Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 5
Visir. Þriöjudagur 5. september 1972
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Stríð í Ólympíuþorpinu:
HALDA ÍÞRÓTTAFÓLKI
ÍSRAELS í GÍSLINGU
krefjast frelsis fyrir 200 Palestínumenn í ísrael
Myrtu einn
ísraelsmaður var
myrtur i Olympiuþorp-
inu i Miinchen i nótt.
Nokkrir Arabar brut-
ust inn i byggingu sem
þátttakendur frá ísrael
hafa og tóku um
tuttugu gisla. Einn
ísraelsmanna var
drepinn, þegar Arab
arnir brutust inn.
Nokkrir gislanna komust und-
an. Þýzka lögreglan einangraöi
svæöið og hóf samningaviö-
ræður við árásarmenn. Fyrst
var sagt, aö hinn myrti hefði
verið þjálfari hnefaleikamanna.
Olympiuþorpið fylltist af lög-
regluþjónum. Hliðum var lokað.
Willi Daume forseti fram-
kvæmdanefndar leikanna og
aðrir embættismenn leikanna
hröðuðu sér á vettvang.
Arabisku skæruliðarnir kröfð-
ust þess, að 200 Palestinumönn-
um, sem eru i fangelsum i
Israel, yrði sleppt.
Ekki var vitað i morgun
hversu margir arabisku árásar-
mennirnir voru.
Þeir virðast hafa klifrað yfir
girðingu um fimmleytið, en þá
voru ýmsir iþróttamannanna að
fara á fætur.
Þorpið er yfirleitt opið
almenningi.
Héldu, að þetta væri
„iþróttafólk að koma
úr skemmtun”
Lögregla leitaði i öllum bil-
um, sem fóru inn og út úr þorp-
inu. Mannfjöldi safnaðist við
hliðin, þegar fréttist um
árásina.
Simasamband náðist við
stöðvar ísraelsmanna, og einn
þeirra svaraði: ,,Ég get ekki
sagt neitt. Ég er fangi.” Reynd-
ar voru það lögreglumenn, sem
höfðu bannaðhonum að fara úr
herbergi sinu. En aðrir voru
verr komnir. Blaðamaður, sem
komst inn i þorpið, segist hafa
séð mann i rauðri peysu á ann-
arri hæð byggingar ísraels-
manna. Sá hélt á vélbyssu.
íþrótafólk frá Hongkong og
Uruguay býr i sömu byggingu
og Israelsmenn. Arabarnir eru
taldir vera 8-10.
Þýzkur póstmaður kveðst
hafa séð menn klifra yfir girð-
inguna snemma i morgun. Hann
kveðst hafa sagt lögreglunni, en
embættismenn töldu ekki
ástæðu til kviða. „Sennilega
voru þetta iþróttamenn að koma
heim i seinna lagi eftir ein-
hverja skemmtun,” sögðu þeir
þá.
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Pachinan stónucistari.
Pachman
lofað að
fara úr
landi
Bretor biðja
aðrar þjóðir
að taka við
Úgandafólkinu
Bretar hafa skirskot-
að til yfir 50 rikja, meðal
annars Bandarikjanna
og Indlands, að veita að-
stoð við að finna heimili
fyrir fimmtiu þúsund
Asiumennina, sem verið
er að reka frá úganda.
Nokkur riki eru sögð hafa boðið
aðstoð. Hjálparbeiðni brezku
stjórnarinnar var send til Banda-
rikjanna, Suður-Amerikurikja,
aðildarrikja Efnahagsbandalags-
ins, Indlands, Pakistan og
Bangladess.
Utanrikisráðherra Indlands
segir, að Indland kunni að taka
við nokkrum einstaklingum úr
þessum hópi. Kanadamenn segj-
ast munu taka allt að sex þúsund.
Annars hafa undirtektir ekki
verið miklar. Sagt er, að brezka
stjórnin geri sér ekki vonir um, að
öll þessi riki muni taka við Asiu-
mönnum, en stjórnin viil reyna að
fá allan hugsanlegan stuðning i
tilraunum til að telja Amin
Úgandaforseta hughvarf.
Brezka stjórnin er ekki
úrkula vonar um, að Amin kunni
að hætta við brottreksturinn.
Brezka stjórnin hefur heitið að
taka við þessu fólki, en almenn-
ingur i Bretlandi er ekki hrifinn af
að fá það.
Nú er sagt, að margir Asiu-
mannanna muni fallast á að setj-
ast að á Indlandsskaga, að
minnsta kosti fyrst um sinn.
Brezkir embættismenn tala nú
um, að kannski þurfi ekki að taka
við nema um tuttugu þúsund
þessa fólks á Bretlandi.
