Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 1
62. árg. — Þriöjudagur 5. september 1972 — 201 tbl. ISLENZKIR FARARSTJORAR SKRÁÐIR SEM NUDDARAR í MUNCHEN! Sjá íþróttir í opnu SVIFTUR GULLVERÐLAUNUM VEGNA NOTKUNAR ASTHMALYFS Sjá íþróttir í opnu Fyrstu aðqerðir Rétt fyrir hádegi bárust fréttir um þaö frá varöskipi út af Horni, aö þaö heföi skoriö sundur annan togvir brezks togara. Varöskipiö kom aö ómerktum togara aö veiöum innan landhelgi. Hann var beöinn um nafn og skrásetn- ingarnúmer, en i staö þess aö svara lék áhöfn aöeins Rule Brittania. Varöskipiö beitti þá útbúnaöi sínum til aö skera á annan virinn, en þaö mun valda togaranum miklum erfiöleikum. —VJ Ferðamenn eru líka byrði Við borgum tugi miiljóna króna í niðurgreiðslur meö þeim mat, sem erlendir ferðamenn neyta hér á landi. Fallegustu ferðamanna- staðirnir eins og Land- mannalaugar liggja undir skemmdum, einkum vegna erlendra ferðamanna. ts- lendingar komast viða ekki i veiðiskap fyrir erlendum ferðamönnum. Og kyrrðin i náttúrunni er minni en áður, þegar ferðamanna- straumurinn var minni. Við verðum að endurmeta ferða- málin i Ijósi slikra skugga- hliða. Um þetta fjaiiar leið- ari blaðsins i dag. Sjá bls. 6 ■ ■■ Ekki hreykin af Fischer Fischcr mun vist ekki vera sérlega uppnæmur fyrir að flýta sér heim til Bandarikj- anna með heimsmeistara- nafnbótina eins og búast mætti viö. Sannleikurinn mun vera sá, að Fischcr nýt- ur ekki þeirrar hylli i Banda- rikjunum, sem afrek hans gefur tilefni til. Viötal, sem blaöamaður Visis átti viö bandariska stúdenta um landhelgismái og skák ber m.a. vitni um þetta. Sjá bls.3 MORÐ OG MANNRÁN í MUNCHEN StriöAraba og Israelsmanna barst inn i Olympiuþorpiö i morgun, þegar 8-10 arabiskir skæruliöar réðust inn i bygg- ingu og tóku tuttugu gisla. Arabarnir drápu a.m.k. einn Israelsmann. Þeir krefjast þess, aö 200 Palestinumenn, sem eru í fangelsum i tsrael, veröi látnir lausir. Ella muni þeir myrða gisla sina. Frétt- um ber ekki saman um, hvort einn eöa tveir hefðu veriö myrtir. SJABLS. 5 SPASSKÍ KEYPTISÉR BÍL HÉR Flugmenn viljo taka þátt í einkastríði Vestfirðinga Bretar rólegri þjóðverjar á línunni „Þeir virðast ákaflega rólegir, Bretarnir”, sagði radió-áhuga- maður einn, vestfirzkur, sem Vis- ir hafði tal af i gær. „Maður heyr- ir raunar ekki oft til þeirra á venjulegum stuttbylgjum. Þeir talast mest við á örbylgjum og þau samtöl heyrast varla hér á Vestfjörðunum — ég hef þó heyrt til blaöamanns eða blaðafulltrúa um borð i Miröndu. Mér skilst á þvi sem ég hef heyrt, að Brctar hér við land hafi fyrirmæli um að biða samninga viðræðna is- lendinga og brezkra stjórn- valda.” Sagði Vestfirðingurinn, að her- skip myndu eflaust verða fljót á vettvang, ef kallað yrði eftir þeim. „Þau eru ævinlega tvö hér skammt undan, þannig að það er ekkert stórfyrirtæki fyrir Bretr ann að senda þau af stað”. Brezku togararnir eru flestir út af norðvesturlandi og munu þeir vera einir 40 á þeim slóðum. Út af suðvesturlandi eru 13 vestur- þýzkir togarar að veiðum fast við 50milna mörkin. Auk þess er vit- að um 11 þýzka togaratilviöbótar sem eru á Islandsmiöum. en Landhelgisgæzlunni hefur ekki tekist að finna þá enn sem komið er. Hafsteinn Hafsteinsson hjá Landhelgisgæzlunni sagbi i sam- tali við Visi i morgun, að fljúga ætti yfir miðin i dag og kanna ástandið úr lofti. Tvisvar var reynt að fljúga i gær, en hætta varð við i bæði skiptin sökum veð- urs. Hefur ekki tekizt fram aö þessu að kanna alla landhelgina úr lofti. Landhelgisgæzlan hefur beðið um skýrslur frá vestfirzkum bátaskipstjórum vegna