Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 3
Vísir. Þriftjudagur 5. septcmber 1972 3 „Ekki hreykin af Fischer" Rœtt við bandaríska stúdenta um landhelgi og skók Michael I’rice — Landhelgismálið virðist vekja litla athygli heima ,/Ég hafði ekki heyrt um að þið islendingar hefðuð veriö að færa út landhelg- ina fyrr en daginn sem ég kom hingað. Þá rakst ég einhvers staðar á New York Times og las um landhelg- ina þar. Ég hef þvi litla skoðun myndað mér um málið, en ég veit að land- helgin er mikilvæg fyrir báða aðila". Svo sagði einn af þeim banda: risku stúdentum. Michael O.Kane, sem dvöldu hér i tvo daga á leið sinni til Kaupmanna- hafnar. þar sem þeir hyggja á ferkara nám. Stúdentarnir voru 50 að tölu og dvöldu á Hótel Loft- leiðum. þar til klukkan sjö i morgun. er haldið var utan. Kn Michael O'Kane tók það þó fram að hann væri frá Chicago og þar hefði hann ekkert orðið var við skrif um landhelgina. ..Kn ég hef aftur á móti fylgzt með skákinni og þó að ég sé ánægður yfir þvi að Hischer skyldi vinna. þá finnst mér það sama og flestum heima. að það ætti að gera eitthvað við hann. Hann er satt að segja ruglaður”. Kn þrátt fyrir það að hann vissi litið sem ekkert um landhelgina. vissi hann ýmislegt um island. Hann hafði lesið mikið um landið og kynnt sér tungumálið og rúna- stafi. ..Oskaplega rignir hérna hjá ykkur. rignir alltaf svona?”, sagði annar ungur stúdent, Michael Frice. sem vissi nokkuð meira um okkar stórmál, land- helgina og skákina. ,,Ég veit ekki hvaðskal segja um útfærslu land- TRÚBROT AÐ HÆTTA - sextett rís upp í þess stað Kftir að h_afa slcgið öll pop- plötu sölumct hérlendis mcð plötu sinni, Mandala. hcfur hljómsveit- in Trúbrot nú ákveðið að hætta störfum frá og með 7. október næstkomandi. ..Okkur fjórum i hljómsveitinni þótti samstarfið okkar vera að þvi komið að staðna og rétt að rcyna eitthvað nýtt.” sagði Gunnar .1 ökull i við- tali við Visi i morgun. Gunnar verður raunar ekki sjálfur með i hljómsveitinni nýju, sem nú æfir af fullum krafti. ,,Ég er að hugsa um að draga mig i hlé frá trommuleik um stundarsakir að minnsta kosti,” sagði hann. Kn hvað hann hyggðist taka sér fyrir hendur þess i stað vildi hann ekki láta uppi. Þó býður okkur i grun, að þar sé um að ræða kaupsýslu eða umboðsstörf af einhverju tagi. Jökullinn er nefnilega sá Trúbrotsfélaganna. sem sýndi þeim hliðum mála einna mestan áhuga og vann vasklega að þeim störfum i þágu hljómsveitarinn- ar. Það er aftur á móti að segja af þeim hinum, Rúnari Júliussyni, Gunnari Þórðarsyni og Magnúsi Kjartanssyni. að þeir hafa tekið upp æfingar með öðrum þrem kunnum hljómlistarmönnum úr popp-heiminumÞeir eru Ari Jóns- son og Vignir Bergman úr hljóm- sveitinni Roof Tops og svo Kngil- bert Jenssen, sem fram til þessa hefur leikið með hljómsveitinni Haukum. en öðlaðist fyrst frægð fyrir söng og trommuleik með Hljómum hér forðum daga,svo ekki er hann með öllu ókunnur þeim Rúnari og Gunnari, sem einnig léku og sungu með þeirri hljómsveit. Kkki er enn vitað hver afdrif Roof Tops kunna að verða, en hitt er vitað, aö Haukar hafa hætt störfum. i viðtalinu við Gunnar Jökul kom fram, að Mandöluplata Trú- brots hafi nú selzt í sem næst 3500 eintökum. Kr nú beðið eftir einni sendingu til viðbótar, en salan virðist ætla að komast léttilega yfir 4000 eintök. Fyrri plata Trú- brots....lifun” seldist i 3000 ein- tökum og taldist það mjög gott. Nú þurfti að minnsta kosti sömu sölu til að greiða kostnaðinn við gerð plötunnar. Kn, sem sagt. Trúbrot er að hætta engu að siður! -ÞJM Jens Enevoldsen: Fjármálamenn á bak við einvígið i grein sem danski skákrithöf- undurinn Jens Enevoldsen skrif- aði nýlega i Politiken segir hann m.a. að ýmsir fjársterkir