Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 14.05.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 14. mai 1973 AP/NTB UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Vatnið í Skylab dýrara en kampavín Geimstöðin á loft kl. 17.30 I dag, en geimfararnir fara ó morgun Geimvísindamenn hafa snúiö baki viðtunglinu í bili og meö Skylabgeimstöð- inni, sem skotið verður á loft siðdegis i dag frá Kennedyhöfða, munu þeir beina athygli sinni að sól- inni. Umfangsmesta og ákaf- asta tilraun mannsins til þess að upplýsa leyndar- dóma sólarinnar hefst á morgun, þegar fyrsti geim- faraflokkurinn fer til Sky- labstöðvarinnar, en tveir aðrir munu fylgja á eftir síðará árinu. Verðurgeim- stöðin ekki yfirgefin að fullu fyrr en í 'janúar á næsta ári. Vegna ofsahita sólarinnar, sem mundi bræða hvert geimskip, er of nærri kæmi, verða allar rann- sóknir á henni að fara fram i öruggri fjarlægð. t Skylabgeim- stöðinni verða 8 stjörnusjónauk- ar, sem verða nú (ólikt sjónauk- um á jörðu niðri) lausir við truflanir andrúmsloftsins og gufuhvolfsins. Þessi fyrsta mannaða geim- rannsóknarstöð, sem skotið er á loft, mun sækja alla sina orku til sólarinnar. Þeir fjórir skildir, sem koma út úr stöðinni og likjast helzt mylluvængjum munu gleypa i sig sólarhitann og breyta honum i rafmagn. Þaö er von vis- indamanna, að i framtiðinni megi mönnum auðnast að nýta þennan ódýra og óþrjótandi orkugjafa. Frá Skylab munu geimfararnir athuga „sólblettina” svonefndu og þau fyrirbæri, sem neðan frá jörðu séð virðast vera sprenging- ar á sólinni. Skylab verður skotið á loft kl. 17.30idag (aðisl. tima). Þessi 100 smálesta geimflaug, tiu hæða, er þriggja þrepa Saturnus V-eld- flaug, sem breytt var i vinnu- og verustað þriggja geimfara. Fyrstu geimfararnir, sem verða 28 daga uppi i geimstöðinni, eru þeir Pete Conrad, Joseph Kerwin og Paul White. — Það er talið, að 90% jarðarbúa muni geta séð geimstöðina á heiðskirum kvöldum, en þó varla ibúar á norðurhveli. Astæðan fyrir þvi, að geimstöð- in verður ekki nýtt lengur en þar til i janúar á næsta ári, er sú, að engin leið finnst i dag til þess að koma birgðum upp til hennar, eft- ir að þær, sem núna fara með henni eru uppurnar. Um borð eru 3000 litrar af vatni og ein smálest af djúpfrystum, þurrkuðum eða niðursoðnum mat. (Bara vatns- reikningurinn einn af þessum leiðangri er talinn nema 6 milljónum dollara og er leitun að jafndýru kampavini.) Líbononþing kvatt saman Libanon manna koma saman I dag til þess að ræða heriögin, sem Amin Al-Hafez, forsætisráðherra, innleiddi á mánudaginn var, nokkrum timum áður en að upp úr sauð f Libanon. En margt bendir til þess að all- margir áhrifamenn úr þinginu muni ekki verða viðstaddir þess- arumræður,þvi að þeir telja, að slikur fundur striði gegn stjórnar- skrá landsins. Stjórnin sagði jú af sérskömmu eftir að hún innleiddi herlögin. Þeir vilja heldur, að mynduð ’ verði ný stjórn, sem i sitji m.a. fulltrúar úr hernum. Slikt telja þeir einu leiðina til þess að leysa úr ágreiningnum við skæruliða. Gripið hefur verið til öflugra öryggisráðstafana við þinghúsið fyrir fundinn I dag. Svíar vilja verja sig Athugun, sem sérstök nefnd sálfræðinga gerði i fyrrahaust, sýndi, að sjálfsbjargarviðleitnin er enn rik i Svium. 73% sænsku þjóðarinnar heldur þvi fram, að Sviar eigi að verja sig, ef óvina- þjóð réðist á þá. En fimmtán pró- sent telja, að Sviar eigi ekki að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er greinilegt, að vikings- lundin er ekki horfin úr Svium, og virðist reyndar ekkert fara þverrandi með árunum, þvi að niðurstaða þessarar skoðana- könnunar er i litlu sem engu frá- brugðin þvi, sem kom i ljós 1968. Eftir eina fyrstu nóttina i Libanon I nær viku sem ekki var skipzt á skotum, mun þing Vopnasmyglarar fyrir rétt í Dublin, höfuöborg Irska lýöveldisins, verða leiddir fyrir rétt í dag, sex menn, sem allir eru sakaðir um tilraun til vopnasmygls. Mennirnir sex voru allir handteknir um borð í vestur-þýzka flutninga- skipinu Claudía, sem fannst fyrir sex vikum undan irlandsströnd. t skipinu höfðu fundizt fimm smálestir af vopnum, skotfærum og sprengiefni. Meðal þessara sex sem ákærðir hafa verið er Joe Cahill,sem ku vera einn af leiðtogum hins rót- tæka arms irska lýðveldishersins (IRA).Hann er bróðir Tom Cahill, sem er enn einn af æðstráðandi mönnum IRA. Irska stjórnin liggur undir þungu fargi, þar sem er hugur landsmanna á þvi, að þetta smyglmál verði upplýst i hverju smáatriði. Það er margra hald, að „Claudia” hafi komið með vopnin frá Lybiu. Brezkur hermaður lét lifið og þrir aðrir særðust, i sprengingu i kaþólska hverfinu Falls Road í Belfast i nótt. Meiðsli þessara þriggja þykja hættuleg. Þessi mynd var tekin um borð I „Claudfu” fyrir sex vikum, þegar dátar strandgæzlu trlands fundu 5 sml. af vopnum, sem smygia átti til Irska lýðveldishersins. Hermennirnir voru i könnunar- Hermdarverkamaður, sem lá i ferð og munu hafa farið inn i leyni i nágrenni verksmiðjunnar, verksmiðju eftir að hafa fengið sprengdi sprengjuna, þegar her- falska ábendingu um, að leyni- mennirnir voru komnir inn i skytta væri i felum þar inni. verksmiðjuna. Kaþólskur prestur fann her- mennina liggjandi i blóði sinu og gerði hann sjúkraliði viðvart.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.