Vísir - 04.06.1973, Qupperneq 2
2
Vísir. Mánudagur 4. júni 1973.
vhntsm--
Hvernig likar yður sú
tillaga, að kvöld-
skemmtanir á 17. júni
verði lagðar niður?
Bjarni Jónsson brúarsmiftur:
Ekki nógu vel.mér finnst þær ættu
áð vera. Unglingarnir leita bara á
a&rar slóðir, og bragurinn versn-
ar.
lllin Agnarsdóttir, stúdent: Illa,
það er asnalegt að fólk megi ekki
skemmta sér. Annars er þetta
patentlausn, þvi þetta er að fara
úr öskunni i eldinn.
(■uörún Jónasdóltir skrifstofu-
mær: Mér finnst bragurinn hafa
versnað undanfarin ár, en hvað
mun fólkiðgera i staðinn? Annars
er mér sama þótt ég verði al
þessu.
Guðrún Oddsdóttir, húsmóðir:
Agætlega, en þó veit ég ekki,
hvort þetta er til batnaðar. Svona
hátiðahöld ættu að vera á 10 ára
fresti.
rtmar Þorbjörnsson, framreiðslu-
maður: Það lizt mér ekkert á. Ég
vil hafa þessi hátiðahöld, þó þau
eigi auðvitað ekki að ganga eins
langt og i fyrra, en ástandið þá
kenni ég aðallega veðrinu. Ég er
hræddur um, að ef af þessari á-
kvörðun verður, þá verði allt vit-
laust annars staðar.
Björn Þorvaldsson málari: Mér
lizt vel á það. Hérna áður fyrr var
ástandið mun betra, en mórallinn
hefur þróazt i þessa átt. Annars
eru það fleiri en unglingarnir,
sem eru slæmir með vini.
,Þá œtla ég að fá 5 báta'
- SUPPSTÖÐIN Á AKUREYRI AFHENDIR EINARI RÍKA FIMMTA BÁTINN í RÖÐ
Sú saga er sögð, að fyrir
um það bil tveim árum hafi
Einar ríki hringt til Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri og
spurt þá þar, hvort þeir
gætu hugsanlega smíðað
fyrir sig fimm báta. Jú,
það var vel hugsanlegt.
„Nú jæja, þá ætla ég að fá
fimm báta", á Einar þá að
hafa sagt um hæl. En rétt
áður en hann lauk sam-
talinu mundi hann eftir
einu atriði: „Heyrðu góði,
hvað skyldu þeir annars
kosta?"
Ofanritað var lýst ósatt i kaffi-
samsæti fyrir norðan i siðustu
viku, þar sem Einar var sjálfur á
meðal gesta. En hann hafði
greinilega gaman af sögunni — og
staðreyndin er sú, að Slippstöðin
hefur nú afhent honum fimm stál-
fiskiskip, sem öll hafa verið
Kinar Sigurðsson um borð i
fimmta og siðasta fiskiskipinu,
sem Siippstöðin hf. smiðar fyrir
hann að sinni.
sjósett á síðasta einu og hálfu ári.
Tveir fyrstu bátarnir voru 105
lestir að stærð, en það voru
Heimaey og Surtsey, sem af-
hentir voru i febrúar og og júli i
fyrra. Hinir bátarnir þrir eru allir
150 lestir, en þeir eru Gunnar
Jónsson, sem afhentur var i
september siðast liðnum, og svo
Bjarnarey og Alsey, sem
sjósettir hafa verið á þessu vori.
Alsey var afhent Einari Sig-
urðssyni i siðustu viku, og var
henni siglt að noröan rakleiðis til
Vestmannaeyja þarsem höfð var
stutt viðdvöl á leiðinni til Reykja-
vikur. Er þessi bátur þvi fyrsta
nýja fiskiskipið, sem kemur til
Eyja siðan eldgosið hófst þar. Þvi
var ekki við komið að sigla
Bjarnarey til Eyja eftir afhend-
inguna.
Aðspurður kvaðst Einar ekki
vera i nokkrum vafa um, að fólk
fengist til starfa i fiskvinnslu-
stöðvum Vestmannaeyja strax og
sú starfsemi yrði heimiluð þar að
nýju. ,,En fyrst þarf auðvitað að
koma rafmagninu i lag, tryggja
nægilegt vatn og byrja að dæla
skolpinu frá bænum og atvinnu-
fyrirtækjunum norður fyrir
Heiði”, sagði hann.
,,Ég efast ekki um, að það
kemur fólk til Eyja, strax og
húsnæði og atvinna verði fyrir
hendi. En það er alls ekki vist, að
það verði allt saman Vestmanna-
eyingar”, sagði Einar.
Hann var með i förinni þegar
Alsey var siglt nokkra stund úti
fyrir Akureyri sl. miðvikudag. Þá
notaði hann ferðina til að vippa
sér niður i hásetaklefana. ,,Ef ég
skoða ekki skipið núna, geri ég
það aldrei,” sagði hann og hló.
,,Það á ekki að leyfa mönnum
með svona litinn áhuga að eiga
báta”, bætti hann við.
Einar hafði ráðgert kaup á
fleiri bátum og stærri frá Slipp-
stöðinni, en þegar gosið hófst i
Eyjum neyddist hann til að fresta
þeim kaupum.
Fiskiskipin fimm, sem hann
hefur nú keypt veröa öll gerð út
frá Reykjavik til að byrja meö.
Þeim er stýrt og stjórnað af Vest-
mannaeyingum, en áhafnir
þeirra eru viða að.
Skipstjóri á Alsey er Ólafur
Kristinsson og vélstjóri Pétur
Sveinsson.
