Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 2
I, 2 VÍSBSm: Búist þér við löngu þorskastriði? Jóhannes Kf{}{crtsson, verka- maður: Já. Það eru fleiri þjóðir við að eiga núna heldur en 1958. 5 ár alveg lágmark gæti ég trúað. Ætli verði ekki að stöðva striðið með alþjóðasamningum. l.inda Sigurðardóttir, skrifstoiu- stúlka: ícg veit það eiginlega ekki. Hef ekkert fylgzt með þessum landhelgismálum að undanlörnu. óskar Kinarsson, slarfsmanna- stjóri: Nei. Þetta verður sona háll's eða eins árs nudd, þá gefast Brelar upp. Itaguar Itagnarsson, nemandi: Nei. Kg býst við nokkrum mánuðum. Kl' það er ekki búið þá verður að reyna einhverja samninga i málinu. (iunnar Jónsson,húsvörður: Nei. Það má búast við að þetta taki svona mánuð. Minnsta kosti vona ég það verði ekki lengra. Þeir þreytast á þessu Bretagreyin, og halda þetta aldrei lengi út. Magnús Björnsson, kennari: Já. Ætli það verði ekki i 3 ár. Bretar gefast ekki upp fyrr en i fulla hnefana. Þeir sættast ekki á neinar samningaleiðir. Visir. Þriðjudagur 5. scptember 1972 UGGVÆNLEGAR HORFUR í HRAÐFRYSTIIÐNAÐINUM — Frystihúsin hafa fengið 15% minni afla til vinnslu og mun verðminni fisk Slóraukinn reksturskostnaður, minnkandi afli og stórfelldur samdráltur i þorskveiðum hcfur orM þess valdandi að rekstraraf- konu velflestra frystihúsanna er iiú ógnað. Ilafa sum frystihús verið rekin með stórtapi undan- farna mánuði og rekstrar- slöðvun yfirvofandi hjá nokkrum þeirra. Visir hafði samband við fjöl- marga aöila sem afskipti hafa beint og óbeint af rekstri frysti- húsa. Kom þeim saman um að út- litið væri mjög slæmt. „Það sem af er þessu ári hafa frystihúsin lengið um 15% minni afla til vinnslu heldur en á sama tima i fyrra” sagði Arni Benediktsson hjá StS. „En það er ekki nóg með þaö aðaflinn hafi minnkað, heldur sést þorskur varla lengur né aðrar verðmætar tegundir. t vetur var reiknað með að meðal- útkoma frystihúsa stæði á núlli, en siðan hafa vafalaust sum farið niður fyrir það mark. Nú er óopinber nefnd að kanna afkomu um 20 fyrirtækja af 100 og ætti þá að koma i ljós hver staða frysti- húsanna er þegar þeirri könnun er lokið. En það er mjög ljótt hljóðið i mörgum” sagði Arni. Haukur Helgason bankafulltrúi er formaður þessarar nefndar. Hann sagði i samtali við Visi aö litið væri um málið að segja enn- þá. Nefndin hefur haldið tvo fundi og unnið er að gagnasöfnun frá öllum frystihúsum á landinu. „Samkvæmt þeim upplýsing- um sem varaformaðurSölumið- stöðvarinnar hefur gefið, vantar 15% uppá að fob útflutningsverö á frystum sjávarafurðum standi undir kostnaði” sagði Guð- mundur H. Garðarsson hjá SH. „Fiskblokkin hefur ekki hækkað á Bandarikjamarkaði undanfarna mán. og nokkrar verðhækkanir á flökum bæta litið úr, þar sem ekki er um aö ræða stóran hlut af heildinni. Samdráttur er i afla og framleiðslu og það eru einkum verðminni fisktegundir sem koma til vinnslu. Frystihúsin eru nú velflest rekin með tapi og það gefur auga leið að þau hafa enga peninga til að leggja i þær endur- bætur sem nauðsynlegar eru vegna markaðarins i Bandarikj- unum. Þær framkvæmdir munu kosta um tvö þúsund milljónir samanlagt” sagði Guðmundur. Gisli Konráðsson forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa sagöi afla togaranna eingöngu vera karfa og ufsa. Þetta væri smár fiskur og 'þvi mjög dýr í vinnslu. Þorskurinn sæist vart og ýsan hefði ekki sézt i háa herrans tið. „Það er auðséð að ekki veitir af verndun ef ekki á að fara enn verr.” Hraðfrystihús ÚA hefur verið rekið með tapi undanfarna mánuði. Þá hafði blaðið samband við Þorstein Arnalds hjá BÚR og einnig Ingvar Vilhjálmsson. Þeir tóku i sama streng og aðrir. Einnig minntu þeir á, að búið er að framleiða uppi sölusamninga á karfa til Rússlands og birgðir hlaðast upp. Ingvar sagði að ís- björninn pakkaði nú karfaflökum fyrir Amerikumarkað en mun dýrara væri að vinna í þær pakkningar. -SG Kennarar segjast misrétti beittir — og vilja fá fulla dagpeninga fyrir námskeið og launaflokkshœkkun fyrir framhaldsmenntun 130 kennarar sem nú sækja núinskciö i K.vik, hafa scnt fjúnnúlarúðherra. Halldóri E. Sigurðssyni, úlyktun, þar sem segir, að fúrúnleg sé sú regla sein gildir um kemiaranúmskeið. að kennarar fúi aðeins 500 krónur ú dag til uppihalds. Þessar 500 krónur seni kennarar fú, eru að- eins liluti af dagpeningum ann- arra opinberra starfsmanna. „Hvers vegna eru kennarar settir sltör lægra”? spyrja kenn ararnir, sem kenna á barna- og unglingastigi. „Benda má ráðamönnum rikis- ins á, að aðrir opinberir starfs- menn sækja námskeið og skóla á vinnutima og halda fullum laun- um, en kennarar sækja námskeið i fritima sinum, og aðeins þeir kennarar sem búa i 25 km fjar- lægð eða meira frá námskeiös- stað, fá þetta brot af dagpening um annarra opinberra starfs- manna. Þeir sem búa nær, þurfa engu að siður að leggja i talsverð- an kostnað námsins vegna”. Þá krefjast kennarar þess að viðbótarmenntun þeirra skuli metin til almennrar launahækk- unar. „...kennarar krefjast þess aö viss fjöldi stiga, sem námskeið veita þeim, verði skoðuð sem hækkun i launaflokkum”. Sem stendur, hefur barnakenn- ari ekki möguleika á að komast hærra i launastiganum en i 18. launafl. og skiptir þá engu hve mjög hann hefur lagt sig fram um að afla sér viðbótarmenntunar. — GG „Feitasta" embœtti landsins megrast verða tekjur af innheimtu teknar af Tollstjóraembœttinu? Tollstjóraembættið hetur sem kunnugt er verið eitt ,,feitasta'' embætti lands- ins þar sem það hefur tekjur af innheimtu ríkis- ins, eins og önnur opinber innheimtuembætti. Hafa þessar auka tekjur skipt fleiri hundruðum þúsunda árlega. Nú hefur Tollstjóraembættið verið auglýst laust til umsóknar og sóttu ekki færri en 12 um það. Það er hins vegar ekki vist að hinn nýi tollstjóri hafi eins drjúg- ar sporzlur og forveri hans i starfinu, þvi að nú er verið að endurskoða lög um tekjur opin- berra innheimtumanna af rikis- innheimtunni. Nýr Tollstjóri tek- ur til starfa um áramótin og á þá að vera búið að ganga endanlega frá nýjum lögum um tekjur emb- ættisins. Veröi tekjur af inn- heimtu lagðar niður i þessu emb- ætti, fylgja m.a. allir sýslumenn landsins i kjölfarið, en þeir hafa til þessa haft aukatekjur af inn- heimtunni, eins og Tollstjóri. Er gert ráð fyrir að mjög bráðlega verði skýrt frá þvi hver verður hinn nýi Tollstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.