Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 16
VÍSIR Þri^judagur 5. scptember 1972 Fischer og Spasskí hjá forsetanum í dag Þeir Kischer og Spasskí hafa þegih heimhoh forseta tslands og ■nunu þeir koma til Bessastaða i dag klukkan 17. Meðal gcsla i þcssu liófi verða scndiherra Sovétrik janna og scndif ulltrúi Bandarikjanna. Kinnig er reiknað með ýmsum þekktum skákmönnum, innlend- um og erlendum. Vill verzla við þjófana ,,Kg vil gjarnan eiga viðskipti við þessa þjófa — þeir stálu nefni- lega helmingnum af forláta út- varpsla>ki úr Bensinum minum aðfararnótl laugardagsins. Kg vil annað hvort fá þennan hluta aftur, svo ég geti notað útvarpið — eða þá selja þeim þann helming seni ég held eftir — dýru verði vilanlega. 1» v i vilji mennirnir hrúka ta'kið, þá verða þeir að fá þann hlutann sem ég held eftir”. I»að var kaupmaður einn i (írjótaþorpinu, sem varð illa fyrir Intrðinu á þjófum um helgina. ,.1'eir brutu allar rúður i Bens- inum minunt til þess að komast að ta'kinu. Cátu svo ekki stolið þvi almennilega, enda hafa þeir ef- laust verið fullir. eins og þjófa er siður hér á landi. Nú vil ég höfða til þeirra betri manns, ef einhver er, og biðja þá að koma að Bröttu- götu :IB með útvarpshelminginn eða til að kttupa það sem þá vantar i ta'kið. I>eir la þetta hvergi hérlendis nema hjá mér '. CC Jöfnuður skórri — en líka minni birgðir Vöruskiptajöfnuðurinn er ekki eins óhagstæður og liann var á sama tima i fyrra. Við vorum i ininus um rúmlega 150« milljónir fram til júliloka i ár, en á sama timabili i fyrra var miiiusinn rúinar 2200 milijónir. Hins vegar verður að taka tillit til þess, að birgðir safnast ekki jafn mikið fyrir og i fyrra. Þá hlóðust upp birgðir útflutnings- vöru, sjávarafurða og áls. Nú hefur miklu minna saínazt af þessum birgðum og mun birgða- söfnun vera um 900 milljónum minni á sjávarafurðum en þá. Þetta þýðir, að staöan hefur ekki lagazt sem tölum um vöru- skipta jöfnuð nemur, þvi að minna er eftir af birgðum, sem selja mætti siöar. — HH Gjaldeyris- sjóður yfir 5 milljarða Cjalde.vrisstaðan er orðið hag- stæð um rúma fimm milljarða króna. Hún batnaöi um 511 milljónir i júli, en lán, sem inn komu i mánuðinum, gera rúmar :100 milljónir af þvi. Gjaldeyris,,sjóður” lands- manna var i lok júli 5.078 milljón- ir króna. Lán, sem inn komu, voru greiöslur vegna láns rikissjóðs vegna Straumsvikurhafnar, um 330 milljónir. — HH í BERJAMÓ SKOTÁRÁS — mannlaus úlpan sundurskotin Maður einn hrósaði happi yfir þvi að vera ekki i úlpunni sinni, meðan hann var i berjamó skammt frá Þingvöllum á laugar- daginn. Fyrir bragðið hélt hann lifi sinu. Úlpan varð nefnilega fyrir hatrammri skotárás, sem linnti ekki fyrr en úlpan var eins og sáld á að lita, eftir 60-70 hagla- skot. Maðurinn hafði sett úlpuna yfirsmádót, sem hann lagöi frá sér, meðan hann fór að tina ber- in. Til þess að finna dótið örugg- lega aftur, setti hann það upp á vöröu. En hann var ekki kominn langt i burtu, þegar drynjandi skothrina rauf kyrrð náttúrunn- ar — og það örskammt frá hon- um. Sá hann þá, hvar komnir voru nokkrir menn saman á dökk- gráum jeppa og beindu