Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 9
8 Visir. Þriðjudagur 5. september 1972 Vísir. Þriðjudagur 5. september 1972 9 Umsjón: Hallur Símonarson 099 Olympíumet íslendings Frá Jóni Birgi Péturssyni, Munchen. Aldrei fór þaö svo, að ís- land setti ekki Olympiumet. Þaö geröist í raun og veru í gærdag í lyftingakeppninni, þegar óskar Sigurpálsson vann pressuna — fyrstu grein þriþrautarinnar hér á leikunum. Hann pressaði 177.5 kg., sem er jafnt tslandsmeti hans, og það var Olympiumet — en bætt siðar, þegar keppni siðari riðilsins i þungavigt hófst. Eftir pressuna, sem verður nú með i siðasta skipti á leikunum og hverfur eflaust úr lyftinga- iþróttinni, kom snörunin og þar komu veikleikar Óskars i ljós. Að visu var hann óheppinn að rifna á fingri og missa 122 kilóin og aðeins 117 kg. tókst honum að lyfta og var langlakastur allra i þeirri grein. Aftur varð hann framarlega i jafnhöttun — jafnhattaði djarf- lega 182.5 kg., sem er jafnt meti hans. Árangursamtals 477.5 kg. og 19. sæti i keppninni. welghtllfting q1C kg-heavy press grcup a 1. slgurpalsson.os lsl 170.0 177.5x 177.5 Ekki keppt Kn varðandi Olympiumet Óskars er það að segja, að ekki hefur fyrr verið keppt i þessum flokki á leikunum og var árangur þess be/.ta i fyrri riðlinum jafnframt Olympiumet. Kn það stóð aðeins til kvölds. þvi þá inargbættu keppend- ur i be/.ta flokki keppninnar allan árangur frá þvi um daginn. JBP. Gott miðað við aðstœður — Ííg gerði mér ekki nieiri vonir i sjálfu sér um árangur þeirra cn þetta, sagði Sigurður Guðmun'ds- son liðsstjóri lyftinganiannanna i gærkvöldi. Aðstaða okkar heima er hágborin. Skúr vestur i bæ — á Kálkagötu, sem strákarnir hafa leigt sjálfir. Ilér hafa þeir kynnzt öllu hinu fuilkomnast á þessu sviði — Iiöll á stærð við I.augardalshöll- ina er æfingahöl! hér og þar cru 20 iyftingapallar — með öllum tækj- um liver pallur, stórkostlegt. JBP iMargir flótta- menn í Munchen Tiu tékkneskir ferðamenn á Olympiuleikunum i Míinchen ieit- uðu i gær til lögreglunnar og báðu um að fá að dvelja áfram i Vest- ur-Þýzkalandi sem pólitiskir flóttamenn — þeir höfðu komið til Olympiuborgarinnar með ferða- skrifstofu. A fimm tudag i fyrri viku báðu þrir Tékkar um samskonar leyfi og á mánudag þrir Aust ur-Þjóð- verjar. Þeir höfðu farið frá Austur-Þýzkalandi fyrir 15 dög- uni og komizt til Múnchen gegn- um Búlgariu og Tyrkland. Missti gullverðlaunin vegna töku astmalyfs Bandaríski sundmaðurinn Rick Demont sviftur gullverðlaunum skriðsundi og fékk ekki að keppa í úrslitum 1500 m í gœr Stóra dóp-sprengjan þátt i sundinu vegna „jákvæðrar eiturefna- prófunar” og annar tek- i hans stað. 400 m um 'i . — Kr þetta ekki nógu gott, felldi þarna Ghordani, íran „ > , , s , ' ' v ' ' ’’ >'■> * ■■__________ 'ý: . dómari? er eins og Japaninn Kato segi með andiitinu við dómarann. Hann , f glimu. sprakk i Miinchen miðjan dag i gær. Það lá i loftinu að eitthvað óvenjulegt var á seyði þegar bandariski sund- maðurinn, hinn 