Vísir - 04.06.1973, Qupperneq 7
Vísir. Mánudagur 4. júni 1973.
7
IIMIM I
i S ÍÐAIM J
Umsjón
Edda Andrésdóttir
„Mér sýnist sem heil-
brigöisástand tanna sé
betra í börnum og einnig
að minna hafi veriö dreg-
ið úr af fullorðinstönnum,
en ég átti von á", sagði
Þórður Eydal Magnússon
tannlæknir, þegar við
röbbuðum við hann i til-
efni þess, að hann hefur
nú gert könnun á faralds-
fræði tann- og bitskekkju
ásamt beinþroska hjá 6
ára til 17 ára börnum í
barna- og gagnfræðaskól-
um í Reykjavík, en einnig
voru skoðuð nokkur 5 ára
gömul böm. Þórður er
sem kunnugt er sér-
fræðingur i tannrétting-
um og prófessor í tann-
réttingum við tannlækna-
deild Háskólans.
Á 17. hundrað börn voru skoð-
uð og voru valin börn sem fædd
eru 7. 17. og 27. hvers mánaðar.
Könnun þessari er nú lokið, en
niðurstöður hafa þó ekki fengizt
ennþá, og eru liklegast ekki
væntanlegar fyrr en i haust.
Aðferð sú sem beitt var, er
samin af prófessor dr. odont
Arne Björk við Tannlæknaskól-
ann i Kaupmannahöfn ásamt
tveimur aðstoðarmönnum hans.
Prófessor Björk bauð ókeypis
aðstoð Tannlæknaskólans i
Kaupmannahöfn við úrvinnslu
þeirra upplýsinga sem fengust
við rannsóknina, en hún fer
fram i tölvu skólans.
Könnun þessi er fólgin i þvi,
að skoðaðar voru tennur barn-
ann, en einnig var tekin
röntgenmynd af hægri hendi
þeirra til mats á beinþroska.
Einnig voru teknar tann-
röntgenmyndir af hluta barn-
anna til könnunar á tannvöntun,
rými o.fl.
Þetta er i fyrsta sinn sem
framkvæmd er slik könnun hér
á landi, en sams konar rann-
sóknir hafa verið gerðar viöa
erlendis, svo sem i Danmörku
og Grænlandi. Einnig hafa verið
gerðar sams konar rannsóknir á
minni hópum á mjög ólikum
stöðum i heiminum, svo sem á
Astraliunegrum, á Indiánum i
Perú, á Japönum og Kinverjum.
Með þessu fæst samanburður á
tannskekkju mismunandi þjóð-
flokka i heiminum, og til gam-
ans má geta, að niðurstöður
Tannskekkja skólabarna
í Reykjavík könnuð
í fyrsta sinn
— Rœtt við Þórð Eydal Magnússon prófessor um könnun sem hann gerði ó tann-
og bitskekkju ósamt beinþroska barna og unglinga ó undanförnum 6 mónuðum
Snuð og ýmiss konar ávanar, svo sem fingursog, geta valdið tannskekkju. Með góðu viðhaldi á tönnun-
um svo og að losna við ávana, má koma i veg fyrir skekkju I tönnum.
slikrar rannsóknar i Grænlandi
leiddu i ljós að meiri þrenglsa
gætir I efri góm Eskimóa og að
þeir hafa meiri tilhneigingu til
undirbits en titt er meðal
Evrópubúa, og þannig koma
fram hin mismunandi einkenni
ólikra kynstofna við þessar
rannsóknir.
Tilgangurinn með þessari
könnun er meðal annars sá, að
fá upplýsingar um komutima og
röð fullorðinstanna i Islending-
um, sem er mjög gagnlegur fyr-
ir tannlækna i starfi þeirra.
Einnig fást gagnlegar upp-
lýsingar um beinþroska Is-
lendinga sem er nauðsynlegur
til ákvörðunar á æskilegasta
tima til tannréttinga. Merki-
legur samanburður fæst við
tiöni tann- og bitskekkju og
beinþroska hjá Dönum, Græn-
lendingum og ýmsum öðrum
þjóðum þar sem sömu aðferðum
hefur verið beitt.
Gagnsemi þessarar könnunar
er ennfremur fólgin i þvi, að
tann- og bitskekkja hinna ýmsu
aldursflokka kemur i ljós um
leið og þörf þeirra á fyrirbyggj-
andi aðgerðum og tannrétting-
um. Loks fá svo heilbrigðisyfir-
völd og tannlæknar glögga
mynd af þörf borgarbúa og
landsmanna allra á sér-
fræðingsþjónustu i tannrétting-
um.
