Vísir - 25.09.1972, Qupperneq 12
12
Visir Mánudagur 25. september 1972.
Norski markvörðurinn setti
stoppmerkið á Eyjamennina!
— varði meðal annars þrívegis skot, sem „venjulegir" markverðir hefðu ekki getað stöðvað
Norsku Víkingarnir frá
oliubænum Stavangri
halda áfram í Evrópu-
bikarkeppninni, en Vest-
mannaeyingar detta úr
eftir 1. umferö. Á renn-
blautum,hálum og sundur-
lausum Laugardalsvell-
inum börðust þessi tvö lið
harðvítugri og oft
skemmtilegri baráttu, en
tókst ekki að skora.
Klaufamarkið frá i fyrri
leiknum i Stavangri fleytir
Víking því áfram.
En sú spurning vaknar hvort
okkar beztu lið séu ekki nokkurn
veginn sambærileg við beztu lið
Noregs. Annað er ekki að sjá. Ef
einhver munur er, þá eru okkar
menn harðari og úthaldsbetri,
þeir norsku hafa betri boltameð-
ferð og leika af meiri yfirvegun.
Það var greinilegt, þegar er
leikvöllurinn var litinn
augum i upphafi, að hér var um
ákaflega erfiðan völl að ræða.
Liklega hefur eftirlitsmaður
Evrópusambandsins hver sem
hann.nú er, bara kikt með öðru
auganu á völlinn. 1 raun og veru
var hann ekki neitt til að leika
knattspyrnu á.
Það furðulega var þó að hér fór
fram tilþrifamikil knattspyrna á
köflum, kraftur og hraði ásamt
feikilegum sigurvilja beggja
liðanna. Liklega hefur sigurvilji
Eyjamanna þó verið einum um
of. Stundum fannst manni sókn
þeirra eins og hitasóttarkennd, of
mikill kraftur, of litil hugsun.
Þaó var strax augljóst að i
báðum mörkunum stóðu súper-
rnenn miklir þar sem þeir Páll
Pálmason og Erik Johannesson
voru. Það varð lika raunin að
þrátt fyrir margar góðar til-
raunir tókst ekki að koma knett-
inum framhjá þeim.
Um 4000 áhorfendur mættu til
leiksins og það var ágætis
stemmning rikjandi. Greinilegt
að strax og lið okkar sýna ein-
hverja getu, þá stendur ekki á
áhorfendum, jafnvel þótt veður sé
jafn leiðinlegt og var i gær.
1 heild má segja að Vikingarnir
og þeir beztu sem maður hefur
fengið að sjá. Sannarlega var
það þessi eini maður, langbezti
leikmaður vallarins i gær, sem
varð þess valdandi að Eyjamenn
fóru ekki með sigurinn, sem hefði
allt eins verið eðlilegt eftir gangi
leiksins, þvi hættulegu tækifærin
voru öll við norska markið.
Norskir áttu vitaskuld hættu-
legar tilraunir, skot sem smugu
framhjá og hörkuskot, sem Páll
réð fullkomlega við, en hættulegri
voru Eyjamenn þó.
Ásgeir til
Skotlands
Asgeir Sigurvinsson, liinn
snjalli, 17 ára leikmaður
Vestmannaeyja, hélt til
Skotlands i morgun, þar sem
hann mun dvelja nokkra
daga hjá skozka 1. deildar-
liðinu 'Morton — hámark 10
daga. Hann mun ekki undir-
rita neina samninga við
félagið.
Tómas Pálsson og Johannessen i viðureign, — en vallarskilyrðin sjást greinilega á þessari mynd, þvi
leðjan þyrlast upp við átök kappanna.
norsku hafi mátt vel við una að
fara með sigur af hólmi. 1 þrjú
skipti i leiknum var mark i stór-
kostlegri hættu, en alltaf bjargaö
af miklum meistarabrag, — i öll
skiptin af Johannesson hinum
norska.
Á 30. minútu upp úr auka-
spyrnu. Haraldur „gullskalli”
sýnir áhorfendum hvernig skalla
á að marki i bláhornið. En
Johannesson ver alveg stórkost-
lega og bægir boltanum frá
markinu.
24. minúta i seinni hálfleik. örn
Öskarsson kominn inn i vörn
Norðmanna, hefur góðan tima, og
velur sennilega rétta timann til
skots. Skotið er fast og vel fram
hjá Erik Johannesson. En hann
liggur flatur i loftinu og slær
framhjá markinu. Stórkostleg
björgun!
40. minúta. 5 örlagaminútur
eftir af leiknum. Þá skallar
Haraldur fyrst aö marki og siðan
örn Öskarsson mjög hættulegum
bolta. — en Johannesson er
samur við sig og eins og eldi-
brandur upp i hornið og slær
framhjá.
Það var i þessi þrjú skipti sem
norski markvörðurinn varði eins
Drullan á vellinum eyðilagði
eins og fyrr greinir mjög allan
samleik, en samt voru tilraunir
liðanna furðugóöar margar
hverjar. ,,Þetta voru geysierfiðar
aöstæður og langt fra þvi að liðin
gætusýnthvað i þeim býr”, sagði
Viktor Helgason þjálfariíBV eftir
leikinn. Hann kvað úrslitin sann-
gjörn eftir gangi leiksins.
Sjaldan hefur maður séð leik-
menn jafn ánægða eftir leikinn og
þá norsku Vikinga. Greinilega
höfðu þeir komið til landsins með
blendinn hug, enda gaf fyrri leik-
urinn þeim allt annað en góð
fyrirheit.
Beztu menn Eyjamanna i
leiknum: Páll i markinu eins og
fyrr segir. örn Óskarsson h. út-
herji. eitilharður og maður sem
aldrei gefst upp og stórhættulegur
við markið, Óskar Valtýsson,
ódrepandi dugnaðarmaður og út-
sjónarsamur, Ásgeir Sigurvins-
Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum!
Linguaphone
lykillinn að nýjum heimi
ENSKA. ÞÝZKA, FRANSKA. SPANSKA.
PORTUQALSKA. ITALSKA. DANSKA.
SÆNSKA. NORSKA, FINNSKA.
AÓSSNESKA, QRISKA. JAPANSKA o. (I.
Verð aóeins hr. 4.500-
AFBORGUNARSKILMRLAR
Tungumálaiwimlieið á hljámplðtum
cða tcgulböndum>
Hljódfœrahus Reyhjauihur
Laugauegi 96 simi> I 36 56
„ Hér bjargar Johannessen markvörður i fyrsta skipti á meistaralegan hátt. Geysifastur og snöggur
skaliabolti llaraldar Júliussonar hlaut þau örlög að vera sleginn frá markinu. Hér voru menn nær
búnir aðbóka mark.