16 ára heimsmethafi í 1500 m. skr iðsundi, Rick Demont, örfáum min- útum fyrir úrslita- sundið, fékk ekki að taka Fararstjórar skróðir nuddarar í MunchenU — Einkennilegar bókanir á 2 íslendingum á leikunum Frá Jóni Birgi Péturs- syni, Munchen. Þá er sannleikurinn um utanferð Sigurðar Magnús- sonar, útbreiöslustjóra ISÍ, hingað á Olympiuleikana afhjúpaöur — eöa hvaö?. Samkvæmt opinberum bókunum hér á leikum var Sigurður skráöur sem nuddari fyrir islenzku iþróttamennina hér á leikunum. Reyndar er Hjörleifur Þórðarson, einn af liðsstjórunum í hand- knattleik, einnig skráður hér sem nuddari. Þannig eru menn bókaðir ein- kennilega. Báðir búa þeir í Olympíuþorpinu. Af Hjörleifi er það annars að frétta, að hann og Rúnar Bjarna- son hafa haft nóg fyrir stafni, þvi þeir hafa verið að filma leiki þeirra þjóða, sem við eigum i höggi við. Á sunnudag til dæmis filmuðu þeir Pólverja i leik þeirra við Sovétrikin. Það verður nytsam- legt fyrir leikinn við Pólverja á miðvikudagskvöldið. A mynd- segulbandi fengu handknattleiks- mennirnir lika að sjá ægileg mis- tök dómaranna i leiknum gegn Tékkum. Vitakast, sem Tékkum var dæmt i lokin, var hrein vit- leysa — um það þarf ekki að ræða. Mörk íslands i landsleiknum við Túnis skoruðu Jón Hjaltalin 7, Geir Hallsteinsson 6, Axel Axels- son 4, Björgvin Björgvinsson 3, Gunnsteinn Skúlason 3, Viðar Simonarson 2, Sigurbergur Sig- steinsson 1 og Ólafur Jónsson 1. mn Og svo sprakk sprengja. Hinn ungi Rick, sem sigrað hafði I 400 m. skriðsundi á leikunum, var sviftur guilverðlaunum sinum og þau féllu i hlut Ástralíumannsins Brad Cooper, sem hafði verið i öðnu sæti. Siðan kom úrskurð- urinn. Alþjóðasamband sund- manna hafði fengið niðurstöðu prófunarinnar, sem leiddi i ljós notkun örvandi lyfja hjá Demont — hann var sviptur verðlaunum sinum og frá keppni i 1500 m. En málið er ekki svona einfalt. Rick Demont er asthma-sjúkling- ur og notar lyfið „Maya” við asmanum, en það hreinsar slim- göngin svo hann getur andað. En „Maya” inniheldur ephedrine — iyf, sem er á bannlista, prent- uðum af læknanefnd Olympiu- leikanna. Demont hefur notað þetta lyf samkvæmt ráði lækna sinna og þess var getið i læknaskýrslum um hann áður en Olympiuleik- arnir hófust — hins vegar munu bandarisku læknarnir ekki hafa kynnt sér nógu rækilega bannlista læknanefndarinnar. Bandariskur læknir hefur sagt, að ephedrine sé ekki örvandi lyf, en framkalli taugahreyfingu, sem aftur hreinsi slimgöngin. En reglurnar eru skýrar. A Vetrarleikunum i Sapporo var fyrirliði vestur-þýzka isknatt- leiksliðsins dæmdur frá af sömu ástæðu. Fyrr i gær var körfubolta- maður frá Puerto Rico dæmdur frá keppni vegna töku ampheta- mins. Og ekki var allt búið með þvi. Seint i gærkvöldi dæmdi al- þjóða hjólreiðasambandið hol- lenzka hjólreiðamanninn Van den Hoek frá keppni vegna notkunar örvandi lyfja og svipti hann jafn- framt — og félaga hans í hol- lenzku sveitinni, sem höfðu verið i þriðja sæti i 100 