Vísir - 30.08.1972, Side 4
4
Visir Miðvikudagur 30. ágúst 1972
BARUM
BREGZT
EKKI.
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Reynzla undanfarinna ára
á íslandi tryggir
ótvíræð gæði.
Kynnið ykkur
þessi ótrúlegu verð.
Stærö Kr.
550-12/4 1.475.00
600-12/4 1.690.00
560-13/4 1.590.00
590-13/4 1.745.00
640-13/4 2.075.00
155-14/4 1.695.00
155-14/4 1.975.00
165-14/4 2.275.00
560-14/4 1.760 00
700-14/8 3.390.00
50 -15/4 1.670.00
560-15/4 1.775.00
590-15/4 1.895.00
600-15/4 2.160.00
640-15/6 2.440.00
670-15/6 2.870.00
600-16/6 2.370.00
600-16/6 2.865.00
650-16/6 2.970.00
750-16/8 4.770.00
SENDUM
hjólbarðana
út á land.
Gjörið svo vel
og tryggið yður
BARUM
með einu simtali.
SHODfí ®
BÚDIN
Auðbrekku 44-46,
Kópavogi — Simi 42606
SÍÐUSTU 10 DAGAR
ADOLFS HITLERS
í Shepperton,' rétt fyr-
ir utan London standa
nú yfir upptökur á kvik-
Sir Alec (iuinness fer með hlut-
verk Ilitlers.
myndinni „The last ten
days”, sem fjallar um
Hitler, og eins og nafnið
bendir til 10 siðustu daga
hans.Það er Sir Alec
Guinnes sem leikur Hitl-
er i kvikmyndinni, og
það gegnir furðu hve lik-
ur hann er foringjanum i
þessu hlutverki.
En það urðu margar stjörnur
fyrir vonbrigðum þegar þýzk
leikkona, Doris Kunstmann, var
ráöin til að fara með hlutverk,
ástkonu Hitlers, Evu Braun.
Kunstmann er lítið sem ekkert
þekkt fyrir utan Þýzkaland, en
þar hefur hún þó farið með nokk-
ur hlutverk.
Þær kvikmyndir sem hún hefur
leikið og sem hvað mesta athygli
hafa vakið, er „Trotta”, sem
sýnd var á kvikmyndahátföinni i
Cannes fyrir nokkru, en þar fór
hun með hlutverk kynvilltrar
stúlku. I nýjum sjónvarpsþætti
sem bráðlega verður sýndur i
Þýzkalandi um rithöfundinn
Oscar Wilde, fer hún með hlut-
verk kynvillts karlmanns, sem
verður yfir sig ástfanginn af
Wilde:
Kunstmann er 26 ára gömul, og
er eini Þjóðverjinn sem fer með
eitthvert hlutverk i þessari mynd
um foringjann. Það er ef til vill
engin furða þó að hún hafi verið
valin til þess að fara með þetta
hlutverk, þvi að hún er mjög lik
sjálfri Evu Braun. Jafnvel móðir
hennar hafði margsinnis sagt það
við hana, löngu áður en hún fékk
hlutverkið.
„Eva hefur án efa verið óskap-
lega ástfangin af Hitler”, segir
Kunstmann. „Til dæmis reyndi
hún að láta setja systur sina i
fangabúðir, þegar hún eitt sinn
gagnrýndi Hitler litillega.”
„Það sést einnig vél þegar Hitl-
er ætlaði að reyna að koma henni
undan i lokin, þá kaus hún heldur
að deyja með honum, en flýja.”
En Kunstmann lætur lika hafa
það eftir sér, að Eva Braun hljóti
að hafa verið óttalega einföld,
næstum heimsk, — en indæl.
I)oris Kunstmann fer með hlut-
verk Evu Braun, en það er Eva,
sem við sjáum á litlu myndinni.
3 detta úr sundsveit Breta ó Olympíu
leikunum.—Ákœrðir fyrir hassnotkun.
TyroneTozer, einn af þeim þrem-
ur sundköppum, átti að synda 200
metra og 400 metra á Olympiu-
leikunum. Ilann er stundum kall-
aður Tar/.an.
Tyrone Tozer, einn af þeim
þremur sundköppum, átti að
synda 200 metra og 400 metra á
Oly m piuleikunu m . Hann cr
stundum kallaður Tarzan.
