Vísir - 16.06.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1973, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 16. júni 1973. STEREO 8-rása hljómbönd (8-track cartridges) OG KASETTUR Gilbert O'Sullivan Slade Uriah Heep Pink Floyd Roxy Music Beach Boys The Beatles Crosby Stills Nash & Your Chicago Simon & Garfunket Tom Jones Engelbert Humperdinck Santana Traffic The Who Joe Cocker The Roliing Stones Neil Diamond Sly & The Family Stone Neil Young Three Dog Night The Partridge Famlly Elvis Presley Johnny Cash John Lennon Elton John Janis Joplin 5 gerðir stereotækja i bila. Verð frá krónum 7.425.00. Opið 9—0. Laugardaga &—12. PÓSTSENDUM. F. BJÖRNSSON, Bergþórugötu 2 Sími 23889 Frank Sinatra Jose Feliciano Black Sabbath Donovan Perry Como Jim Reeves Andy Williams Sammy Davis Cat Stevens Al Jolson Emerson • Yes Lake & Pakner Roger Mille Jimi Hendrix Ella Fitzgerald The Moody Blues Luis Armstrong Jethro Tull Harry Belafonte Doors Nat King Cole Dean Martin Paul Anka Humble Pie Mountain Carole King Creedence Paul McCartney Clearwater Graham Nash Revival Rod Stewart Grand Funk Ray Charles Railroad Blood Sweat & Tears Steppenwof Diana Ross The Mothera Ten Years After of Invention Deep Purple Faces James Brown Byrds Stephen Stills Paul Simon Guess Who America Don McLean Grateful Deal Alice Cooper Jefferson Led Zeppelin Airplane Bob Dylan o. m. fl. I. DEILD í dag kl. 15 leika á Njarðvikurvelli ÍBV - ÍBK Komið og sjáið spennandi leik. Í.B.V. MERKJASALA Sölubörn óskast til að selja merki þjóð- hátiðardagsins 17. júni. Merkin eru afgreidd að Frikirkjuvegi 11 (Æskulýðs- ráð) i dag milli kl. 1 og 4, og á morgun, 17. júni, frá kl. 9 árdegis. Há sölulaun eru greidd. Þjóðhátíðarnefnd. Nauðungaruppboð Annað og siðasta á hluta I Langholtsvegi 190, þingl. eign Bjarna ólafssonar fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudag 20. júni 1973, kl. 15.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 30., 31. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs 1972 á Hólatorgi4, þingl. eign Kjartans Jónssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands og Hafþórs Guðmundssonar hdl., á eigninni sjálfri, miðvikudag 20. júni 1973, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. V . Geir R. Andersen: VELSÆLD OG VEÐRÁTTA Ekki veröur þvi á móti mælt meö neinum rökum, aö veörátta og veðurfar yfirleitt hefur mikil áhrif á velliðan fólks, og þá ekki siöur hina andlegu en hina likam- legu. Það hefur nú skeð á siöari árum, sem alltaf má búast við á landi svo illa staösettu veöurfars- lega sem Island er, að sumariö, sem annars staöar er árviss grósku- og góðviðristimi, hefur komiö seint og illa eða þá alls ekki, a.m.k. ekki i þeim mæli, sem fólk gamnar sér við að vænta I hvert sinn, er sól hækkar á lofti. Þessi von fólks á íslandi um „gott sumar” er, þótt undarlegt sé, ekki óskhyggja ein, þvi fyrr á árum komu hér „góö sumur” og það lifir lengi i gömlum glæðum, og það sem áður hefur skeð getur auðvitað gerzt aftur. Visindamenn veðurfræðinnar hafa þó undirbúið menn rækilega fyrir, að veðurfar muni fara kóln- andi hér um slóðir á næstu árum, og ætlar það sannarlega að ganga eftir, miðað við siðustu ár, og ekki sizt þetta árið, sem hefur verið þaðsem af ereitt óveðrasamasta, og vorið eitt hið kaldasta, sem komið hefur á allt að fimmtiu ára timabili. En þrátt fyrir ummæli spak- vitringa veðurfræðinnar, sem nú hafa reynzt sannspá i meira lagi, lætur fólk hér uppi á tslandi ekki deigan siga, varðandi sigildan undirbúning vorverka, þeirra sömu og fólk annarra landa telur til hefðbundinna skyldustarfa, án nokkurra vangavelta um það, hvernig sumarið muni verða i það og það skiptið, og er oftast búiö að slá garðinn sinn tvisvar um miðj- an april, þegar enn getur verið langt I að klaka leysi úr jörðu hér, eöa snjó taki upp af láglendi. Það er þvi skringilegra sem það er óviturlegt, þegar fólk stendur i þeim kostnaðarsömu stórræðum að setja niður i garða uppi á ts- landi plöntur og blóm af suðræn- um uppruna og ver til þess ár hvert upphæðum, sem skipta þús- undum króna, i þeirri von, að i þetta sinn verði nú „gott sumar” — og þrjózkan verður fyrirhyggj- unni yfirsterkari, garðurinn er fylltur af blómum, en oftar en ekki ná þau ekki að springa út, áður en kuldinn nær yfirhöldinni, eða haustfrostin skella á stuttu eftir að garðurinn er kominn i fullan blóma. En það sem einkennilegast er, • þegar slikt skeður, og mikil vinna og fjármunatap hefur orðið hinu kalda norðlæga veðurfari að bráö, verður fólki sjaldnast á að ásaka sjálft sig fyrir heimskuna, heldur er ásökunni snúið upp á veðurfarið og