá þráðarspotta, en það var spunaverksmiðja, sem á sinum tima varð þarna eldinum að bráð. Rétt i sömu andrá og þessi myndi var tekin af Guðmundi ólafssyni, fornleifafræöinema, við uppgröftinn i Suðurgötu, fann hann silfurskreytta perlu, sem að áliti forseta íslands, Kristjáns Eldjárns (fyrrv. þjóðminjavarðar) hefur horfið úr tízku fljótlega upp úr landnámstfð. Guðmundur Ólafsson, einn fornleifafræðinemanna, sem vinnur að uppgreftrinum i Suður- götu, fræddi okkur á þvi, að þar virtist vera um að ræða tvo bæi — annan byggðan á rústum hins. Þar fundust eldstæði af forn- aldargerð og eldsteinar, sem i þá daga voru hitaðir i eldi og siðan settir i potta til þess að hita upp vatn. Þar fannst einnig perla, skartgripur, sem að áliti fyrrver- andi þjóðminjavarðar, Kristjáns Eldjárns, hefur horfið úr tizku fljótlega upp úr landnámstið. Og þar fannst ræsið, sem Skúli hélt vera vatnssalerni, en enginn veit i rauninni með vissu, hvað þaðhefur verið.Það er eins og þar hafi runnið lækur i gegnum skál- ann. Honum hefur verið lokað mjög haglega með steinhellum, og mönnum dettur helzt i hug, að hann hafi gegnt sama hlutverki og frárennslis- og holræsakerfi nútima byggðar gera. „Hve lengi ætlið þið að grafa i sumar?”, spurðum við Else. „Eitthvað fram i september, en komum svo vonandi aftur næsta ár,” heyrðist okkur hún segja, um leið og hún beygði sig eftir ein- hverju, sem hún hafði komið auga á. Það hvarf óðara niður i plast- poka. Það var eins og við hefðum minnt hana á, að timinn væri naumur og ekki til þess að eyða honum i máiæði, svo að lengri urðu samræðurnar ekki. Þau voru horfin öll, hver að sinu verki — með hugann nær 1000 ár aftur i timann. __

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.