Vísir - 30.08.1972, Blaðsíða 13
Visir Miðvikudagur SO. ágúst 1972
| í DAG | í KVÖLD | I DAG | I KVÖLP | í PAG
13
Sjónvarp kl. 20,40:
Nútíma „trubador
fró Þýzkalandi
Carl Wolfram heitir
Þjóðverji sem var hér á
ferð i vor. Þetta er mað-
ur á fertugsaldri og hef-
ur unnið sér ýmislegt til
frægðar i sinu heima-
landi. Hann er nefnilega
einn af örfáum mönnum
i heiminum sem með
réttu getur kallað sig
„trubador”.
„Trubadorar” voru þeir sem
fyrr á öldum gengu á milli meö
hljóðfæri sin, býsna fornfáleg og
unnu sér inn mat og húsaskjól
með söng sinum og skemmtan.
Nú er þessi timi löngu liðinn en
Wolfram hefur tekið þennan
gamla sið „trubadoranna” upp og
ferðast nú á milli sem eins konar
nútima farandsöngvari.
Og Wolfram fetar i fótspor fyr-
irrennara sinna með þvi að leika
á ævagömul hljóðfæri, forna hús-
ganga og slagara frá fyrri timum.
Hann leikur reyndar á öll hljóð-
færi sem fyrirfinnast. Sjónvarps-
menn gómuðu þennan lifsglaða
Þjóðverja þegar hann var hér i
yor og fengu hann til þess að leika
listir sinar i sjónvarpssal. Þar
spilar Wolfram á hin furðulegustu
hljóðfæri og syngur af hárri
raust.
Þarna er 500 ára gömul bænda-
lýra svokölluð, nokkurs konar
strokhljóðfæri, undanfari lýru-
kassans, þar sem tónarnir eru
seiddir fram með sveif! Ennþá
eldri er þó bassalútan, sérkenni-
legt hljóðfæri með afbrigðilegum
strengjafjölda. Það var vinsælt i
kirkjum Þýzkalands á miðöldum.
Carl Wolfram þenur þessi
skritnu hljóðfæri sin i tæpan hálf-
tima og verður áreiðanlega gam-
an að hlusta á tónaflóðið sem
hlýtur að koma úr þeim.
GF
Útvarp kl. 19,40:
Ætlast ekki til þess að blaða-
menn skrifi neitt gullaldarmál
— segir Páll Bjarnason um „Daglegt mál"
,,Ég er ekki að halda þvi fram
að málið sé neitt verra hjá blaða-
niönnum. Hitter annað aö ábyrgö
þeirra er svo mikil. Þeirra mál er
mál þjóðarinnar”, segir Páll
Bjarnason menntaskólakennari
um þátt sinn dagiegt mál.
Páll hefur einmitt i undanförn-
um þáttum beint skeytum sinum
að blöðunum og skrifum islenzkra
blaðamanna.
„Auðvitað er ég ekki að ráðast
neitt á blaðamennina sjálfa. En
það sem blöðin skrifa er spegill af
daglegu máli þjóðarinnar og þess
vegna er nærtækast að lesa blöð-
in, þvi i þeim birtist þverskurðar-
mynd af málfari íslendinga. Að
sjálfsögðu er blaðamálið i mótun
og breytist sifellt til hins betra, en
ég tel það bara skyldu mina að
veita blaðamönnunum aðhald.
Það er allt og sumt sem ég hef
verið að gera i þáttum minum. Ég
ætlast ekki til þess að i blöðunum
sé skrifað eitthvert gullaldarmál
aðeins að þeir sem þar starfa
vandi stil sinn betur og skrifi af
smekkvisi en slái ekki slöku við
með hreinni slangmállýzku.
I blaðamannastéttinni eru til
mjög góðir skribentar og óvönduð
blaðskrif stafa liklega mest af þvi
að blöðin geta ekki valið úr fólki.
Fjölmiðlarnir, blöðin, útvarp og
sjónvarp eru vissulega nr. eitt i
þáttum minum „Daglegt mál”,
segir Páll, „og þaöan læ ég sem
sé gleggstu dæmin um daglegt
mál”.