fólki getur ekki skilizt, að hér eru engin skilyrði fyrir þeim garðagróðri, sem ein- kennir önnur nálæg og fjarlæg lönd og fyrirmyndir eru frá úr er- lendum timaritum um blóm og gróður. En þetta er ekki einsdæmi um það, að fólki hefur ekki skilizt eða vill ekki skilja, að tsland hefur norðlægari hnattstöðu og verri en flest önnur byggð lönd, og sem verður að taka tillit til, þegar um það er að ræða, hvort hér geti verið neyzluþjóðfélag i sama mæli og annars staðar þykir sjálfsagt og eðlilegt við þær að- stæður, sem þar eru. Mörg dæmi væri hægt að taka þessu til árétt- ingar. Það er t.d. ekkert efunarmál, að þeim peningum, sem varið er til innflutnings á varning ýmis konar ætluðum til viðlegu- og utanhússskemmtunar og ferða- laga, og öllum þeim tegundum, sem á boðstólum eru, er hrein- lega sóað að óþörfu — og hefur valdið miklu fleiri aðilum von- brigðum og fjártjóni, heldur en komið hefur fram opinberlega. Bæði hefur valdið vanþekking á viðkomandi tækjum og áhöldum og innflytjendur verið óprúttnir að auglýsa þá hluti, sem ekki henta okkar veðráttu, og svo hitt, að almenningur hefur einnig ver- ið ginnkeyptur fyrir hvers kyns varningi, sem hefur það eitt til sins ágætis að vera nýmæli hér, en án nokkurs notagildis þegar til kastanna kemur. Það er t.d. ekk- ert óalgengt, að fólk sitji uppi með hluti, sérstaklega ætlaða til sumarnota og einnig vetrar- Iþrótta og útilifs, og sem ekki hafa reynzt til stórræðanna, þeg- ar til kastana hefur komið, og er aðalástæðan að vanda of stutt og kalt sumar, umhleypingar á vet- urna, I fáum orðum, óhentug og ó- stöðug veðrátta. Hvað er þa til ráða fyrir „sumarlaust” fólk á tslandi — biður það ef til vill eftir betri tið meðblóm ihaga? Onei, islenzkur almenningur hefur aldeilis ekki i hyggju að biða eftir neinni „betri tiö”, enda stór hluti hans farinn að átta sig á þvi, að hér getur aldrei orðið neitt sumar i þess orðs merkingu, þótt björtu næt- urnar i júni og júli njóti að sjálf- sögðu ávallt vinsælda og veki heimþrá hjá islendingum, sem langdvölum dveljast erlendis. Það eru nú um tveir áratugir siðan, ætli það hafi ekki byrjað fyrir alvöru um 1950, um svipað leyti og flaggskipið Gullfoss kom til sögunnar, að tslendingar fóru almennt að ferðast til útlanda i þeim erindum að eyða þar sumarleyfi. Allar götur siðan hafa tslendingar verið furðu dug- legir að ferðast til útlanda, nú sið- ari árin aðallega flugleiðis, enda fljótara og hagkvæmara, þegar um dvöl erlendis er að ræða, hvort sem er i skipulögðum hóp- ferðum eða á eigin vegum. Og hver getur láð fólki i þessu sumarlausa landi, þótt það leiti til sólarlanda að aflokinni vertið»árs innisetu á skrifstofu, eða frá hvaða starfi, sem fólk annars ■tundar. Það er oft talað um óþarfa gjaldeyriseyðslu i sam- bandi við slik ferðalög fólks til út- landa, nær væri að eyða þessum peningum hér innanlands og sjá sitt eigið land. En þá kemur til sú blákalda staðreynd, að hér innan- lands er öll þjónusta, sem keypt er miklum mun dýrari og ekki sambærileg, miðað við þá sem er- lendis er fáanleg, auk þess sem fólk skiftir um umhverfi, loftslag og veðráttu þann tima, sem verið er að heiman. Og á meðan sú skipan er i f jár- festingar- og efnahagsmálum hérlendis, að fólk telur sig ekki hagnast á að leggja fé til hliðar i banka, i kaup á hlutabréfum eða aðra hluti, utan húsnæði og bil (sem flestir komast yfir á ákveðnu árabili), þá er eðlilegt að þar næst á eftir hugsi fólk um að leyfa sér og sinum þá tilbreyt- ingu, sem ekki fæst hérlendis, hvorki keypt né gefin, þ.e. annað og betra veðurfar. — Og þar sem þaö er staðreynd, að góð veðrátta er eitt af þvi, sem ræður úrslitum um góða andlega heilsu fólks, og einnig oft likamlega, þá er það sólarhungur, sem fólk hér þjáist af og utanlandsferðir, sem ís- lendingar leggja svo mikið upp úr, ekki sú goðgá, að nokkur sé þess umkominn að liggja þeim á hálsi fyrir. Þar sem góð veðrátta er hluti af velsæld fólks hvar sem það er, verður fólki, sem býr við óbliða og þvingandi veðráttu að vera frjáls ferðalög til annarra landa i þeim mæli, sem það óskar og finnur þörf fyrir. I allri þeirri „sósialiseringu” og rikisafskiptum, sem nú eiga sér stað hér, og enn standa fyrir dyrum væri glæpur að leggja hömlur á ferðafrelsi fólks úr landi með einhverjum þeim „takmörk- unum” og „ráðstöfunum” sem vinstri sinnuðum stjórnvöldum er svo tamt að beita, fyrr og nú, og ef til vill ekki langt i að aftur verði gripið til. Með slikum „ráðstöfun- um” yrði þjóðinni gefið það rot- högg, sem dyggði til þess að afmá andlega heilsu fólks i sumarlitlu landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.