Vísir - 04.06.1973, Page 1
Undirbúa USA
—heimsókn
Brésnefs
1 mórgun lentu 3 rússneskar flugvélar ú Keflavlkurflugvelli til aö taka benzfn. Þær stóöu stutt viö og
héldu siöan áleiöis til Bandarikjanna. Flugvélarnar eru af geröinni AN-22 og Iljúsln 18. Taliö er, aö för
þeirra sé I tengslum viö fyrirhugaöa heimsókn Brésnefs til Bandarikjanna seinna I þessum mánuöi.
ILDGOSIÐ!
Vestmannaeyingar hafa
svo sannarlega ekki dregiö
saman seglin þrátt fyrir eld-
gosiö. Myndin hér aö ofan
sýnir fyrsta nýja stálfiski-
skipiö, sem þangaö hefur
veriö siglt i höfn, eftir aö
gosiö hófst. Þaö er Alsey,
sem Einar rfki lét smiöa
fyrir sig á Akureyri. Skipiö
var afhent honum I siöustu
viku, en þaö er þaö fimmta,
sem þar hefur veriö smíöaö
fyrir hann á siöustu tveim
árum. Meöfylgjandi mynd
tók Guömundur Sigfússon af
Alsey I heimahöfn I fyrra-
dag. Blaöamaöur Visis
fylgdist meö afhendingu
skipsins og segir nánar frá
þeirri athöfn á blaösiöu 2 í
dag.
Ástandið
var þó ekki
slœmt
Eitthvað um 1700 börn, sem
fædd eru 7., 17. eöa 27. dag
mánaðar voru tekin til
rannsóknar til aö kanna heil-
brigðisástand tanna i
börnunum. „Mér sýnist sem
heilbrigöisástand tanna sé
betra i börnum og einnig aö
minna hafi veriö dregiö úr af
fullorðinstönnum en ég átti
von á”, sagði Þóröur Eydal
Magnússon, tannlæknir
þegar viö ræddum viö hann
um niðurstööurnar. — Sjá
Inn-siöu á bls 7.
FYRSTA
NÝJA
SKIPIÐ TIL
EYJA EFTIR
GETUM AUÐVELDLEGA
FISKAÐ 170 ÞÚS TONN
UNDIR HERSKIPA VERND
segir brezkur þingmaður — Samkomulag þegar í hðfn,
ef aðeins við Framsókn og Sjólfstœðisflokkinn að etja
„Þetta er fallegt skip, Ægir", sagöi Patrick Wall, (til vinstri) sem var majór i brezka flotanum 116 ár og
hefur oft skotiö á skip. Hann sá um byssurnar. Þegar hann og Nunn litu á Ægi I morgun var veriö aö
gera viö skipið eftir þær skemmdir, sem þaö fékk I brotsjó, þegar þaö var á leiö til aö bjarga Everton,
togaranum, sem núna nokkrum mánuöum seinna fékk I sig föst skot frá sama varöskipinu.
NORSKT VARÐSKIPMEÐ
SJÁLFBOÐALIÐUNI ?
Hugmyndin yrði tekin til velviljaðrar
athugunar, segir forsœtisróðherra
Viö munum taka þessa hug-
mynd til velviljaörar athug-
unar. Ég get ekki sagt mikiö
meira um máliö núna, enda veit
ég engin deili á þvi, sagöi dóms-
málaráöherra, Ólafur
Jóhannesson I viötali viö Visi I
morgun vegna frétta um, aö
norski þingmaðurinn Finn Gu-
stavsen, sem hér er staddur á
ráöstefnu, hafi stungiö upp á
þvi, aö hann gengist fyrir þvi aö
útvega norskt skip mannað
sjálfboöaliöum fyrir Land-
heigisgæzluna.
Ég þekki þetta mál ekki ööru-
visi en svo, aö fréttamaður
hringdi seint i gærkvöldi og
spuröi mig álits á þessari frétt
sem ég var fyrst að heyra þá,
sagöi dómsmálaráöherra. — Ef
alvara er i þessu þá býst ég viö,
aö skipiö yröi aö vera mannað
islenzkum yfirmönnum a.m.k.
og heyra undir yfirstjórn Land-
helgisgæzlunnar.sagöi hann.
— VJ
Ég held að ísland fái
flestar sinar óskir upp-
fylltar á hafréttarráð-
stefnunni i Chile á næsta
ári. Þess vegna eigið þið
að hafa þolinmæði til að
biða þar til þá og koma
heilshugar til samninga-
fundar við okkur, sagði
Patrick Wall, þing-
maður ihaldsflokksins
frá Hull, i viðtali við Visi
i morgun. Hann ásamt
James Nunn, talsmanni
brezku togaraskipstjór-
anna koma fram i sjón-
varpsþætti i kvöld.þar
sem þeir munu svara
beinum spurningum
áhorfenda um land-
helgismálið.
Nú er ekki nema eitt aö gera.
Annaöhvort náum viö bráöa-
birgðasamkomulagi eða við höld-
um áfram eins og nú er þar til
hafréttarráðstefnan i Chile kemst
að niðurstöðu, sagði Patrick Wall.
— Ég sjálfur er sannfærður um
það, að samkomulag hefði þegar
náðst, ef Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn, tveir
stærstu stjórnmálaflokkarnir
ykkar, hefðu leitt samningavið-
ræðurnar af Islands hálfu”.
Haldi þessu svona áfram eins
og hingað til hefur verið, hlýtur
að draga til alvarlegri tiðinda en
þegar hafa orðið. Manntjón hjá
öðrum hvorum aðilanum er t.d.
hugsanlegt. Ef slikt gerðist yrði
það alvarlegur hnekkir fyrir
sambúð Islands og Bretlands.
Hvorugur aöilinn vill aö slljft ger-
ist, sagöi þingmaðurinn.
Talsmaður togaraskipstjór-
anna, James Nunn, sagði, að
mikillar reiði gætti meðal brezku
togaraskipstjóranna út I islenzk
stjórnvöld. Þetta er leitt, þvi við
berum mikla viröingu fyrir hæfni
Islenzkra sjómanna, bæöi á fiski-
flotanum og þá ekki síöur á varð-
skipunum.
Þeir félagar fullyrtu, að islenzk
stjórnvöld heföu misreiknaö sig
hrapallega varðandi tvö atriði
þorskastriðsins. í fyrsta lagi með
þvi aö telja að ekki borgaði sig að
fiska undir herskipavernd og i
öðru lagi með þvi aö telja, að ekki
væriunntað fiska 170 þús. tonn
yfir árið með þeim hætti, sem
Haag-dómstóllinn hefði úrskurð-
að, að brezk veiðiskip hefðu rétt
til að fiska á Islandsmiðum.
I kvöld gefst sjónvarpsáhorf-
endum kostur á þvi að leggja
spurningar fyrir þá félaga. —
Biddu fólk endilega um aö koma
með stuttar og hnitmiðaðar
spurningar. Þannig er hægt aö
spyrja miklu meinlegar en með
löngum leiðinlegum romsum,
sagði þingmaðurinn aö skilnaði.
— VJ