Vísir - 21.10.1972, Qupperneq 20
Kynferðisfrœðsla
böm í sjónvarpinu í
Laugardagur 21. október 1972
TÝNDI BÍLLINN VAR
BAK VIÐ HLÖDU
Bílaleigubni, sem saknab hefur
verið nú i nokkurn tfma, kom I
leitirnar I gær. Reyndist hann
vera bak viö hlöðu hjá bæ uppi i
Mosfellssveit.
Spurnir höfðu verið haföar uppi
um bilinn og manninn, sem tók
hann á leigu. Var sá skráöur til
heimilis i Vestmannaeyjum. 1
fyrradag var svo lýst eftir bflnum
i útvarpinu, og varð þaö til þess
aö Jón á Reykjum í Mosfellssveit
tilkynnti lögreglunni um grun-
samlegan bil,sem stóö bak við
hlööu á bænum Lundi. Reyndist
þetta allt vera sami billinn.
Leigutakinn haföi verið þarna á
Lundi i vikutima. Framrúöan i
bflnum var brotin, en annars var
hann litið skemmdur. -LÓ
í vetur verður sjón-
varpið með þætti um
kynferðisfræðslu fyrir
börn i fyrsta skipti.
Þetta eru þrir þættir,
sem sjónvarpið hefur
fengið frá BBC.
Vetrardagskrá útvarps
og sjónvarps er nú
ákveðin og eru tölu-
verðar breytingar á
henni frá þvi sem var.
Breytingarnar á dagskránni
eru geröar með það fyrir augum
að útvarp og sjónvarp séu með
gjörólikt efni. Útvarpsfréttirnar
kl. 3 og 5 falla niöur en i stað
þeirra er éinn fréttatimi kl. 4
Kvöldfréttirnar verða styttar,
verða þær aðeins tuttugu
minútur aö lengd.
Þá verða öll föstudagskvöld
langir sinfóniutónleikar.
Þátturinn lög unga fólksins
hefur verið færður frá þriðju
dagskvöldum og verður i vetur
á föstudögum kl. 22.45. bá er
nýr poppþáttur á föstudögum
mánudögum, þriðjudögum,
miðvikudögum, og fimmtudög-
um, sem nefnist Popphorniö”.
Alla daga er efni sem ætlað er
börnum kl. 17.10. Kvöldsagan
verður felld niður en i stað
hennar verður útvarpssagan
þrjá daga vikunnar á mánudög-
um, miðvikudögum og föstu-
dögum. Stuttir fræðsluþættir
verða alla morgna kl. 10.25 sem
standa i 15 minútur. Mikið
veröur um nýja islenzka
skemmtiþætti bæði i útvarpi og
sjónvarpi i vetur.
Sjónvarpið mun sýna meira af
fyrir
vetur
islenzku efni á föstudögum en
verið hefur hingað til. Einnig
verður meira um islenzkt efni i
sjónvarpi á laugardögum,
sunnudögum og mánudögum,
en verið hefur áður. Sú nýjung
verður hjá sjónvarpinu að
skákkennsla verður tekin upp
og yfirlitsþættir um störf
alþingis.
Fjárhagur hljóðvarps og sjón-
varps er heldur bágborinn og
þess vegna ekki hægt að sýna
eða gera efni af dýrara taginu.
—bM
Róðherra sniðgengur
félög lyfjafrœðinga
— heimilar flutning apóteks ón umsagnar
félaganna sem skylt er samkv. lögum
Magnús Kjartansson heilbrigð-
ismálaráðherra hefur heimilað
flutning á apóteki KEA á Akur-
eyri, án þess að leita fyrst álits
Apótekarafélagsins og Lyfja-
fræðingafélagsins, eins og skylt
er samkvæmt lögum.