„Annaö efni þáttarins byggi ég
á aösendum bréfum og hringing-
um frá fólki út um allt land. I
kvöld er ég þó með dæmi úr blöð-
unum, ég tek það ekki fram úr
hvaða blaði né hver hafi skrifað
þá klausu: „Getter hintaði að
ýmsu i bréfi sinu.”
GF.
Páll Bjarnason:
— Jú, jú blaðamálið er i mótun.
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
30. ágúst.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar,
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P. G. Wodehouse.
Jón Aðils leikari les (13).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 íslenzk tónlist.
16.15 Veðurfregnir. Ræktun-
artilraunir Magnúsar Ket-
ilssonar sýslumanns. Ingi-
mar Oskarsson flytur er-
indi.
16.40 Lög leikin á gitar.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár
min” eftir Christy Brown.
18. Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Frá Olympiuleikunum í
Miinchen. Jón Asgeirsson
talar.
19.40 Daglegt mál. Páll
Bjarnason menntaskóla-
kennari flytur þáttinn.
19.45 Álitamál. Stefán Jóns-
son stjórnar umræðuþætti.
20.10 úr ,,Norðurlandstró-
inet"Jagaflokki op. 13 eftir
David Monrad Johansen við
texta eftir Peter Dass i þýð-
ingu dr. Kristjáns Eldjárns.
Guðrún Tómasdóttir syng-
ur. Ölafur Vignir Albertsson
leikur á pianó.
20.30 Sumarvaka.
21.30 Handknattleikslýsing
frá Olvmpiuleikunum.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Maöurinn sem breytti
um andlit" eftir Marcel Ay-
mé. Kristinn Reyr les (16).
22.35 Nútimatónlist: Tónlist
eftir Vagn Holmboe.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SJONVARP
MIDVIKUDAGUR
30. ágúst 1972.
18.00 Frá Olvmpíuleikunum.
Illé
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 The Living Sea. Ný kvik-
mynd, gerð að tilhlutan rik-
isstjórnarinnar i tilefni af
útfærslu landhelginnar, og
sýnd i ýmsum sjónvarps-
stöðvum viða um heim um
þessar mundir. Kvikmynd-
un Sigurður Sverrir Páls-
son. Hljóðsetning Marinó O-
lafsson. Þulur Magnús
Magnússon. Umsjónarmað-
ur Eiður Guðnason.
20.40 Carl Wolfram. Þýzki
söngvarinn Carl Wolfram
kynnir gamla söngva og
gömul hljóðfæri i sjónvarps-
sal. Hljóöfærin sem hann
leikur á eru bassalúta og
meir en 500 ára gömul lira.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
21.05 Valdatafl. Brezkur
framhaldsmyndaflokkur.
10. þáttur. Eftirköst. Þýð-
andi Heba Júliusdóttir. t
siðasta þættigreindi frá þvi,
að Kenneth Bligh hafði
milligöngu um viðamikla
framkvæmdasamninga.
Wilder og Straker, sem
einnig er við þessar fram-
kvæmdir riðinn, eru á nál-
um um að samningarnir
hafi stórfellt fjárhagstjón i
för með sér. En að lokum
kemur i ljós að Kenneth hef-
ur snúið á þá báða.
21.50 Afreksmenn á öld hraða.
Bandarisk mynd um hrað-
akstur og tilraunir manna,
til að setja hraðamet i akstri
bifreiða. Greint er frá þróun
hraðaksturs og tilraunum,
sem geröar hafa veriö um
árabil á saltsléttum Utah-
rikis. Þýðandi og þulur Ell-
ert Sigurbjörnsson.
22.40 Dagskrárlok.
RAKATÆKIN
— auka rakann í loftinu, sem þýðir aukinn
vellíðan.
— cru með síu, sem hreinsar óhreinindi úr
loftinu,
— hægt að hafa mismunandi mikla uppgufun úr
tækinu,
— taka loftið inn að ofan en blása þvf út um hliö-
arnar — og má láta það standa, hvar seni er,
— stærð 26 x 36 x 25 sm, tekur 10 litra af vatni,
— með tækinu er fáanlegur sjálfvirkur klukku-
rofi, sem kveikir og siekkur sjálfkrafa á tækinu.