kvartana þeirra um ágang Breta á miðun- um. Nokkkrir einkaflugmenn hér i Reykjavik hafa ákveðið aö styðja Vestfirðinga i hugsanleg- um aðgerðum gegn brezkum landhelgisbrjótum. Hafa þeir lýst sig reiðubúna að fljúga út á miðin með t.d. málningu i pokum og láta hana detta á togarana. Ýms- ir fleiri eru herskáir m jög og vilja að eitthvað fari að gerast i mál- inu. —GG/SG Larissa og Boris Spasski taka við Range Rover-biinum af Sigfúsi Sigfússyni I Heklu. Ekki hversdagslegar blóðnasir — einn Gullfosslœkna lýsir atburðum Visir átti i gær stutt spjall viö lækni. sem i fyrradag átti þátt i þvi, að stöðva blóðstraum úr nös- um ensku konunnar um borð i Gullfossi. Leiðréttist þá, að lækn- arnir um borð heföu bara verið tveir, en ekki þrir eins og blaðiö hafði fregnað. Viökomandi læknir vildi ekki láta nafns sins eöa kollega sins getið og tók hann það skýrt fram, að tilviljun hefði ráöið þvi, að þeir hefðu verið um borð. Þeir hefðu aðeins verið farþegar. „Að sögn eiginmanns ensku konunnar liðu liðlega tveir klukkutimar frá þvi að blóðnasfr konunnar hófust og þar til aðstoð- ar okkar var leitað”, sagði lækn- irinn i viðtalinu við Visi. „Þegar við komum til skjal- anna var klukkan um sex (að morgninum) og hafði konan þá þegar misst mikið blóö”, hélt hann áfram. „Við tókum að sjálf- sögðu til óspilltra málanna viö að reyna með öllum tiltækum ráð- um að stöðva blóðstrauminn. En þar sem viö höfðum engin tæki og harla litið af efnum við hendina var við mikla erfiðleika aö etja. Þessar „blóðnasir” konunnar voru nefnilega ekki af hversdags- lega taginu heldur eitthvaö ann- að og meira. Það varð okkur strax ljóst”. Læknirinn lýsti i fáeinum orö- um ótta sinum og starfsbróður sins. þegar þeir sáu allt eins fram á að sá blóðmissir, sem konan hafði orðiðfyrir gæti valdið henni taugaáfalli, þarsem þessikona er komin á efri ár, 76 ára, og veil fyrirhjarta. „Viö réðum litið sem ekkert viö blóðstrauminn og var blóö farið aö vætla viðar en út um nasir hennar einar”, lýsir lækn- irinn. „Um klukkan átta var ákveðið að leita aöstoðar varnar- liðsins og fá þá til að koma til móts við skipið og sækja konuna. Var jafnframt haft samband við lækni þar á vellinum, sem sá til þess að annar læknir með viðeig- andi lyf og efni færi með þyrlunni. Brást varnarliðið mjög skjótt við og drengilega, og var þyrla þess komin til skipsins strax klukkan rétt rúmlega tólf á hádegi, en þá hafði okkur læknunum tveim um borð i Gullfossi raunar tekizt að hefta blóðstrauminn að mestu með adrenalini”. Samkvæmt upplýsingum, sem. Visir aflaði sér i morgun, er liðan ensku konunnar eftir atvikum góð, en konan var flutt á Borgar- spitalann. —ÞJM Spasski keytpi sér Range Rover jeppa fyrir skömmu. Bílinn hefur hann notaö nú um hríö, en hann fékk hann afhentan hjá Rover- umboðinu hér á landi, Heklu h.f. Menn hafa velt þvi fyrir sér, hvaö stórmeistarinn ætli aö gera meö svo dýran og fágætan bil austur i Sovétrlkjum, þar sem Range Rovcr ku ekki vera á hverju strái. En Spasski lét þaö ekki duga að kaupa bilinn. Hann keypti sér líka varahluti i hann Billinn er hér á landi skráður á brezk númer, þ.e. númer frá framleiðslulandinu, þar eð Spasski borgar ekki toll af gripn- um hér. Það gerist svo þegar hann væntanlega lætur skrá hann i Rússiá. Fregnir herma að Spasski og Larissa muni dvelja hér i fáeina daga enn, en halda þá heimleiðis. Þau munu ætla að koma við ein- hvers staðar iV-Evrópu og eyða einhverju af verðlaunafé meistarans, áður en þau snúa aft- ur til sins hversdagslifs i Moskvu. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.