Alsey er útbúin til linu-, neta-,
tog- og nótaveiða og er togbúnað-
urinn gerður fyrir skuttog, sem er
nýjung. Skipið er búið öllum
nýjustu siglingar- og fiskleitar-
tækjum. Aðalvél skipsins er af
gerðinni Mannheim, en hún er 765
hestöfl og reyndist ganghraðinn
vera tólf og hálf mila i reynslu-
ferðinni. Allar ibúðir, sem eru
fyrir tólf manns, eru i afturskipi.
„Slippstöðin hyggst enn um
sinn byggja fleiri 150 lesta fiski-
skip”, upplýsti Gunnar Ragnars
forstjóri stöðvarinnar, i viðtali
við Visi. Kvað hann vera samið
um smiði að minnsta kosti sjö
slikra skipa til viðbótar og eru
skrokkar tveggja þeirra þegar
komnir vel á veg og smiði þeirra
orðin á undan áætlun.
„Annað á að fara til Ólafsvíkur
og var samið um að afhendingin
færi fram i febrúar á næsta ári.
En nú er allt útlit fyrir að smið-
inni verði lokið fyrir áramót”,
sagði Gunnar.
Með smiði skipanna fimm, sem
Einar keypti, tók Slippstöðin upp
raðsmiði og hefur það gefið mjög
góða raun, þar sem betur er hægt
að koma við staðlaðri hlutasmiði,
sem leiðir til aukinna afkasta.
„Afkastageta stöðvarinnar
gæti jafnvel verið enn meiri. Það
er bara skortur á starfsliði, sem
er flöskuhálsinn”, sagði Gunnar,
en starfsmenn stöðvarinnar eru
rúmlega 200.
Skipasmiðin fer fram i tveim
samliggjandi byggingum. I
annarri þeirra fer hlutasmiðin
fram, en þar voru t.d. sett saman
stýrishús skipanna tveggja, sem
nú er verið að smiða, á meðan
Bjarnarey og Álsey voru i
smiðum i hinni byggingunni.
I skurðarvélunum er hægt að
vinna fyrirfram botnstokkana og
undirstöðurnar. Og þegar hafizt
er handa við að smiða skipin geta
þilin þegar verið soðin, böndin
beygð og plöturnar til reiðu.
—ÞJM
Alsey VE 502 hélt strax á tog- mannaeyja og Reykjavíkur eftir
veiðár cftir að liafa siglt til Vest- afhendinguna i siðustu viku.
Lesendur
hafa
orðuf
„Hver heilskyggn maður hlaut
að vita, að verða mundi upphlaup
og ofbeldisaðgerðir hafðar i
frammi þegar eftir útifundinn á
Lækjartorgi þann 24. þ.m.
Kommúnistum má aldrei treysta
en það gleymist góðum drengjum
of oft.
Dómsmálaráðherra i hverju
landi ber að láta vernda erlend
sendiráð, það er skylda, er ekki
má bregðast, ef hægt er við að
ráða, en i stað þess að skipa
öflugu lögregluliði umhverfis
brezka sendiráðið nefndan dag og
stund, með þeim tækjum, er við
áttu, eru settir nokkrir lögreglu-
þjónar, tækjalausir, við ibúðar-
hús sendiherrans, liklega til
málamynda, þvi sendiherrann
var búinn að tilkynna að hann og
starfslið sendiráðsins yrði við
störf sin i skrifstofum sendiráðs-
ins sem venjulega, og bersýnilega
ætlaðist hann til, að þar væri lög-
reglan til taks, ef kommúnista-
börnin gerðu árás, undir vernd
og með aðstoð feðra sinna. Sem
fyrr segir fóru lögregluþjónarnir
húsavillt. Þegar svo þessir
fimmtán þjónar komu loks, fengu
þeir ekki við skrilinn ráðið, enda
heyrðu þeir þá eitt kornabarnið
gráta og féllust hendur. Þetta er
sögn eins úr lögregluliðinu. Eftir
það horfðu lögregluþjónarnir á
Hver bar ábyrgðina?
óargalýðinn grýta glugga sendi-
ráðshússins án þess að hafast
að.Mennirnir i húsinu voru i lifs-
hættu, en hverju skiptir það, fyrst
kommúnistabarnið var hætt að
tárfella.
Það, sem bar að gera i tima,
varað skipa öflugu liði umhverfis
sendiráðið, ekki aðeins fimmtán
mönnum tækjalausum, heldur 5
sinnum fimmtán, útbúnum með
brunaslöngur. Lögreglan átti að
hafa það vit i kolli, að fjarlægja
fyrst kornabörnin i vöggunum og
dæla siðan köldu vatni á óaldar-
lýðinn og spara ekki vökvann, þar
til ofbeldisseggirnir yrðu fegnir
að flýja og hefðu ekki getað
kastað stórgrýtinu inn i húsið,
meðan á þá var dælt. Þetta var
einfalt ráð og hættulaust, aðeins
hressandi bað, verst það, að það
skolar ekki burt óþrifum sálar-
innar. Ég þakka og undirstrika
hvert orð i leiðara Visis um þetta
mál og legg sérstaka áherzlu á þá
kröfu ritstjórans, að aðgerðar-
leysi lögreglunnar verði rann-
sakað. Vil ég i þvi sambandi
benda á: að lögreglan er fjar-
stýrð, verður að hlýða yfirmanni
sinum, dómsmálaráð
herra, svo lögregluþjónarnir
verða ekki að órannsökuðu máli
sakfelldir. Vist gat svo farið, að
sendiráðsmennirnir hefðu lim-
lestst eða beðið fjörtjón. Hver bar
ábyrgðina? Úr þvi þarf að fást
skorið. Vist er málið dularfullt.