Vísir - 04.06.1973, Síða 16

Vísir - 04.06.1973, Síða 16
16 Vísir. Mánudagur 4. júnl 1973. LIV ULLMANN („Þættir úr hjónabandi”) hefur tekið aö sér viðamikið kvik- myndahlutverk, nefnilega hlut- verk Christina, drottningar Svia. Þetta sama hlutverk fór Greta Garbo með i myndinni „Christina drottning” fyrir um 40 árum siö- an. I nýju útgáfunni ber Ullman sömu kórónu og Garbo bar i sinni mynd en Metro-Goldwyn-Mayer féllst á að lána hana til Warner Brothers eftir mikiö japl og jaml og fuður. BEN MURPHY — kannski þekktari hér undir nafninu Jed „Kid” Curry — er nú i Chicago þar sem hann er byrjaður að leika i nýjum sjón- varpsmyndaflokki fyrir Univer- sal-framleiöendurna, sem hann er á samning við til langs tima. Nýi myndaflokkurinn á að heita „Piparsveinn i klipu”. SHIRLEY MacLAINE — sem nú er i óöa önn að upp- fræða kinverskar húsmæður um hvað sé rétt og hvaö sé rangt — hafði heitið gamanleikaranum Danny Kaye þvi áður en hún lagði af stað til Kina, að hún skyldi ekki snúa aftur heim til Ameriku fyrr en hún heföi náð saman álitlegum stafla af nýjum kinverskum upp- skriftum handa honum. Og nú bfður leikarinn komu vinkonu sinnar með vatnið i munninum — þvi- hann er afbragðs kokkur og mikill og einlægur aðdáandi kin- verskra rétta. w 5.600 EGG í EINA OMELETTU Hann hefur heldur betur mátt taka til höndunum, hann Tony Stoppani, sem er kokkur I Lond- on, en hann þurfti að brjóta hvorki meira né minna en 5.600 egg I eina risastóra eggjaköku (omelettu) sem hann steikti I einu lagi á pönnu sem var tveir metrar og tiu sentimetrar i þvermál. Stoppani, sem er af itölsku bergi brotinn, bjó þessa risaome- iettu til fyrir sumarhátið sem haldin var i Surrey, en þaö fyigir sögunni, aö hann eigi enn eitthvaö eftir af kökunni, þrátt fyrir aö hún hafi selzt vel. Ironside páfi frum- sýndur í Ameríku AMERICAN BROADCASTING Co. frumsýndi nýverið i sjónvarpi vestanhafs upphaf nýs mynda- flokks, sem það hefur látið gera. Er það kvikmynd um ævi og starf Jóhannesar páfa 23., en i mynd- inni fer leikarin Raymond Burr með aðalhlutverkið, en við mun- um eftir Burr i hlutverkum Perry Mason og Ironside. Leikarinn getur nú þakkað fyrir, hversu vel hann notaði bæði augu og eyru, þau fjögur skipti, sem hann gekk á fund páfa. Þeirra á milli náðist lika nokkur vinátta — páfi upp- lýsti nefnilega, að hann væri ein- lægur aðdáandi sjónvarpsmynda- flokkanna um Perry Mason, og það var einmitt þess vegna, sem hann var alltaf tilbúinn til að taka á móti leikaranum á bak við „grimuna”. JAFNGILDIR FJARFESTINGU í FASTEIGN EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN SKATT-OG FRAMTALSFRJÁLS TIL SÖLU I ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM SPARISJÖÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM fÆ' S4AS^ SEÐLABANKI ISLANDS Eyðilogði milliónaverðmœti með skœrum sínum Náungi nokkur í Vestur- Svíþjóð væri í dag millj- óneri ef hann hefði ekki verið einum of duglegur með skærin. Hann klippti nefnilega fri- merkin af um 4000 umslögum fyrir tæpum tveimur mánuðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir þvi, að gömul frimerki eru mun verðmeiri ef allt umslagið fylgir með, heldur en laus merki. Með skærunum minnkaði hann verðgildi merkjanna úr 45 milljónum isl. króna niður i 450 þúsund kr. Merkin voru á bréfum frá ár- unum 1858 til um 1880. AÐ KAUPA VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.