Vísir - 04.06.1973, Síða 12

Vísir - 04.06.1973, Síða 12
13 Þurfti 72 holur og bróðabana til að fá úrslit sem fyrr vinnur holu, er sigurvegari A fyrstu holunni urðu þeir jafnir með 4 högg en par holunnar er 4. Þeir léku báöir af sér á 2. holu, sem er par 3, en komu báðir út með 4 högg. Eins fór á þeirri þriðju, þar sem þeir slógu báðir 5 högg, þaö er að segja eitt högg yfir pari, og það var ekki fyrr en þeir léku fjóröu holuna, sem er 18. holan og liggur hún heim að golfskálanum, sem úrslit fengust, og Jóhann Ó. Guö- mundsson tryggði sér sigurinn. Og nú er það golfið fyrir konurnar Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir námskeiði og æfingum fyrir konur á öllum aldri i golfi, og hefst námskeiðið á morgun klukkan 13.30 á golfvelli félagsins i Grafarholti. Þar verður kennsla fyrir þær konur, sem eru að byrja og annast hana Þorvaldur Asgeirsson, golfkenn- ari. Einnig gefst þeim konum, sem þess óska kostur á þvi að leika með konum, sem starfa i klúbbnum og nokkra æfingu hafa hlotið. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt fyrir kvenfólkið að hreyfa sig úti við ekki siður en karlmennina og ein leiðin til þess er að leika golf eins og sá fjöldi, sem hafið hefur golfiðkun á siðustu árum, bezt veit. Þessi starfsemi er á vegum kvennanefndar Golfklúbbs Reykjavikur og veitir Gyöa Jóhannsdóttir, formaður nefndarinnar, allar nánari upplýsingar um námskeiðin i sima 82090. Þessir kappar, Björgvin Þorsteinsson, Einar Guðnason og óttar Yngvason, eru taldir öruggir i landsliðiö f golfi, sem tekur þátt I Evrópumótinu i Portúgal um næstu mánaðamót. Það var mikil spenna, þegar þeir léku til úrslita i Coca Cola keppni Golf- klúbbs Reykjavíkur, Jóhann O. Guðmundsson og Einar Guðnason nú um helgina. Þeir voru jafnir eftir 72 holur, sem voru leiknar á fimmtudag, föstudag og laugardag, og urðu því að leika svo- kallaðan „bráðabana" til þess að fá fram úrslit. En því er þannig hagað, að sá, Jóhunn Ó. Guömundsson, sem sigarði i Coca Cola keppninni. STJÖRNU ★ LITIR sh Armúla 36 Málningarverksmiðja Sími 8-47-80 Þarna berjast þeir um boltunn, Bergsveinn og Ólafur, en Magnús, markvörður KR, er tilbúinn til að grípa inn i, ef þörf er á. Valur ekki ó skotskónum — sigraði þó KR Það var sannarlega vonum seinna, sem Hermann skoraði fyrra mark Valsara í leik þeirra í gærkvöldi gegn KRing- um. Á 20. mínútu sendi Birgir Einarsson knöttinn til Jó- hannesar Eðvaldssonar, sem lék upp að endamörkum og gaf hann siðan alveg fyrir markið og þar afgreiddi Hermann knöttinn beint í mark með lag- legri kollspyrnu yfir Magnús markvörð KRinga. Yfirburðir Valsara voru miklir i fyrri hálfleik og það lá stöðugt í loftinu, að Valsarar mundu skora, en það varð ekki fyrr en á 20. mínútunni, og fleiri urðu mörkin ekki í þeim hálfleiknum og þótti sumum Valsmanninum súrt í broti. Nær allan hálfleikinn fengu Vals- menn tima til þess að byggja upp sókn sina á þann hátt, sem þeim hentaöi. Mikill munur var nú fyrir þá frá þvi, sem var i leiknum á móti Keflvik- ingum, sem aldrei létu þá hafa nokk- urn frið til að athafna sig. Hin frekar þunglamalega sóknaruppbygging Valsmanna, sem svo lengi hefur loöað viö Valsliðið, fékk þvi að njóta sin i þetta skiptið, þó markauppskeran yrði ekki eins og efni stóðu til. KRingum tókst aldrei aö ná tökum á miðjunni og þvi fór leikurinn að miklu leyti fram á þeirra vallarhelmingi i fyrri hálfleiknum. Mikið mæddi á vörninni, sem virkaði opin og litt sam- stæö. Fyrsta góða marktækifæri Valsara kom á 8. minútu, þegar Helgi Bene- diktsson komst einn innfyrir KRvörn- ina.enbrenndigróflega af og fór knött- urinn framhjá Magnúsi, sem kom á móti Helga og langt fram hjá. Hörður Hilmarsson lék nú sinn fyrsta leik með Valsliðinu þetta sumar og var af honum mikill styrkur, en Hörður hefur dvalizt við kennslustörf á Akureyri siðastliðinn vetur. Hann átti mjög fall- egt skot á 12.'minútu af um það bil 30 metra færi, sem lenti ofan i þverslá KRmarksins og aftur fyrir. Strax á eftir lék Hermann laglega á tvo KRinga og var kominn einn innfyrir, en Magnús Guðmundsson markvörður kom út úr markinu á réttum tima og lenti knötturinn i honum og siðan fram á völlinn aftur. Fyrra mark Valsara kom siöan eins og áður sagöi á 20. minútu en KRingar ná sókn þar á eftir, sem lauk með lausu skoti fram hjá marki. 