Raftœkjaverzlun
H.G. Guðjónsson
Suðurveri, Reykjavík, sími 37637.
«■
«
«
«■
«■
«■
«■
«■
«■
«■
«■
«-
«-
«-
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
«
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 31. ágúst:
&
m
m
é'
1»
Hrúturinn,21. marz—20. april. Það litur út fyrir
að hætt sé við einhvers konar misskilningi i dag,
nema þú gerir þér far um að fyrirbyggja það,
einkum ef þú skrifar eitthvað.
Nautið,21. april—21. mai. Farðu gætilega i dag,
einkum þegar kemur fram yfir hádegið. Gæti-
lega yfirleitt, bæði i umferöinni og eins i ákvörð-
unum, sem þú þarft að taka.
Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þetta kann að
verða mikill annrikisdagur. Jafnvel aö þú verðir
aö gæta þess sérstaklega aö flaustra ekki neinu
af þess vegna.
Krabbinn,22. júni—23. júli. Það getur kostaö þig
nokkurt þras aö leiðrétta einhvers konar mis-
skilning — eitthvað sem túlkað er á allt annan
veg en þú ætlaöist til.
Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Góður dagur, margt
sem gengur mjög vel, annað allsæmilega. Ef þú
litur i kringum þig, býðst þér tækifæri hvað
snertir peningamálin.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú þarft ekki að
kvarta yfir seinagangi i dag að þvi er virðist.
öllu sennilegra að þér finnist þig skorta tóm til
umhugsunar er á liður.
Vogin, 24. sept.—23. okt. Taktu ekki nærri þér
þótt þú sætir nokkurri gagnrýni i sambandi við
eitthvert visst starf, en athugaðu hvaö muni
liggja á bak við hana.
Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Likast til verður þú
tilneyddur að taka þann kost i einhverju máli,
sem þú hefðir viljað komast hjá. Athugaðu samt
enn allar leiðir.
Bogamaðurinn, 23. nóv.—21. des. Margt virðist
ætla að ganga á afturfótunum i dag, að minnsta
kosti fram eftir. Svo er að sjá sem skarpskyggni
þinni geti skjöplast eitthvað.
Steingeitin, 22. des,—20. jan. Helzt er aö sjá aö
þú verðir að velja um eitthvað i skyndi, og að þér
verði það á að taka lakari kostinn, nema þér tak-
ist að fá frest.
Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Farðu gætilega i
öllum ákvörðunum, einkum i sambandi við pen-
ingamálin. Þaö litur út fyrir að þú fáir góðar
fréttir af kunningjum þinum.
Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Flanaðu ekki aö
neinu i peningamálunum. Gættu þess að eyða
ekki meiru en aflast og miða áætlanir þinar viö
það á næstunni.
-Ct
-ft
•Ct
-ú
-»
-»
-Ct
-Ú
-Ct
-Ú
-vt
■Ct
-Ct
•ct
-Ct
-Ct
-ct
-ct
-Ct
-ct
-ct
-ct
-ct
-ct
-Ct
-Ct
-ct
-Ct
-ct
-Ct
-ct
-Ct
■Ct
-Ct
-Ct
-ct
-Ct
-Ct
I
-ct
-ct
-Ct
•ct
-ct
-ft
■Ct
■Ct
•Ct
■ct
-ct
-Ct
-Ct
-Ct
-Ct
-ct
-ct
-Ct
•Ct
-ct
-ct
-ít
-ct
-Ct
-ct
-Ct
-ct
-ct
-Ct
-ct
-Ct
■ft
■ct
-ct
■Ct
-Ct
-Ct
-Ct
-ct
-ct
-ct
-ct
■ft
-Ct
-Ct
-ct
-ct
-Ct
-ct
-ft
-Ct
-Ct
-ct
-ct
-Ct
-Ct
-ct
-Ct
•Ct
-ct
-ct
-ct
Verksmiðjuvinna
Karlmaður óskast til vinnu i verksmiðju
okkar.
Pappirsver h.f.
Simi 36945.
Laus staða
Staða verðlagsstjóra er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launaflokki B 1 í launa-
kerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf,
skulu sendar viðskiptaráðuneytinu fyrir 1.
október 1972.
Viðskiptaráðuneytið,
28. ágúst. 1972.