Kaupfélag Eyfirðinga er aö
byggja mikiö verzlunarhús i mið-
bænum á Akureyri. bangað á
Stjörnuapótekið að flytja, en
þaö er i eigu kaupfélagsins. Apó-
tekið hefur verið hingað til i sömu
byggingu og Hótel KEA. Verzlun-
arhúsið nýja stendur skammt frá
Akureyrar-apóteki, hinum megin
viö götuna. Samkvæmt 6. grein
lyfsölulaga veitir ráðherra
heimild til stofnunar lyfjabúöa og
um flutning á þeim. Leyfið á ráö-
herra að veita að fenginni um-
sögn Lyfjafræðingafélags fslands
og Apótekarafélags íslands.
begar KEA óskaði eftir leyfi tiiað
flytja Stjörnuapótek i hið ný ja hús
veitti Magnús Kjartansson hið
umbeðna leyfi, án þess að nefna
það við fyrrgreind félög.
Sverrir Sigurðsson, formaður
Apótekarafélagsins vildi litið
ræða málið þegar Visir hafði tal
af honum. Hann staðfesti þó að
aldrei hefði verið farið fram á
umsögn félagsins um flutninginn.
Taldi hann það einsdæmi að apó-
tek fengi að flytja starfssemi sina
svo til gegnt öðru apóteki. Er urg-
ur i apótekurum og lyfjafræðing-
um vegna ráðrikis ráðherra.
— SG
Starfaði í
sendiráðinu
hér í R.vík
— féll fyrir sprengjum sem féllu
á franska sendiráðið í Hanoi
Pierre Susini, sem lézt af
völdum brunasára á sjúkrahúsi
i Paris i fyrrinótt, hafði á 28 ára
ferli sinum sem franskur
diplómat m.a. starfað við
franska sendiráðið hér i
Reykjavik.
Hann hafði starfað i Hanoi
siðan janúar 1971, þegar hann
særöist i sprengjuárás Banda-
rikjamanna 11. okt., þegar ein
sprengjan hæfði aðsetur frönsku
sendinefndarinnar. Susini var
formaður sendinefndarinnar.
1 þau 28 ár, sem Pierre Susini
hafði starfað við franska utan-
rikisráðuneytið, hafði hann
meðal annars verið við sendiráð
Frakka i Ankara, Reykjavik,
Belgrad, Beirut, Damaskus og
Kairó. — Hann var fimmtugur
að aldri.
Noröur-Vietnamar fullyrtu aö
þaö hefði veriö sprengja frá
bandariskum sprengjuflugvél-
um, sem hæft hefði dvalarstað
frönsku sendinefndarinnar.
Opinber tilkynning hefur nú
verið send út frá Pentagon,
aðalstöðvum yfirstjórnar
Bandarikjahers, — að undan-
gengnum yfirheyrslum yfir
flugmönnum, sem þátt tóku i
sprengjuárásinni:
„Allar upplýsingar benda til
þess, að það hafi verið banda-
risk sprengja, sem hæfði
frönsku sendinefndina”, segir i
yfirlýsingunni.
Talsmaður i Pentagon, Jerry
W. Friedheim að nafni, sagði,
að likur bentu allar til þess, að
500 punda sprengja úr einhverri
af þeim 24 flugvélum, sem send-
ar voru frá flugmóðurskipinu,
Midway, hafi staöið á sér og
ekki losnað við flugvélina, fyrr
en hún tók snögga beygju frá
skotmarkinu. —GP
„Hann pabbi setti þennan stóra lista hérna af þvi það flæddi bara inn á gólf
Ferjubakka 14.
útskýrði þessi ibúi að
BURT MED ASBEST-ÞÖK
BLOKKANNA FIMM..."
— Vísir birtir fyrsta lið samnings Framkvœmdanefndar og íbúanna í
Breiðholts-blokkunum
„bað væri gaman ef Fram-
kvæmdanefnd byggingaráætlun-
ar vildi svara þvi, hvers vegna
hún setti ekki sömu fyrirmyndar-
þökin á blokkina, sem byggð var
fyrir borgina um leið og þær, sem
byggðar voru yfir okkur. A öllum
þeim blokkum, sem Fram-
kvæmdanefndin hefur byggt frá
þvi þá, eru járnþök”, segja þeir,
sem eiga sæti i blokkaráði. „Við
þykjumst raunar vita svarið:
asbest-þökin á okkar blokkum
gáfu alls ekki nógu góða raun,
frekar en við var að búast.