Tilgangurinn meö hand-
röntgenmyndatökunni, sem fyrr
er frá greint, er meðal annars
sá, að fá samanburö á likams-
þroska islenzkra barna við jafn-
aldra þeirra á Norðurlöndum.
Þórður sagði, að þau gögn,
sem nú hefur verið safnað, gæfu
tannlæknum ýmsar fróðlegar og
gagnlegar upplýsingar viö störf
þeirra að barna- og skólatann-
lækningum.
Hann kvað einnig skólatann-
lækningar hafa farið ört batn-
andi siðustu ár og væru komnar
i mjög þokkalegt horf. Þó sagði
hann, að skipulegar tann-
lækningar á börnum þyrftu að
hefjast á 2ja-3ja ára aldri, en
mættu ekki biða þar til I skóla er
komið. En það mun vera ætlun
forráðamanna skólatannlækn-
inga að fikra sig niður i yngri
aldursflokkana eftir þvl sem
skólatannlækningum vex fiskur
um hrygg.
Þórður tjáði okkur, að
skemmdir i barnatönnum og
ótimabær missir þeirra væri ein
algengasta orsök bitskekkju og
þvi væri það ekki siður nauðsyn-
legt að gera viö barnatennurnar
en fullorðinstennurnar.
Ýmsir ávanar, notkun á snuði
og fingursog til dæmis, geta
einnig orskað tannskekkju, en ef
ávananum er hætt snemma, er
skekkjan sjaldnast orðin meiri
en svo, að hún lagfærist af sjálfu
sér.
Nauðsynlegt er að þrifa
tennurnar reglulega og gera
strax við skemmdir ef þær
koma i ljós og foröast ávana til
þess að koma I veg fyrir skekkju
I tönnum.
Ráðlegt þykir að hætta að
nota snuð og pela fyrir 2ja ára
aidurinn, en hvaö fingursog
snertir.er oft öllu erfiðara fyrir
foreldra að venja börn sin af
þvi. Ráðlegt er að leita til tann-
læknis ef ávönum er ekki hætt
áður en 4-6 ára aldri er náð, en
hann getur ofthjálpað á stuttum
tima.
Það verður án efa fróölegt aö
sjá hvaða niöurstöður fást úr
þessari könnun, og eflaust á hún
eftir að verða til góðs hvað
snertir viðhald tanna okkar Is-
lendinga. Heilbrigðismálaráö
Reykjavikurborgar heimilaði
þessa könnun og ber meginhluta
kostnaðar i sambandi við hana,
en auk þess var hún styrkt af
Visindasjóði.
—EA
SUMARHARTIZKAN I PARIS:
Rennislétt
eða mjög hrokkið!
Hárgreiðslurnar i Paris I
sumar eru tvennskonar. önn-
ur er rennislétt hár, siddin er
. rétt niður fyrir höku og hárið
jafnsitt allt um kring, og
toppur.
j Hin hárgreiðslan er öllu
Hskrautlegri. Þar er hárið alit
P gífurlega hrokkið og nær rétt
niður fyrir eyru. Hárið er úfið
og lifandi en feiiur ekki að
höfðinu.
Sítt hár sést ekki og ekki
heldur alveg stutt hár. Slétta
hárið er liklega öliu þægilegra
fyrir flestar konur. Þá er ekki
annað að gera en að þvo hárið,
greiða það og siðan er það
samkvæmt nýjustu tízku.
Engar rúliur, ekkert háriakk
eða-annað slikt.
Hrokkna hárið er öllu erfið-
ara viö aö eiga, nema þá fyrir
þær sem hafa sjálfliðað hár,
þarna fá þær loks eitthvað við
sitt hæfi! —EA
HAUSTHARTIZKAN I PARIS:
Eins og Monroe eða Dietrich!
Heizt viljum við losna við að
þurfa að hugsa um haust og
allt semþvi fylgir, rigninguna,
rokiö og þar fram cftir götun-
um. Viö erum rétt að segja
skiliö við veturinn og búumst
viö sólriku sumri.
En hvaö um það. Eriendis
eru þeir farnir að hugsa til
næsta vetrar. Að minnsta
kosti þeir, sem ailtaf eru
minnst hálfu ári á undan hin-
um aimenna borgara. Það eru
tizkufrömuðurnir.
Haustfatnaður er farinn að
sjást sums staöar I tfzkusýn-
ingarsölum, og Ifldega Hður
ekki á löngu áður en vélarnar
fara að snúast og haustfram-
leiðslan sést i búöargluggum.
Meðfyigjandi mynd sýnir
hausthárgreiðsluna i Paris.
Nú er hárið greitt eins og við
sjáum það á gömlum myndum
af Marlyn Monroe eða Mar-
lene Dietrich. örlitlir liðir, og*
hárið greitt I bylgjur upp frá .
enninu! I
—EAl