Robert Carr innanrikisráð-
herra var i allan gærdag á
fundum með sérstakri nefnd um
málið og sir Alec Douglas-Home
utanrikisráðherra. Leitað var úr-
ræða til að taka á móti þessu flóði
landflóttafólks.
Carr fékk stuðning i gær, þegar
niu hótel i London buðu ókeypis
dvöl og atvinnu fyrir 100 Asiu-
menn i þrjá mánuði.
Harold Wilson, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar, hvetur rikis-
stjórnina til að kalla saman sam-
veldisráðstefnu til að aðstoða
Asiumennina og fá alþjóðlegan
„þrýsting” á stjórn Amins i
Úganda.
Eiturlyfjakóngur
fastur í netinu
Bandarísk stjórnvöld
krefjast um 130 milljón
króna tryggingar fyrir
Joseph Ricord, 72ja ára,
fyrrverandi samstarfs-
mann nasistaognú talinn
höfuðpaurinn i margmill-
jón dollara heróinsmygli.
Ricord var framseldur
Bandarikjunum og fluttur flug-
leiðis til New York um helgina.
eftir að hann tapaði langri bar-
áttu sinni gegn framsali i Para-
guay.
Hann er sakaður um að hafa
skipulagt heróinsmygl til
Bandarikjanna. og var heróinið
falið i litlum einkaflugvélum.
Lögreglan telur hann hafa
staðið á bak við smygl um 500
kilóa af eiturlvfjum árlega.
Hann hafði setið i fangelsi i
Paraguay siðan snemma árs
1971.
Stjórnvöld segja. að hann hafi
flúið til Argentinu frá I'rakk-
landi - eftir ósigur nasista.
Franskur dómstóll dæmdi hann
sekan um samvinnu við nasista,
að honum fjarverandi.
Meðvitundarlaus Formósumaður framseldur
Palme hót-
að lífláti
Formósuflóttamaður-
inn Cheng verður liklega
sendur áfram frá Lon-
don til New York i dag.
Komið var með hann
meðvitundarlausan til
London, eftir að hann
hafði verið framseldur
af Svium.
Cheng hefur verið dæmdur fyr-
ir morðtilraun á aðstoðarfor-
sætisráðherra Formósu fyrir
tveimur árum.
Hann fór i hungurverkfall, þeg-
ar hann frétti, að sænsk stjórn-
völd mundu framselja hann og
hann var aðframkominn, er hann
kom til London.
Voru honum gefin lyf, og
hresstist hann nokkuð á Heath-
rowflugvelli i London.
í sambandi við mál þetta var
Olof Palme forsætisráðherra Svi-
þjóðar hótað lifláti, og sagt, að
sprengja mundi granda honum.
Lögreglan hefur ekki viljað veita
frekari upplýsingar um hótunina,
en vörður er við heimili Palmes.
Mótmælaaðgerðir voru gerðar i
Stokkhólmi, þegar hann var flutt-
ur þaðan.
Um eitt hundrað Sviar slógust
við lögreglu á flugvellinum og
töfðu brottför flugvélarinnar.
Tékkóslóvakiski stór-
meistarinn i skák, Ludek
Pachman, hefur beöiö um
leyfi til aö flytjast úr landi
til Vestur-Þýzkalands, að
sögn útgefandans Kurt
Rattmann.
Pachman var eindreginn stuðn-
ingsmaður Alexander Dubceks á
sinum tima.
Itattmann, sem er skákblaða-
útgefandi, sagði blaðamönnum,
að hann hefði hitt Pachman i
Tékkóslóvakiu i fyrri viku. Pach-
man var látinn laus úr fangelsi
fyrir nokkrum mánuðum, en þar
hafði hann afplánað dóm fyrir
andóf gegn hernámi Sovétmanna.
Hann var ritstjóri blaðsins Re-
porter, málgagns blaðamanna-
samtaka Tékkóslóvakiu, sem var
bannað eftir innrás Varsjár-
bandalagsrikja árið 1968.
Pachman sagði Rattmann, að
hann hefði beðið um leyfi til að
flytjast úr landi, eftir að stjórn-
völd i Prag gáfu i skyn, að honum
yrði leyft það.
Þegar Pachman hefði fengið
leyfið, mundi hann fara til Ham-
borgar og siðan til Solingen, þar
sem allmargir fyrrverandi skák-
meistarar Austur-Evrópu hafa
setzt að eftir flótta að heiman.
1
Ahlaup ó kanslaraefni
Ritstjóri timaritsins Der Spieg- Augstein hefur gert marga
el hyggst bjóða sig fram fyrir hriðina að kristilegum demókröt-
frjálsa dcmókrata i kjördæmi um. scm margir spá sigri i kosn-
Rain.er Barzels kanslaraefnis ingunum i Vestur-Þýzkalandi i
kristilegra demókrata haust.
RainerBarzel