ein- stakiingar hafi lagt liönd á plóg- inn i peningamálum Skáksam- bandins. Nefnir hann engin nöfn en telur aö þessir menn hafi lagt sitt af mörkum til að gera einvig- ið að veruleika. Enevoldssen varðist allra upp- lýsinga þegrblm. Visis hitti hann að máli i Höllinni i gærdag. Hann sagðist aðeins hafa þetta fyrir vist og þekkja að minnsta kosti einn auðjöfur hérlendis persónu- lega sem legði fram stórfé til ein- vigisins. Freysteinn Jóhannsson, blaða- fulltrúi Sl, kvað þetta alrangt, en sagði aö ýmsir aðilar hefðu verið Skáksambandinu hjálplegir og greitt götu þess á margan hátt. En að þeir hafi haldið einviginu uppi eins og Enevoldsen ályktar, sagði hann vera „hreina firru” GF Óvenjulega mikið flug til Grœnlands Stöðugt fjölgar íslendingum Þrjár ferðir á vegum Flug- félags islands veröa farnar til Grænlands i dag, en ekki hafa veriö farnar svo margar feröir áður á einum degi. i gær voru flognar tvær ferðir tii Grænlands, meö 80 farþega allt i aUt, en Fokker Friendship vél þeirra tek- ur 40 farþega. Þær ferðir sem farnar verða i dag eru leiguferðir, og er það sænskur rannsóknarleiðangur, Lindblom Explorer Actic Criese og leiðangur frá Glasgow. Verða flognar tvær ferðir til Meistara- víkur en ein ferð til Kulusuk. Alls hafa verið farnar 12 ferðir i sumar á slóðir hinna fornu is- lendingabyggða á Narssarass- uaq, eða Stóru Sléttu, en 22 ferðir hafa verið farnar til Kulusuk, en það eru dagsferðir. Slíkar ferðir i þessu formi hafa verið farnar á vegum Flugfélags- ins siöan 1960, og eykst fjöldi Is- lendinga stöðugt i þessum ferðum Flug til Grænlands tekur rúmlega tvo tima. — EA helginnar. Ég veit vissulega, að þjóðarafkoma ykkar byggist á veiðum, en ég get ekki tekið af- stöðu. Málið sjálft finnst mér vekja litla athygli heima. Það hefur verið sagt frá þessu i öllum fjölmiðlum, en almenning virðist skorta allan áhuga”. ..Einvigið hefur gert skák gifurlega vinsada heima. Allt virtist snúast um skák, en sjálfur hef ég minnstan áhugann. og mér var nokkuð sama um hvernig þessu lyktaði. þannig að ég er ekkert sérstaklega hreykinn af Fischer”. islendinga sagði hann sérstak- Michael O’Kane — L'ischer er dá- litiö ruglaður. lega vingjarnlega, og hann sagð- ist vilja skoða sig um á Norður- löndum, og kynnast lifinu og fólk- inu þar. ..Hvernig getur nokkur búið á svona hræðilega liflausu og eyði- legu landi. hugsaði ég með mér þegarég kom hingað i fyrradag”, sagði Wendy Grieser er við tókum hana tali. ,,Mér fannst allt ömur- legt. en nú fellur mér allt vel, að Wcndy Grieser — Er ekki of mik- ið að færa landhrlgina út i 50 mil- ur úr 12 iniluin? rigningunni undantekinni, það rignir gífurlega hérna”. ,.Ég hafði heyrt um landhelg- ina. frá henni var sagt i fjölmiðl- um. en mér fannst enginn taka af- stöðu. Sennilega hafa Islendingar þó rétt lyrir sér. hér byggist allt á veiðum veit ég. Kn þar sem land- helgin var ekki nema- 12 milur áður. er þá ekki einum of mikið að færa hana allt i einu út i 50? Það finnsl mör talsvert mikil út- lærsla”. ,.Ég vissi litið um Island þar til ákveðið var að heimsmeistara- einvigið færi hér fram. Þá reyndi égaðalla mér Iróðleiks. Auðvitað er ég hrcykin af Fischcr. Nema i byrjun, þá hagaði hann sér ósa-milega og kom illa Iram gagnvart Spasski, gerði hann taugaóslyrkan og órólegan”. Og eins og áður scgir hélt þessi 50 manna hópur út til Kaup- mannahalnar snemma i morgun. eltir gleði og glaum i Vikingasal i ga’rkvöldi. KA Útsalon hófst í morgun kl. 9 Síðir kjólar 995 kr Stuttir kjólar 850 kr Blússur 500 kr Buxur 1.250 kr Rússkinnsjakkar 3.950 kr Sloppar 850 kr Indverskir kyrtlar 500 kr tizkuverzlun ungu konunnar Kirkjuhvoli s. 12114

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.