Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 05.09.1972, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur 5. september 1972 7 STRIGA SKÓR SPORTVORUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klappastíg 44 simi 11783 Stærðir 37—45 Verð kr. 338.- ,NN,Sól og sjór bezta lœkning I vjj exemj Umsjón: Edda Andrésdóttir ,,Það eru komin 36 ár síðan ég fyrst fann fyrir exemsjúkdómi. Síðan þá hef ég legið á sjúkra- húsum, bæði hérheima og i Þýzkalandi, en það hefur lítið verið hægt að gera til þess að lækna þennan sjúkdóm. Og ég vil taka það skýrt fram, að ég fékk ekki betri umönnun eða lækningu úti í Þýzka- landi hjá prófessorum heldur en hérna heima á Landspitalanum . ,,Það er hægt að ná exemi niður með áburði, en reynsla mín er sú, að dvöl i sól og sjó í sólar- löndum er allra bezta lækningin". Svo segir Hörður Asgeirsson deildarstjóri, sem hefur i nokkur ár haft i hyggju að stofna samtök exemsjúklinga, og átti um það forgöngu nú fyrir stuttu. Hörður er sjálfur exem- sjúklingur og hann hefur átt við þennan sjúkdóm að striða i mörg ár. Siðastliðinn mánudag 28. ágúst var boðað til stofnfundar um þessi fyrrnefndu samtök, og bjuggust forráðamenn ekki við nema um það bil 30-60 manns á þennan fund. beir þóttust þó bjartsýnir þar, en þegar til kom mættu um það bil 300 manns á fundinn, og þar af skráðu sig 266 manns þegar i samtökin. lnnsiða hafði samband við Hörð ásamt Asgeiri Gunnars- syni forstjóra scm hefur stuðlað mjög að þvi að þessi samtök komizt upp. „Siðan fundurinn var höfum við fengið fleiri upphringingar hvaðanæva aö. Og mikið frá fólki, sem ekki komst a' stofn- fundinn vegna ýmissa hluta, var t.d. veðurteppt eða annað. En við reiknum með að nú séu 300 manns búnir að skrá sig. Og þetta eru bæði sjúklingar og svo velunnarar. Samtökin eru opin öllum”. — A hve löngum tima hverfur þá exemið þegar komið er i sjó og sól á Suðurlöndum? ,,Ég hef horft á blettina hverfa algjörlega a hálfum mánuði, en sólin og stjórinn verða þá að fara saman. Þetta kemur þó vissulega aftur. Við þessu er ekki til nein lækning, en exemið lætur kannski ekki á sér kræla fyrr en eftir nokkra mánuði. En ég hef farið þrisvar sinnum til Suðurlanda og haft mjög gott af. — En hvað um kostnað við slikt? ,,Þetta er auðvitað mikill kostnaöur, en þegar maöur fer að athuga hversu mikið kostar að dvelja á sjúkrahúsi i hálfan mánuð þá sést að það er langtum ódýrara að dvelja hálfan mánuð i Suðurlöndum. Manni liður einnig betur and- lega og likamlega, þvi þetta er gifurlegt taugastrið að þjást af exemi, og exem versnar strax við taugaspennu”. — Hvernig munu samtökin siðan vinna. Er það þá á stefnu- skrá aö koma sem flestum sjúklingum til Suðurlanda? „Samtökin eru nú félaus með öllu, en við höfum hug á að hafa samband við sams konar samtök á Norðurlöndum og sjá hvernig þau fóru að i byrjun og hvernig þau starfa. Þetta verður þvi smiðað eftir reynslu svipaðra félaga þarlendis. Hugsunin er fyrst og fremst að vinna saman, en þetta á ekki að verða neitt kröfufélag. Við munum reyna að vinna saman með styrk lækna, þvi af þeim höfum við ekki nema gott að segja, og munum við reyna að semja um að fá lyfin á lægra verði en nú tiðkast. Einnig verður reynt að halda uppi fræöslu fyrir fólk og fóikið verður að fá að heyra um reynslu hvors annars. En i byrjun verður ekki á stefnuskrá að komast til sólarlanda, það verður sennilega að biða”. — Hvað um ferðir Norður- landafélaganna til sólarlanda? ,,Á Norðurlöndum, til dæmis i Sviþjóð og Danmörkujiafa verið farnar hópferðir á vegum félag- anna með exemsjúklinga tvisvar sinnum á ári til þess að halda sjúkdómnum niðri. A Norðurlöndum er þó sá munur á, i að útlendingum er ekki heimill k aðgangur að þessum sam- tökum, en við sjáum ekki llörður Asgeirsson nokkra ástæðu til þess að meina þeim aðgöngu”. — Ilvað var talið mark- vcrðast á stofnfundinum? ,,1 fyrsta lagi það hve gifur- lega margir mættu, og svo það hvað kvenfólk var i miklum meirihluta. Erindin sem haldin voru sögðu einnig margt athyglisvert, og i einu af fram- söguerindunum, sem Jónas Guðmundsson hélt. sagði hann að sjúkdómurinn virtist aukast eftir þvi sem norðar drægi á hnettinum. Exem er næstum óþekkt fyrirbæri á Suöur- löndum, og þaö styrkir það strax að fara þangaö. Jónas var sjálfur exemsjúklingur en það hvarf algjörlega allt i einu, sem getur komið fyrir”. — Það hefur lítið veriö skrifaö eða rætt um þennan sjúkdóm? ,,Já, það hefur ekkert verið skrifað um sjúkdóminn og litil fræðsla farið fram. Á deildinni á Landspitalanum, sem tekur ekki nema 12-14 sjúklinga hafði meginhluti fólksins ekki hug- mynd um iækninguna sem hlýzt af að nota sjóinn og sólina”. Margir halda til dæmis að þessi sjúkdómur sé smitandi, en svo er alls ekki”. Hörður hefur notað sólina hér uppi á lslandi eftir megni, og hann segir hana hafa gert sitt gagn, en bezt er þó að sólin og sjórinn fari saman, eins og áður segir. Innan tveggja mánaða verður haldinn annar stofn- fundur, og þangað til geta bæöi exemsjúklingar og velunnarar gerzt stofnfélagar. Að lokum sögðust Hörður og Asgeir aðeins vilja hvetja sjúklinga og vel- unnarar til þess að styrkja þá félaga i þessu, og nýjar hug- myndir eru vel þegnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.