Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 1
VÍSIR «:!. árg. — Þriðjudagur 17. júlí 1973 — 161.,tbl. Nú dugar ekkert nema stórleikur Austur-þýzka landsliðið i knatt- spyrnu leikur i kvöld við íslenzka landsliðið á l.augardalsvelli — eitt sterkasta lið. sein liingað liefur komið. vann nýiega vestur- -þýzku Kvropumeistarana. 1 kvöld dugar þvi ekkert neina störleikur hjá islenzka lands- liðinu. Bjarnleifur tók mvndina af Þjóðverjunum við koinuiia til islands i gær. Ólafur og ísland í japönsku pressunni „Jafnvel útkjálkablað norður á liokkaido í Japan birtir mynd af Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og grein um tsland og landhclgismálið Japanir telja sig hafa komizt á snoðir um sitthvað merkilegt f isienzkri pólitik, og frá þvi segir Jón Björgvinsson, sem sendir okkur fréttir frá Japan. Sjá bls 3. í nýju dlmu Fœðingardeildarinnar: Móðir og barn saman allan sólarhringinn Samband móður og barns fyrstu sólarhringana er undir- staöa öry ggistilf inningar barnsins og sambands þess viðaðraalla ævi þess. t nýju álmu Fæðingardeildarinnar verður fyrsta deildin hér á landi, þar sem notað veröur svokallað „rooming in” kcrfi, en þar geta móðir og barn verið saman allan sólar- hringinn. Sjá Innsíðu bls. 7 ☆ Bretarnir skrópuðu úr veizlu Caetanos Sjó bls. 5 Torfveggur frá því fyrír landnám við Aðalstr. 14? — Ekki útilokað að einhver hafi verið þar á ferð á undan Ingólfi", segir Þorkell ,,Við teljum alls ekki útilokað að við Aðal- stræti 14 séu húsarústir frá þvi fyrir landnáms- öld. Rannsókn, sem gerð var á sýnishornum úr jörðu á þessum stað, benti til þess að jarðveg- urinn þarna væri jafnvel frá þvi árið 610, eða yfir 200 árum eldri en land- nám”, sagði Þorkell Grimsson, fornleifa- fræðingur i viðtali við blaðið i morgun. „Það er að visu nokkuð langt siðan þessi jarðvegsrannsókn var gerð og hún er ekki 100% áreiðan- leg, en ljóst er af torfveggnum, sem þarna hefur fundizt, að hann er mun eldri en hinar rústirnar i Aðalstrætinu og Suðurgötunni. Yfirleitt virðist hafa verið byggt úr torfi, sem skorið er eftir að öskufall varð (um 900), en þetta veggjarbrot er greinilega með öskulagi ofan á, svo það virðist vera úr húsi, sem byggt hefur verið áður. Jarðvegssýnishornin, sem tekin voru, þegar borað var, voru einmitt rétt hjá þessum veggjarbrotum og gætu þvi mjög trúlega verið frá sama tima”. „Verður þetta rannsakað frekar i sumar?” „Það verður haldiö áfram að grafa þarna á móts við Aðalstræti Astþór ljósmyndari smellti þessari mynd af Ragnheiði úti I hrauni um daginn. Ef einhver heldur aö pilsiö sem hún er i, sé dregiö ofan af háalofti ömmu hennar, þá er það ekki rétt, heldur er þetta nýjasta tizka (var það aö minnsta kosti þegar myndin var tekin). Viö viljum enn einu sinni hvetja lesendur til að senda okkur inn litmyndir af sumarlegum stúlkum, helzt að þær séu teknar á 6x6 vélar. Ragnheiður Pétursdóttir er númer þrjú i Sumarstúlku- keppni Visis. Hún er 21 árs Reykjavikurmær, harðgift og farin að búa, með kall og einn krakka. En það er ekki þar með sagt, að hún sé sezt niöur til að flysja kartöflur og elda graut það sem eftir er. „Jú, ég hef sko alveg nóg að gera, og þarf ekki að kvarta undan aðgeröarleysi. Ég vinn i Kastalanum dags daglega við afgreiðslu, og svo er ég einnig fatasýningastúlka hjá Pálinu Jónmundsdóttur”, sagði Ragn- heiður, þegar hún var spurð að þvi. við hvað hún fengist. „Ég hef mikinn áhuga á fötum, og hef reyndar alltáf haft, og þess vegna finnst mér virkilega gaman að vinna við að selja föt. Mér finnst unglingar fylgjast ákaflega vel með tizkunni, og satt að segja hafa þeir ákaflega mikil auraráð, og reyna yfirleitt alltaf að klæðast þvi nýjasta á hverjum tima”. „Hvað hefurðu unnið lengi sem sýningarsúlka”? „Það eru ábyggilega komin 6 ár sfðan ég byrjaði, og ég hef haft alveg ofsalega gaman af þvi að vinna við þetta. Þessi vinna er helzt fólgin i þvi að sýna á tizkusýningum, og svo að láta mynda föt fyrir aug- lýsingabæklinga”. „Hver er afstaða þin til fóstureyðinga, Ragnheiður”? ,,Ég er algjörlega á móti þeim, þvi mér finnst þetta vera aö drepa lif. Fólk getur vel gert aðrar ráðstafanir fyrr”. „Og hvert á svo að fara i sumarfriinu, eða er kannski ekki um neitt slikt að ræða”? „Jú, jú, ég og kallinn minn förum til Siglufjarðar. Þaðan er hann ættaður”. Grímsson, sagnfrœðingur 14 i sumar, og vonandi skýrist myndin fyrir haustið. En við teljum samkvæmt niðurstöðum jarðvegsgreiningarinnar, að ekki sé óliklegt að þarna hafi einhver verið á ferð á undan Ingólfi Arnarsyni”. sagði Þorkell að lokum. —ÞS Sjá fleiri fréttir af uppgreftriuum i miðbænum á baksiðu. en þcssa dagana er grafið eftir formninjum á þremur stöðum. Ingegerd Edling og Inga Dóra Björnsdóttir skoða torfvegginn við Aðalstræti 14.á horninu við (írjótagötuna. sem greinilega cr elzta húsbrotið, scm ennþá hcfur fundizl i miðbænum. Starfsfólkið stjórnar fyrirtœkinu til skiptis Margir hafa áhuga á að auka hlutdeild starfsfólks fyrir- tækjanna i stjórn þeirra. 1 einu fyrirtæki I Reykjavik er nú verið að reyna þá nýbreytni að starfsmenn stjórni fyrir- tækinu til skiptis, viku i senn hver. Sjá bls. 3 Brezkt róðu- neyti varar við íslandsferð Sjó baksíðu —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.