Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Þriftjudagur 5. september 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Áuglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Ferðamálin: Hægan nú! Flestir munu vera sammála um, að sterkari skákmaðurinn hafi sigrað i heimsmeistaraeinvig- inu, þótt taflmennska Spasskis hafi á köflum bent til þess, að hann væri ekki i sinu bezta formi. Fischer er vel að sigrinum kominn. Þegar hann nú hverfur til heimalands sins, fylgja honum beztu árnaðar- óskir Islendinga. Við erfum ekki þau leiðindaatvik, sem fylgdu þessu einvigi aldarinnar. Hitt munum við betur, að einvigið og einkum þó aðild Fischers að þvi hefur gert garðinn frægan, svo sem ótal dæmi sanna. Við reiknum með, að einvigið muni óbeint stuðla að verulega auknum fjölda ferðamanna hér á næstu árum. Við erum mikið i fréttunum um þessar mundir. Einviginu var varla lokið, þegar þorskastriðið út af 50 milna fiskveiðilögsögunni hófst. Um þessar mundir erum við fyrst og fremst að hugsa um óviss- una og hætturnar framundan og hvernig okkur muni takast að fylgja málstað okkar eftir. En siðar munum við taka eftir þeim hliðaráhrifum málsins, að skrifin erlendis um það munu vekja forvitni fólks og stuðla að auknum straumi ferðamanna til lands- ins. Meðan á öllum þessum ósköpum stendur erum við með aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum að skipu- leggja töluverða útþenslu i þjónustu við ferðamenn. Skilyrðin fyrir sliku starfi eru einstaklega hagstæð um þessar mundir, er landið hefur á stuttum tima fengið meiri kynningu en það hafði fengið saman- lagt fram að þeim tima, er skákeinvigið var að hefj- ast. Það má þvi reikna með, að ferðamönnum muni á næstu árum fjölga að minnsta kosti jafnört og á nokkrum undanförnum árum. Nú þegar eru hinir erlendu ferðamenn orðnir svo margir, að úti'i nátt- úru landsins eru þeir orðnir fjölmennari en islenzkir ferðamenn. Þessi munur á enn eftir að aukast á næstu árum. Jafnan hefur það verið talinn skynsamra manna háttur að rasa ekki um ráð fram. Við megum ekki einblina á þá búbót, sem ferðamennirnir eru okkur. Við verðum einnig að leysa þau vandamál, sem þeir færa okkur á hendur. Og þau eru óneitanlega af ýmsu tagi og sum ekki auðveld viðureignar. Kyrrð, viðátta og sérkennileiki islenzkrar náttúru ásamt veiðinni i ám og vötnum eru gifurleg verð- mæti, sem við viljum njóta. Þvi meira sem erlend- um ferðamönnum fjölgar, þeim mun minna höfum við fyrir okkur, bæði af veiði, kyrrð og fegurð i nátt- úrunni. Ýmsir vinsælir ferðamannastaðir liggja beinlinis undir skemmdum, t.d. Landmannalaugar. Það eru vissulega ekki aðeins útlendingar, sem skemmdun- um valda, en þeir eru þó orðnir nú þegar fjölmenn- ari en íslendingar á þessum stöðum. Hér er á ferð- inni alvarleg þróun, sem við verðum að stöðva nú þegar, þótt það kosti mikið fé. Við búum við hvimleitt kerfi niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum, aðallega til að gera stjórnvöld- um kleift að falsa visitöluna. Fyrir bragðið borgum við með þeim mat, sem erlendir ferðamenn neyta hér. Það er þvi engin furða, þótt menn stynji undan skattbyrðinni, þegar tugir milljóna fara i að borga niður mat fyrir ört vaxandi ferðamannastraum. Slik atriði verðum við að flytja fram i sviðsljósið og ana ekki áfram eins og apar i ferðamálunum. Mannlífíð fíeytifullt af kreppu og dauða — pyntingar og verðbólga GUÐ ER IRlíNDIS llann átti sér konu. scm hcfur mcira fylf'i i dag, tuttugu árum cftir dauða sinn. cn hún þó hafði áður. Ilann licfur sjálfur cin- drcf'nari stuðninj' þjóðar sinnar (‘n hann hafði i lorsotatið sinni lyrir sautján árum. Ilann nýtur ckki aðcins fylf'is vcrkamanna, hcldur á liann ákafa fylgjcndur hvarvctna. Gjaldmiðillinn pesó er verr Argentinumanna. Sögur gengu- fjöllum hærra um frækni hennar i kynlifi. Juan Peron naut góðs af og efldi imynd sina sem hinn sanni karlmaður i rómverskum anda. Hetta fullkomna par beið ósigur, ekki fyrir uppreisn al- mennings, jafnvel ekki herfor- ingja. heldur fyrir krabbameini. Tuttugu og niu ára var hún að dauða komin úr krabbameini i Vcrður umit að flctta ofan af guðdóminum, þegar hann kemur nógu ná- lægt? — Juan Peron. kominn en islenzka krónan. Að- eins 5 pesó þurfti fyrir dollarann árið 1947. en 1100 i vor. Petta er dálagleg gengisfelling og eigum við mikið eftir á islandi. Atvinnu- lcysi er mikið. Stjórnmálalifinu er likt við maurasamfélag eða Af- rikuættarsamfélag: Atburðarikt. fleytifullt