Vísir - 25.09.1972, Síða 3
Visir lYlánudagur 25. september 1972.
3
Eyfirzk fegurð
volin
— rauðsokkur
mótmœla
Enn ein feguröardrottningin
var valin um helgina. Fór
feguröarsamkeppni fram i
Vikurröst á Dalvik — viö mót-
mæli Rauösokka sem úti fyrir
stóöu.
Anna Linda Aðalgeirsdóttir
heitir hin 18 ára gamla stúlka,
sem hlaut titilinn „Ungfrú
Eyjafjarðasýsla.” Hún er til
heimilis i Ólafsfirði og vinnur
þar við hárgreiðslustörf. En
aðal áhugamál hennar eru
tungumál.
Augu Onnu eru græn að lit, en
hárhennar dökkt ogsittmðura
bak.
Foreldrar Onnu eru Aðalgeir
Jónsson og Petra Gisladóttir.
Hafa nú verið valdar samtals
sjö fegurðardrottningar úr
sýslum landsins, en það mun
taka aöstandendur keppninnar
'allar helgar fram til áramóta að
velja drottningar úr öllum
sýslunum. ÞJM
Anna Linda Aöalgeirsdóttir
kæröi sig kollótta um mótmælin
utandyra á meöan feguröar-
samkeppnin fór fram I Vikur-
röst..
Mótmæli Rauðsokka eru að veröa fastur liöur fylgjandi feguröarsamkeppnunum. Hér sjást tvö spjöld á
lofti úti fyrir Vfkurröst er feguröarsamkeppnin fór þar fram siöastliöiö laugardagskvöld.
300 HÆNSNI BRUNNU INNI
300 hænsni urðu eldi að bráð
þegar kviknaði i hænsna- og
geymsluhúsi á bænum Tjörn í
Biskupstungum á föstudag.
Enginn varö eldsins var, fyrr en
húsfreyjan leit út um gluggann
hjá sér um kl. 12.45 og sá þá reyk
leggja frá hænsnahúsinu. Þótt
hún geröi strax ráðstafanir til
þess aö kalla til slökkvilið
sveitarinnar, þá var þaö orðið of
seint, og litlu sem engu varð
bjargað. Meðal þess, sem brann i
geymsluhúsinu var nýr 500 litra
mjólkurkælitankur. Hvorugt var
vátryggt, hænsnin eöa mjólkur-
tankurinn. cn húsiö var tryggt. —
GP
Landhelgisgœzlan:
Þyrlurnar ekki í notkun nœstu vikur
Stööugt er unniö við þyrlurnar
tvær, sem Landhelgisgæzlan
keypti frá Bandarikjunum. Verk-
iö mun taka nokkrar vikur i við-
bót og litlar likur á aö þær komist
i gagnið i næsta mánuöi.
Þyrlurnar voru keyptar af
bandariska sjóhernum og voru
þær talsvert mikið notaðar. Þær
voru fluttar hingað sundurteknar
og þarf að yfirfara marga hluti
um leið og þyrlurnar eru settar
saman á ný. Skoðunarmenn frá
Landhelgisgæzlunni skoðuðu
þessar vélar ytra áður en kaupin
fóru fram og töldu þeir hiklaust
rétt að festa kaup á þeim. Enda
var verðið mjög hagstætt, þvi þær
kostuðu báðar minna en sem
svaraði vátryggingafé þyrlunnar.
sem Gæzlan átti og eyðilagöist
fvrir nokkrum mánuðum.
Þessar bandarisku þyrlur geta
flutt 2 farþega. Geta þær lent á
varðskipunum Óðni og Ægi.
—SG
Fékk 43 krónur í mánaðarkaup!
Skatturinn hafði hirt hinn hlutann
Margur þóttist hart leikinn,
þegar skattskráin kom út í sum-
ar, og er minntur á það á hverj-
um útborgunardegi, eins og einn
opinber starfsmaður i Keflavik,
sem af 36 þúsund króna
mánaöarkaupi sinu fékk borg-
aða út siöast 43 króna ávisuo!
„Það er þó þakkarvert, að
þeir skyldu þó láta svona mikið
eftir, svo að maður ætti fyrir
nauöþurftum”, sagði maður-
inn, þegar hann sýndi frétta-
manni Visis mánaðarKAUPIÐ.
