Vísir - 16.06.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 16.06.1973, Blaðsíða 16
16 Vfsir. Laugardagur 16. júni 1973. Iðnskólinn í Reykjavík IÐNNEMAR Innritun iðnnema á nómssamningi i 1. bekk næsta skólaárs fer fram i skrifstofu yfirkennara (stofu312) dagana 18.-22. júni kl. 9-12 og 13.30-16. Inntökuskilyröi eru, aö nemandi sé fulira 15 ára og hafi staöizt miöskólapróf meö eink. a.m.k. 16 samtals i ís- lenzku, reikningi, cnsku og dönsku. Viö innritun ber aö sýna: vottorö frá fyrri skóla, undir- ritaö af skólastjóra, nafnskírteini og námssamning. Nemendum, sem stunduöu nám i 1.,2. og 3. bekk á s.l. skólaári, verður ætluð skólavist á næsta skólaári og verða upplýsingar um námsannir gefnar siðar. VERKNÁMSSKÓLI IÐNAÐARINS Innritun i verknámsdeildir næsta skóla- árs fer fram i skrifstofu yfirkennara (stofu 312) dagana 18.-22. júni kl. 9-12 og 13,30-16. Inntökuskilyrði eru, aö nemandinn sé fullra 15ára og hafi slaöizl miöskóiapróf og hlotið a.m.k. 16 samtals I Islenzku, reikningi, dönsku og ensku. Við innritun ber að sýna prófskfrteini, undirritað af skóla- stjóra fyrri skóla,og nafnskirteini, en námssamningur þarf ekki að vera fyrir hendi. bær deildir verknámsskóla iðnaðarins, sem hér um ræðir, eru: Máliniönadeild: fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf i málmiðnaði og skyldum greinum, en helztar þeirra eru: allar járniönagreinar svo og bifreiðasmiði, bifvéla- virkjun, blikksmiöi, pipulögn, rafvirkjun, skriftvélavirkj- un og útvarpsvirkjun. Tréiönadeildir: aöallega fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf i tréiðnaði. FRAMHALDS- DEILDIR RAFIÐNA Inntökuskilyrði i fyrstu deild er að nemandinn hafi lokið prófi úr málmiðna- deild Verknámsskólans. Innritun i aðrar framhaldsdeildir fer fram á sama tima. beir nemendur scm hafa lokið prófi úr framhaldsdeild og eru komnir á námssamning hjá meistara þurfa að innrita sig til framhaldsnáms i Iðnskólanum á sama tima. FRAMHALDSDEILD í BIFVÉLAVIRKJUN Inntökuskilyrði er að nemandinn hafi lok- ið prófi úr málmiðnadeild Verknámsskól- ans eða úr 2. bekk Iðnskólans. Þeir nemendur sem hafa lokið prófi úr framhaldsdeild og eru komnir á námssamning hjá meistara þurfa að innrita sig til framhaldsnáms i Iðnskólanum á sama tima. TEIKNARASKOLI Áætlað er, að Teiknaraskóli til þjálfunar fyrir tækniteiknara og aðstoðarfólk á teiknistofum verði starfræktur á næsta skólaári og taki til starfa i byrjun septem- ber n.k. Inntökuskilyrði eru, að umsækjendur séu fullra 16 ára og hafi lokið a.m.k. miðskólaprófi. Tekiðerá móti umsóknum um skólavist dagana ia-22.júni i skrifstofu yfirkennara (stofu 312) kl. 9-12 og 13.30-16. Leggja ber fram undirritað prófskirteini frá fyrri skóla, ásamt nafnskirteini. Ef þátttaka leyfir, verða starfræktar bæði dagskóladeildir og kvölddeildir. Skólastjóri. □ □AG | n KVOLD | n □AG | SJÓNVARP • Laugardagur 16. júni 1973 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.30 Brellin blaðakona. Ast- arraunir Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Daglegt lff indverskrar heimasætu önnur myndin af þremur um sextán ára stúlku í Indlandi og fjöl- skyldu hennar. Þrumur, stjörnur og peningar Þýð- andi Ellert Sigurbjörnsson. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 21.30 Silja Finnsk kvikmynd, byggö á hinni heimskunnu skáldsögu eftir F.E. Sillan- paa. Leikstjóri Jack Wit- ikka. Aðalhlutverk Heidi Krohn, Jussi Jurkka og Aku Korhonen. Þýðandi Kristin Mantyla. Aðalpersónan er munaðarlaus stúlka, sem hefur ofan af fyrir sér sem vinnukona, en á litilli alúð að fagna hjá húsbændum slnum og hrekst úr einni vist i aðra. Pólitiskar deilur i landinu herða enn kjör vinnufólks, en Silja fær þó sumarvinnu hjá öldruðum prófessor, sem dvelst um nokkurra mánaða skeið i sumarhúsi sinu i sveitinni. Þar kynnist hún ungum námsmanni og á með hon- um marga hamingjustund um sumarið. En þegar haustar að, hverfur hann aftur til borgarinnar. Sum- arhúsi prófessorsins er lok- að og Silja stendur enn uppi atvinnulaus. Um svipað leyti hefst borgarastyrjöld i landinu. 23.00 Dagskrárlok Þegar sjónvarpsmcnn voru á ferö á Akureyri fyrir nokkru brugðu þeir sér á m.a. á dansleik I Sjálf- stæöishúsinu, þar sem Hljómsveit Ingimars Eydal lék fyrir dansi og skemmti gestum. 1 sjónvarpinu á sunnudagskvöldið kl. 21.25 fáum við aö sjá.hvernig fólk skemmtir sér á Akureyri. —EVI Sjónvarpið kl. 21.30 í kvöld: „Silja" Finnsk kvikmynd byggð ó sveitasögu 1 kvöld sýnir sjónvarpið kvik- myndina ,,Silja”,en hún er byggð á sögu eftir finnska Nóbelsverð- launaskáldið F.E. Sinnalpaa. Myndin er um unga stúlku, sem misst hefur föður sinn þegar hún er 14 ára, en hefur áður misst móður sfna. Hún verður þvi að fara að vinna fyrir sér hjá vanda- lausum sem vinnukona og eru vinnuveitendur ekki sem beztir við hana. Silja fær nú sumarvinnu hjá öldruðum prófessor á meðan hann dvelur i sumarbústað sinum og er hann mjög góður við hana. Þar kynnist hún ungum pilti og verða þau hrifin hvort af öðru og eiga mörg stefnumót um sumarið, en um haustið fer hann og prófessorinn lika til borgarinn- ar. Hún lendir nú i borgara- styrjöldinni sem brýzt út 1918, og er ásökuð bæði af hvitliðum og rauðliðum. Heidi Krohn og Jussi Jurkka eru bæði vel þekktir leikarar i Finnlandi og vinna bæði viö Borgarleikhúsið I Helsinki. Þýðandi er Kristin Mantyla. Heidi Krohn og Jussi Jurkka I hlutverkum Silju og Armasar. SJDNVARP • Sunnudagur 17. júní 1973 18.00 Gilitrutt Barnamynd eftir Ásgeir Long og Val- garð Runólfsson, byggð á gamalli þjóðsögu. Leikstjóri Jónas Jónasson. Aðalhlut- verk Agústa Guðmunds- dóttir, Martha Ingimars- dóttir og Valgarð Runólfs- son. Aður á dagskrá 26. september 1971. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Avarp forsætisráðherra, ólafs Jóhannessonar 20.35 „Undir bláum sólarsali” Kór Menntaskólans við Hamrahlið syngur. Söng- stjóri Þorgerður Ingólfs- dóttir. Upptakan var aö mestu gerð i garði Asmund- ar Sveinssonar, mynd- höggvara. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 20.55 Fiskur á færi Siðastliðið sumar heimsóttu sjón- varpsmenn þrjár veiðiár og kvikmynduðu veiðimenn þar. Kvikmyndun örn Haröarson og Þórarinn Guðnason. Umsjón Magnús Bjarnfreðsson. 21.25 Hljómsveit Ingimars Eydal Fyrir skömmu voru sjónvarpsmenn á ferð á Akureyri og brugðu sér þá meðal annars á dansleik i Sjálfstæöishúsinu, þar sem Hljómsveit Ingimars Eydal lék fyrir dansi og skemmti gestum. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.50 Lengibýr að fyrstu gerö Bandarisk mynd um rann- sóknir á sálarlifi og atferli barna fyrstu æviárin. Þýð- andi og þulur Gylfi Pálsson. 22.40 Að kvöldi dags Sr. Jón Auðuns flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.