Vísir - 16.06.1973, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 16. júni 1973.
3
ísland
stökkpallur
milli
heimsálfa
Flytja
f lugvélar -
inn og út
Flugið er atvinnu-
grein nútímans, og þar
ganga hlutirnir sann-
arlega fyrir sig með
eldingarhraða.
í gærdag var ljós-
myndari Visis staddur
úti á Reykjavikurflug-
velli og sá þá tvær flug-
vélar af gerðinni DC-
6B sem hann kannaðist
ekki við, en þær voru þó
merktar islenzkum
einkennisstöfum.
Er fariö var að kanna málið
nánar kom i ljós, að þetta voru
flugvélar, sem Iscargo hf. — ný-
lega stofnað islenzkt flugfélag —
er eigandi að.
Við hringdum i Lárus Gunn-
arsson, einn af eigendum fé-
lagsins og sagði hann okkur, að
tscargo hefði keypt þessar vélar
t Belgiu af þarlendu tryggingar
félagi, og hefði þeim verið flogið
hingað af starfsmönnum ts-
cargo. Ætlun þeirra væri að
nota aðra flugvélina i varahluti,
en hina væru þeir búnir að selja
til Bandarikjanna og yrði henni
flogið þangað. næstu daga.
Þegar við spurðum Lárus
hvers vegna tscargo væri að
festa kaup á flugvél i Belgiu,
sem þeir siðan seldu beint til
Bandarikjanna, sagði hann, að
aðalástæðan væri sú, að þeir
gætu notað sina eigin starfs-
menn til að ferja flugvélina yfir
hafið auk þess sem þeir hefðu
vitað um hugsanlegan kaup-
anda vestan hafs.
Það er þvi auðsætt að tslend-
ingar geta fært sér i nyt legu
landsins, mitt á milli Evrópu og
Ameriku á ýmsan hátt. Við get-
um bæði boðið upp á fundarstað
fyrir „stórkalla” heimsins og
svo nokkurs konar stökkpall hér
á miðju Atlantshafi.
tscargo hefur hingað til átt
eina flugvél DC-613, sem hefur
haft næg verkefni við flutning
milli tslands og annarra landa.
Flugvél félagsins fer núna til
Alaborgar með hesta, sem seld-
ir voru þangað. Siðan er vélin
væntanleg aftur til tslands með
húsgögn, sem hún tekur i Berg-
en.
— ÓG.
/#
Hef andstyggð ú
//
fjöldaframleiðslu
— segir ungur myndlistarmaður, sem opnar
symngu
,,Ég hef gcrt talsvert af þvi að
teikna leikara Leikfélagsins
þegar þeir hafa gefið á áer færi I
leikhléum, en ég hef starfað
sem sviðsmaður i Iðnó i sex ár”,
sagði Sigurður Eyþórsson.
Hann opnar i dag sýningu á
þessum teikningum sinum, auk
nokkurs fjölda af öðrum
myndum og málverkum sinum.
„Hef mesta ánægju af að mála
myndir af fólki”, segir Sigurður
Eyþórsson.
i dag
Sýningin verður i Galleri
Grjótaþorp og er hún sú fyrsta,
sem Sigurður stendur að. Hann
lauk námi frá Myndlista- og
Handiðaskóla Islands fyrir
tveim árum. Þá með teikni-
kennararéttindi.
„Ég hafði haft hug á að fara
frekar út i frjálsa myndlist við
skólann, en hvarf frá þvi þar
sem sú deild skólans virtist þá
ekki vera nógu haldmikil þegar
betur var að gáð”, sagði
Sigurður. Hann hefur i hyggju
aö sækja um framhaldsnám i
Kunst- og handverkskólanum i
Kaupmannahöfn á næsta vetri.
Eins langar hann til að sækja
sér einhvern lærdóm til Grikk-
lands eða Róm strax og hann
sér sér það fært.
„Það er minnst af myndum
mlnum á sýningunni til sölu”,
sagði Sigurður loks. „Ég er ekki
aö teikna og mála til að geta
slegið upp sölusýningu og
græða. Ég hef andstyggð á
fjöldaframleiðslunni. Sjálfur fer
ég mér hægt og legg þeim mun
meira upp úr vandvirkninni”.
Mestan áhuga hefur Sigurður
á að teikna og mála myndir af
fólki, og hefur hug á að geta
sinnt þvi áhugamáli sinu
eitthvað i sumar. —ÞJM
'We rcnm/c mBótr /6 wmt* ffls/ m
Afkomendur Nelsons komast í stríð
„Þeir eru að reyna að sigla
okkur niður”, segja brezku
sjókapparnir, eftirkomendur
Nelsons og annarra sögufræra
manna úr flota hinna brezku
hátigna. Og litla varðskipið
með agnarlitlu fallbyssuna
skriður framundan stefni
bryndrekans brezka, meðan
Evudætur vefja sig mjúklega
upp að skipinu. Þessa
skemmtilegu teikningu gerði
Haraldur Einarsson. Gaman
væri að sjá teikningar lesenda
af þroskastriðinu, þvi eflaust
hafa margir spreytt sig á
verkefninu og fundið sitthvað
spaugilegt.