„Enda fannst mér svo mikið
til um mildina, að ég var fyrst
að hugsa um að gefa þetta
ALLT SAMAN i Landhelgis-
sjóðinn.
En svo timdi ég þvi ekki. Ég
ætla heldur að rampia þessa
ávisun inn, og hengja upp á
vegg hjá mér til minningar um
sæludagana”, bætti hann við.
Tíð hundsbit
í borginni
— en versti bitvargurinn er þó apinn
í Sœdýrasafninu
i-gærkvöldi var komið með litla
stúlku á Slysavarðstofuna, og
hafði hún oröiö fyrir hundsbiti.
Ekki voru meiðsli hennar alvar-
leg. að sögn Hauks Arnasonar
læknis. „Þetta er allt of algengt i
borg þar sem hundahald er
bannað. Við fáuin oft krakka
hingað. sem hundar hafa bitiö,
þau eru venjulega á aldrinum 4
ára og upp i 12. En hundarnir eru
ekki versti bitvargurinn", sagði
Haukur. „Það er apinn I Hafnar-
firði. Hann hefur meira að segja
bitið fingur af börnum”.
Guðmundur Hermannsson lög-
regluvarðstjóri sagði, þegar
Visir innti hann eftir hundsbitum
i morgun, að þetta væri þvi miður
nokkuð algengt og kæmi þá til
kasta lögreglunnar. „Venjulega
er þetta skaðabótarmál gegn
hundeiganda. I flestum tilfellum
gefum við viðkomandi hund-
eiganda tækifæri til að koma
hundi sinum fyrir úti á landi, og ef
það er ekki hægt, þá verðum við
a’uðvitað að lóga dýrinu. Yfirleitt
reynum við þó að fara þessa
samningaleið, ef hún er þá mögu-
leg".
Guðmundur sagði aðlokum.að
hundsbitum færi þó fækkandi hér
i borginni og að langt væri siðan
lögreglan hefði þurft að skipta sér
af þeim málum. GF
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
FLYTUR í NÆSTA MÁNUÐI
Vonir standa til að utanrikis-
ráðuneytið flytji starfsemi sina
úr gamia stjórnarráðshúsinu i
nýju lögreglustööina i næsta
mánuöi. Er unnið af krafti við að
innrétta hið nýja húsnæði og cr
verkiö langt komið.
Pétur Thorsteinsson, ráðu-
neytisstjóri utanrikisráðuneytis-
ins. sagði i samtali við Visi að það
yrði mikill aðstöðumunur að
koma i þetta nýja húsnæði. Þó
mætti það ekki minna vera, en
það er um 600 fermetrar að um-
máli brútto. Hins vegar að frá-
dregnum veggjum er húsnæðið
ekki nema um 350 fermetrar.
Þrátt fyrir það sagði Pétur að
viðbrigðin yrðu mikil frá þrengsl-
unum i stjórnarráðshúsinu.
Á sinum tima urðu miklar deil-
ur, þegar tilkynnt var að ráðu-
neytið fengi þetta húsnæði undir
sina starfsemi, þar sem áður
hafði verið ákveðið að Land-
helgisgæzlan fengi þarna inni. En
hið umdeilda húsnæði er sem sagt
litið stærra en rúmgott einbýlis-
hús. —SG
Góð fyrirgreiðsla til flugvirkja
segir Sigurður Magnússon hjá Loftleiðum
„l.oftlciðir hafa alltaf reynt að
greiða götu flugvirkja sagði
Sigurður Magnússon hlaðafulltrúi
Loftleiða, þegar Visir innti hann
eftir atvinnuleysinu i flugvirkja-
stéttinni.
„Loftleiðir hafa á undanförnum
árum styrkt 75 flugvirkja til náms
i Bandarikjunum. Þessir flug-
virkjar hafa siðan fengiö vinnu
hjá okkur og nú vinna 53 flug-
virkjar á okkar vegum auk 30
flugvélstjóra. „Samkvæmt þess-
um upplýsingum Sigurðar viröast
horfurnar i flugvirkjamálum ekki
eins slæmar og af er látið. Þó er
liklegt að til verkfalls komi hjá
flugvirkjum þegar samningar
renna út i jan. n.k.
GF