Vísir - 11.10.1972, Side 9

Vísir - 11.10.1972, Side 9
VtSIR Miðvikudagur 11. október 1972. 9 Krlendis er aðstaða einstæðra foreidra betri en hérlendis. 1 Danmörku og Sviþjóð er hún mun betri og Þjóðverjar og Hollendingar standa nokkru framar. Verri virðist aðstaðan þó vera i Noregi. „Draumur okkar ao byggja f jö Ibýlishús" Rœtt við Jódísi Jónsdóttur, ritara Félags einstœðra foreldra r iimim i I 5ÍÐAN I Umsjón: Edda Andrésdóttir r a Ef einstæð móðir eða einstæður faðir kemur ekki barni fyrir á dag- heimili getur hún / hann komið því fyrir í dagvist á einkaheimili, sem þýðir hærra gjald. Erlendis greiðir bæjar- félagið þann mismun sem þar er á. Til tals hefur komið hjá Félagi einstæðra foreldra að byggja f j ö I bý I i sh ús, þa r sem fyrirfinndist öll aðstaða svo sem dag- heimili, skóladag- heimili, aðstaða til æskulýðsstarfa og fleira. V____________________J An efa hefur stofnun Félags einstæðra foreldra átt mikinn þátt i þvi að staða einstæðra foreldra i þjóðfélaginu, eins og það er i dag, hefur orðið mun betri en hún var áður. Félagið var sett á stofn i nóvember- mánuði 1969 og verður þvi þriggja ára i haust. Vetrarstarf féiagsins hefst næstkomandi föstudag og e.innig hefur skrif- stofa félagsins nýiega opnað aftur að ioknum sumarleyfum. Skrifstofan sjálf hóf starfsemi á árinu 1970, og var fyrst til húsa að Hallveigarstöðum i húsnæði Kvenréttindafélagsins, en hún hefur nú flutzt að Traðarkots- sundi 6. Meðlimir i félaginu losa nú um 2.000 og svo virðist sem karlmönnum fjöigi, þó að konur séu i mjög miklum meirihiuta i félaginu. 1 tilefni af þvi, að félagið er nú að hefja starfsemi sina náðum við tali af Jódisi Jóns- dóttur, sem starfar á skrifstofunni og spurðum hana um starfsemi félagsins, stöðu einstæðra foreldra i þjóð- félaginu og fleira. — Hvernig er starfseminni háttað nú? „Starfsemin byggist nú á skrif- stofunni eftir að við fengum hana i ákaflega skemmtilegu húsnæði. Það er ætlazt til að fólk geti komið þangað og fengið upplýsingar um allt varðandi félagið sjálft, svo og réttarstöðu sina. Það getur fengið upp- lýsingar um hjúskaparmál, barnsfaðernismál, barnagæzlu, húsnæðismál og allt mögulegt. Við visum siðan á staði, þar sem fólk getur fengið úrlausn á sinum málum, nema húsnæðis- vandamálið, það virðist erfitt að leysa.” — Hefur komið til tals að reyna að gera eitthvað i húsnæðis- vandamálunum? „Okkar draumur er sá að byggja fjölbýlishús, þar sem öll aðstaða fyrir einstæða foreldra iyrirfinndist. Til dæmis barna stofa fyrir öll stigin, skóladag- heimili, aðstaða fyrir æsku- lýðsstarfsemi, og einhver að- staða fyrir barnið þegar það veikist, þvi það er stórt vanda- mál einstæðra foreldra. Við höfum haft samband við hús- næðismálastjórn og þar voru þeir afskaplega jákvæðir. En þetta er hugmynd sem við viljum stefna að.” — Eru einstæðir feður verr settir en einstæðar mæður? „Já, það er óhætt að segja það. Þeir fá til dæmis ekki mæðra- laun eða neitt hliðstætt þvi sem mæðurnar fá. Setjum svo aö hjón skilji og það verði úr að faðirinn fái helming barnanna i sina umsjá og móðirin annan helming. Við getum haft dæmiö þannig að börnin séu fjögur. Þá virðist þaö mjög algengt að það verði að samningsatriði að faðirinn sem tekur að sér tvö börnin verði einnig að borga meðlag með hinum tveimur börnunum sem móðirin hefur tekið til sin. Þetta er að visu aðeins samningsatriði, en ekki lagalegt, en þettat