Vísir - 14.05.1973, Page 7

Vísir - 14.05.1973, Page 7
Vlsir. Mánudagur 14. mai 1973 ' 7 „Áhríf smáþjóðanna geta veríð veruleg" — Ég þekki það af eigin reynslu, bæði sem aðal- ritari og fulltrúi lands míns, Austurrikis, að áhrif smáþjóðanna geta verið veruleg, oft mikið meiri en stærð þeirra gefur til kynna. Þetta á einkum við í þeim tilvik- um, þegar sætta þarf ólíka hagsmuni og þá eru það fulltrúar smá- þjóðanna, sem helzt geta beitt sér, því enginn grunar þá um græzku eða óttast, að þeir séu að sæl- ast eftir auknum land- svæðum eða völdum. — Þetta sagði Kurt Wald- heim meðal annars á blaðamannafundinum sem hann hélt í Ráðherra bústaðnum á laugardag skömmu áður en hann hélt af landi brott eftir sólarhrings dvöl á is- landi. Á föstudagskvöldið þáði hann kvöldverðarboö forseta tslands og á laugardaginn ræddi hann við rikisstjórnina og utanrikis- málanefnd Alþingis en fór sfðan I ferð til Þingvalla, þar sem snæddur var hádegisverður í boði rikisstjórnarinnar. Aðalritarinn sagði að ýmis- legt hefði borið á góma I viöræð- um hans við Islenzka ráðamenn. Meðal annars hættuástandiö fyrir botni Miðjaröarhafs og I Suðaustur Aslu.en aðalritarinn taldi þessa hluta heimsins þá sem mestar ófriðarhorfur væru nú og mikla nauðsyn bæri til að gera allt sem hægt væri til að koma þar á eðlilegu ástandi. Kurt Waldheim sagðist gera sér ljóst hve mikilvægur sjávar- útvegurinn væri fyrir okkur ís- lendinga, hann væri höfuðat- vinnuvegurinn og fiskimiðin við landið væru einu hráefnaauð- lindirnar. Sameinuðu þjóðirnar hefðu boðað til ráðstefnu um nýtingu hafsins og sagðist aöal- ritarinn vona að sú ráðstefna gæti orðið sem fyrst. Um landhelgisdeiluna sagði Waldheim, aö hann vonaðist til þess aö deiluaðilum tækist að ná friðsamlegu samkomulagi. Aöalritarinn var spurður að þvi, hvort hann teldi að Sameinuðu þjóðirnar ættu að — frá blaðamanna- fundi með Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna hafa meiri afskipti af friðar- viðræðum, sem fram færu milli stórveldanna og sagði hann það vera ákveðna skoðun sina að svo ætti að vera og heföi hann beitt sér fyrir auknum áhrifum samtakanna á þeim vettvangi. Hann minnti aftur á móti á, aö sáttastörf og málamiðlun milli tveggja striðandi aöila færi oft- ast fram bak við tjöldin og f kyrrþey. Þetta væri ekki sizt vettvangur starfs Sameinuðu þjóðanna og margir stórir „diplomatiskir” sigrar starfs- manna stofnunarinnar kæmust aldrei á forsiður heimsblaöanna eða fyrir augu fólks á annan hátt. Kurt Waldheim sagði að lokum að ferö sin til Noröur- landanna hefði verið mjög ánægjuleg og lærdómsrik enda væru löndin öll góðir og virkir meðlimir Sameinuðu þjóðanna. - ÓG- Stadlausir stafir Þér getið lírrft nýju Quik Stik stafina hvar sem er, — d töfluna, hurðina, vegginn, rúðuna, eða svo að segja allt mögulegt og ómögulegt. Þessir ódýru límstafir frö Pennanum hafa nú þegar valdið byltingu í verzlunum, ö skrifstofum og ekki sízt ö heimilum. Það er auðvelt að finna stað fyrir Quik Stik, — lím- stcfina við allra hæfi- i -ju'vrr HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.