Reynslan af asbest-þökum hefur
aldrei verið góð hérlendis”.
Og það sem ibúar blokkanna
fimm i Breiðholti hafa við þökin
að athuga er það að þau leka.
„Asbest-plöturnar á þökunum
voru byrjaðar að springa áður en
flutt var inn i blokkina. Og þá
sýndi það sig lika strax, hvernig
sú „tilraun” gafst, að fóðra ekki
undir. bað lak inn á ganga og inn i
ibúðir”, segir biokkaráðiö.
Og þeir i ráðinu rifja jafnframt
upp þegar fyrst snjóaði eftir að
flutt var inn I blokkirnar: „bá
fennti langt inn undir þakplöturn-
ar, og það gefur auga leið, hvaða
afleiðingar það hafði i för með
sér. G.b. sendi þá vinnuflokk
hingað uppeftir vopnaðan skófl-
um, og var snjónum skóflað und-
an þökunum og mokað i sorptunn-
urnar. Og þvi næst var troðið
svampi inn undir þakskeggin —
og svo einhverju kitti um vorið”.
„beir F.b.-menn kalla það
„þumalfingurs-aðferðina”, sem
beita þarf, þegar af og til reynist
nauðsynlegt, að herða á skrúfun-
um, sem festa plöturnar á þak-
inu”, segir einn i blokkaráðinu
næst. „bumalfingurs-aðferðin er
það, þegar ekki má skrúfa of fast
og ekki of laust, að þvi er F.b. út-
skýrði fyrir okkur”.
Ekki liggur ljóst fyrir, hver
kostnaðurinn yrði við áð taka upp
þökin á blokkunum. En þegar
kostnaðartalan var áætluð fyrir
liðlega tveim árum reyndist hún
vera i það minnsta milljón við
hvert þak, að þvi er blokkaráðið
upplýsir.
Halda hvorki í
veöri né vindi
„bað má segja að þessar blokk-
ir okkar haldi hvorki i veðri né
vindi”, tók einn blokkaráðs-
manna til máls. „bannig er t.d.
að gardinurnar i svefnherbergi
okkar hjóna leika fyrir vindinum,
þó svo aö glugginn sé vandlega
lokaður. bað er svo óþétt með-
fram gluggunum. Og viöa hefur
vatnsstraumurinn inn meö glugg-
unum farið illa með gólfin og gólf-
ábreiður.
Og það er ekki aðeins með
gluggunum, svaladyrum og þak-
inu, sem lekur — útveggirnir leka
lika. Einkum vill vætla inn þar
sem steinn og timbur mætist. Og
sagginn er viða taisverður”.
„Og hvað hefur Framkvæmda-
nefndin gert til úrbóta?”
„Ákaflega litið. Klistrað ein-
hverju svörtu kitti hér og þar —
en ennþá er langur vegur frá að
ráðin hafi verið bót á lekanum.
Og eins má minna þá á að skila
gluggalistunum, sem þeir tóku
með sér frá okkur i vor svo viða.
Eigi ekki að ljúka verkinu viljum
við heldur hafa listana en ekki
neitt. bað bætir ekki úr skák að
vera án listanna”.
Málningin fór
sina leiö
Hér á undan hefur verið vikið
litillega að þeim göilum, sem
heyra undir fyrsta liðinn i samn-
ingi þeim, sem F.b gerði við
ibúðareigendurna i desember
1969 — svo fljótlega eftir að flutt
var inn i blokkirnar.
En fyrsta lið samningsins hefur
ekki að fullu verið gerð skil i
þessu fréttakorni. Enn er t.d. ó-
nefnt sjötta atriðið, en þar er
samið um að svalahandriðin
verði máluð og þar sem málning
hefur flagnað af. „brátt fyrir að
um þetta atriði hafi verið samið,
hefur málning eða penslar frá
F.b. ekki sézt hér ennþá”, segir
blokkaráðið. „Og við erum orðin
geysilega leið á svalahandriðun-
um og húshliðunum, þar sem
málningin fauk bókstaflega sina
leið á fyrstu mánuðunum”.
— bJM