BÍÐUR TIL HAUSTS
AÐ BÆTA KINDINA
Blaðið sagði fyrir skönimu frá
þvi, að ekið var á kind og hún
drepin.en bilstjórinn taldi kröfur
eiganda um bætur mjög ólióf-
legar. Eigandi kindarinnar segir
nú, að það biði til haustsins, að
gengið verði frá þvi, hve bætur
verði miklar.
Hann segir, að tryggingar-
félögin hafi sérstaka skrá yfir
skaðabætur fyrir kindadráp.
Muni hin næsta koma út eftir
slátrun i haust. „Úr þvi að hann
vildi ekki semja nú strax, þá læt
ég þetta biða eftir' næsta lista
tryggingafélaganna”, ségir hann
I viðtali við blaðið.
Eigandi kindarinnar telur sig
engan veginn hafa farið fram á of
háar bætur. Hann álitur, að öku-
maður eigi á hættu að missa
bónus hjá bilatrygginga-
félögunum. ökumaðurinn mun
ekki hafa lent i slysi um langt
árabil og þvi hefur hann væntan-
lega háan bónus. Þó tali öku-
maður sig ekki geta sætzt á
kröfur eigandans, og fóru samn-
ingar út um þúfur.
—HH
BREYTA ÞVOTTAHIÍSI í RAUN-
VERULEGA GUFUBAÐSTOFU
Gufubaðstofa er nú um það bil
að opna i Hafnarfirði i húsnæði
þar sem áður var þvottahús, en
lengst af útsala Alþýðubrauð-
gerðarinnar i Hafnarfirði. Er
þcssi gufubaðstofaáreiðanlegavei
þe'gin af bæjarbúum, þvi fram til
þessa hefur aðeins verið ein gufu-
baðstofa þar suðurfra og sú
fremur ófulluægjandi.
Eigendur hinnar nýju gufu-
baðstofu við Strandgötu ætla aö
hafa húsakynnin opin á milli
klukkan fjögur og sjö á morgun,
sunnudag, þannig að bæjarbúar
geti gengið þar inn og skoðað sig
þar um.
Þarna er rúmgóður gufu-
baðklefi, hvildarherbergi,
trimmtæki ýmiskonar og aöstaöa
fyrir nudd, sem væntanlega hefst
innan skamms.
Nafn þessa nýja fyrirtækis er
einfaldlega „Gufubaðstofan”, en
eigendur hennar heita Óli Rafn
Sumarliðason og Magnús S.
Rikharðsson og eru þeir báðir
Hafnfirðingar. — ÞJM
Liggja eiturefnin í
sjónum við Sundahöfn?
— „Góðkunningjar" lögreglunnar í haldi
„Við höfuin rökstuddan grun
uin að eiturefnunum hafi vcrið
varpað i sjóinn nálægt Sunda-
höfn”, sagði rannsóknarlög-
reglan I viðtali við Visi i gær-
kvöldi, en þá stóðu yfir yfir-
heyrslur yfir fjórum mönnum
sem hafa verið handteknir
vegna innbrotsins i lláaleitis
Apótek. Tveir mannanna voru
handteknir i fyrradag, en hinir
tveir um miðjan daginn i gær.
Allir eru þeir góðkunningjar
lögreglunnar úr eiturlyfja-
vandamálum, og hafa komið oft
við sögu.
En lögreglan á enn eftir að
yfirheyra mennina betur og að
sögn hennar getur það tekið
langað tima. Þessir menn eru
allir grunaðir um að hafa fram-
iö innbrotið i apótekið, og Visir
hefur eftir góðum heimildum að
einn þeirra hafi stjórnað að-
gerðum. Þessi maður mun hafa
sérhæft sig i þvi að brjótast inn i
apótek I leit að eiturlyfjum.
Ekkert af éiturlyfjunum er
komið i leitirnar, en lögreglan
telur að mennirnir hafi orðið
skelkaðir og kastað eiturefnun-
um i sjóinn. t gærmorgun fannst
eitt af eiturglösunum inni i
Kleppsvik, og var það . barn er
það fann. t þessu glasi var
adrenalin, sem er övrandi lyf.
Glasið var merkt Háaleitis-
apóteki og hafð númer, sem
passaði við birgðir apóteksins.
Þess vegna telur lögreglan að
aövara beri foreldra barna
sembúa i þessu næsta nágrenni
Sundahafnar og strandlengj-
unnar beggja megin.
Eins og fram hefur komið i
fréttum, hafa mörg innbrot
verið framin i apótek á undan-
förnum mánuðum, en ekki hefur
þótt ástæða til að skýra frá
þeim, vegna hættu á að það gæti
virkað hvetjandi á fleiri, er nú
svo komið að innbrot i apótek
eru óvenju tið, og verður nú á
næstunni reynt að gripa til ein-
hverra róttækra aðgerað til
varnar þessu.
Þess má geta að þegar brotizl
var inn i Háaleitisapótek, var
þjófabjallan i apótekinu gerð
óvirk með þvi að skera einfald-
lega á virinn sem lá að henni,
enn hann var ber utan á húsinu.
— ÓH