Þrir cnskir sundkappar, sem
áttu að keppa á Olympiuleikunum
i Miinchen, hafa verið dæmdir úr
lcik og fá ekki að taka þátt i
kcppninni, þar sem þeir cru
ákærðir fyrir hassnotkun. Þessir
sundkappar eru þeir, Ray Terr-
ell, Rowland Jones og Tyrone
To xcr.
Þeir voru ekki aðeins ákærðir
fyrir hassreykingar heldur var
einn af þeim ákærður fyrir að
hafa stolið skyrtu i einni af verzl-
unum þarlendis. Það kom þó i ljós
við rannsókn þess máls, aö þar
hafði aðeins orðið misskilningur á
milli afgreiðslumanns og sund-
kappans, sem var Ray Teller.
Það mál datt úr sögunni, en það
sama er ekki að segja um hass-
málið.
Eftir þeim upplýsingum sem
frá Miinchen hafa komið, er þvi
haldið fram að þeir félagar hafi
haldið hasspartý i æfingamið-
stöðinni. Fimm aðrir Ur $und-
sveitinni fengu ávitu-r.
Rannsókn fer nú fram i málinu,
og heldur lögreglan þvi fram að
„eitthvert” efni hafi fundizt i
sömu æfingabúðum. Leiðsögu-
maður sundmannanna Joh. Verr-
ier segist ekki hafa haft hugmynd
um að hassreykingar tiðkuðust
meðal sundmannanna, og kom
þetta honum þvi mjög á óvart.
SER UM
12.000
MANNA
FJÖL-
SKYLDU
Þreyttar og uppgefnar hús-
mæöur alls staöar i veröldinni
finna örugglega til samúðar meö
honum Ilans Gobes, sem aldrei
eöa aö minnsta kosti sjaldan get-
ur leyft sér að fara út úr eldhús-
inu. Gobes þarf að sjá um og
liugsa fyrir nokkuð stórri
fjölskyldu. Hinum vel byggðu
gestum sem búa i Munich, Ólym-
piuleikaþorpinu, en þeir koma frá
120 þjóöum. Satt að segja þarf
hann aö bera á borð fyrir 12.000
iþróttamenn og þaö þrisvar á
dag.
„Til allrar hamingju þarf ég
ekki að hafa áhyggjur af upp-
þvottinum lika”, segir hann þessi
ungi Þjóöverji. „Starfslið mitt
sem er allt i allt 971 maður, inni-
heldur 130 uppþvottamenn.”
Það er langt siðan hann var út-
nefndur stjórnandi matstaðarins i
Munich, og hann þarf að verzla
fyrir tvær milljónir dollara fyrir
þrjár vikur. Þannig litur inn-
kaupalistinn út: 54 tonn af kjöti,
630.000 flöskur af öli og annarri
drykkjarvöru. ein milljón af eggj-
um, 880.000 pund aí nýjum ávöxt-
um og 850. OOOpund af ýmis konar
kjötmeti.
Og úr þessu og kannski ein-
hverju fleiru, þarf Gobes ásamt
starfsliði sinu að gera 36. 000 mál-
tiðir fyrir mismunandi þjóðir á
hverjum degi.
En allt er þetta vel undirbúið og
kokkar þeir sem eru i starfslið-
inu, 250 að tölu, þurfa ekki svo
mikið að hugsa við matartilbún.,
allt fer eftir settum reglum.
En það verður að gæta þess vel að
gera öllum iþróttamönnum frá
hinum ýmsu þjóðum vel til hæfis,
sumir vilja kjötið mikið steikt eöa
vel soðið. aðrir vilja það næstum
hrátt. eða svo litið steikt að blóðið
rennur úr þvi.
HEILBRIGÐI
ÞIÐ GETIÐ SJÁLF BÆTT LIKAAAA YKKAR
TRIMMÆFINGAR
MEGRUN
STYRKÆFINGAR
VÖÐVAÆFINGAR
SAUNABAÐ
Komið i reynslutima yð
ur að kostnaðarlausu.
Opið fyrir konur: Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 10—20.30. Frá 1. sept.
Opiöfyrirkarlmenn: Þriöjud. og fimmtud.kl. 12—14og 17—20.30og laugard.kl. 10—16.
Hringið i sima 14535 eða litið inn.
HEILSURÆKTARSTOFA EDDU