ætti að mætast. En það he'fur mikið aukizt að fráskildir karlmenn gangi i félagið og þá með börn sin. Annars er alltaf smátt og smátt að fjölga i félaginu, það liður ekki sú vika að ekki bætist við.” — Hefur einhvern tima orðið hjónaband innan félagsins? „Nei, það hefur aldrei átt sér stað. Að visu veit ég um hjóna- band milli tveggja félagsmeð- lima, en þar var orðinn kunningsskapur áður en félagið hóf starfsemi sina. Karl- mennirnir hafa einnig verið hálf óduglegir að mæta á fundum, þeir eru liklega hræddir við okkur, þvi við erum svo margar.” — Einstætt foreldri verður að koma börnum eða barni sinu fyrir á einhvern hátt. Getur það ekki gengið illa? „Hér á landi er ekki nóg dag- heimilispláss. Félagið ásamt bænum hefur leyst þetta vanda- mál með þvi að koma börnunum fyrir. Það er þá á heimilum vandalausra. Það er mjög oft hringt til okkar frá heimilum, þar sem boðizt er til að hafa barn i dagvist. En sá galli er á þvi, að það er dýrara að hafa barniö i dagvist á heimili, heldur en að koma þvi fyrir á dagheimili. Ég held þvi fram að bærinn ætti að greiða þann mis- mun sem er þar á milli, það er til dæmis gert erlendis. Reyndar er til i dæminu að þaö sé gert hérna, en það er þá ekki nema mjög illa standi á fyrir foreldri.” — En staða einstæðra foreldra hefur breytzt til batnaðar hér- lendis, er ekki svo? „Jú mér finnst staða einstæðra foreldra hafa breytzt til batnaðar með tilkomu félagsins,en húsnæðisvanda- málið er allra verst, og sömu- leiðis það að ungar stúlkur hætta i námi, ef þær eignast barn á meðan á námi stendur. Þær mætti aðstoða meira. t Danmörku til dæmis fá stúlkur i námi námsstyrk. En hugsunar- hátturinn hérna virðist vera sá,að stúlkan geti gift sig. Ég er á móti þeim þvingunum, en mér finnst að stúlkan eigi að fá að standa á eigin fótum.” „En vissulega hefur margt færzt i rétta átt. Meðlögin hafa til dæmishækkaðgeysilega, þau eru nú 3.700 krónur á mánuði. Skattarnir hafa aðeins færzt i áttina. Skóladagheimili fyrir 6-12 ára börn eru nú oröin tvö og vonandi bætist eitt við bráðlega. Skóladagheimili eru nú i Skipasundi og Hliðargerði og sennilega bætist eitt við i Vesturbænum. Dagheimilis- vistin hefur verið lengd á barna- heimilum, en timinn þar dag- lega var of stuttur. Og svo er það tilkoma skrifstofunnar.” „Við getum ekki kvartað yfir mótlæti, þvi allir hafa verið okkur jákvæðir.” — Hvernig er aðstaða einstæðra foreldra erlendis, til dæmis á Norðurlöndum i samanburði við aðstöðuna á Islandi? „1 Danmörku og Sviþjóð er óhætt að segja, að aðstaðan sé mun betri, einnig standa Þjóð- verjar og Hollendingar mjög framarlega i þessum málum.” „En þrátt fyrir það sem reynt er að gera fyrir einstæðar mæður, og feður, þá hlýtur það alltaf að vera óheppilegt fyrir börn að eignast börn. Svo ekki sé talað um unga stúlku sem er i námi og kýs að halda þvi áfram. Oftast vill það verða svo aö hún leitar til móður sinnar, sem tekur að sér gæzlu barnsins meiri hluta dagsins og óneitan- lega fer það þannig að lokum að amman verður móðir barnsins. Margar standa ungu stúlkurnar sig mjög vel, og gera allt fyrir sitt barn, en þetta er þeim mikið erfiði.” -EA «- D- D s- «- D D D D D D Dr D D «- «- «- «- «• MUNIÐ VÍSIR VÍSAR ÁVIÐSKIPTIN visir NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ VELJA BORÐSTOFUHÚSGÖGNIN &L 11 int Siml-22900 Laugaveg 26

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.