km. sveitakeppni — bronzverðlaunum. Hins vegar var ekki ákveðið i gær hvort beigíska sveitin, sem varð i fjórða sæti i keppninni, fær bronzið. Þá má geta þess, að i töflunum um verðlaun og stigatöiur hér á sið- unum, hafa þau verölaun og stig, sem umræddir keppendur hlutu — Demont og HoIIendingarnir — veriö dregin frá. EM-MEISTARINN KOMST EKKI í ÚRSLIT 400 M Það kom mjög á óvart i gær i undanúrslitum i 400 m. hlaupinu — Það voru mikil vonbrigði fyrir Kjell Isaksson að stökkva ekki yf- ir 5 m. i Munchen, manninn, sem setti heimsmet oft i sumar. Skipting verðlauna Kftir að keppni var lokiö i 124 greinum I gærkvöldi — niu daga | keppni — á Olympiuleikunum skiptust verðlaun þannig: l.önd Gull Silfur Bronz Samtals Sovétríkin 26 21 16 63 Bandarikin 25 25 21 71 A-Þýzkaland 16 14 18 48 Japan 12 6 8 26 V-Þýzkaland 8 6 9 23 Astraiia 5 6 2 13 ítalia 5 3 6 14 Pólland 4 3 2 9 Sviþjóð 423 9 Búlgaria 3 7 1 11 Bretland 3 3 4 10 Ungverjaland 2 7 11 20 Noregur 2 10 3 Tékkóslóvakia 13 2 6 Krakklaud 115 7 Kenýa 1 1 1 3 Nýja-Sjáland l 1 0 2 Holland 1 0 1 2 Kinnland 10 2 3 N-Kórea 1 0 2 3 Danmörk 10 0 1 Uganda 1 0 0 1 Kanada 0 2 2 4 Sviss 0 2 0 2 Mongólia 0 2 0 2 Rúmenia 0 13 4 Austurriki 0 12 3 iran 0 11 2 Tyrkland, Libanon, Kolombia, Suður-Kórea, Argentina og Belgia , hafa hlotið einn silfurpening hvert land, Brazilia tvenn bronzverð- laun, Eþópia, Kúba og Jamaíka ein bronzverðlaun hvert land. einmitt þvi hlaupi, sem hefur vakið svo mikla athygli hér heima vegna þess að Bjarni Stefánsson varð I 29. sæti af 80 hlaupurum — að Bretinn David Jenkins komst ekki i úrslit. Hlaupið var i tveimur riðlum og urðu úrslit þessi: Fyrsti riðill. 1. V. Matthews, USA, 44.94 2. Karl Honz, V-Þ. 45.32 3. J. Smith, USA, 45.46 4. C. Asati, Kenýu, 45.47 5. D. Jenkins, Bret. 45.91 6. Bezabeh, Eþi. 45.98 7. Nuekles, V-Þ. 8. Badenski, Póll. 46.28 46.38 Siöari riðill 1. Sang, Kenýa, 45.30 2. Scholskie, V-Þ. 45.62 3. Wayne, USA, 45.77 4. M. Kukkaho, Finn. 46.02 5. Juan.Kúbú, 46.07 6. Werner, Póll. 46.22 7. Reynolds, Bret. 46.71 Jaremski, Póllandi, lauk ekki hlaupinu. Fjórir fyrstu úr hvorum riðli komust i úrslit. Það met verður aldrei jafnað! Undramaðurinn Mark Spitz, hinn 22ja ára tannlæknanemi frá Kaliforniu, lauk keppni i sundinu i gær og vann þar sin sjöundu gull- verðlaun i 4x100 m f jór- sundi — vann afrek, sem sennilega verður aldrei jafnað á Olympiuleikum. Það var mikið Spitz að þakka, að bandariska sveitin sigraði i sundinu. Eftir fyrsta sprett hafði Austur-Þýzkaland góða forustu, enda synti Roland Matthes baksundssprettinn. Austur-þýzka sveitin var enn fyrst eftir bringusundið — Mark fór af stað á eftir i flugsundinu, en innan skamms hafði hann náð forustu og kom svo fjórum metrum á undan Lutz Unger, A- Þýzkalandi, að bakkanum. Eftir það var aðeins formsatriði fyrir Jerry Heidenrich að ljúka sundinu — og koma langfyrstur i mark fyrir bandarisku sveit- ina. Auðvitað heimsmet 3:48.16 min. Austur-Þýzkaland varð i öðru sæti á 3:52.12 min. rétt á undan kanadisku sveitinni. Sundkeppnin hefur verið áhrifamikil á þessum Olympiu- leikum. 