2-0 Hermann Gunnarsson fékk gullið tækifæri til að bæta við 2. marki á 29. minútu, þegar hann fékk knöttinn, þar sem hann var einn og óvaldaður á vitapunkti — en svo bregðast krosstré sem aðrir raftar og Hermann kiksaði, satt að segja fremur óvenjulegt. — Atli Þór var kominn inn á vitateig þeirra Valsmanna á 33. minútu, þegar Bergsveinn hindraði hann, og dómar- inn, Guðjón Finnbogason, dæmdi óbeina aukaspyrnu. Ekki voru allir ánægðir með þennan úrskurð dómar- ans, töldu, aö ekki hefði átt að dæma annað en vitaspyrnu, þar sem brotið vár framið innan vitateigs. Svipað at- vik kom fyrir i siðari hálfleik, en þá var það varnarmaður KR, sem braut af sér innan eigin vitateigs. Þá var einnig dæmd óbein aukaspyrna. Annars átti dómarinn Guðjón Finn- bogason nokkuð góðan dag, að visu má kannski segja, að Guðjón hafi sleppt leikmönnum of mikið við dóma vegna ýmissa smábrota, sem setja leiðinleg- an svip á leikinn, en hann kann þá list, sem er mörgum dómurum hulin — að dæma leikinn og halda honum i réttum skorðum, án þess að verða of áberandi á vellinum. 1 knattspyrnuleik á nefni- lega að vera sem mest af knattspyrnu, en flautukonsertar aðeins, þegar brýna nauðsyn ber til. Rétt fyrir lok hálfleiksins komst Halldór Björnsson inn á vitateig Vals- manna hægra megin, gefur að mark- inu og ætla Atli Þór að afgreiða knött- inn áfram i rietið, en i sama mund kemur Sigurður Dagsson út úr mark- inu og varpar sér á knöttinn, en svo fór, að þeir rákust illa saman, og meiddist Sigurður nokkuð á hendi og varð að yfirgefa leikvöllinn. 1 stað hans kom Sigurður Haraldsson, sem betur er þekktur úr badminton iþrótt- inni. Stóð hann sig nokkuð vel, ef frá eru talin eitt eða tvö ævintýraleg „ferðalög” hans út úr markinu, sem þó settu aðeins hroll að Valsmönnum, en mörk urðu ekki. Botninn datt algjörlega úr spili Vals- manna stóran hluta siðari hálfleiks og einnig áttu KRingar öllu meira i leikn- um, þó fáum raunverulegum mark- tækifærum væri til að dreifa. Þó átti Jóhann Torfason gullið tækifæri til þess að jafna, þegar hann skaut laus- um bolta innan á stöng Valsmarksins og hrökk knötturinn siöan fyrir mark- ið, en ekkert varð meira úr þvi tæki- færi. Valsmenn innsigluðu sigurinn á 33. minútu, þegar Guðjón Harðarson átti góða sendingu A Hörð Hilmarsson, sem var kominn inn fyrir vitateig vinstra megin og skaut að marki — Magnús virtist hafa hendur á knettin- um, en samt sem áður fór hann i markið, enda var skotið mjög fast. Það voru þvi þeir Hliðarendamenn, sem hirtu stigin 2 i þessum leik erfða- fjendanna og fluttust þar með úr 4. sæti i annað i 1. deildar keppninni. 13 ./ * « m Þarna gripur Sigurður Haraldsson, markvörður Valsmanna, inn á réttu augnabliki. Hann kom inn á i stað Sigurðar Dagssonar, sem meiddist, og stóð Sigurður sig meö prýði. 2. deild Völsungar unnu á Norðfirði og Ármenn- ingar unnu á Selfossi Völsungar sigruðu Þrótt á Neskaupstað i fyrri leik liðanna í 2. deildar keppninni á laugardaginn. úrslit leiksins voru 4 mörk gegn tveimur. Það voru þó Þrótt- arar, sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var það gert eftir horn- spyrnu á 10 minútu fyrri hálfleiks. Það var ekki fyrr en á 31. minútu hálfleiksins, að Völsungar jafna með laglegu marki Hreins Elliðasonar, sem siðan lét sig ekki muna um að bæta 2 mörkum við á næstu tveim minútum og þannig stóðu leikar i lok hálfleiksins 3 mörk gegn 1 Völsungum I vil. Arnar Guðlaugsson bætti siðan 4. markinu við úr vita- spyrnu, en Þróttarar áttu siöasta orðið og gerðu siðasta markið. Bæði liðin áttu fleiri tækifæri til að skora, en úrslit leiksins voru sanngjörn eftir gangi hans. Ármenningar bættu stöðu sína í 2. deildinni nú um helgina, þegar þeir unnu Selfoss með 4 mörkum gegn engu i rykmekkinum á Selfossi. Að sögn leik- manna sáu þeir ekki nema stundum til hvors annars, en logn var og gleymzt hafði að vatnsbera völlinn fyrir leikinn. Smári skoraði fyrsta markið á 20. minútu fyrri hálfleiks og stóðu leikar 1-0 i hálfleik. Hann gerði siöan annaö mark á 10. minútu siðari hálfleiks og Viggó annað strax á eftir. Sigurður Leifsson bætti siöan þvi 4. við rétt fyrir leikslok. Sigur Armenninga var verö- skuldaöur eins og reyndar markatalan gefur til kynna. Þarna er Kristinn Jörundsson, I búningi IR og heldur hann á vcrð- launagripum fyrir körfuknatt- leik. 1 sumar er Kristinn aftur á inóti búsettur á Iiúsavik og þjálfar og leikur þar nieð Völs- unguin i 2. deild. mni bctri malning (VIALIMIIMQ HF

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.