þeir haglabyssum sinum að vörð- unni. Skaut hver i kapp viö ann- an og var engu likara en strið hefði brotizt út. Úlpueigandinn æpti og veifaði öllum skönkum, bæði til þess að reyna að bjarga úlpunni og svo eigin skinni, en hinir héldu skot- hriöinni uppi, þar til þeir virtust leiðir orðnir og vissir um örlög skotmarksins. En þá skunduðu þeir burtu og náði eigandi úlp- unnar ekki þeirra fundi. Úlpu- tætlanna væri nær að segja, þvi að sú flik gat ekki talizt til fatnaöar lengur. Einhvern veginn eirði maður: inn ekki lengur við berjatinslu á þessum vigstöðvum og hélt heim til Reykjavikur, þar sem hann kærði framferði skot- mannanna til lögreglunnar. — GP 70% gagnfrœðaskóla- kennara réttindalausir — 100 réttindalausir barnakennarar Kennaraskortur hrjáir jafnan landsbyggöina. Þeir i Fræöslu- deild Mennta málaráðuneytisins eru þessa dagana önnum kafnir við að reyna að útvega hinum ýmsu byggðarlögum kennara — og dæmi eru um að skólastjóra og nokkra kennara vanti á stöku stað. Til dæmis vantaði til skamms tima skólastjóra og átta krnnara að barnaskólanum . á Kskifirði. Nú hafa ráðizt þangað l'jórir kennarar, en skóiastjórann vantar enn. Af þeim 196 kennurum, sem út- skrifuðust i vor úr 4. bekk Kenn- araskóla fslands, stúdentadeild og handavinnukennaradeild, sótti aðeins 31 um stöðu, eða 15,8%, að þvi er Sigurður Helgason hjá Fræðsludeildinni tjáði Visi i morgun. ,,Ég hélt satt að segja fyrir nokkru, að ástandið hefði sjaldan eða aldrei verið svartara”, sagði Sigurður, ,,en þetta er nú að skriða saman þessa dagana. Við höfum sett eða skipað kennara i um 500 stöður i sumar. Mest er um að ræða tilfærslu á milli, eða setningu réttindalausra kennara i stöður.” Réttindalausir barnakennarar eru kringum 100 á landinu núna, en lögum samkvæmt verður að auglýsa stöður þeirra lausar til umsóknar á hverju ári. A gagn- fræðastiginu er ástandið enn verra. Sagði Sigurður Helgason, að réttindalausir gagnfræða- skólakennarar væru um 70% allra kennara við það fræðslustig. „Flestir eru stúdentar. Fólk sem fer ekki strax i háskóla, eða sleppir úr einu ári”. Arlega þarf Fræösludeildin að fara mikla herferð til að útvega kennara út á land. Stöður eru oft auglýstar tvisvar eða oftar — og eins og undanfarin ár, er það ekki fyrr en i „seinni leit”, sem tekst að útvega sumum skólum eða byggðarlögum kennara. Og þá þvi miður án tilskylinna réttinda. Hvernig á þvi stendur, að að- eins 31 kennari af 196, sem útskrifuðust i vor er leið, sækja um, er ekki gott að segja. Mjög margir, sem náð hafa prófi úr al- mennum 4. bekk Kennaraskól- ans, halda áfram námi. Setjast i menntadeild og krækja sér i stú- dentspróf. Fara siðan i háskóla og koma kannski aldrei nálægt kennslu. Og stór hluti nýrra kenn- ara getur ekki til þess hugsað að hefja kennslu utan Reykjavfkur- svæðisins og hverfur til ýmissa annarra starfa. „Ég þori ekki enn a fullyrða um i hve margar stöður vantar kenn- ara á þessu hausti” sagði Sigurð ur, „þetta er að ganga saman núna og næstu vikur og þá skýrist ástandið aðeins”. — GG Las Vegas vill halda nœsta einvígi: VIKINGATAFLIÐ Mágnús Olafsson situr yfir