23 heimsmet voru sett — 65 Olympiumet.Og konungur- inn var Mark Spitz með sjö gull- verðlaun — til viðbótar þeim tveim, sem hann vann i boð- sundum i Mexikó — og heims- met i öllum sundunum. Hann sigraði i 100 m og 200 m skrið- sundum, einnig 100 m og 200 m flugsundum, auk þess sem hann keppti i sveitum Banda- rikjanna, sem sigruðu i 4x100 m og 4x200 m skriðsundi og 4x100 fjórsundi. Blaðamenn þyrptust utan um Spitz eftir að hann vann sjöundu gullverðlaunin i gær og þar var hann meðal annars spurður að þvi hver væri mesti sundmaður allra tima — auðvitað kjánaleg spurning — og Spitz svaraði brosandi: Ég held ég sé ekki i stöðu til þess að segja hver er betri eða verri sundmaður en ég er. , 1 fprif ■ Arftaki Hilmars hefði átt að vera í Miinchen — Léttúðugur norskur handboltamaður í Olympíuþorpi Frá Jóni Birgi Péturs- syni, Múnchen. Hilmar Björnsson. landsliðsþjálfarinn i handknattleik, kveður lið sitt eftir þessa Olympiuleika og hverfur til náms við íþróttahá- skólann i Stokkhólmi. Þar mun hann dvelja næstu tvö árin og læra meira um þá hluti, sem snúa að þjálfun iþrótta- rnanna. Það var mjög umdeiit fyrir fjórum árum, þegar HSt réð Hilmar sem landsliðsþjálfara að- eins 21 árs að aldri, en óum- deilanlega hefur hann staöið sig i stykkinu og liðið er I dag, að min- um dómi, það bezta, sem island hefur átt. Það er ánægjulegt að mæta til leiks sem islenzkur blaðamaður, þar sem islenzka liðiðer. Oft heyrir maður setning- ar eins og „schön” frá kollegum innfæddum. tslenzka iiðið er i góðum klassa og óumdeilanlega eitt bezta iið i heimi um þessar mundir. Um arftaka Hilmars er ekkert vitað, en auðvitað hefði sá átt að vera hér í Miinchen. Það vakti furðu íslenzku leikmannanna, að Norðmenn virðast ekki leggja nógu góða áherzlu á undirbúning leikja sinna hér. Á laugardags- kvöldiö hittu þeir til dæmis einn af norsku leikmönnunum, Roger Hverven, i Oly m piuþorpinu greinilega vel undir áhrifum áfengis. Norömenn hafa átt við þetta vandamái að strfða undan- farna mánuði — en islenzka liðið. Hvílikir fulltrúar. Það er varla hægt annað en gefa islenzka lið- inu stórkostlegt hrós fyrir fram- komu þess hér, og það eru ekki bara handknattleiksmennirnir, heidur og öllum þátttakendum is- lands. Þeir eru talsvert margir^en einstakir fulltrúar og sérstakt heiöurs- og reglufólk. Hlaupakóngurinn Keinó. Keino er ósigrandi Ég held, að það hafi engin áhrif á árangur minn i 1500 m. hlaupinu siðar á leikunum, þó ég hafi keppt i 3000 m. hindrunarhlaupi, sagði mesti iþróttamaður Afriku, Kipchoge Keino, Kenýa, eftir að hann hafði sigrað i 3000 m. hindruninni og sett nýtt Olympiumet i gær. Keinohefur litið sem ekkert æft hindrunarhlaup og tók aðeins þátt i þvi, þar sem 1500 m. og 5000 m. hlaupin rekast á siðar á leikun- um. Hann ætlar að verja titil sinn frá Mexikó i 1500 m. og telur sig hafa góða möguleika