af dauða og kreppu. Pyntingar eru tiðkaðar. Skæruliðaflokkar vaða uppi i öll- um regnbogans litum. Argentina kallar enn á guð sinn. Juan Peron, sem lifir i makindum á Spáni. legi. Hún lézt við þjáningar nokkrum árum siðar. og lik henn- ar var smurt með fullkomnustu tækni. Juan Peron náði fyrir skömmu til sin likinu, og hefur það hjá sér á Spáni. Juan þreifst llllllllllll fflti! Evita sorgmædd yfir auð- legðinni Hún lézt 33ja ára. Hún var af fátækum komin. óskilgetin. Fyrstu tiu ár ævinnar bjó hún i eins herbergis húsi. Hún varð leikkona. Rödd hennar var slæm. Brjóstin litil. fótleggir sverir. En hún hitti Juan Peron. Juan var afl. llann stjórnaði landinu sem einra'ðisherra <þó með forsetakosningum) frá 1946 til 1955. Pað varð upphaf ..perón- ismans". sem erfitt er að skil- greina. hvort var ...fasismi" eða ..sósialismi". Dýrlingur fólksins var Evita. Hún hataðist við auð- inn. ..Ég var mjög sorgmædd." sagði hún oft." þegar ég gerði mér fyrst grein fyrir þvi. að i heiminum var auðlegð og fátækt. Ekki. að fáta'kt skyldi vera til. heldur að við hlið hennar var auð- legð." Evita varð guðsmóöir hinna fáta'ki. Hún var leiðtogi ..perónistabyltingarinnar" svo- kölluðu. Hún lagði nótt við dag við samskot handa hinum fátæku. Hún vildi gefa verkalýðsfélögun- um vopn. þegar herinn varö ókyrr. Eiginmaður hennar lét lögregluna hafa vopnin. sem hún safnaði. Uröu pólitisk kyntákn. llún var einnig kyntákn Umsjón: Haukur Helgason ekki án Evitu. og herinn steypti honum. En fylgi þessa sjötiu og sex ára einfæðisherra hefur vaxið i fjarveru hans. enda flest á aftur- fótunum siðan hann fór. Getraunavinningur afstýröi byltingu Sagt er að vinningar i knatt- spyrnugetraun hafi hindrað bylt- ingu i april. Verkamaður vann tugmilljónir ísl. króna. og við það hresstist alþýðan. Eins og á is- landi. en af meiri neyð. lifir þjóð- in i von um happdrættisvinning. Skæruliðar stunda gripdeildir úti um allt landið. Sumir eru perónistaraðrir kommúnistar, og reyndar af öllu sauðahúsi. Þeir hafa myrt ýmsa forystumenn. Tekjur hafa þeir nógar af banka- ránum. Stjórnin svarar með pyntingum. ,,Perónismi er aö segjast vera perónisti" ..Óvinir okkar. blindaðir af ofsa, steyptu mér. Herforingjar stjórna. en enginn hlýðir i raun- inni. Stjórnmálakreppa nálgast. Dýrlingur alþýðunnar og kyntákn — Evita Efnahagurinn sem skrifst.menn stýra, versnar óðum. Stjórnleysi ógnar. Einræðisherrarnir, sem vita ekki of mikið, og ekki einu sinni, hvert þeir eru að fara, fara úr einni kreppunni i aðra, og munu loks veröa vegvilltir á veginum, sem liggur út i bláinn. ..Svo reit Juan Peron um eftir- menn sina” Þetta hefur ekki verið fjarri lagi. Slikur er máttur ,,guðsins” i út- legð, sem litið sýnir i liferni sinu þess merki, að hann sé „maður alþýðunnar”, að herforingjar hvika. Þeir buðu honum nú siðast að taka þátt i forsetakosningum og skyldi hann segja já eða nei fyrir 25 ágúst. Peron hirti ekki um það. Sagðist kom . i október. Herforingjar leita bragða til að gera hvort tveggja. Bliðka þjóð- ina með þvi að vera góðir við Juan Peron og hindra, að hann taki af þeim völdin. Herforinginn Lanusse, sem er siðasta útgáfan af endalausri röð herforingja sem stvrt hafa siðan Juan hraktist i útlegð, vill láta menn kjósa i landinu. Ástandið getur varla orðið verra. Jafnvel yfirstéttin gamla er að gefast upp, og eru herforingjar þó til þess við völd. að hún haldi sinu. Fjármagn yfir- stéttarinnar streymir úrlandinu. Menn óttast stjórnarbreytingu og ugga um sinn hag, þótt slikt gerðist ekki. Verðbólgan varð 37 prósent fyrra helming ársins. Lika það er meira en við höfum gert bezt. Perónistar hafa gertbandalag við samsafn flokka, kristilega demó- krata, kommúnista og sósialista. Herforingjar þurfa að hrökkva eða stökkva. Eiga þeir að ganga á bak loforðanna um að leyfa Peron að taka þátt i kosningum og hljóta reiði þjóðarinnar? Eða eiga þeir að hætta á að leyfa gamla manninum að koma heim og treysta þvi, að menn styðji hann siður. þegar hann er þar kominn. Geta þeir flett ofan af guðinum. þegar hann er kominn nógu nálægt? Á þvi veltur þróunin. Argentina gæti orðið nokkurs konar eftir- mynd Chile. þar sem marxisti varð forseti. Þó með breyttum lit. Hvað er perónismi? „Það er að fylgja alþýðunni”, segja perón- istar. „Það er ekki kommúnismi, ekki sósialismi. ekki fasismi. Perónismi er það að segjast vera perónisti”. Pcron liefur fcngið smurt likið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.