Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 04.06.1973, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Mánudagur 4. júni 1973. Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? Jtaver Grensásvegi MIRftp, J ■ i II i II f !■ Allar málningarvörur emnig Tóna- og Oska-litir 6002 litir 1UTAVER l<Z STÁLREKKAR Gúmmíbátar Úrvalið er mest í langstœrstu sportvöruverzlun landsins ★ 5 gerðir ★ Þar af þrjár gerðir fyrir utanborðsmótor ★ Björgunarvesti (verðið mjög gott) ★ Póstsendum Sportval Hlemmtorgi — Simi 14390 Hin fullkomna og hagkvæma lausn á geymsluvandamáli yðar. Hleðsluþungi eftir þörfum hvers og eins. Sjón er sögu ríkari. KZ stálrekkar I notkunn I vörugeymslu okkar að Sundagörðum 4, Rvik. EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. HF. Sundagörðum 4 - Sími 85300 Viðlagasjóður auglýsír Auglýsing nr. 3 frá Viðlagasjóði um bætur fyrir tekjumissi. í 26. grein reglugerðar nr. 62, 27. marz 1973 um Viðlagasjóð segir: „Nú verða tekjur manns, sem búsettur var i Vestmannaeyjum 22. janúar 1973, lægri á árinu 1973 en þær voru á árinu 1972 af ástæðum, sem ekki verða raktar til annars en náttúruhamfaranna. Skal sjóðnum þá heimilt að greiða honum bæt- ur allt að þvi sem þessum mun nemur. Með tekjum er hér átt við launatekjur, hreinar tekjur af eigin atvinnustarfsemi eða eignum og allar tekjuskattskyldar bætur almannatrygginga, svo og greiðslu frá lifeyrissjóðum og atvinnuleysis- tryggingum. Sjóðnum er heimilt að greiða bætur þessar með þeim hætti, að veita bótaþega leiguivilnun búi hann i hús- næði á vegum sjóðsins. Þegar bótaþörf manns er metin, skal við það miðað, að hann hafi neytt þeirra atvinnutækifæra, sem sanngjarnt getur talizt að ætlast til af honum við þessar aðstæður.” Skv. 27. gr. skal sá, sem vill fá bætur skv. 26. gr. senda umsókn til sjóðsins i þvi formi sem sjóðsstjórn ákveður og með þeim gögnum sem hún krefst. Hér með er auglýst eftir slikum umsóknum frá einstaklingum. Skulu þær sendar skrifstofu Viðlagasjóðs, Tollstöðinni við Tryggvagötu i Reykjavik og skal fylgja þeim afrit af skattframtali 1973 (tekjuárið 1972), lýsing á þvi hvaða tekjur um- sækjandi hefur nú hvaða atvinnu hann stundar og atvinnuhorfum og tekjuáætlun fyrir árið 1973. Stjórn Viðlagasjóðs Viðlagasjóður auglýsir Auglýsing nr. 4 frá Viðlagasjóði um bráðabirgðalán til fyrirtækja. 1 29. grein reglugerðar nr. 62, 27. marz 1973 um Viðlagasjóð segir: „Nú skortir atvinnufyrirtæki, sem starf- rækt var i Vestmannaeyjum 22. janúar 1973, en hefur orðið að hætta starfsemi sinni þar, fé til að standa við greiðsluskuld- bindingar sinar eða skortir fé til að hefja starfsemi sina aftur i landi, og er sjóðnum þá heimilt að veita þvi bráðabirgðalán vegna þessa, enda séu rök að þvi leidd, sem stjórn sjóðsins metur gild, að fjár- skorturinn sé afleiðing náttúruham- faranna i Vestmannaeyjum. Umsóknir um lán þessi skulu vera i þvi formi og studd þeim gögnum, sem stjórn sjóðsins ákveður. Auglýst skal i blöðum um lán þessi.” Lán þessi verða veitt til allt að eins árs, enda gert ráð fyrir að þau verði gerð upp með bótum sem lántaki kann að fá úr sjóðnum, en ella verður samið um þau sið- ar. Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán skv. framangreindu. í umsókninni skal gerð grein fyrir þeim ástæðum sem til f járskortsins liggja og taldar upp þær greiðslur, sem verja skal lánsfénu til. Umsókninni skal fylgja afrit af skattfram- tölum 1972 og 1973 (tekjuárin 1971 og 1972) og greiðsluáætlun fyrir árið 1973. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Viðlagasjóðs, Tollstöðinni við Tryggva- götu i Reykjavik. Stjórn Viðlagasjóðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.