á þvi. Byrjunarhraðinn i hindruninni var svo lélegur, ab engin von var á heimsmeti og þó Keino kynni litið fyrir sér yfir hindrununum, eru hlaupahæfileikar hans svo miklir, að enginn réð neitt við lokasprett hans siðasta hring — Finninn Kantanen var fremstur, þar til 200 m. voru eftir, að Kenýumennirnir tveir náöu hon- um og Keino sigraði svo örugg- lega. Timi hans var 8:23.6 min. og sýnir að hann geturhvenærsem er sett heimsmet i þessu hlaupi — bætt það verulega (8:22.2), enda er það talið lakasta hlaupametið. Benjamin Jiccho, Kenýu, varð annar á 8:24.6 min. rétt á undan Finnanum Kantanen, sem talinn var sigurstranglegastur fyrir hlaupið, en hann hljóp á 8:24.8 min. Þess má geta, að Sviinn Gaerderud, sem náð hefur mjög góðum árangri i sumar, komst ekki einu sinni i úrslit. Q99 Sovézki þristökkvarinn Sanajve sigraði i þristökki á leikunum i gær og er eini frjálsiþróttakappinn, sem hefur varið Olymplutitil sinn frá Mexikó hingað til í Munchen. Hann stökk 17.35 metra. 999 Bandaríkin eru stigahœst Kftir að keppni var lokið i gær- kvöldi I 124 greinum á Olympiuleik- unum var hin óopinbera stigatala þjóðanna þannig: 1. Bandarikin 488 2. Sovétrikin 422 3. A-Þýzkaland 340 4. Japan 187 5. V-Þýzkaland 185 6. Ungverjaland 118.5 ■7. Astralia 98 8. italia 88 9. PóIIand 88 10. Búlgaria 81 11. Bretland 70.5 l2.Sviþjóð 69 13. Tékkóslóvakia 50 14. Frakkland 39 15. Rúmenia 39 16. Kanada 32 17. Holland 25 18. Noregur 24 19. Finnland 21 20. Kenýa 19 21. Austurríki 18 22. iran 17.5 23. Sviss 16 24. N-Kórca 15.5 25. Brazilia 13.5 26. Danmörk 12.5 27. Kúba 12.5 28. Mongólia 12.5 29. Tyrkland 10 30 Belgia 9 31. Uganda 7 32. Indland 6 33..lamaika 6 Argentina, Suður-Kórca, Kolom- bia. Libanon, Spánn og Júgóslavia hafa 5 stig, Kþiópia 4, Ekvador og Grikkland 2, Ghana, Thailand, Puerto Rico og Scnegal citt hvcrt. Þriðju verð- laun ítala ó Olympíu leikunum italinn Klaus Dibiasi sigraði i dýfingum af háu bretti á Olympiulcikunum i gær og cr eini maðurinn, sem unniö hefur til verðlaun* á þcssum vettvangi á þrennum Olympiulcikum i röð. Hann hlaut 504,12 stig. Næstur var Richard Jydzc, USA, með 480.75 stig. Þriðji Franco Cagnotto, ítaliu, með 475.83 stig og fjórði Lothar Matthcs, Austur- Þýzkaiandi með 465.75 stig. Enginn rœður við Borsov ó sprettinum Valcry Borsov gerði sér litið fyrir . i gær og sigraði örugglega i 200 m. hlaupinu. Hann bætti þvi öðru gulli i safn sitt — sigraði einnig i 100 m. hlaupinu. Borsov hljóp vegalengd- ina á 20.0 sek. frábær timi með raf- magnstöku, og er fyrsti sprett- hlauparinn, sem sigrar á báðum vegaiengdum frá þvi Bob Morrow, Bandarikjunum, sigraði i Mel- bourne 1956. • Spretthlaupin hafa þvi verið mik- ið áfall fyrir Bandarikin i Munchen — bandariskir spretthlauparar hafa sigrað i 100 m. og 200 m. I sjö af siðustu átta Olympiuleikum. Annar i hlaupinu nú varð Banda- rikjamaðurinn Larry Biack, en italinn Pietro Mennea þriðji.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.