Vísir


Vísir - 23.11.1972, Qupperneq 9

Vísir - 23.11.1972, Qupperneq 9
9 Visir. Fimmtudagur 23. nóvember 1972 Það má hins vegar segja um velflest ljóð Hannesar Pétursson- ar að þau séu trúarlegs efnis og fjalli þá fremur um trúarþörf og trúarvon en þau lýsi sjálfri trú skáldsins. Og þau eru bezt sem kveða berast að orði um þessa von, þörf öruggrar vitneskju i hverfulum heimi, til að standist lifstrúin sem fyrrum var lýst á meðal annars i kvæðinu um páskaliljurnar. Eins og Hannes Pétursson segir sjálfur i Um- hverfi: Hve lengi get ég lofsungið þessi fjöll lofsungið þetta haf, þessar eyjur og strendur já menn og alla hluti sem huga minn gleðja hve lcngi, án þeirrar vissu aðeitthvaðsétil ofar sérhverjum stað, hverri reynslu og hugsun sem teflir þessum fjöllum fram, þessu hafi fjarlægð og nálægð, öllu — lifi og dauða leikur þvi fram fyrir augu mér öruggri hendi? Asamt Hannesi Péturssyni á Jóhann Hjálmarsson flest ljóð i bókinni og hefur verið vandað vel til valsins á þeim. Sjálfsagt má til sanns vegar færa um ljóð Jó- hanns orð Erlends Jónssonar i formálanum, að þau fjalli um „spurningu, leit”. Hitt er frekar spurs hvort takist að fá þessum spurningum skáldsins varanlegt, ogverulegt form ljóðs. En það er raunar spursmál um það hve veruleg, eða einlæg, sé trúarþörf ljóðanna: svörin sem sjálfrátt — ósjálfrátt eru fólgin i þeim spurn- ingum sem þau spyrja. Ljóðmál Jóhanns Hjálmarsson- ar er einkennilega staðlaust, texti hans er jafnan fjarska bóklegur: annar texti, önnur ljóð og bók- menntir virðast oft og einatt mestur áhrifavaldur á ljóðagerð Jóhanns. Af þessu leiðir á meðal annars að honum lætur jafnan bezt að orða einkalega reynslu og tilfinningar einföldum orðum, en ber að forðast stór og hátiðleg orð og umhugsunarefni. Ljóð hans bera þvi hins vegar ótvirætt vitni að hann hefur þörf fyrir að takast á við slik efni — og er ljóð eins og Engillinn i þessari bók til marks um hvernig slikt getur farið. En oft kemst Jóhann sem betur fer betur að orði. Nýlegt ljóð eins og Apollon nýi sýnir allténd að sitthvað brýzt um i Jóhanni — og tekst að sönnu misjafnlega. Eða finnst mönnum það virkilega „skáldlegt” að kveða svo að orði um geiminn að hann sé „likari gömlu ljóði en visindum nútim- ans” eða þykjast sjá „landið i augum dóttur þinnar/heiminn i augum sonar þins”? A hinn bóg- inn: Manstu eftir bátunum, sem sigldu fyrir Brimnes komnir undan Svörtuloftum. Manstu öll Ijósin, sem kviknuðu i hólunum og klettunum á jólunum þegar fór að rökkva. Allt var þetta nálægt þá og er nálægt enn eins og ferð maiinsins inn i aðra nótt. Út úr jarðneskri nótt? Heim til barnsins i jötunni! Hér er vandalaust að skilja og samsinna þeirri reynslu, skynjun sem falin er i sjálfu ljóðmálinu. En er þar með sagt að það sé raunhæf trúarsetning að geimfari nútimans stefni „heim til barns- ins i jötunni”? Hvað sem þvi liður má vel vera að einmitt geim- ferðirnar verði trúuðu fólki tilefni til að meta upp á nýtt stöðu guðs sins i sköpunarverkinu: Þú spyrð ekki guð þinn ráða. En hve Iftill ertu og veik slög hjarta þins. Samt fyllir þessi hjartsláttur tárvota jörð, gefur henni birtu: Ijós til að lifa af, ljós til að deyja af? „Guð greindi Ijósið frá myrkrinu.” Nú hljóma þessi orð langt úti í dimmum geimnum. Liklega er guðstrúin sem bók- menntalegt viðfangsefni um þessar mundir einnig spurning um stöðu guðs i sköpunarverk- inu: þörf manns og skálds fyrir guðstrú i lifi sinu og skáldskap. Út frá þvi eða þviliku sjónarmiði hefði ef til vill mátt velja sama dæmasafn „trúarlegra” ljóða úr samtimaskáldskap. En það hefur útgefendum þessarar bókar ekki tekizt, hafi þeim þá hugkvæmzt það. SAUMAKARFA r v ER JOLAGJOFIN I AR ★ ÞÆR GLÆSILEGUSTU SEM SÉZT HAFA Á ÍSLANDI ★ 49 GERÐIR í ÓTAL LITUM ★ HJÁ OKKUR ERUÐ ÞIÐ ALLTAF VELKOMIN ★ AÐEINS NOKKUR STYKKI AF HVERRI GERÐ ★ SKOÐIÐ í GLUGGANA OG GERIÐ ÞAÐ í KVÖLD Skólavörðustíg 8 og Laugaveg 11 (Smiðiustígsmegin)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.