Vfkingatafli sinu sem hann fann upp fyrir um tuttugu árum siðan. Hann gaf Skáksambandi ts- lands tvii sett af þessu sérkennilega tafli sem þeir sfðan gáfu Fischer og Spasski. Vikingatafliö er að þvi leyti frábrugðið venjulegu manntafli að það hefur 85 reiti sexkantaða og tveimur peðuin nieira auk „Vfkingsins" sem taflið dregur nafn sitt af. Magnús hcfur fengið einkalcyfi á þessari uppfinningu sinni f Bretlandi. Vikingataflið er til sölu hjá Magnúsi og kostar um 3000 króiiur. GF Býður 90 millj- verðlaun omr i ,,Það hefur borizt til- boð frá aðilum i Las Vegas, spilaborginni frægu, þar sem þeir SUF hœkkar aldurstak- mörkin aftur! Fjórðungur Rvíkurfulltrúa kom ekki, að sögn Ólafs Ragnars Vfnstri armurinn réði löguni og lofuni á þingi Sambands ungra Framsóknarmánna á Akureyri. Töluverður liluti fulltrúa FUF i Beykjavik kom ekki á þingiö, og sagði ólafur Ragnar Grimsson, . aðalforingi vinstri mannanna, að það hefði verið fjórðungur af 50 Keykjavikurfulltrúum seni lét sig vanta. Ólafur sagði. að Alfreð Þor- steinsson borgarfulltrúi og Tómas Karlsson ritstjóri hefðu verið i forystu þeirra. sem hefðu talið þingið ólöglegt. Þeir vitnuöu t'l samþykktar fyrri sambands- þingsum lækkun aldurstakmarka úr 35ár i 30 og sögðu. að fulltrúar hefðu verið ólöglega kjörnir á þingið. þar sem margir þeirra va>ru eldri en 30 ára. Kjörbréfa- nefnd þingsins hafnaði þessum skoðunum og taldi. að lækkun hefði ekki átt að koma til fram- kvæma fyrr en i lok þessa þings. Væri þingið þvi löglegt. Olafur taldi. að stjórnarfundur FliF i Reykjavik. sem andmælti þinginu, hefði ekki verið boðaður öllum stjórnarmönnum. For- maður félagsins Þorsteinn Geirs- son lögfr. var erlendis og kom á SUF þingið. Á þingið komu 192 fulltrúar af rúmlega 200, sem áttu þar sæti. Þingið samþykkti svo að hækka aldurstakmarkið upp i 35 ár. Olafur taldi. að þingið hefði verið merkt skref i þá átt. að Framsóknarflokkurinn yrði gerður vinstri flokkur framtiðar- innar. Um þann draum Ölafs er mikill ágreiningur og eldri for- ystumenn flokksins ekki of hrinfnir af honum. Þingið samþykkti harða vinstri stefnu i öllum málum og lýsti yfir fylgi við sameiningu ..jafnaðar- og samvinnumanna” landsins i einnflokk. -HH bjóðast til þess að skipu- leggja annað einvigi milli Fischers og Spasskýs og bjóða 1 milljón dala i verðlaun,” sagði júgóslavneski skákrithöfundurinn, Dimitrijé Bélica, i sam- tali við Visi i gær. „Þessi orörómur hefur verið á kreikii nokkra daga, en enginn hérna hjá skáksambandinu kann- ast við að þeim hafi borizt slikt tilboð,” sagði Asgeir Friöjónsson, varaforseti Skáksambands Is- lands, aðspuröur um, hvað mundi hæft i þessu. „Ég hef heyrt orðróm um þetta, en það hefur aö minu viti enginn úr okkar hópi fengið skilaboð eða orðsendingu um þetta efni. Eftir þvi sem ég kemst næst, er þetta aðeins laus kvittur,” sagöi bandariski stórmeistarinn, séra Lombardy, aðstoðarmaður Fischers. Júgóslavinn Bélica bar landa sinn, stórmeistarann. Gligoric, fyrir fréttinni um Las Vegas-til- boðið, en engin staðfesting hefur fengist fyrir þvi að þetta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.